Morgunblaðið - 11.06.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.06.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1996 11 FRÉTTIR Morgunblaðið/Kári Jónsson STULKAN rótaði talsvert á heilsugæslustöðinni á Laugarvatni í leit sinni að lyfjum. Stal lyfjum og peningum Þyrla flutti fótbrotna konu LÖGREGLUNNI á Selfossi var síð- degis á laugardag tilkynnt um að kona hefði dottið og fótbrotnað á Ölkelduhálsi í Grafningi. Hún var á göngu frá Nesjavöllum til Hvera- gerðis þegar óhappið varð. Lögreglan bað Landhelgisgæsluna um að sækja konuna og var flogið með hana á Sjúkrahús Reykjavíkur þar sem gert að meiðslum konunnar. Bílvelta varð á Suðurlandsvegi við Litlu kaffístofuna á sunnudag. Öku- maður og farþegi voru fluttir á sjúkrahús í Reykjavík. Lögreglan á Selfossi stöðvaði sex ökumenn, grunaða um ölvun, um helgina. SAUTJÁN ára stúlka úr Reykjavík braust aðfaranótt sunnudags inn í verslunina H-Sel og heilsugæslu- stöðina á Laugarvatni. Stúlkan braust fyrst inn í heilsu- gæslustöðina, rótaði þar talsvert og stal pillum sem hún tók inn. Síðan lagði hún leið sína í verslunina H- Sel og hafði á brott með sér lítil- ræði af peningum og smávegis af vörum. í H-Seli er öryggiskerfi sem fór í gang og vakti eigendur. Á sama tíma hringdi stúlkan til Reykjavíkur og lét vita af sér; að hún hefði brotist inn og tekið inn lyf. Lögreglan á Selfossi var látin vita og voru lögreglumenn sendir til Laugarvatns þar sem stúlkan fannst í símaklefa. Hún var síðan flutt til Reykjavíkur á sjúkrahús. Hæstiréttur staðfesti 8 mánaða fangelsisdóm Dæmdur fyrir að eiga o g selja fíkniefni HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest héraðsdóm yfir 23 ára gömlum manni fyrir að hafa haft í fórum sínum og selt hass, amfetamín og E-töflur. Þetta er í fyrsta sinn sem hæstaréttardómur fellur í máli þar sem E-töflur koma við sögu. Maðurinn var í Héraðsdómi Aust- urlands dæmdur í átta mánaða fangelsi í desember sl. Hann var ákærður fyrir að hafa fyrri hluta síðasta árs haft í vörslu sinni 40 g af hassi, 40 g af amfetamíni, og 17 E-töflur og hafa selt þremur ungum mönnum, þar af einum 18 ára, 30 g af amfetamíni, 33 g af hassi og E-töflurnar 17. Einn hinna þriggja manna keypti sýnu mest eða 25 g af amfetamíni, 30 g af hassi og 9 E-töflur. Við leit í bíl ákærða fann lögreglan 12 g af amfetamíni og hálft gramm af hassi. Maðurinn viðurkenndi brot sín skýlaust og kvaðst hafa haft 94.500 krónur í hagnað af sölu efnanna. I dómi Hæstaréttar segir að við mat á refsingu verði að líta til þess að brot ákærða varði talsvert magn af stórhættulegum fíkniefnum sem hann seldi að hiuta unglingum. Hann hafi hins vegar greiðlega gefið upplýsingar um brot sín. Þá verði að líta til aldurs hans og fram- ferðis eftir brotið, svo og þess að hann hafi ekki áður gerst sekur um refsivert athæfi svo máli skipti í þessu sambandi. Niðurstaða Hér- aðsdóms um 8 mánaða fangelsi var staðfe’st. Maðurinn var dæmdur til að greiða áfrýjunarkostnað. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Markús Sigurbjörnsson og Gunnlaugur Claessen og Björn Þ. Guðmundsson prófessor. Forsetaframbjóðendur í sjónvarpssal Vilja afnema skattafríðindi embættisins ALLIR forsetaframbjóðendurnir fimm lýstu sig hlynnta því að afnema skattafríðindi forsetaembættisins, í beinni útsendingu Ríkissjónvarpsins í fyrrakvöld. Pétur Hafstein kvaðst telja það miður að Alþingi afgreiddi ekki á liðnu þingi frumvarp til laga um afnám skattfrelsis forseta íslands. Yelferðar- ráðstefna í Reykjavík FRAMTÍÐ norræna velferðarsamfé- lagsins er viðfangsefni ráðstefnu í Reykjavík sem hefst í dag í Háskóla- bíói kl. 9. Á ráðstefnu Norrænu ráð- herranefndarinnar um framtíðar- horfur í velferðarmálum „Morgenda- gens velfærdssamfund" verður stefna Norðurlanda og Evrópu í vel- ferðarmálum rædd út frá ýmsum sjónarhomum. Stuðningur við at- vinnulausa, atvinnuskapandi aðgerð- ir, jafnrétti og félagslegt öryggi eru nokkur lykilatriði á ráðstefnunni. Ráðstefnuna sækir tugur norrænna ráðherra sem fara með mál er varða réttindi þegnanna. Meðal ræðumanna er Pádraig Flynn, sem á sæti í fram- kvæmdastjóm ESB, Ingibjörg Pálma- dóttir heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra, Páll Pétursson félagsmála- ráðherra, Sigrún Júlíusdóttir lektor. Ole Norrback, samstarfsráðherra Finnlands opnar ráðstefnuna. í þættinum kom einnig fram að forsetaframbjóðendurnir hyggjast eyða mismiklum gármunum í kosn- ingabaráttunni. Ástþór Magnússon áætlar að hann muni eyða um 30 milljónum í kosningabaráttunni, Ól- afur Ragnar Grímsson telur að kosn- ingabarátta hans geti kostað allt að 18 milljónum króna, Guðrún Agnars- dóttir áætlar kostnað við sína kosn- ingabaráttu um 10 milljónir króna, en þau Guðrún Pétursdóttir og Pétur Hafstein kveðast ekki hafa tölulegar upplýsingar á hraðbergi um kostnað- inn. Guðrún Pétursdóttir upplýsti í þættinum, að ástæður þess að hlé hefur verið gert á birtingu sjónvarps- auglýsinga fyrir framboð hennar væm þær að „framboðið veður ekki í peningum“. Pétur Hafstein greindi frá því að hann hefði sett þá reglu, að því er varðaði framlög í kosninga- sjóð hans, að hámarksframlag frá einstaklingi eð fyrirtæki væri ein milljón króna. Allir frambjóðendurnir utan einn, Ástþór Magnússon, lýstu því yfír, að reikningar kosningasjóða þeirra yrðu gerðir opinberir að afloknum kosningum. Astþór svaraði ekki þeirri spurningu fréttamannanna. Morgunblaðið/Þorkell SsangYong Musso seldist upp FYRSTA sending sem Bilabúð Benna fékk af SsangYong Musso jeppanum frá Suður-Kóreu seldist upp um helgina. Bíllinn var frum- kynntur sl. laugardag. Tíu bílar voru í fyrstu sendingunni og segir Benedikt Eyjólfsson, eigandi Bíla- búðar Benna, að næsta sending, sjö bílar sem koma eftir hálfan mánuð, séu einnig seldir. Benedikt segir að nú sé verið að reyna að fá nýja sendingu af Musso frá Þýskalandi. Um helgina reynsluóku 230 gestir jeppanum. Landsfundur Þjóðvaka Hvatt til samem- ingar j afnaðarmanna LANDSFUNDUR Þjóðvaka var haldinn í Viðey á laugardag og sóttu hann á sjötta tug manna samkvæmt frétt frá Þjóðvaka. Nokkrar lagabreytingar voru sam- þykktar og kosin 39 manna stjóm. Jóhanna Sigurðardóttir var endur- kjörin formaður, Svanfríður Jónas- dóttir varaformaður og Ágúst Einars- son ritari hreyfingarinnar. Svanur Kristjánsson stjórnmálafræðingur flutti erindi þar sem hann skilgreindi þróun stjómmála frá því Þjóðvaki var stofnaður og til dagsins í dag. í stjórnmálaályktun landsfundar Þjóðvaka segir m.a.: „Jafnaðarmenn vilja veiðileyfagjald í sjávarútvegi, sambærilegt orkugjald við nýtingu orkulinda og nýjan búvörusamning, sem er hagkvæmur neytendum og bændum... Jafnaðarmenn vilja öflugt velferðakerfi sem rekið er á fjárhagslega hagkvæman hátt, með áherslu á forvarnir, sjálfsvirðingu og stuðning við fjölskylduna... Landsfundur Þjóðvaka telur að stefna núverandi ríkisstjórnar og góð samvinna þingflokka stjórnar- andstöðunnar feli í sér áskorun til jafnaðarmanna að vinna enn betur saman á næstu árum. Landsfundurinn skorar á jafnað- armenn að bjóða sameiginlega fram við næstu Alþingiskosningar. Hinar mörgu fylkingar jafnaðarmanna, sem vilja róttæka uppstokkun í þjóð- lífinu, verða að snúa bökum saman í baráttu fyrir betri framtíð." YANTAR ÞIG FATASKÁP? ÞAÐ ERU TILBOÐSDAGAR HJA OKKUR Á ÖLLUM FATASKÁPUM MEÐ RENNI- HURÐUM. NÚ GEFST EINSTAKT TÆKIFÆRITIL AÐ FJÁRFESTA í RÚMGÓÐUM FATASKÁP MEÐ 15% AFSLÆTTI. ALLIR SKÁPAR ERU FRAMLEIDDIR EFTIR MÁLI. í BOÐIER ÝMISSKONAR ÚTLIT M.A. SPEGLAR OG ÝMSAR VIÐAR TEGUNDIR. 15% AFSLÁTTUR Hamraborg 1. Kópavogur Simi: 554 4011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.