Morgunblaðið - 11.06.1996, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 11.06.1996, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1996 25 Nanna systir í Þjóðleikhús- inu í haust NANNA SYSTIR eftir Einar Kára- son og Kjartan Ragnarsson verður fyrsta verkefni á stóra sviði Þjóð- leikhússins á næsta leikári. Verkið var sýnt hjá Leikfélagi Akureyrar á síðasta leikári.. Andrés Sigur- vinsson leikstýrir verkinu og með helstu hlutverk fara Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Örn Árnason, Guðrún Gísladóttir, Pálmi Gestsson, Tinna Gunnlaugs- dóttir, Vigdís Gunnarsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Róbert Arnfinnsson og Harpa Arnardóttir. Fyrsta verkefni á Smíðaverk- stæðinu verður Leitt hún skyldi verða skækja eftir John Ford í leik- stjórn Baltasars Kormáks og er þetta í fyrsta skipti sem Balatasar leikstýrir verki fyrir Þjóðleikhúsið. Hópur valinkunnra leikara af yngri og eldri kynslóðinni fara með aðal- hluverkin, svo sem Margrét Vil- hjálmsdóttir, Hilmir Snær Guðna- son, Steinn Ármann Magnússon, Arnar Jónsson, Bríet Héðinsdóttir og Erlingur Gíslason. Á litla sviðinu verður haldið áfram að sýna verk Karls Ágústs Ulfssonar, I hvítu myrkri, sem var sýnt tvisvar nú á Listahátíð. Einn- ig verða teknar upp sýningar á Þreki og tárum í haust sem sýnt hefur verið við fádæma vinsældir á liðnum vetri og sömuleiðis á Kardemommubænum. -----»■-»'"♦.—. Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness Á fimmta tug handrita barst BÓKMENNTAVERÐLAUN Hall- dórs Laxness, sem Vaka-Helgafell stofnaði til í samráði við fjölskyldu skáldsins, verða veitt í fyrsta skipti haustið 1996 en dómnefnd um verðlaunin hefur nú lokið störfum. Alls bárust tæplega fimmtíu hand- rit í keppnina og verða úrslit til- kynnt í haust og sama dag kemur verðlaunahandritið út hjá Vöku- Helgafelli. Verðlaunin nema 500.000 krónum en venjuleg höf- undarlaun bætast við þá upphæð. Formaður dómnefndar var Pét- ur Már Ólafsson, bókmenntafræð- ingur og aðalritstjóri hjá Vöku- Helgafelli, e_n með honum í nefnd- inni voru Ástráður Eysteinsson, prófessor í almennri bókmennta- fræði við Háskóla íslands, og Guð- rún Nordal bókmenntafræðingur. TOiÆOT) 3stk. ástarbækur í pakka BfldshólOa 20-112 Reykjavfk - Sfml 587 1410 Blað allra landsmanna! -kjarni málsins! Reuter Virðir fyrir sér Rússana ÁSTRALSKI listgagnrýnand- inn Jeremy Eccles virðir fyrir sér verk eftir Kandinskíj og aðra framúrstefnumenn á sýn- ingu, sem nú stendur í Sydney. Á sýningunni eru módernisma í rússneskri myndlist gerð skil, en verkin eru frá tímabilinu 1907 til 1920 og eftir Kand- inskíj, Rodtsjenkó, Gontsjarova og Popova, svo einhverjir séu nefndir. Hafa mörg verkanna aldrei verið sýnd utan heima- landsins. LAR Funahölða 6 - Simi: 563 4500 TOYOTA LYFTARAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.