Morgunblaðið - 05.07.1996, Page 7

Morgunblaðið - 05.07.1996, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1996 7 FRÉTTIR Morgunblaðið/Baldur Sveinsson EINKAÞOTA sjeiksins er glæsilega innréttuð og tekur um 300 farþega. Lögreglumenn gættu einkaþotu á Keflavíkurflugvelli Sjeik hafði viðdvöl hér SJEIK úr konungsfjölskyldu Sam- einuðu arabísku furstadæmanna, konur, börn og mágkona hans höfðu tæplega sólarhrings viðdvöl hér á landi í fyrrinótt. Með hópnum var fylgdarlið og áhöfn einkaþotu sjeiksins. Einka- þotan er af gerðinni Airbus og var hennar sérstaklega gætt af lög- reglumönnum á Keflavíkurflug- velli. Eysteinn Eyjólfsson, starfsmað- ur í móttöku Flughótelsins í Kefla- vík, sagði að konur og börn hefðu farið í skoðunarferð um næsta ná- grenni eftir komuna hingað til lands síðdegis á miðvikudag. Hóp- urinn hefði komið við í Bláa lóninu og margs hefði verið spurt. Fólkið hefði t.a.m. undrast birtuna og spurt hvenær sólarupprás yrði um morguninn. Um nóttina gisti sjeikinn og fjöl- skylda hans í tveimur svítum og 14 herbergjum á fjórðu hæð hótels- ins. Fylgdarlið gisti á þriðju hæð. Karlmönnum úr starfsliði hótelsins var hvorki heimilt að koma inn á fjórðu hæðina né í matsal á meðan konur og börn voru þar. Konur voru með blæju á meðan karlmenn voru viðstaddur. Eins og áður seg- ir er sjeikinn úr konungsfjölskyldu Sameinuðu arabísku fursta- dæmanna, heitir Hans ágæti sjeik Khalifa Bin Hamdan og ber fjöl- skyldunafnið A1 Nahyan. Ekki feng- ust nánari upplýsingar um stöðu hans innan konungsfjölskyldunnar. Hópurinn, alls um 40 manns, fór héðan fyrir hádegi í gær. Eysteinn sagði að fólkið hefði verið kröfuhart en góðir gestir. Hefði það yfirgefið hótelið mjög ánægt. Tekur sæti Olafs Ragnars • SIGRÍÐUR Jóhannesdóttir kennari í Keflavík mun taka sæti Ólafs Ragnars Grímssonar ný- kjörins forseta íslands þegar Alþingi kemur saman í haust. Sigríður var fyrsti varamað- ur Alþýðu- bandalagsins í Reykjaneskjördæmi og tók sæti Ólafs Ragnars í vor þegar hann vék af þingi eftir að hafa tilkynnt framboð til embættis forseta ís- lands. Samkvæmt upplýsingum Frið- riks Ólafssonar skrifstofurstjóra Alþingis hefur Ólafur Ragnar ekki enn sagt af sér þingmennsku. Formleg afsögn fer fram með þeim hætti að viðkomandi skrifar af- sagnarbréf til forseta Alþingis þar sem óskað er eftir lausn frá þing- störfum. Við það tekur sá sem er næstur á lista, sæti hans. ------♦ ♦ ♦------ Ráðinn héraðs- prestur •SÉRA Gylfi Jónsson hefur ver- ið ráðinn hérðasprestur í Reykja- víkurprófasts- dæmi vestra. Séra Gylfi hefur unnið að æsku- lýðsmálum og öldrunarmálum innan prófasts- dæmisins og verið fram- kvæmdastjóri kirkjukynningarviku prófasts- dæmanna auk starfa fyrir nýbúa. Séra Gylfi vígðist til Staðar- prestakalls í Þingeyjarprófasts- dæmi árið 1974 ogþjónaði um skeið innan sænsku kirkjunnar. Sóknarprestur í Bjarnanespresta- kalli var hann í sex ár. Rektor Skálholtskirkju var hann um þriggja ára skeið, aðstoðarprestur í Seljasókn varð hann 1985, safn- aðarprestur í Grensássókn 1988. Séra Gylfi er fæddur 28. apríl 1945. -kjarni málsins! 0á /oo%> •*r,„****‘:- ,/Á! ' W' iJTK íot ;} SPjZ&SC/R'iMl •/ l/ÍTRfí /^rerr/^C 0p/ /rf(//YP(S / 010ic/ r/£//z/v ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON EHF. STOFNAÐ 1913 - Ef viö mættum auglýsa það sem vfð þurfum að auglýsa - þá auglýstum við ekki svona kjánalega. Skiluröu? AUK/S(Ak652-1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.