Morgunblaðið - 05.07.1996, Page 8

Morgunblaðið - 05.07.1996, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Fjölskyldudeild Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar Ný hverfaskrifstofa við Suðurlandsbraut Morgunblaðið/Þorkell LÁRA Björnsdóttir félagsmálasljóri og Ingibjörg Sólrún Gísla dóttir borgarstjóri við opnun nýju hverfaskrifstofunnar. NÝ hverfaskrifstofa fjölskyldu- deildar Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar var nýlega tek- in í notkun. Hún á að þjóna íbúum borgannnar austan Kringlumýrar- brautar að Breiðholti frátöldu. Skrifstofan var áður til húsa í höfuðstöðvum stofnunarinnar við Síðumúla en er nú flutt í nýinnrétt- að 400 fermetra húsnæði, sem Reykjavíkurborg hefur fest kaup á að Suðurlandsbraut 32. Fjölskyldudeildin starfrækir þijár hverfaskrifstofur sem annast félagslega þjónustu við fjölskyldur og einstaklinga innan 67 ára ald- urs. Markmið þjónustunnar er að tryggja félagslegt og fjárhagslegt öryggi íbúa borgarinnar og stuðla að velferð þeirra á grundvelli sam- hjálpar, eins og segir í fréttatil- kynningu. Það er gert með því að bæta lífskjör þeirra sem standa höllum fæti, tryggja þroskavænleg uppeldisskilyrði bama og ung- menna, veita félagslega og fjár- hagslega ráðgjöf og grípa til að- gerða til að koma í veg fyrir fé- lagsleg vandamáí. Aukin eftirspurn eftir þjónustu Félagsmálastofnunar Viðvarandi atvinnuleysi hefur haft í för með sér aukna eftir- spurn eftir þjónustu Félagsmála- stofnunar. Að sögn Ellýjar A. Þor- steinsdóttur, yfirmanns fjölskyldu- deildar, var fjöldi mála til meðferð- ar árið 1994 3.511 og hafði aukist um 9,3% frá árinu áður, en áríð 1995 voru málin orðin 4.110 og fjöfgunin á milli ára því 17,1%. Starfsmenn hverfaskrifstofunn- ar að Suðurlandsbraut 32 eru 18 í 12 stöðugildum og forstöðumað- ur er Bjarney Kristjánsdóttir fé- lagsráðgjafi. Sly savarnafélagið sendir frá sér aðvörun Unglingar aflita á sér hárið TALSVERT hefur verið um það að foreldrar hafi haft samband við Slysavarnafélag íslands vegna þess að unglingar séu að nota hættuleg efni til að aflita á sér hárið. Vegna þessa hefur Slysavama- félagið sent frá sér aðvörun, því dæmi séu um að unglingar hafi eyðilagt á sér hárið vegna þess að þeir fóru ekki eftir ieiðbein- ingunum. Efni sem notuð eru til aflitunar og fást í snyrtivöruverslunum og apótekum innihalda m.a. vetnis- peroxið 6% og ammoníak 2% sem eru mjög ertandi efni fyrir augu, segir í tilkynningu SVFÍ. Við notk- un efna af þessu tagi þarf að fylgja leiðbeiningum ítarlega og varast að þau berist í augu. Leiðbeining- ar sem fylgja þessum efnum eru ekki alltaf á íslensku. Ef slys eða óhöpp verða er hægt að hafa samband við eitrun- arupplýsingar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í síma 525-2222 en miðstöðin getur gefið ráðleggingar um fyrstu hjálp. Nýr framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs Atvinnugrein en ekki tóm- stundagaman FIMM menn sitja í stjórn Kvikmyndasjóðs, hver frá sínu hagsmunafé- lagi. Sá sjötti er Þorfinnur Ómarsson, nýráðinn fram- kvæmdastjóri, sem tekur við starfinu þann 1. september — Umsóknir um stöðuna voru 11 og stjórn sjóðsins mælti einróma með þinni ráðningu. Hafðirþú einhveijar hugmyndir sjóðnum til fram- dráttar, sem réð ráðningunni? „Það getur nú verið að bestu hugmyndirnar komi eft- ir að maður er byijaður þann- ig að það er best að vera ekki of yfirlýsingaglaður fyrirfram, en.það hlýtur að vera æðsta verkefni framkvæmdastjórans að afla sjóðnum fjár. Það er erfitt fyrir framkvæmdastjóra að lofa einhveiju í því efni vegna þess að hann ræður engu um það. Hins vegar er ljóst að það þarf að vinna mikla undirbúningsvinnu til að kynna fjárveitingavaldinu hver ávinningurinn sé að setja meira fjármagn í kvikmyndagerð og ég hef fulla trú á því að núverandi ríkisstjórn vilji efla þessa grein. Það hefur verið sýnt fram á það að þessir peningar skila sér allir til baka og meira til, þannig að frá viðskiptalegum sjónarmiðum er vænlegt að setja meira fjármagn í sjóðinn svo ekki sé talað um menningarleg sjónarmið. — Hver eru helstu vandamál íslenskrar kvikmyndagerðar að öðru leyti? „A síðustu árum hafa kvik- myndagerðarmenn í löndunum í kringum okkur horft hingað öf- undaraugum vegna þess að ís- lenskir kvikmyndágerðamenn hafa verið mjög útsjónarsamir í leit að fjármagni erlendis til þess að bæta upp það sem á vantar, því Kvik- myndasjóður fjármagnar ekki nema um 20% af heildarkostnaði .tiltekinnar myndar. íslenskir kvik- myndagerðamenn hafa fengið mjög mikið úr ýmsum sjóðum eins og Mediaáætluninni og Norræna kvikmyndasjóðnum. Styrkirnir nema Tniklu meira en við leggjum í sjóðina á móti og stundum fá íslenkar myndir jafnmikið og aðrar norrænar myndir þrátt fyrir að þær leggi tíu sinnum meira til á móti. Þe'tta hefur þeim þótt ósann- gjarnt. Menn eru að tala um að þetta geti ekki varað til eilífðar og á það var bent í nýlegri skýrslu frá Bandalagi íslenskra listamanna að þessar fyrirgreiðslur færu að hverfa eða að við myndum missa forræðið yfir myndunum og i raun er það kraftaverk að við skyldum þó hafa geta haidið forræði yfir öllum þessum myndum eftir að hafa ekki lagt nema um fimmtung fjármagns í myndirnar. — Þú ert þá sam- mála Hrafni Gunn- laugssyni þegar hann segir að það verði sífellt erfiðara fyrir íslendinga að sækja fjármagn til erlendra stofnana því þær líta svo á, að við höfum gengið á lagið með að stilla upp verkefnum með nánast engu fjármagni að heiman. „Já, menn eru farnir að tala um að þetta gangi ekki ekki lengur og nú vilja þeir fara að stöðva af þessa íslendinga sem vaða í alla sjóði erlendis án þess að leggja nokkuð til sjálfir. Þessir sjóðir eru flestir nýtilkomnir og starfssemi þeirra hefur verið nánast á til- raunastigi og það hafa íslendingar nýtt sér með lagni, en nú á það ekki við lengur. Þess vegna verðum við að spyrja Þorfinnur Ómarsson ► Þorfinnur Ómarsson er fæddur 25. október 1965 og lauk stúdentsprófi frá MH 1984 og var blaðamaður og kvik- myndagagnrýnandi á Helgar- póstinum og Þjóðviljanum frá 1986-1989. Veturinn 1987-1988 kenndi Þorfinnur tölvufræði í MH. Hann lauk BA-prófi í fjölmiðlafræði árið 1992 í Frakklandi og var siðan í fram- haldsnámi í fréttamennsku til 1993 samhliða því sem hann var fréttaritari útvarps og sjón- varps í auk þess sem hann skrif- aði í blöð og tímarit um kvik- myndagerð. Hann tók síðan við starfi á ríkissjónvarpinu, fyrst sem umsjónarmaður Dagsljóss og síðan sem fréttamaður. Þor- finnur er kvæntur Önnu Karen Hauksdóttur og eiga þau tvo syni. okkur hvort við viljum hafa kvik- myndagerð í landinu og þetta er það dýr grein að það þarf einhvem stofn í hana. Á það er rétt að benda að það eru tiltölulega fá íslensk framleiðslufyrirtæki sem eru starf- andi allt árið við kvikmyndagerð. Það hefur skapast hefð fyrir því að stofna ákveðið fýrirtæki í kring- um tiltekna mynd og síðan er það lagt niður þegar myndin er full- gerð. Þetta er ekki hagstætt því þannig næst ekki nein samfella í atvinnugreinina. Það þykir stór- frétt ef 30 manna fyrirtæki úti á landi verður gjaldþrota, en ef 50 manns í kvikmyndagerð missa vinnuna vekur það litla athygli. íslensk kvikmyndagerð hefur verið álitin sem eitthvert tómstunda- gaman en raunin er að þetta er atvinnugrein sem hundruð manna starfa við.“ — Lítur þú svo á að íslensk kvikmyndagerð sé háðari pólitísk- um ákvarðanatökum en aðrar list- ----------------- greinar með tilliti til Vilja stöðva þess að hún sé „útflutn- þessa íslend- 'wara‘7 . „Kvikmyndagerð er a inga miíli steins og sleggju þvi hún hefur ekki verið skilgreind sem annaðhvort menn- ing eða atvinnugrein og hún þarf að beijast við að vera hvort tveggja, en nýtur skilnings á hvor- ugu sviðinu. Nú hefur verið sam- felld kvikmyndagerð í nær tuttugu ár og maður hefði haldið að nú loks eftir kvikmyndavorið kæmi sumar, í stað þess að stökkva beint út í veturinn. Hvað landkynningu áhrærir höfum við dæmi um að gagnrýn- endur útbreiddra blaða segi bók- staflega í dómum sínum að eftir að menn hafá séð tiltekna íslenska mynd þá langi þá til íslands. Það hefur klárlega mejri áhrif en ferðabæklingar um ísland.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.