Morgunblaðið - 05.07.1996, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1996 15
LAINIDIÐ
Mannlíf o g
dýralíf í Flóa
HUSDYRAGARÐURINN á Þing-
borg í Flóa, skamt austan við Sel-
foss, hefur hafið starfsemi sína
og er opinn alla daga, nema mánu-
daga, frá kl. 13-17. í garðinum
má sjá úival húsdýra og lögð er
áhersla á að börnin geti fengið að
snerta þau og gefa þeim. Einnig
eru hestar teymdir undir bömum.
Um helgar eru sýningar á göml-
um vinnubrögðum og verður hey-
skapur með gamla laginu sýndur
mili kl. 14 og 16, laugardaginn
6. júlí. Þá er lokahelgin á hleðslu-
námskeiði Tryggva Hansen og
geta gestir skoðað hvernig hlaðinn
er bær úr torfi og gijóti.
Helgina 12.-14. júlí verða ullar-
vinnslukonumar á Þingborg að
störfum í húsdýragarðinum, rýja
sauðfé og vinna úr ullinni á staðn-
um.
Laugardaginn 20. júlí verður
mjaltadagur, mjólkað með gamla
laginu og sýning á gömlum hlutum
sem tengjast mjöltum og mjólkur-
vinnslu, en söfnun á þeim stendur
nú yfir. .
Golfmót á Ekkjufellsvelli
Heilt naut í verðlaun
Egilsstöðum - Golfklúbbur Fljóts-
dalshéraðs stendur fyrir Opna Snæ-
fellsmótinu á Ekkjufellsvelli á
Fljótsdalshéraði, helgina 13.-14.
júlí. Keppt verður með og án for-
gjafar í karla-, kvenna- og ungl-
ingaflokkum.
Morgunblaðið/Benedikt
ÞAU hlutu viðurkenningu fyrir að skara framúr í íþróttum.
Stefán Gíslason
íþróttamaður ársins
Eskifirði - Bæjarstjórn Eski-
fjarðar bauð ungum afreks-
mönnum til pizzuveislu þegar
íþróttamaður Eskifjarðar fyrir
1995 var útnefndur en hvert
sérráð velur sinn íþróttamann
en svo velur aðalráð Austra
íþróttamann ársins.
Ráðin völdu í ár afreksmenn-
ina Stefán Gíslason, knatt-
spyrnumann, Baldur Jónsson,
körfuknattleikmann, Ingunni
Andrésdóttur, sundkonu, Önnu
Rósu Antonsdóttur, skíðakonu,
Maríu Hjálmsdóttur og Ómar
Tamzok, fijálsíþróttafólk. Úr
þessum föngulega hóp var Stef-
án Gíslason, knattspyrnumað-
ur, valinn íþróttamaður ársins
1995. Þetta er í annað sinn sem
Stefán er valin en hann er á
förum til Arsenal á Englandi
þar sem hann mun dvelja í sum-
ar við æfingar.
Einnig fengu viðurkenningu
Andri Þórhallsson, sem fékk
Tommabikarinn en hann er
veittur fyrir markahæsta mann
Austra í fótbolta, og gefinn af
Völsungi Húsavík til minningar
um Jónatan Helgason og Þor-
steinn Árbjörnsson sem fékk
viðurkenningu sem fjölhæfasti
íþróttamaðurinn
Morgunblaðið/Egill Egilsson
ÞAÐ var Guðni Guðnason sem tók fyrstu skóflustunguna.
Skóflustunga
að björgun-
arhúsi
Flateyri - Á sjómannadaginn var
tekin skóflustunga að húsi björg-
unarsveitarinnar Sæbjargar. Með
byggingu þessa húss er ætlunin
að þar verði samankomin undir
einu þaki starfsemi björgunar-
sveitarinnar, kvennadeildarinnar,
og unglingadeildarinnar.
Allt frá stofnun sveitarinnar
hefur það verið fjarlægur draum-
ur að reisa hús yfir starfsemina.
Sá draumur rættist þegar einn
af stofnendum sveitarinnar,
Guðni Guðnason tók skóflustung-
una að viðstöddu fjölmenni. Eftir
á lagði sr. Gunnar Björnsson
blessun sína yfir væntanlegt hús.
Mótið hefst á laugardeginum kl 9.
Fyrir þann sem fer holu í höggi
verða veitt sérstök verðlaun en þau
eru heilt naut. Fyrir þann sem fer
næst holu eru verðlaunin hálfur
lambsskrokkur.
BMW Z3 ROADSTER
EINSTAKT TÆKIFÆRI!
iSL' I jfet
&" MfelÍ
BMW Z3 Roadster er einn eftirsótt-
asti sportbíll heims.
Bíllinn erframleiddurí verksmiðju BMW
í Bandaríkjunum og þarereftirspurnin
slík að ekki erlengurtekið á móti pönt-
unum í bílinn hjá söluaðilum.
Vegna sýningar á BMW bílum í júní
fengum við einn BMW Z3 til landsins
og hafa samningar tekist við framieið-
andann að við fáum að selja bilinn hér
á landi. Hér býðst því einstakt tækifæri.
Tilboðsdagar s.-/d
69^ » hl ifflinoE ir
ÁRMÚLA 13, SÍMI: 5681200
BEINNSlMI: 553 1236
■—-n
U*u'*
» hummel efb
SPORTBÚÐIN
NÓATÚNI 17
s í m i 511 3555