Morgunblaðið - 05.07.1996, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Morgunblaðið/Golli
Bretland ódýrast
innan ESB
London. Reuter.
ÓDÝRARA er að búa í Bretlandi
en í öðrum 15 aðildarlöndum Evr-
ópusambandsins ódýrara en á Spáni
eða Grikklandi - samkvæmt könnun
samtaka fjölþjóðafyrirtækja, ECA
Intemational.
Framfærslukostnaður er lægstur
í Bretlandi samkvæmt könnuninni
og er vara og þjónusta 71% dýrari
i Danmörku en í Bretlandi.
„Framfærslukostnaður í Bret-
landi hefur verið lægri en í öðrum
ESB-löndum síðan Bretar hættu
þátttöku í gengissamstarfi Evrópu
(ERM) 1992,“ segir ráðgjafí ECA,
Barry Rodin, í yfírlýsingu.
„Búast hefði mátt við að eining
Evrópu mundi leiða til minni munar
á framfærslukostnaði, en þessar
tölur sýna að það hefur ekki gerzt.
Enn er verulegur munur á löndum
eins og Danmörku og Þýzkalandi
annars vegar og Portúgal og Bret-
landi hins vegar.“
í 108 löndum, sem könnunin nær
til, er hvergi eins dýrt að búa og í
Japan, sem hefur skipað þann sess
í fímm ár. Þótt gengissveiflur hafí
leitt til þess að framfærslukostnað-
ur í Japan hefur lækkað um 10%sl.
ár er hann 134% hærri en í Bret-
landi.
Gengisbreytingar hafa leitt til
þess að á sex mánuðum hefur
Venezúela hrapað um 70 sæti á lista
ECA og skipar nú í neðsta sætið í
stað Indlands áður.
Ráðstefna
um hag-
skýrslugerð
ALÞJÓÐLEGRI ráðstefnu um
opinbera hagskýrslugerð Iýkur í
dag en hún hefur staðið yfir frá
2. júlí. Ráðstefnugestir eru um
200, þar af eru 150 erlendir þátt-
takendur frá flestum heimshorn-
um.
Helstu viðfangsefni ráðstefn-
unnar lúta að öflun gagna til
hagskýrslugerðar, hagnýtingu
stjórnsýsluskráa við gerð hag-
skýrslna og nýjungum og stefnu
í miðlun hagtalna, þar á meðal
dreifingu upplýsinga á alnetinu.
Á myndinni má sjá hagstofu-
stjóra víða að úr heiminum sem
eru á meðal þátttakenda.
Hætt við að skerða endurgreiðslur vsk. af vinnu við
viðhald íbúða vegna óskýrra lagaákvæða
Skatturinn að fullu end-
urgreiddur fram á haust
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur
horfíð frá því að lækka hlutfall
endurgreiðslna á virðisaukaskatti
vegna vinnu við viðhald og endur-
bætur á íbúðarhúsnæði úr 100% í
60%. Þessi breyting átti að taka
gildi 1. júlí til að mæta tekjutapi
ríkissjóðs vegna lækkunar vöru-
gjalda.
Upp hafa komið efasemdir um
að ný lagaákvæði um þetta efni,
sem alþingi samþykkti í vor, fái
staðist og mun lækkuninni því verða
frestað fram á haust eða þar til
þing kemur saman á ný. Endur-
greiðslur vegna nýbygginga og
verksmiðjuframleiddra húsa lækk-
uðu hins vegar 1. júlí eins og ráð
var fyrir gert.
Ríkissjóður verður af tugum
milljóna
Indriði H. Þorláksson, skrifstofu-
stjóri í fjármálaráðuneytinu, sagði
í samtali við Morgunblaðið að laga-
breytingin hefði átt að taka bæði
til nýbygginga og viðhalds. Hins
vegar væri ekki útiiokað að þeir sem
stæðu í viðhaldsframkvæmdum
gætu túlkað þetta á annan veg.
Í lögunum er um að ræða tvær
setningar sem lúta að þessari end-
urgreiðslu virðisaukaskatts og yar
fyrri setningunni breytt á þann veg
að 60% af skattinum skyldi endur-
greiddur af vinnu á byggingarstað.
I síðari setningunni var kveðið á
um að ennfremur skyldi endur-
greiða virðisaukaskatt af vinnu
vegna viðhalds og endurbóta af
íbúðarhúsnæði. „Það var litið svo á
í upphafí að nægilegt væri að breyta
aðalsetningunni og þetta myndi
fylgja, en núna hafa komið upp
efasemdir um að það muni halda.
Það eru allar líkur á því að fram á
haustið verði þetta óbreytt varðandi
viðhaldið," sagði Indriði.
Gert er ráð fyrir að lækkun á
endurgreiðslu virðisaukaskatts
vegna vinnu á byggingarstað muni
skila ríkissjóði um 400 milljónum
króna á heilu ári. Þar af verði lækk-
un vegna viðhalds og endurbóta um
100 milljónir. Ríkissjóður verður því
af nokkrum tugum milljóna vegna
hins óljósa orðalags laganna.
*
Urskurðað í deilu ríkisbanka um
veðrétt í grásleppuhrognum
Búnaðarbanki
sýknaður afkröf-
um Landsbanka
BÚNAÐARBANKINN var nýlega
sýknaður í Hæstarétti af kröfu
Landsbankans um greiðslu á rúm-
lega 14 milljónum króna ásamt
dráttarvöxtum vegna veðréttar í
grásleppuhrognum.
Málavextir eru þeir að Lands-
bankinn veitti Hraðfrystistöð
Þórshafnar hf. afurðalán út á
kaup á 330 tunnum af grásleppu-
hrognum árið 1989. I lok þess
árs seldi fyrirtækið hrognin til
Bjargar hf. I Stykkishólmi. Voru
hrognin send til Bjargar í byrjun
árs 1990 sem framleiddi kavíar
úr þeim og seldi til þriðja aðila.
Andvirðið rann til Búnaðarbank-
ans vegna framleiðslulánaskulda
fyrirtækisins.
Þegar Björg hf. varð gjaldþrota
í júní 1990 gerði Búnaðarbankinn
kröfu til andvirðis allra afurða
fyrirtækisins vegna veðsetningar
í framleiðslu fyrirtækisins. Lands-
bankinn taldi aftur á móti að Bún-
aðarbankanum bæri að greiða sér
14 milljónir króna vegna upphaf-
legu veðkröfunnar. Búnaðarbank-
inn taídi aftur á móti að veðréttur
Landsbankans hefði færst á kröfu
Hraðfrystistöðvar Þórshafnar í
þrotabú Bjargar.
Landsbankinn missti veðið
í niðurstöðu héraðsdóms
Reykjavíkur er vísað til ákvæða
veðlaga og það skýrt á þann veg
að við kaup Bjargar á hrognatunn-
unum frá Hraðfrystistöð Þórs-
hafnar hafi Búnaðarbankinn eign-
ast veð í tunnunum líkt og öðrum
birgðum Bjargar. Landsbankinn
hafi ekki lengur átt veð í vörunni
heldur hafi það færst yfir á skuld
Bjargar við Hraðfrystistöð Þórs-
hafnar en tunnurnar voru enn
ógreiddar.
Landsbankinn áfrýjaði dómnum
til Hæstaréttar en þar voru dómar-
ar sammála túlkun héraðsdóms.
Aftur á móti var málskostnaður,
í héraði og fyrir Hæstarétti, sem
Landsbankanum var gert að
greiða Búnaðarbankanum, lækk-
aður í 600 þúsund úr 800 þúsund
krónum í héraði.
Gengi hlutabréfa í
Marel hækkar enn
Hafa hækkað um 190% frá áramótum
GENGI hlutabréfa í Marel hækkaði
um 3,53% í 13,20 á Verðbréfaþingi
íslands í gær og virðist ekkert lát
ætla að verða á hækkunum á gengi
bréfanna. Um mánaðamótin maí
og júní stóð gengið í 10,0 og hafði
hækkað um 120% að teknu tilliti
til útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Eins
og sjá má hefur veruleg hækkun
orðið síðan og nemur hækkunin frá
áramótum nú 190%.
V/H hlutfall komið yfir 30
Þeir sérfræðingar á verðbréfa-
markaði sem Morgunblaðið ræddi
við í gær sögðu gengi hlutabréfa
I Marel vissulega vera orðið nokkuð
hátt, sér í lagi ef miðað væri við
afkomu síðasta árs. V/H hlutfall
fyrirtækisins væri nú komið yfir
30 sem teldist nokkuð hátt, en al-
gengt væri að V/H hlutfall fyrir-
tækja væri á bilinu 15-20. V/H
hlutfall er sem kunnugt er mæli-
kvarði á hversu lengi tæki að
greiða markaðsvirði fyrirtækis á
hveijum tíma með hagnaði síðasta
árs.
Hins vegar er bent á að enn sé
óljóst hvað gerist á þessu ári.
Hagnaður síðasta árs var 55,9
milljónir króna, eða um 5% af veltu.
Til þess að V/H hlutfallið færi nið-
ur í 15-20 þyrfti hagnaður fyrir-
tækisins að nema um 90-120 millj-
ónum króna m.v. núverandi gengi.
Þá var einnig bent á að fjárfestar
væru e.t.v. farnir að líta lengra
fram í tímann í hlutabréfakaupum,
hvað varðaði afkomu fyrirtækja.
Því væri ekki óeðlilegt að gengi
hlutabréfa væri með hærra móti
nú.
Miklar hækkanir í Borgey
Af öðrum markverðum tiðindum
á hlutabréfamarkaði í gær má
nefna að gengi hlutabréfa í Borgey
hf. hækkaði um rúm 10% í 3,20.
Gengi bréfanna hefur hækkað
verulega frá því að þau voru fyrst
skráð á Opna tilboðsmarkaðnum í
febrúar á þessu ári. Fyrstu við-
skipti áttu sér stað á genginu 1,20
og nemur hækkunin því tæplega
167% á 5 mánaða tímabili.
Heildarviðskipti gærdagsins
námu rúmum 30 milljónum að
söluvirði og hækkaði hlutabréfa-
vísitala VÞI um 0,11%. Hefur vísi-
talan þá hækkað um tæp 40% frá
áramótum.
kœliboxdagar
frá 3. júlí til 6. júlí
Skeljungsbúðin
Suðurlandsbraut 4. Sími 560 3878
British Tele-
com ogMicro-
soft tengjast
London. Reuter.
BRITISH TELECOM og Microsoft
hafa tekið höndum saman um
markaðssetningu á tölvukerfum og
beinlínuþjónustu fyrir lítil og meðal-
stór fyrirtæki.
Lítil fyrirtæki í Bretlandi eiga
mikið af tölvum, en fáir viðskipta-
vinir eiga kerfi sém tengja þær
saman að sögn fulltrúa BT.
Hlutabréf í BT hækkuðu við
fréttina um 6 1/2 pens í 346 1/2
pens.