Morgunblaðið - 05.07.1996, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1996 23
___________LISTIR________
Sumarkvöld við orgelið
FYRSTU tónleikar tónleikaraðar-
innar „Sumarkvðld við orgelið
1996“ verða sunnudaginn 7. júlí
kl. 20.30 en þetta er fjórða sumar-
ið sem Hallgrímskirkja og List-
vinafélag Hallgrímskirkju standa
að henni. Alls verða níu tónleikar
haldnir í sumar, öll sunnudags-
kvöld í júlí og ágúst og síðustu
tónleikarnir verða 1. september.
Að þessu sinni er það organisti
Hallgrímskirkju, Hörður Askels-
son, sem hefur tónleikaröðina og
leikur hann verk eftir Couperin,
Bach, Franck, Saint-Scens og Jón-
as Tómasson.
Fimmtudaginn 11. júlí kl.
12-12.30 heldur tónleikaröðin
áfram með orgelleik Pavels Maná-
sek. Aðgangur er ókeypis. Laugar-
daginn 13. júlí kl. 12-12.30 og
sunnudaginn 14. júlí kl. 20.30
Slunkaríki
„Aform og
brotaslitur“
SÝNING á verkum franska lista-
mannsins Frédéric Grandpré verð-
ur opnuð í Slunkaríki á Isafirði á
morgun laugardag kl. 16.
Sýningin sem ber heitið „Aform
og brotaslitur“_, er innblásin á eld-
fjallasvæðum Islands og er nokk-
urs konar ferðalag listamannsins
'á vit hugarflugsins. Við framsetn-
ingu notar hann ýmis efni og miðla.
Frédéric er lærður í Beaux-Arts
listaskólanum í París, hann hefur
sýnt verk sín víða, aðallega í
Frakklandi en einnig á Spani og í
Kanada. Sýningin í Siunkaríki er
fyrsta einkasýning hans hér á
landi.
Sýningin er opin fimmtudaga til
sunnudaga kl. 16-18 og henni lýk-
ur 21. júlí.
VERK eftir Gunillu.
Gunilla sýnir
á Mokka
GUNILLA Möller opnar sýningu á
Mokka við Skólavörðustíg, sunnu-
daginn 7. júlí. Sýningin ber heitið
„Hús“ og kveikjan er hús og rúst-
ir frá Miðjarðarhafssvæðinu.
Gunilla er fædd í Svíþjóð, en er
nú búsett á íslandi. Hún stundaði
myndlistarnám í Danmörku
1984-91.
Þetta er fyrsta einkasýnig Gun-
illu á íslandi, en hún hefur haldið
nokkrar einkasýningar og tekið
þátt í samsýningum i Danmörku.
Sýningin stendur til 10. ágúst.
------♦—♦—*------
Islensk portrett
- síðasta sýn-
ingarhelgi
í HAFNARBORG, menningar- og
listastofnun Hafnarfjarðar, lýkur
senn sýningunni íslensk portrett á
tuttugustu öld.
Þetta er í fyrsta sinn sem
heildaryfirlit gefst yfir þetta svið
íslenskrar myndlistar og eru vek
fengin að láni víða að, frá söfnun,
stofnunum, fyrirtækjum og ein-
staklingum. Alls eru á sýningunni
um 80 myndir eftir um 50 lista-
menn.
Sýningunni lýkur mánudaginn
8. júlí.
verða síðan orgeltónleikar Karels
Paukert, organista af tékkneskum
ættum sem býr í Bandaríkjunum.
Leikur hann verk eftir Soler, Bach,
Husa, Kolb, Primosch, Ives, Wi-
edermann, Alain og Franck. E.t.v.
muna einhveijir eftir honum hér á
íslandi, því snemma á 7. áratugn-
um var hann 1. óbóleikari Sinfóníu-
hljómsveitar íslands. Hann hefur
nú búið í Bandaríkjunum í rúma
tvo áratugi og á tónleikunum leik-
ur hann sérstaklega tónlist eftir
tékknesk og bandarísk tónskáld,
þar á meðal verk sem hann hefur
frumflutt í Bandaríkjunum. Karel
Paukert mun síðan koma fram á
Sumartóleikum á Norðurlandi
næstu helgi á eftir.
21. júlí munu hjónin Colin
Andrews frá Bretlandi og Janette
Fishell frá Bandaríkjunum leika
bæði saman og sitt í hvoru lagi.
28. júlí kemur Christopher
Herrick og leyfir áheyrendum að
heyra sýnishorn af því sem tekið
verður upp á geisladisk af breska
útgáfúfyrirtækinu Hyperion. Þetta
er í annað sinn sem Christopher
Herrick kemur fram á tónleikaröð-
inni, en hann var hér líka árið
1994 og hreifst þá svo af orgelinu
að hann óskaði eftir því að Klais-
orgel Hallgrímskirkju yrði sjöunda
orgelið sem hann leikur á í geisla-
diskaröðinni „Organ Fireworks,
Great organs of the world“!
4. ágúst mun Ragnar Björnsson
leika á orgelið en hann er íslensk-
um tónleikagestum að góðu kunn-
ur.
11. ágúst leikur Lenka Mátéová
á orgelið. Lenka er frá Tékklandi
en hefur starfað hér á íslandi frá
1990, fyrst á Austurlandi, en frá
1993 hefur hún verið organisti
Fella- og Hólakirkju í Reykjavík.
18. ágúst kemur sænski organist-
inn Gunnar Idenstam fram á tón-
leikunum. Hann er einn þeirra
ungu organista Svíþjóðar sem vak-
ið hafa mikla athygli erlendis. Þá
hefur hann einnig samið töluvert
og mun meðal annast flytja Til-
brigði um norræn þjóðlög, hjarðlög
og fiðlaralög. Þess má geta að
helgina áður leikur Gunnar í Akur-
eyrarkirkju.
25. ágúst leikur ítalsk-banda-
ríski organistinn David Pizarro og
tónleikaröðinni lýkur svo 1. sept-
ember með því að dómorganisti
dómkirkju Kölnarbúa, prófessor
Clemens Ganz, mun leika á Klais-
orgelið tónlist m.a. eftir Bach,
Mozart Mendelssohn, César
Franck og Widor auk þess sem
hann leikur af fingum fram.
Helgina 7. og 8. september
verða síðan aukatónleikar en þá
koma fram organisti og Kapellukór
Claire í Cambridge og munu þau
flytja flölbreytta efnisskrá.
eru ódýr og einföld lausn
HÚSASMIÐJAN
Súðarvogi 3-5 • Sími 525 3000
Helluhrauni 16 • Sfmi 565 0100
Þú ákveður hvemig gluggamirþínir eiga að
líta út og við sníðum jyrirþig ejnið. Þetta
gefurþér möguleika á að hafa gluggana
algjörlega eftir þínu höfði. Ósamsettir
gluggar frá Húsasmiðjunni sþara tíma, efni
ogfyrirhöfn og henta í öll hús.
.þú gefur okkur upp málin og við
skilum þér tilbúnum gluggaeimngum.