Morgunblaðið - 05.07.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.07.1996, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1918 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SIGUR UMBOTA- AFLA í RÚSSLANDI OIGUR Borísar Jeltsíns í forsetakosningunum í ^ Rússlandi er jafnframt sigur umbótaaflanna í landinu á fulltrúum fortíðarinnar, sem vildu að meira eða minna leyti snúa aftur til Sovéttímans. Hefði Gennadí Zjúganov, frambjóðandi komm- únista, farið með sigur af hólmi í forsetakosning- unum, hefði það þýtt afturhvarf til hafta og opin- berrar forsjár í efnahagsmálum og fjandskapar við Vesturlönd í utanríkismálum. Sennilegt má telja að Rússland hefði einangrazt frá umheimin- um, jafnt efnahagslega sem pólitískt. Kosningaúrslitin sýna að almenningur í Rúss- landi hafnar gamla tímanum, þótt braut þjóðfé- lagsumbótanna sé vissulega þyrnum stráð og Jelts- ín og stuðningsmönnum hans hafi enn ekki tekizt að tryggja hagsæld í landinu. Telja má líklegt að með forsetakjörinu hafi síðasta tækifæri kommún- ista til að ná völdum í Rússlandi á ný gengið þeim úr greipum. Jeltsín og ný ríkisstjórn Rússlands geta nú snú- ið sér að því að halda áfram hinum erfiðu umbót- um. Þar er sannarlega ekki létt verk fyrir höndum og það bætir ekki úr skák að Jeltsín hefur undan- farna mánuði slegið ýmsum málum á frest vegna kosninganna. Framhaldið fer einnig að verulegu leyti eftir því hverja Tsjernómýrdín forsætisráð- herra velur í nýja ríkisstjórn. Á hitt ber hiris veg- ar að líta að kjör Jeltsíns er í sjálfu sér bezta trygg- ingin fyrir áframhaldandi stuðningi Vesturlanda við umbæturnar, jafnt í formi fjárfestinga sem aðstoðar við að bæta ástandið í lýðræðis- og mann- réttindamálum. Jeltsín hefur öðlazt traust Vestur- landa. Af sömu sökum er hins vegar eðlilegt að vest- rænir ráðamenn hafi áhyggjur af heilsufari forset- ans, sem virðist lélegt. Arftaki Jeltsíns, sem gæti haft sömu tök á landsstjórninni og umheimurinn gæti jafnframt treyst, er ekki í sjónmáli. Það gæti því brugðið til beggja vona, bregðist heilsa forsetans. Búast má við að í kjölfar kosningasigurs Jelts- íns komist skriður á viðræður Atlantshafsbanda- lagsins og Rússlands um stækkun bandalagsins til austurs, en hún hefur verið of viðkvæmt mál í kosningabaráttunni til þess að Rússar vildu gefa Vestur-Evrópuríkjunum einhver loforð í því máli. Vonandi mun ný stjórn Jeltsíns samþykkja stækk- un bandalagsins, gegn nánari tengslum þess og samstarfi við Rússland. j Kosningarnar í Rússlandi gengu vel fyrir sig og engar alvarlegar ásakanir hafa komið fram um að brögð hafi verið í tafli. Þetta sýnir hversu langt Rússar eru í raun komnir á braut lýðræðis á að- eins örfáum árum. Þetta er í sjálfu sér ekki lítill árangur, ef við það er miðað að rússneska þjóðin hefur aldrei áður fengið að kynnast lýðræðislegum stjórnarháttum. Enn er hins vegar margt ógert til að tryggja mannréttindi í landinu og að reglur réttarríkisins séu í heiðri hafðar. Nýfengin aðild Rússlands að Evrópuráðinu hraðar vonandi umbót- um í þá átt. Á heildina litið er sigur Jeltsíns jákvæður, bæði fyrir Rússland og fyrir ástand mála á alþjóðavett- vangi. Árangur stefnu forsetans á enn eftir að koma í ljós, en hann er líklegastur til að tryggja hagsæld í Rússlandi og góð samskipti landsins við umheiminn. Straumhvörf í Rússlandi SIGUR Borís Jeltsíns í seinni umferð forsetakosning- anna er einstæður pólitísk- ur viðburður og markar þáttaskil í sögu Rússlands. Lenín- isminn, kenning byltingarleiðtogans um miðstýringu samfélagsins og hina sjálfskipuðu forystusveit Flokksins, hefur verið borinn til grafar í Rúss- landi í lýðræðislegum kosningum. Nú bíður Jeltsíns og valda- hópsins í kringum hann að freista þess ■ að sætta hina ólíku þjóðfélagshópa í Rúss- landi og vinna gegn hinni hróplegu misskiptingu auðs- ins, sem er ein helsta ógnun- in við umbótastefnu forset- ans. En óvissa er einnig ríkj- andi þrátt fyrir þessi úrslit, sem voru svo afgerandi. For- setinn er greinilega ekki heill heilsu og óvissa ríkir um valdahlutföllin innan Kremi- armúra. Sigur Jeltsíns reyndist ör- uggari en menn höfðu ætlað. Forsetinn hafði afgerandi for- skot í austurhéruðum Rúss- lands, sem samanstendur af 89 lýðveldum og sjálfsstjórn- arsvæðum og hafði yfir- burðastöðu í miðstöðvum hins borgaralega fijálslyndis, Moskvu og Pétursborg. Sigur forsetans kemur ekki síst til af því að kjörsókn var betri en menn höfðu ætlað, um 67% en var 70% í fyrri um- ferðinni í júnímánuði. Jafnan má ætla að þátttaka minnki heldur í síðari umferðinni og eru þau sannindi viðtekin í ríkjum þeim þar sem tvær umferðir fara fram. Sú staðreynd að kjörsókn dróst aðeins lítillega saman gefur til kynna að lýðræðið hafi náð að skjóta traustum rótum í Rússlandi. Hún afsannar gjörsamlega þá kenn- ingu, sem margir hafa haldið á lofti á Vesturlöndum, að Rússar fái ekki skilið lýðræði og muni aldrei virða leikreglur þess. Þvert á móti sýnir hin mikla þátttaka að Rússar eru komnir í hóp annarra fyrrum komm- únistaríkja í Austur-Evrópu þótt aðstæður séu að sönnu, og verði alltaf, aðrar austur í Rússlandi. Þetta eru vatnaskil í rússneskri sögu. Myndast þróað flokkakerfi? Þáttaskilin felast aukinheldur í þeirri staðreynd að kommúnistum og leiðtoga þeirra Gennadí Zjúganov var hafnað í þessum kosningum. Jeltsín forseti fékk skýrt umboð til að fylgja áfram þeirri stefnu sem hann hefur mótað um fráhvarf frá miðstýringu til markaðsbúskapar, frá flokksræði til fjölræðis. Jafn- framt var helstu kenni- __________ setningum Lenínismans, kjamans í boðskap komm- únista í 80 ár, hafnað í þessum kosningum. Kommúnistar eru hnign- andi afl í rússneskum stjórnmálum þótt áhrif þeirra verði vafalaust nokkur á næstu árum. Fylgi við flokkinn er bundið við ákveðna þjóð- félagshópa, ellilífeyrisþega og hina eldri sem sakna afkomuöryggis og stórveldisstöðu sovéttímans, við verkamenn á dapurlegum landbún- aðar- og iðnframleiðslusvæðum í suður- og miðhluta landsins og ein- staka öfgafulla þjóðernissinna. Allir eru þessir hópar á undanhaldi og nokkrir þeirra munu smám saman hverfa á næstu árum. Kosningarnar á miðvikudag sýndu ljóslega að kommúnistar geta ekki breikkað fylgisgrunn sinn. Líklegt má telja að sigur Jeltsíns Lenínisminn hefur verið borínn til grafar í Rússlandi og sigur Borís Jeltsíns er —---------------------------------7----- einstæður pólitískur viðburður segir Asgeir Sverrissoii í grein sinni um forseta- kosningamar sögulegu í Rússlandi. Reuter VÍKTOR Tsjernomyrdín (t.h.) óskar Jeltsín Rússlandsforseta til hamingju. Jeltsín fól Tsjernomyrdín umboð til myndunar nýrrar stjórnar og lét hann að því liggja að fulltrúar kommúnista kynnu að fá sæti í ríkisstjórninni. Jeltsín þarf að sætta ólíka hópa verði til þess að framkalla klofning í röðum kommúnista. Uppistaðan í flokknum er að sönnu stalínísk - það sást glögglega á undirsátum Zjúg- anovs og málflutningi hans - en á lokadögum baráttunnar reyndi frambjóðandinn mjög að líkjast evr- ópskum jafnaðarmanni, líkt og margir arftakar kommúnista í Mið- og Austur-Evrópu hafa gert með ágætum árangri. Ætla má að upp rísi armur raunsæismanna í flokkn- um, þótt áhersla verði lögð á sam- stöðu í fyrstu eftir kosningarnar. Hugsanlegt er að þar myndist grundvöllur fyrir myndun jafnaðar- mannaflokks að austur-evrópskum hætti. Einhver hluti fylgismanna kommúnista mun síðan einangra sig lengst til vinstri á væng rússneskra stjórnmála. Verði þessi klofningur að veru- leika, verður hann ekki síst merkur fyrir þær sakir að með honum yrði stigið skref að myndun flokkakerfis í Rússlandi sem er vanþróað mjög, þótt ekki sé meira sagt. Með sama hætti kann sigur Jeltsíns að verða til þess að stuðla að myndun flokka. og bandalaga á hinum vængn- um, í röðum fijálslyndra og ....... umbótasinna. Verði raunin þessi verður stigið stórt og sérlega þýðingarmikið skref í átt til myndun- ar borgaralegs samfélags í Rúss- landi. Sú þróun myndi einnig marka þátttaskil i sögu Rússlands og gæti reynst ein mikilvægasta niðurstaða þessara merku kosninga. Umbætur og misskipting auðsins Þótt almenningur í Rússlandi hafi veitt Jeltsín forseta skýrt umboð til að fylgja þeirri stefnu sem hann hefur mótað og kennd hefur verið við umbætur er engu að síður ljóst að gífurleg óánægja ríkir í Rúss- landi vegna þróunar efnahagsmála. Misskipting auðsins er hrópleg og lífskjörin í borgum og sveitum í engu sambærileg. Líklegt má telja að umbætur á þessu sviði verði ofarlega á verkefnaskrá nýrrar ríkisstjórnar Jeltsíns. Þegar til lengri tíma er litið verður stöðugleiki í Rússlandi ein- ungis tryggður með því að taka á þessum vanda. Stöðugleikinn verður einnig að- eins tryggður með því að ráðist verði að spillingunni sem einkennir allt samfélagið, þeirri glæpsamlegu til- færslu á þjóðarauðnum sem átt hef- ur sér stað og þeirri öldu glæpa og ofbeldisverka sem riðið hefur yfir þetta sérstæða samfélag. Það verk- efni mun reynast torleyst, svo ekki sé sterkara að orði kveðið. Jeltsín forseti sýndi enn og aftur einstaka pólitíska kænsku er hann hóf hershöfðingjann fyrrverandi Alexander Lebed til valda innan Kremlarmúra eftir fyrri umferð kosninganna. Stuðningur Lebeds vó þungt í þessum kosningum og staða hans er mjög sterk um þessar mund- ir. Hann hefur gert tilkall til embætt- is varaforseta, sem hefur __________ verið óskipað frá því í upp- reisn harðlínumanna á þingi haustið 1993. Lebed mun nú krefjast umbunar fyrir stuðninginn. Vænta má frekari hreinsana í Kreml er hann og valdahópurinn í kringum hann tekur við stjórninni. Lebed hefur sýnt umtalsverða pólitíska hæfileika en skortir reynslu í þeirri stöðugu valda- baráttu sem fram fer innan Kremlar. Hitt má fullyrða að nú um stundir er mun líklegra að hann verði eftir- maður Jeltsíns en Víktor Tsjerno- myrdín forsætisráðherra, sem menn á Vesturlöndum hafa einkum horft til í þessu viðfangi. Þá verður einnig fróðlegt að sjá hvort Jeltsín tekur umbótasinna á borð við hagfræðinginn Grígoríj Javlínskíj inn í stjórn sína en hann höfðar einkum til menntamanna og hinnar borgaralegu millistéttar, sem Fráleitt að afskrifa forsetann tekin er að myndast í stærstu borg- um landsins. Að auki er hugsanlegt að Jeltsín freisti þess að ganga á milli bols og höfuðs á stjórnarand- stöðunni með því að því að hleypa einstökum kommúnistum að kjöt- kötlunum. Það myndi trúlega reyn- ast upphafið að endalokum komm- únistaflokksins og jafnframt reynast táknræn tilraun til að koma til móts við þær 30 milljónir manna sem greiddu ekki Jeltsín at- kvæði sitt í kosningunum. Rússnesk föðurlandshyggja Sú áhersla sem Lebed hershöfðingi, forseti örygg- isráðs Rússlands, hefur lagt á aga og reglu og það sem nefna mætti „heilbrigða rússneska föðurlands- hyggju" mun hafa veruleg áhrif á stefnu stjórnar Jelts- íns. Lebed boðar algjört mis- kunnarleysi í baráttunni við glæpamenn og það sjónar- mið nýtur mikils fylgis á meðal alþýðu manna. Ætla má að föðurlandshyggja, sem ekki er það sama og öfgafull þjóðernisstefna, setji mark sitt á utanríkis- stefnu Rússa. Jeltsín forseti mun eftir þennan sigur telja sig í mun sterkari samnings- stöðu gagnvart Vesturlönd- um þegar stækkun Atlants- hafsbandalagsins (NATO) til austurs er annars vegar. Ennfremur má ætla að þess- arar stefnu muni gæta í samskiptum Rússa við Eystrasaltsríkin, einkum Eistland og Lettland. Föðurlandshyggjan mun mótast af rússneskum hagsmunum og þeirri staðreynd að Rússland er evró-asískt risaveldi. Hvað Eystra- saltsríkin varðar má vænta mun af- dráttarlausari stefnu í málefnum réttindalítilla rússneskra minni- hlutahópa, sem þar búa. Rússar munu ítreka af auknum þunga að aðild Eystrasaltsríkjanna að NATO sé algjörlega óhugsandi að þeirra mati. Vegna tengsla Norðurlanda við þessi ríki má ætla að þessi sam- skipti Rússa og Eystrasaltsþjóða komist ofar á verkefnalista nor- rænna ráðamanna. Aukin rússnesk föðurlandshyggja mun hins vegar ekki þýða að Vesturlandamenn þurfi að taka að óttast á ný útþenslu- stefnu Rússa og afturhvarf til kom- múnismans í því viðfangi. Borís Jeltsín forseti sýndi aðdáun- arvert þrek í þessari kosningabar- áttu. Sigur hans verður lengi í minn- um hafður og talinn með þeim merk- ari á þessari öld þegar fram líða _______ stundir. Enginn vafi leikur hins vegar á því að Jeltsín á við veikindi að stríða, sem eru alvarlegri en kvef það og ofþreytaj sem talsmenn hans sögðu þjaka hann. Forsetinn átti tvívegis við hjartveiki að stríða í fyrra og gat ekki sinnt störfum sínum löngum stundum sök- um hennar. Fráleitt er að afskrifa forsetann þótt heilsa hans sé sýni- lega tekin að bila en ljóst má vera að kraftar Jeltsíns fara þverrandi eftir því sem árin líða. Þótt Jeltsín sé aðeins 65 ára gamall er hann harðfullorðinn maður á rússneskan mælikvarða. Því má vænta þess að vangaveltur um valdastöðuna innan Kremlar, heilsu forsetans og stöðu Alexander Lebeds muni magnast rrgög á næstunni. Er það allt í sam- ræmi við hina rússnesku hefð og þarf engan veginn að reynast ávísun á óstöðugleika. FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1996 27 Skipting héraðanna 89 milli forsetaefnanna í síðari umferðinni á miðvikudag Okhotskahaf ATKVÆÐATOLUR þegar búið var að telja rúm 99% atkvæða ■ Boris Jeltsín 53.71% B Gennadí Zjúganov 40.41% Atkvæði gegn báðum: 4,86% jtá I I Tölur hafa ekki borist Svarta- ‘ haf 1.000 km Tsjetsjnija A kjörskrá (áætlað): 73.000.000, kosningaþátttaka: 67% REUTERS JELTSÍN hlaut öflugan meiri- hluta í Kyrrahafshéruðunum og víðast hvar í Síberíu og Úralfjöll- um. I stórborgunum Moskvu og Pétursborg var fylgi forsetans um 70%, sum staðar sigraði Jelts- ín í kjördæmum þar sem Zjúg- anov var með meirhluta í fyrri umferð kosninganna. Jeltsín virðist hafa fengið megnið af fylgi Alexanders Lebeds, er hlaut nær 15% atkvæða í fyrri umferð- inni og hefur því enn styrkt stöðu sína í innsta hring forsetans. Zjúganov var sem fyrr öflugastur í „Rauða beltinu" í suðurhéruðum landsins, einkum í Evrópuhlutan- um, og sums staðar í námuhéruð- um Síberíu varð hann einnig hlut- skarpari en þar eru lífskjör með versta móti. „Þetta var erfiður sigur,“ sagði Sergej Fílatov, helsti ráðamaður- inn í kosningaherbúðum Jeltsíns. Viðbrögð víða um heim við úrslitum forsetakosninganna í Rússlandi Mikill léttir með „sigur lýðræðisins“ Heilsufar Jeltsíns veldur þó óvissu og í Austur-Evrópu eru vestræn ríki vöruð við andvaraleysi Brussel, Bonn, London, Washington. Reuter. SIGRI Borís Jeltsíns í síðari umferð forsetakosninganna í Rússlandi var fagnað á Vesturlöndum sem „sigri framtíðarinnar á fortíðinni" en marg- ir veltu því fyrir sér hve lengi Jeltsín ætti eftir að standa við stjórnvölinn. „Mönnum er meira en létt,“ var haft eftir einum embættismanni NATO, Atlantshafsbandalagins, og Bill Clin- ton, forseti Bandaríkjanna, sagði úr- slitin vera „sigur lýðræðisins". í yfirlýsingu, sem Clinton gaf út áður en talningu var alveg lokið, sagði hann, að forsetakosningarnar í Rúss- landi sýndu hve langt stjórnmálaum- bæturnar í landinu hefðu náð á fimm árum og Javier Solana, framkvæmda- stjóri NATO, sagði, að bandalagið byggist við góðri samvinnu við Rúss- landsstjórn. Hafa samskiptin verið fremur stirð vegna áætlana um að stækka bandalagið í austur en emb- ættismenn hjá NATO segja, að þau muni á næstunni fara mikið eftir því hvaða menn Jeltsín skipar í stjórnina. Jacques Chirac, forseti Frakklands, sagði, að sigur Jeltsíns væri „trygging Moskvu. Reuter. ALÞJÓÐLEGIR eftirlitsmenn sögðu í gær, að síðari umferð for- setakosninganna í Rússlandi hefði farið vel fram. Þeir drógu hins vegar enga dul á, að Borís Jeltsín, forseti landsins, hefði fengið miklu meiri umfjöllun í fjölmiðlum en keppinautur hans, Gennadí Zjúg- anov. „Ég vona, að rússneskir fjölmiðl- ar geri frambjóðendum jafn hátt undir höfði hér eftir en við getum hins vegar fullyrt, að kosningarnar hafi farið hciðarlega fram. Rúss- neskir kjósendur ákváðu hver fyrir friði og öryggi" í Evrópu og Herve de Charette, utanríkisráðherra Frakklands, sagði, að svo virtist sem Rússar hefðu nú sagt skilið við komm- únismann fyrir fullt og allt. Franskir fjölmiðlar fögnuðu einnig niðurstöðunni en sögðu, að heilsuleysi Jeltsíns ylli nokkurri óvissu um fram- tíðina. Helmut Kohl, kanslari Þýskalands og mikill vinur Jeltsíns, sendi honum hjartanlegt heillaóskaskeyti og breska ríkisstjórnin sagði í yfirlýsingu sinni, að kosningarnar á miðvikudag hefðu verið „merkilegur atburður í sögu rússnesks lýðræðis". Viðbrögð annarra ríkisstjórna á Vesturlöndum og víðar hafa verið þessu iík og kinverska stjórnin fagn- aði því hve vel kosningarnar hefðu gengið fyrir sig. Vitað er, að Peking- verður næsti forseti landsins,11 sagði Constanze Krehl, formaður sendinefndar Evrópuþingsins, sem fylgdist með framkvæmd kosning- anna í fyrradag. Alls voru eftirlits- mennirnir um 800, frá Evrópu- þinginu og ÖSE, Öryggis- og sam- vinnustofnun Evrópu. Krehl sagði, að Zjúganov hefði aðeins fengið þriðjunginn af þeirri fjölmiðlaumfjöllun, sem Jeltsín stjórnin vonaðist eftir sigri Jeltsíns. Reynslan af samskiptunum við hann hefur verið góð en óvíst hvað við hefði tekið með sigri kommúnista. „Víti til varnaðar" Zhelyu Zhelev, forseti Búlgaríu, fagnaði kjöri Jeltsíns sem sigri lýð- ræðislegra umbóta og sagði hann stinga í stúf við „nýkommúnismann“ í landi sínu. Zhelev, sem lætur innan skamms af embætti, hefur oft átt í útistöðum við ríkisstjórnina, sem skip- uð er fyrrverandi kommúnistum. í kosningabaráttunni í Rússlandi bentu stuðningsmenn Jeltsíns oft á Búlgaríu sem dæmi um það, sem gerast myndi ef kommúnistar sigr- uðu. Þar er enn mikill skortur á flest- um sviðum og fólk verður að standa í löngum biðröðum eftir biýnustu lífs- fékk, og oftast nær hefði hún ver- ið neikvæð. Þá sagði hún, að eftir- litsnefndin myndi biðja yfirkjör- sljórn að líta á tvö mál á Moskvu- svæðinu, sem bæði snertu utan- kjörfundarkosningu. „Við komumst til dæmis að því, að í Zvenígorod hafði meira en þriðjungur kjósenda kosið með þessum hætti,“ sagði Ki'ehl en í þessum bæ er mikið um sumarhús nauðsynjum, líkt og var í Rússlandi áður. „Það er ekki ófyrirsynju, að Búlg- aría er að verða öðrum þjóðum í Mið- og Austur-Evrópu víti til varnaðar,“ sagði Zhelev. Ánægja í Eystrasaltslöndum í öllum nágrannaríkjum Rússlands, jafnt í sovétlýðveldunum fyrrverandi sem í Austur-Evrópu, vörpuðu menn öndinni léttara eftir að ljóst var, að Jeltsín hafði sigrað og líklega hvergi eins og í Eystrasaltslöndunum. Þar eru mjög stórir minnihlutar Rússa, sem langflestir studdu kommúnista. Stjórnmálamenn í A-Evrópu vör- uðu þó vestræn ríki við andvaraleysi og sögðu, að undir engum kringum- stæðum mætti fresta áætlunum um stækkun NATO í austur. Sá stuðning- ur, sem kommúnistar hefðu þó feng- ið, 40%, sýndi það auk þess sem aug- ljóst væri, að Rússar væru bara að blása mæðinni. Ný stói-veldishugsjón í anda keisaratímabilsins væri að mótast í Rússlandi. háttsettra embættismanna. Nefndi hún einnig, að í bænum hefði verið meira en 80 kjörstaðir á lijólum, bílar útbúnir sem Igörstaður, en hvergi meira en 10 í öðrum borgum. „Ég er ekki að segja, að það hafi verið neitt athugavert við þetta en mér finnst eðlilegt að skoða það nánar,“ sagði Krehl og Michael Meadowcroft, formaður ÖSE-nefndarinnar, tók undir með henni og sagði, að mesta aðfinnslu- efnið við kosningaframkvæmdina væri sá háttur, sem á væri hafður með utankjörstaðaatkvæði. Fóru vel fram

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.