Morgunblaðið - 05.07.1996, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 05.07.1996, Qupperneq 30
30 FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREIIMAR Sumartónleikar í Skálholtskirkj u að hefjast Á LAUGARDAG- INN kemur, þann 6. júlí hefst í Skálholts- kirkju 21. ártíð tónlist- arhátíðarinnar Sum- artónleikar í Skálholts- kirkju. Hefst hátíðin með erindi Kára Bjamasonar kl. 14 um kvæðabók sr. Ólafs Jónssonar á Söndum (1560 - 1627). Svava Bernharðsdóttir og Helga Ingólfsdóttir leika svo kl. 15 þijár sónötur fyrir fiðlu og sembal BWV 1015 - 1017 eftir J. S. Bach. Kl. 17 leikur Bryndís Halla Gylfadóttir svítu nr. 5 í c - moll fyrir selló eftir J. S. Bach og fyrstu svítu B. Brittens fyrir selló. Á sunnudaginn kl. 15 endurtekur Bryndís Halla Gylfadóttir svíturnar fyrir selló eftir J. S. Bach og B. Britten og kl. 17 verður messa með þátttöku tónlistarfólksins og stól- versi sungnu úr kvæðabók sr. Ólafs Jónssonar á Söndum. Aðgangur er ókeypis og verður barnapössun í Skálholtsskóla meðan á tónleikun- um stendur. Sumartónleikar í Skáiholtskirkju halda nú af stað inn í nýjan áratug tónleikahalds eftir vel heppnaða 20 ára afmælishátíð síðasta árs. Verða tónleikar fimm helgar í júlí og ág- úst þar sem frumflutt verða tónverk eftir íslensk tónskáld og barokktónl- ist mun hljóma á upprunaleg hljóð- færi í flutningi íslenskra og eriendra flytjenda. Fyrstu helgina, 6. og 7. júlí munu Bryndís Halla Gylfadóttir, sellóleik- ari, Svava Bernharðsdóttir, fiðlu- leikari og Helga Ingólfsdóttir, sem- balleikari ríða á vaðið með tónverk- um eftir J. S. Bach og B. Britten. Em þær stöllur að góðu kunnar fyrir tónlistarflutning sinn. Bryndís Halla hefur verið áberandi sem ein- leikari og á kammer- tónleikum hérlendis og erlendis. Hún hefur verið leiðandi sellóleik- ari í Sinfóníuhljómsveit íslands og er meðlimur í Caput hópnum og í Trio Nordiea. Svava Bemharðsdóttir býr nú í Slóveníu þar sem hún er leiðandi víóluleikari í Slóvensku Fílharmón- íunni í Ljubljana og kennir hún einnig við tónlistarskólann þar. Helga Ingólfsdóttir hefur verið brautryðj- andi í flutningi barokk- tónlistar á íslandi. Hún er stofnandi Sumartónleika í Skál- holtskirkju og hefur verið listrænn stjórnandi þeirra frá upphafi. Tónverk helgarinnar endurspegla meginlínur í verkefnavali Sumartón- leikanna. J. S. Bach hefur komið mikið við sögu sem fulltrúi barokk- tímans og B. Britten er verðugur fulltrúi samtímans. Johann Sebastian Bach samdi sex sónötur fyrir fiðlu og sembal og sex svítur fyrir einleiksselló eftir að hann réðist til hirðarinnar í Köthen árið 1717. Á því tímabili virðist hann hafa farið að gera meiri til- raunir í hljóðfæratónlist fyrir kam- merhópa og einleikara en hann hafði áður gert en þá samdi hann m.a. Brandenburgarkonsertana, fíðlu- konserta, sex partítur og sónötur fyrir einleiksfiðlu, auk annara kam- merverka. Tilraunirnar fólust í því að brjót- ast frá hefðum sem tíðkast höfðu í hljóðfæratónlist þess tíma. Til að mynda hafði tíðkast í sónötum fyrir einleikshljóðfæri og sembal að sem- ballinn léki fylgirödd, basso cont- inuo, oftast þannig gerðri að tölu- sett bassalína var ein skrifuð út en semballeikaranum gert að fylla út hljómana eftir réttri forskrift. Arngeir Heiðar Hauksson HLJÓMEYKI |1K< í sónötunum sex fyrir fiðlu og sembal, BWV 1014 - 1019, eykur Bach vægi sembalsins. Svo mjög að hann skrifar sembalinn á undan fíðlunni í titli verksins, sem útaf fyrir sig er sérstakt en einnig er semballinn í raun ekki lengur í venjubundnu undirleikshlutverki, heldur er komið jafnræði á milli hljóðfæranna. Eru sónöturnar meðal fyrstu sónata með útskrifaða semb- alrödd í stað tölusetts bassa, þannig að fiðlan fær eina rödd, hægri hönd semballeikarans aðra og sú vinstri bassaröddina. Þannig eru sónöturn- ar í raun tríósónötur, nema að einum hljóðfæraleikara hefur verið skipt út fyrir hægri hendi semballeikar- ans... Bach skrifaði svíturnar fyrir ein- leiksselló BWV 1007 - 1012, líklega árið 1720 ásamt partítum og sónöt- um fyrir einleiksfíðlu. í svítunni nr. 5 í c - moll notar hann hefðbundna danskafla barokksvítunnar, alle- mande, courante, sarabande og gigue. Hefst svítan á tvískiptu for- spili, prélude í frönskum stíl en á undan gigue koma svo tveir galant- erie dansar, gavotte I og II. Gerir verkið miklar kröfur til flytjandans, þriggja til fjórradda vefur er í fúgu í forspilinu þegar mest lætur. Fyrsta svíta Benjamin Brittens gerir einnig Tónleikar verða fimm helgar í júlí og ágúst, segir Arngeir Heiðar Hauksson, þar sem frumflutt verða tónverk eftir íslensk tónskáld og barokktónlist mun hljóma á upprunaleg hljóðfæri. miklar kröfur til flytjandans. Hún var skrifuð 1964 fyrir sellistann Mstislav Rostropovich. Tókst góður vinskapur með Britten og Rostropovich og samdi Britten þrjár svítur fyrir einleiksselló, sónötu fyr- ir selló og píanó og sinfóníu fyrir selló og hljómsveit einnig fyrir Rostropovich. Britten var hrifínn af svítuform- inu og sjá má áhrif frá sellósvítum Bachs í verkum hans. í svítum Bachs eru 6 kaflar, forspil og 5 dansar en Britten notar 6 kafla í fyrstu svítunni sinni. Hvert kaflapar hefur forspil, einskonar íhugandi söng, Canto, og er hver söngur byggður á tveggja tóna hljómum þar sem mikið eru notaðir opnir strengir sellósins. Britten notar möguleika sellósins til hins ýtrasta í yfirtónaspili, pizzicato og bogaeff- ektum. Næstu helgi, 13. og 14. júlí heldur svo sönghópurinn Hljómeyki undir stjórn Bemharðs Wilkinsonar, upp á 10 ára samstarfsafmæli sitt og Sum- artónleika í Skálholtskirkju með há- tíðatónleikum þar sem frumflutt verður tónverkið Þrír Davíðssálmar eftir Hildigunni Rúnarsdóttur og flutt verða kórverk eftir J. S. Bach, B. Britten, F. Mendelsohn og Jón Nordal. Skemmst er að minnast af- burðagóðrar gagnrýni sem Hljóm- eyki fékk í Morgunblaðinu síðasta sumar fyrir frumflutning á Requiem Jóns Nordals en þar sagði m.a. „Futningur þessa fremsta kamm- erkórs iandsmanna nú var án efa í sérflokki...Hlýtur dijúgur partur að heiðrinum að falla í skaut stjórnand- ans, Bernharðs Wilkinsonar, sem kallaði fram bestu hiiðar tónverk- anna og söngvaranna í hreinræktuð- um fímm stjömu flutningi..." Höfundur er framkvæmdastjóri Sumartónleikanna 1996. Athugasemd við skrif forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins í GREINARSTÚF undirritaðs, sem birtist í Morgunblaðinu 27. júní sl., var að gefnu tilefni al- mennt en lauslega gerð grein fyrir svokölluðu vaktamáli í Hafnarfirði, Garðabæ og Bessastaðahreppi. Saga þessa máls er orðin löng og ekki ástæða til að rekja hana í heild sinni á þessum vettvangi. Hins vegar varð lítill angi þessa máls tilefni til fjölmiðlaumræðu. Sú umræða hefur gefið forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins tilefni til að fara endurtekið stórum gegn heilsugæzlulæknum í Hafnarfirði og Garðabæ og segir þá m.a. fara með hrein ósannindi. Nauðsynlegt er því að gera athugasemdir við #DOEWOO LYFTARAR VERKVER Smiðjuvegi 4b • 200 Kðpavogur • H 567 6620 ýmsar fullyrðingar forstjórans. Hver fer með ósannindi? „Blákaldur veru- leiki“ forstjóra Trygg- ingastofnunar ríkisins eins og hann lýsir hon- um á síðum Mbl. þann sama dag 27. júní sl. fjallar um þennan litla en sérkennilega anga þessa vaktamáls. Hvaða heims sá blá- kaldi veruleiki er sýn- ist þeim óvíst sem þekkja forsögu máls- Gunnsteinn Stefánsson BIODROGA Lífrænar jurtasnyrlivorur Engin auka ilmefni. BIODROGA ins. í Mbl. 22. júní sl. er haft eftir forstjór- anum, að læknar í Hafnarfirði og Garðabæ fari þar með hrein ósannindi, að þeir fái ekki greitt fyr- ir endurlífgun. Auk þess segir hann ekki kannast við, að læknar hafi kvartað vegna þessa máls. Þar sem þessi saga er flestum lesendum Morgun- blaðsins ókunn er hér tilefni að leggja enn nokkur orð í belg. Veruleikaskyn okk- ar forstjórans er mis- munandi, því nýlega tók undirrit- aður þátt í endurlífgun og gerði nú í júní Tryggingastofnun reikn- ing sem var endursendur.' Þessi gerð hefur þannig fallið undir skil- greiningu forstjórans um rangan reikning. Ætla mætti að stofnunin greiddi þá hið rétta gjald sem for- stjórinn skilgreinir svo nákvæm- lega (vitjun, innhelling í æð, hjarta- línurit) og upplýsir að gildi og hafí gilt um endurlífgun á þessu svæði. Sú var þó ekki raunin, eng- in sérstök greiðsla kom fyrir neyð- arhjáip, en eins og vænta mátti var einungis greitt fyrir venjulega vitjun með 60% kvöldálagi. Á reikninginn var hins vegar rituð eftirfarandi skilaboð með hendi starfsmanns Tryggingastofnunar. „Ekki greitt, málið enn hjá ráðu- neytinu." Þessi setning bendir til að „mál- ið“ sé þekkt bæði í Trygginga- stofnun og ráðuneyti. „Málið“ snýst um þá sérkennilegu stað- reynd, að í júní 1995 voru heilsu- gæzlulæknar í Hafnarfirði og Garðabæ sem jafnframt voru neyð- arbílslæknar svæðisins sérstaklega Hér er fyrst og fremst um grundvallaratriði að ræða, s.s. jafnræðis- reglu. Gunnsteinn Stefánsson spyr hvort mismuna eigi heilsu- gæslulæknum með samningi. undanskildir frá beitingu gjald- skrárliðar fyrir endurlífgun og stórslysahjálp sem þá kom nýr inn í gjaldskrársamning heilsugæzlu- lækna. Þetta klúður bentum við læknar í Hafnarfirði forstjóranum á áður en samningurinn var sam- þykktur. í nóvember 1995 tókum við þetta upp á fundi með fulltrúum frá ráðuneytum heilbrigðis- og fjármála auk Tryggingastofnunar ríkisins. Þar var viðurkennt að þetta atriði væri þess eðlis að það bæri að taka upp til úrlausnar inn- an stjórnsýslunnar og skyldi það gert á samstarfsfundi í vikunni á eftir. Þetta „mál“ fjallar að sínu leyti ekki um stórvægilega fjármuni heldur er hér fyrst og fremst um grundvallaratriði að ræða, s.s. jafnræðisreglu. Spurt er hvort heilsugæzlulæknum sem vinna hjá sama vinnuveitanda við sömu störf verði með samningi mismunað á þennan hátt. Viðbrögð forstjóra Tryggingastofnunar í sjónvarpi og á síðum Mbl. gerir það óhjákvæmi- legt að koma þessum sjónarmiðum á framfæri. Ymsar fullyrðingar forstjórans í okkar garð, s.s. að við látum að því liggja að ekki sé greitt fyrir neyðarhjálp á svæðinu, að í því fel- ist grófar og tilhæfulausar ásakan- ir sem ekki eigi við rök að styðj- ast, að við rekum kjaramál sem þessi einungis í fjölmiðlum með til- heyrandi ásökunum og aðdróttun- um, allar þessar fullyrðingar styðj- ast við hæpin rök þó ekki sé meira sagt og eru ómaklegar ekki síst í ljósi 5 ára sögu vaktamálsins. Að lýsa því yfír þrátt fyrir efnisrök og staðreyndir málsins að þetta atriði samningsins skuli standa þar til um annað verði samið lýsir valds- mennsku þeirrar gerðar sem við heilsugæzlulæknar þekkjum alltof vel frá þeirri fjarlægu stjómsýslu sem þó á að bera með okkur m.a. þá ábyrgð, að veita Hafnfirðingum, Garðbæingum og íbúum Bessa- staðahrepps góða vaktþjónustu. Höfundur er læknir d Hcilsugæzlustöðinni Sólvungi í Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.