Morgunblaðið - 05.07.1996, Side 31

Morgunblaðið - 05.07.1996, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ1996 31 INGIBJORG ARNADOTTIR + Ingibjörg Árna- dóttir fæddist að Miðhúsum í Reykhólasveit 1. ágúst 1900. Hún andaðist í Landspít- alanum 26. júní síð- astliðinn. Foreldrar Ingibjargar voru Arni Ólafsson, bóndi í Miðhúsum og Hlíð í Reykhóla- sveit, og Guðbjörg Loftsdóttir. Ingi- björg átti tólf al- systkini og þrjá hálfbræður. Hún giftist 1922 Kristjáni Franklín Gíslasyni vélsmiði. Þau eignuð- ust fjögur börn: Árni, f. 1923, d. 1985, forstjóri, var kvæntur Iðunni Heiðberg, þau áttu þrjú börn. Gísli, f. 1924, tæknifulltrúi, kvæntur Ernu Guð- mundsdóttur, þau eiga þrjú börn. Valdimar, f. 1925, d. 1984, vélsmiður, eignaðist þijá syni með Grimu Thor- oddsen og þijú börn með Sólveigu Guð- mundsdóttur. Þur- íður, f. 1928, á son með Víkingi H. Arn- órssyni og tvo syni með Júlíusi M. Magnús. Barna- barnabörn Ingibjargar eru tutt- ugu og fimm. Utför hennar fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag og hefst athöfn- in kl. 13.30. Ingibjörg amma mín fæddist á miðju sumri aldamótaárið. Hún var verðugur fulltrúi þeirrar kynslóðar sem lyfti grettistaki í sögn þjóðar- innar. Oft var eins og hún væri í ætt við þær formæður mannkyns sem með óbilandi þreki og fórnfýsi vísuðu því leiðina út úr hellum og myrkri. Hún var fjórða barnið í hópi fimmtán systkina. Þrátt fyrir mikla samheidni og dugnað fjölskyldunnar var oft þröngt í búi. Sennilega hefur lífsbaráttan í bernsku hennar í Reyk- hólasveit átt meira sammerkt með því sem nú gerist hjá fátækari þjóð- um heims en íslandi nútímans. Minn- ingar ömmu gáfu manni stundum eilitla innsýn í þetta, t.a.m. að það var ekki fyrr en eftir tvítugt sem hún eignaðist aðra skó en sauð- skinnsskó. I fermingunni var hún í lánsskóm sem voru henni alltof stór- ir. I Reykhólasveit stendur hlíðin fríða sem Jón Thoroddsen, eitt þriggja stórskálda sem þessi Iitla sveit hefur alið, orti um. Og ömmu var sveitin hjartfólgin alla tíð. Þar búa nú tveir bræður hennar, Karl bóndi á Kambi og Hákon á Reykhól- um. Hinn þriðji sem eftir lifir er Ólafur, búsettur í Reykjavík. Afi, Kristján Franklín Gíslason, var einnig að vestan. Hann fór ung- ur til Reykjavíkur þar sem hann stofnaði, tuttugu og tveggja ára, Vélsmiðju Kristjáns Gíslasonar á Nýlendugötu. Leiðir þeirra ömmu lágu saman hjá foreldrum Kristjáns, en þá var hún í ljósmóðurnámi í Reykjavík. Þau giftust 1922. I smiðjunni var einkum fengist við báta- og togaraviðgerðir, en jafn- framt var þar stunduð ýmiss konar nýsmíði. Þess utan bjargaði afi strönduðum skipum með frumlegu hugviti. Á kreppuárunum var rekst- urinn oft erfiður, en þau hjónin sam- hent og unnu sig upp úr öldudalnum. Synir þeirra þrír hófu allir störf í vélsmjðjunni, og eftir lát Kristjáns varð Árni forstjóri hennar. Valdimar vann þar einnig áfram, en Gísli var þá orðinn tæknifulltrúi hjá Reykja- víkurborg. Kristján lést 1958. Eftir það hélt Ingibjörg heimili ásamt Þuríði dóttur sinni. Þrír synir Þuríðar ólust upp hjá þeim og standa í meiri þakkar- skuld við ömmu sína en þeir geta með orðum tjáð. Hjá ömmu var gestkvæmt alla tíð. Sveitungar hennar sóttu hana heim sem og menn sem tengdust smiðjunni á einn eða annan hátt. En amma tók einnig opnum örmum ókunnugu fólki sem lent hafði utan- garðs í lífínu og því er ekki að neita að á köflum fannst ættingjum henn- ar gestrisnin full háskaleg. Einn slík- ur vinur hennar hét Emil. Hún hafði á honum mikið dálæti, kallaði hann „silfurdrenginn" sinn og á móti sendi hann henni falleg jólakort sem henni þótti mjög vænt um. Stundum var í för með „silfurdrengnum" „Elli- Gaui“ nokkur, sem hlotið hafði það viðurnefni vegna þess að hann rændi gjarnan fólk í hárri elli. Ættingjun- um fannst ekki þægileg tilhugsun að vita af níræðri konu einni í svona þ félagsskap. En amma lét sér fátt um finnast. í annað sinn kom gestur í heimsókn til ömmu milli jóla og nýárs. Þá sat hjá henni úfinn og grettur maður og hámaði í sig hangi- kjöt og uppstúf í eldhúsinu. Þangað hafði hann rambað af götunni og séð þar bein sem hann langaði í, en amma ekki tekið annað í mál en að matreiða handa honum það besta sem hún átti. Gesturinn spurði manninn hvaðan hann bæri að garði. „Af Hrauninu,“ svaraði maðurinn, „ég sló mann og það fór illa.“ Þegar maðurinn var orðinn mettur dró hann svo gestinn afsíðis og spurði forviða: „Hver er þessi kona?“ Amma var margbrotnari en svo að þessari spurningu verði svarað. Lífskraftur hennar var slíkur að hún átti ætíð nóg að gefa, en varð á hinn bóginn hin vandræðalegasta ef reynt var að endurgjalda henni á einhvern hátt; það mátti ekki „hafa fyrir henni“. Iðjuleysi var henni bein- línis framandi og því hljómar það einkennilega núna að segja að hún hafi hlotið hvíldina. Hún þurfti sí- fellt að vera að kljást við eitthvað og lét takmarkaða sjón síðustu æviárin ekki aftra sér frá því að sauma, þvo o.fl. En hálfblindan kom í veg fyrir að hún gæti lesið. Fram að því hafði hún gleypt í sig bækur á nóttunni og las digrar bækur á borð við Nafn rósarinnar á innan við viku. Þegar hún loks féllst á eft- ir mikla eftirgangssemi að láta „hafa fyrir sér“ og koma sér í samband við Blindrabókasafnið sporðrenndi hún þaðan stórum skömmtum á augabragði. Hún unni ljóðum og í sérstöku uppáhaldi voru skáldin Ein- ar Benediktsson, Matthías Jochums- son og Jóhann Jónsson. Börn hændust að ömmu og fundu til öryggis í návist hennar. Flestir upplifa í bernsku þá skelfingu sem fylgir fyrstu vangaveltum um al- heiminn. Hvenær byrjaði tíminn? Hvar endar rúmið? Þótt amma gæti ekki svarað þessu fremur en aðrir dauðlegir menn, þá skynjaði maður að hvað sem þessum gátum leið var hjá henni tryggur staður í tíma og rúmi eins og ömmubarnið Halldór Laxness lýsir í smásögu með þessu nafni. Amma lét sig jafnt varða þjóðleg- an fróðleik sem vitneskju um fram- andi menningarheima, en hún kynnti sér allt með gagnrýnum huga. Þetta á líka við um afstöðu hennar til fram- haldslífs. Á lífsleiðinni kynntist hún fólki sem „heyrði“ raddir framlið- inna. Þar bar hæst tengdamóður hennar, Steinunni Guðmundsdóttur, og Ingibjörgu Einarsdóttur, sem var kona Steinars, bróður Kristjáns. Amma taldi víst að svo grandvart fólk færi ekki með fleipur og ýmis- legt í skilaboðunum styrkti hana í þeirri trú. Hugsanlega höfðaði fleira í lífsskoðun spíritista til hennar. Hjá þeim er framhaldslífið ekki „hvíld“ eða „höfn“, heldur áframhaldandi braut til aukins þroska og barátta til að láta gott af sér leiða. Reynist amma hafa haft rétt fyrir sér í þessu, sem svo mörgu öðru, grunar mig hvaða hlutverk hún hafi nú tekist á hendur. Hún lærði til ljós- MINNINGAR, móður, en vann aldrei sem slík. En núna má vera að námið nýtist henni, hún starfi meira guðs um geim og útvegi börnum í fæðingu tryggan stað í tilverunni. Það væri í samræmi við lífsferil hennar hér á jörðu. Viðar Víkingsspn. Ingibjörg Árnadóttir, tengda- amma mín og vinkona, er látin tæp- lega 96 ára að aldri. Mig langar að minnast hennar með nokkrum orð- um því hún var mér og minni fjöl- skyldu mjög kær. Við sem yngri erum veltum því oft fyrir okkur hvernig íslenskt sam- félag hefur getað tekið svo örum breytingum á þessari öld. Þróast úr fátæku bændasamfélagi í tæknivætt nútímaríki, sem gefur svo mörgum kost á fjölbreyttri menntun, heilsu- gæslú og velmegun. Eftir að hafa kynnst þessari sterku konu, Ingi- björgu Árnadóttur, finnst mér ég vera nær svarinu. Hún var fulltrúi aldamótakynslóðarinnar sem virðist búa yfir magnþrungnum krafti, æðruleysi og ósérhlífni. Eg kom inn í fjölskylduna fyrir 11 árum og þrátt fyrir að áratugir skildu okkur Ingibjörgu að náðum við mjög vel saman. Stundum sátum við í eldhúsinu hjá henni, hlógum eins og smástelpur eða hún rifjaði upp gamla daga. Rósemi, nægjusemi og kímni settu svip á frásagnir henn- ar. Fyrir nú utan frábært minni, en hún mundi vel gamla daga og fylgd- ist jafnframt með þjóðlífinu fram á síðustu stund. Ingibjörg mundi greinilega tímana tvenna. Hún sagði mér gjarn- an frá vetrinum þegar hún var innan við tvítugt og þurfti að dveljast í sjúkraskýli á Hólmavík til að annast Kjartan bróður sinn sem misst hafði annan fótinn. Fyrstu vikuna svaf hún ekkert. Svo fór hún að hjálpa til við að sinna fleiri sjúklingum og vann sér þannig fyrir fæðinu þann tíma sem Kjartan þurfti á hjálp hennar að halda. Já, heilbrigðisþjón- ustan hefur breyst á þessari öld. Þesa reynsla hennar átti sinn þátt í því að hún var send suður til Reykjavíkur í Ijósmæðranám. Allan tímann vann hún fyrir sér með nám- inu og var þakklát fyrir þetta mennt- unartækifæri. Atvikin höguðu því þó þannig að hún starfaði ekki sem ljósmóðir heldur giftist hún Kristjáni Franklín Gíslasyni og eignuðust þau 4 börn. Oft talaði hún þó um að menntunin hafi komið sér vel, t.d. þegar hún tók sjálf á móti einu dótt- ur sinni, Þuríði Kristjánsdóttur, tengdamóður minni. Kristján stofnaði vélsmiðju og var athafnasamur maður. En viðskipti hafa sinn gang, stundum áraði vel og stundum var kreppa í þjóðfélag- inu. Hvernig sem gekk gat hann treyst á Ingibjörgu, konu sína. Þeg- ar mest var hafði Kristján 40 manns í vinnu og margir þeirra voru dag- lega í mat og kaffi hjá Ingibjörgu. Þegar kreppa heijaði á lét Ingibjörg til sín taka, stundaði saumaskap og fann upp á ýmsu til að láta hjólin snúast. Hún hafði líka einstakt lag á að fara vel með hlutina og nýta það sem til var. Ekki gerði hún mikl- ar kröfur fyrir sig, það var helst að hún vildi fá stund til að líta í bók, en hún las mikið þar til sjónin gaf sig fyrir örfáum árum. Hún hafði sérstakt dálæti á ljóðum og 10 dög- um áður en hún lést fór hún með, fyrir móður mína, 9 erinda ljóðabálk sem hún kunni utan að. Það var gaman að vera hjá Ingi- björgu enda var gestkvæmt frá morgni til kvölds á Öldugötunni alla tíð. Hún var höfðingi heim að sækja. Þær mæðgur, Þuriður og Ingibjörg, héldu heimili saman og voru sam- hentar, gagnkvæm virðing og hlýja ríkti á milli þeirra. Heimili þeirra var íslenst menningarheimili, enda skipti tónlist og bókmenntir þær miklu. Mér finnst ég hafa verið heppin að eignast svona góða tengdafjölskyldu og sonur minn, 5 ára, naut þess í ríkum mæli að eiga svona góða, já- kvæða og áhugasama langömmu. Það er ekki algengt í dag að þrjár kynslóðir búi saman eins og var á Öldugötunni, en maðurinn minn og mágar áttu gott að hafa ömmu sína alltaf á heimilinu og hún naut þess að vera innan um yngra fólk, enda vildi hún fylgjast með og gera gagn. Þrátt fyrir að vera orðin 95 ára gat hún ekki hugsað sér að vera iðju- laus. I vor sagði hún ánægð frá því að hún væri að mennta sig. Þá var hún að hlusta á hljóðsnældur frá Blindrabókasafninu, enda fékk hún aldrei nóg af skáldskap. Þó að því fylgi söknuður að sjá á eftir Ingi- björgu þá fínn ég fyrir svo mikilli hlýju og þakklæti fyrir samvistirnar við hana. Af henni mátti læra svo ótal margt. Hún hafði til að bera æðruleysi, sem er ofar skilningi ungs fólks, var sjálfri sér nóg, hégómalaus, fordómalaus og lét sér svo annt um þá sem minna mega sín. Hún lét ekki hraða og tíðaranda raska ró sinni, heldur hafði trú á einfaldleikanum og því góða í mann- inum. Ég mun alltaf minnast tengda- ömmu sem höfðingja sem hélt reisn sinni fram á síðustu stundu. Hún tók það t.d. ekki í mál að láta bera sig á sjúkrabörum þegar hún fór á sjúkrahús og kvaddi heimili sitt í síðasta sinn. Hún gekk út þrátt fyr- ir sársaukafullan sjúkdóm. Og það er dæmi um hve raunsæ Ingibjörg var, að þegar við Kristján Franklín og sonur okkar komum á sjúkrahús- ið að kveðja hana áður en við fórum í helgarferð út á land, þá vissi hún ein að hún var að kveðja í síðasta sinn. Hún bað okkur að njóta lífs- ins. Var sjálf tilbúin að draga sig í hlé en horfði fram á veginn afkom- endunum til handa. Þrátt fyrir að ég sé nú stödd í Bandaríkjunum er hugur minn hjá Ingibjörgu Árnadóttur og tengda- fjölskyldu minni. Ég finn fyrir hlýju og gleði þegar ég minnist Ingibjarg- ar. Hún efaðist aldrei um að eitt- hvað gott tæki við að jarðlífi loknu og hlakkaði til að hitta syni sína tvo og manninn sinn, Kristján Gíslason, aftur. Blessuð sé minning Ingibjargar Árnadóttur. Sigríður Arnardóttir. Elskuleg föðursystir okkar, Ingi- björg Árnadóttir, er látin, tæplega 96 ára að aldri. Lífshlaup hennar spannar nær heila öld og með ólík- indum að hugsa til allra þeirra þjóð- félagsbreytinga sem hún og aðrir af aldamótakynslóðinni hafa gengið 1 í gegnum. Inga var fædd og uppalin í Reykhólasveit, ein af fimmtán systkinum. Hún flutti suður til Reykjavíkur um tvítugt og bjó þar ætíð síðan. Eiginmaður hennar var Kristján F. Gíslason og eignuðust þau fjögur börn. Æviferill hennar verður rakinn annars staðar, en okk- ur langar til að heiðra minningu hennar með örfáum orðum og þakka henni samfylgdina. Inga frænka var einstök mann- eskja og skipar stóran sess í huga okkar beggja. Bræður hennar, feður ' okkar, létust báðir skömmu fyrir { fæðingu okkar þannig að tengsl i okkar við föðurfjölskylduna hafa að | stórum hluta spunnist í samskiptum við Ingu og fjölskyldu hennar. ■ Amma okkar, Guðbjörg Loftsdóttir, f bjó síðustu árin í skjóli Ingu, en | áður en það varð var stutt á milli | heimilanna. Allt frá því að við mun- í um fyrst eftir okkur í heimsóknum jj hjá ömmu hafði heimili Ingu mikið ij aðdráttarafl og þar var okkur ætíð 1 tekið opnum örmum. Heimili Ingu og Kristjáns var kær samastaður í tilverunni fyrir fleiri en okkur frænkurnar. Ætíð var þar í margt um manninn og mikið um að 1 vera. Auk barna þeirra Kristjáns, og síðar fjölskyldna þeirra, heyrði til undantekninga ef dagur leið án þess að eitthvað af frændfólki og vinum litu inn. Inga umvafði okkur öll umhyggju sinni og hlýju. Hún var miklum mannkostum búin, heil- steypt, lifandi og skemmtileg. Hún var glæsileg kona, fáguð, vel lesin ogljóðelsk. I lífinu skiptast á skin og skúrir og ýmsir erfiðleikar steðjuðu að í lífi Ingu. Hún missti mann sinn á besta aldri og hefur séð á eftir tveim- ur sonum sínum. Hún sýndi frábært æðruleysi á erfíðum tímum og ætíð átti hún huggunarorð fyrir aðra. Hún var miklu fremur gefandi en þiggjandi í lífinu. L. Eftir að Kristján lést hélt hún heimili með dóttur sinni, Þuríði, og sonum hennar. Það var einstakt að upplifa þá gagnkvæmu virðingu og ástúð sem ríkti milli þeirra allra og sú einlæga væntumþykja og um- hyggJa sem þau sýndu Ingu alla tíð, allt til síðustu stundar, var ómetan- leg og hana ber okkur öllum að þakka. Inga var afar vinföst og hjartahlý og gædd þeim fágæta eiginleika að hlusta og taka virkan þátt í gleði og sorg vina sinna. Hún ávann sér traust og virðingu allra sem kynnt- ust henni og var ætíð málsvari þeirra sem minna máttu sín. Umhyggja hennar fyrir okkur frænkunum var einstök og heimsóknir til hennar voru alltaf mannbætandi, alltaf lagði hún gott til málanna. Það var unun að spjalla við hana um liðna tíma en hún var ekki síður vel að sér í málefnum líðandi stundar. Allt til þess síðasta nutum við þess að vera í nálægð hennar. Henni var það gefið að halda reisn sinni og andlegu atgervi allt til loka. Við kveðjum elskulega föðursyst- ur með söknuði og þökkum af ein- lægum huga samfylgdina. Pétrún Pétursdóttir, Bergþóra Bergþórsdóttir. BOÐVAR G UÐMUNDSSON + Böðvar Guð- mundsson var fæddur í Skálm- ardal, Múla- hreppi, Barða- strandarsýslu, 3. ágúst 1921. Hann lést í Reykjavík 29. júní síðastlið- inn. Foreldrar Böðvars voru Guðný Jóhanns- dóttir og Guð- mundur Einars- son, bóndi ( Skálmardal. Eft- irlifandi bræður eru Ólafur og Yngvi Guðmundssynir. Útför Böðvars verður gerð frá Hafn- arfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Þegar okkur í Pfaff barst til eyrna að Böð- var hefði látist þann 29. júní fylltumst við í senn söknuði og jafnframt gleði fyrir hans hönd að það ástand sem máttarvöldin höfðu skapað honum síðustu vikurnar var á enda. Böðvar hóf störf hjá Pfaff árið 1978 og sá hann upp frá því um viðgerðir á smáraftækjum, sem j fyrirtækið seldi. Það kom fljótlega ; í ljós að fyrirtækið hafði dottið í j lukkupott við ráðningu Böðvars, enda var hann einstakt ljúfmenni og tryggur fyrirtækinu alla tíð. j Það fór ekki mikið fyrir Böðvari og hefði hann síst af öllu viljað láta skrifa um sig lofræðu að sér látnum, og skal það virt. Hinsvegar viljum við hjá Pfaff þakka honum einstakt samstarf í tæp 20 ár, sam- starf, sem aldrei féll skuggi á. Eitt af áhugamálum Böðvars var að velta því fyrir sér hvað tæki við af þessu jarðlífí, enda var hann grúskari af lífí og sál. Hann | hefur því verið betur undir um- f skiptin búinn en margur annar og J vonandi njótum við leiðsagnar I hans þegar við hittumst á ný. Góða heimferð, Böðvar minn. F.h. starfsfólks Pfaff, Margrét Kristmannsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.