Morgunblaðið - 05.07.1996, Page 36
-36 FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1996
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ÁGÚSTA GUÐRÚN MAGIMÚSDÓTTIR
frá Einarshöfn,
Eyrarbakka,
andaðist á Ljósheimum, Selfossi, miðvikudaginn 3. júli'.
Guðrún Sigurmundsson, Óiafur Örn Árnason,
Jón Ingi Sigurmundsson, Edda Björg Jónsdóttir,
Sigurmundur Arinbjörnsson, Hugborg Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Guðfinna Lárusdóttir,
Inga Gunnarsdóttir, Gylfi Gíslason,
Gunnar Gunnarsson, Gerður Helgadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GUNNARGUNNARSSON
húsasmíðameistari,
Miðtúni 72,
Reykjavík,
lést í Landspítalanum 3. júlí.
Jarðarförin auglýst síðar.
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
HALLGRÍMUR HALLDÓRSSON
frá Hraungerði,
Álftaveri,
Grettisgötu 55b,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
mánudaginn 8. júlí kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent
á Samband íslenskra kristniboðsfélaga.
Sigrún Hallgrímsdóttir,
Bryan Allen Smith,
Halla Marie Smith,
Valgerður Hallgrímsdóttir, Torfi Dan Sævarsson,
Ármann SnaerTorfason.
t
Bróðir okkar,
HALLDÓR E. HALLDÓRSSON
skipstjóri
frá Hafnarfirði,
lést í gær, fimmtudaginn 4. júlí.
Gunnar Halldórsson,
Ásgeir Halldórsson,
Unnur Bjarnadóttir.
t
í dag, 5. júlf, verður jarðsunginn frá
Fossvogskapellu kl. 15.00
JÓHANN PÁLSSON,
Leifsgötu 32,
Reykjavík.
Guðmundur Pálsson,
Sigurður E. Pálsson,
Guðrún Pálsdóttir,
Guðrfður Pálsdóttir,
Páll Ól. PálsSon,
Hreinn Pálsson.
t
Hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu, sem
sýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og útför bróður míns og mágs,
AXELS VALDIMARSSONAR,
Stuðlaseli 2.
/
Ólafur Steinar Valdimarsson,
Fjóla Magnúsdóttir.
MAGNÚS STEFÁN
SIG URÐSSON
+ Magnús Stefán
Sigurðsson
fæddist í Keflavík
14. september 1938.
Hann lést 23. júní
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Sigurður Sumar-
liðason, f. 28. júlí
1913, og María
Magnúsdóttir, f. 20.
maí 1909, d. 29. des-
ember 1993. Eftir-
lifandi systkini
hans eru: Emil,
Margrét, Halldóra,
Sigmar og fóst-
ursystir hans Emilía. Magnús
kvæntist Guðrúnu Þorsteins-
dóttur. Þau slitu samvistum.
Börn þeirra eru tvö, Sigurður
og María, og barnabörnin
fimm.
Útför Magnúsar var gerð frá
Keflavíkurkirkju föstudaginn
28. júní.
Bilið er mjótt milli blíðu og éls.
Brugðið getur klukkunni frá morgni til
kvelds.
Þessar ljóðlínur komu upp í hug
mér þegar mér var sagt að Magnús
Sigurðsson hefði orðið bráðkvaddur
og það hefði borið þannig að að
hann hefði lagt sig til svefns að
kveldi en ekki vaknað aftur til þessa
lífs að morgni.
Þótt Magnús væri ekki nema 58
ára þegar kallið kom geri ég ráð
fyrir að bæði veikindi hans og
margir erfiðleikar á lífsins leið hafi
verið búnir að marka rúnir á lífs-
streng hans. Þegar Magnús var
raunverulega að bytja lífið þá várð
á vegi hans yndisleg
stúlka og þau ákváðu
að ganga lífsbrautina
saman. Þau byijuðu að
búa í Vestmannaeyjum
og bæði áttu þau há-
leitt mark og mið með
það að koma sér áfram
í lífinu enda þau bæði
bráðduglegar mann-
eskjur sem lífið virtist
blasa við og vinnusem-
ina vantaði ekki.
Magnús stundaði
vinnu bæði til sjós og
lands. Þau bytjuðu að
byggja sér fallegt hús
og voru komin að því að flytja inn
í það þegar eldgosið varð í Heima-
ey. Það gefur auga leið að það hef-
ur tekið á að sjá fallega húsið sitt
hverfa undir öskubólstrana sem
mynduðust við þær hamfarir sem
þarna áttu sér stað og erfitt hefur
það verið að standast þær mann-
raunir sem orsökuðust af þessum
umbrotum. Enda var það með þau
eins og aðra Eyjabúa að þau fóru
upp á fastalandið en út til Vest-
mannaeyja fóru þau ekki aftur til
búsetu, heldur settu þau sig niður
í Keflavík og byggðu sér þar hús í
staðinn fyrir það sem varð öskunni
að bráð í Eyjum. En því miður auðn-
aðist þeim ekki að vera nema stutt-
an tíma í sambúð eftir að til Kefla-
víkur kom, þau slitu samvistum og
eftir það bjó Magnús einn.
Magnúsi og konu hans auðnaðist
að eignast tvö mannvænleg börn,
stúlku og pilt, sem bæði eru orðin
fullorðin og búin að mynda sér sín
eigin heimili og fjölskyldur. Annað
býr í Danmörku hitt í Reykjavík.
Það gefur augaleið að það hljóta
ÁSGEIR
PÉTURSSON
+ Ásgeir Péturs-
son var fæddur
í Reykjavík 28. apríl
1960. Hann lést á
Akureyri hinn 30.
júní síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Pétur Ásgeirs-
son, trésmiður, bú-
settur í Svíþjóð, og
Þorgerður Jóna
Árnadóttir, f. 9.11.
1935, d. 21.6. 1990.
Hálfsystkini hans
samfeðra eru Jóna,
Hans, Malena og
Pétur, öll búsett í
Svíþjóð. Hálfsystkini hans sam-
mæðra eru Brynjólfur Guð-
mundsson, bóndi i Hlöðutúni,
og Þuríður Guðmundsdóttir,
húsfreyja á Sámsstöðum í Hvít-
ársíðu. Ásgeir kvæntist 26.12.
1981 Margréti Högnu Magnús-
dóttur, f. 13.6. 1960. Börn
þeirra eru Jóna, f. 14.7. 1982,
Pétur Haukur, f. 9.7. 1984, og
Reynir Tumi, f. 24.5. 1990.
Ásgeir fluttist ásamt móður
sinni að Hlöðutúni
í Stafholtstungum
vorið 1960 og ólst
þar upp hjá móður
sinni og sljúpföður,
Guðmundi Garðari
Brynjólfssyni. Ás-
geir gekk í barna-
skólann að Varma-
landi og tók Iands-
próf frá Reykja-
skóla í Hrútafirði.
Hann lauk öðru
stigi vélstjóranáms
við Vélskólann í
Reykjavík og
sveinsprófi í vél-
virkjun frá Fjölbrautaskóla
Akraness og verklegan hluta
námsins stundaði hann hjá Þor-
geir og Ellert hf. á Akranesi. Á
yngri árum stundaði Ásgeir
ýmis störf til sjávar og sveita,
en að námi loknu starfaði hann
að mestu við vélsmíði hjá Þor-
geir og Ellert hf.
Útför Ásgeirs fer fram frá
Akraneskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
+
Elskuleg móðir mín, tengdamóöir,
amma og langamma,
SIGRÍÐUR ÞÓRUNN
GUNNARSDÓTTIR
frá Einarshöfn (Prestshúsi),
Eyrarbakka, síðasttil heimilis
á Sólvöllum, Dvalarheimili
aldraðra á Eyrarbakka.
verður jarðsungin frá Eyrarbakkakirkju
laugardaginn 6. júlí kl. 14.00.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Dvalarheimili aldraðra
á Eyrarbakka.
Guðni Marelsson, Jóna Ingvarsdóttir,
Friðþjófur Björnsson
og barnabörn.
að hafa verið erfiðar stundir hjá
Magnúsi þegar hann var nú orðinn
eihn og fjölskyldan sundruð, maður
getur vart sett sig inn í þær mann-
legu tilfinningar sem þar hafa átt
sér stað, ekki hvað síst þegar mað-
ur hefur það í forgrunninum sem
Magnús var búinn að líða áður.
Allt þetta varð til þess að Magnúsi
gekk illa að ná fótfestu svo að hann
leið margar erfiðar stundir sem
hann sóttist eftir að deyfa með
óæskilegum hætti.
Magnús var góður drengur sem
öllum vildi gott gjöra. Gott dæmi
um það var hvað hann var hugul-
samur gagnvart sínum foreldrum,
vildi alltaf vera að aðstoða þau ef
þess var nokkur kostur og að þau
þyrftu einhvers með.
Hann var mjög tilfinninganæmur
og bast sterkum böndum þeim sem
honum þótti vænt um. Sérstaklega
fannst mér það koma fram í sam-
skiptum hans við móður sína og
fallegt var það hvað þau sýndu
hvort öðru mikla hlýju og um-
hyggju. Eftir að móðir hans lést
fannst mér eins og einhver strengur
brysti innra með honum og að veik-
indi þau sem höfðu hijáð hann áður
virtust fara versnandi og drógu
hann að lokum til dauða.
En nú er hann kominn á fund
þeirra sem á undan honum voru
farnir yfir móðuna miklu. Efast ég
ekki um að þar hefur verið vel tek-
ið á móti honum og orðið fagnaðar
fundir.
Nú þegar Magnús hefur kvatt
sakna ég góðs drengs og bið al-
mættið að vera honum innan hand-
ar á þeim vegum sem hans eru nú.
Og þótt vér hljótum hér að kveðja
hjartans vini kærast þrátt,
indæl von sú oss má gleðja
aftur heilsum vér þeim brátt.
(Þýð. Helgi Hálfdánars.)
Ég og kona mín óskum ástvinum
Magnúsar Guðs blessunar.
Magnús Þór.
Kveðja frá
starfsfélögum
Af eilífðarljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en auga sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
(Einar Ben.)
Í dag kveðjum við hinstu kveðju
okkar góða vinnufélaga, Ásgeir
Pétursson, sem andaðist 30. júní
s.l., langt fyrir aldur fram, eða
aðeins þrjátíu og sex ára gamall.
Ásgeir lærði málmsmíði hjá Þor-
geiri og Ellert hf. á Akranesi og
starfaði mestalla sína starfsævi hjá
því fyrirtæki, með stuttum hléum,
þar til fyrirtækið hætti störfum,
og hjá Skipasmíðastöð Þorgeirs og
Ellerts hf. frá stofndegi.
Að sjálfsögðu hvarflaði það ekki
að neinum okkar að við værum að
sjá Ásgeir í síðasta sinn, er hann
fór til stuttrar dvalar í orlofsíbúð
á Akureyri aðeins tveim dögum
áður en okkur barst sú ótrúlega
frétt að hann væri allur. Við slíkar
harmafregnir setur menn hljóða og
vangaveltur um hverfulleika tilver-
unnar sækja á hugann, en þær
glæða þó engan skilning á því
flókna fyrirbæri sem lífið er og
hversu langur tími hverju okkar
er ætlaður.
Ásgeir var traustur starfsmaður
og góður félagi samstarfsmanna
sinna. Víðlesinn var hann og fróður
um ólíklegustu hluti og til hans var
ávallt gott að leita þegar skera
þurfti úr ágreiningi, hvort heldur
sem um var að ræða andleg eða
veraldleg málefni. Verður hans sárt
saknað af félögunum en um leið
minnst sem góðs drengs og vinar.
Mikill harmur er kveðinn að
Margréti Högnu, eiginkonu hans,
og börnunum þeirra þremur og
sendum við þeim okkar innilegustu
samúðarkveðjur og biðjum almætt-
ið að styrkja þau og hugga á erfið-
um tímum.
Starfsfélagar hjá Skipasmíða-
stöð Þorgeirs og Ellerts hf.