Morgunblaðið - 05.07.1996, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1996 37
MINNINGAR
+ Ólafur Jóhanns-
son járn- og
rennismíðameistari
fæddist í Reykjavík
13. desember 1922.
Hann varð bráð-
kvaddur aðfaranótt
28. júní síðastliðins.
Foreldrar hans
voru Jóhann Kr.
Ólafsson brúar- og
bryggjusmíða-
meistari, f. 24.
október 1883, d. 27.
júní 1967, og Krist-
ín Guðnadóttir
gestgjafi á Kolvið-
arhóli og síðar bóndi að Leirá
í Leirársveit, f. _22. apríl 1891,
d. 8. júní 1942. Ólafur átti átta
systkini; Þau eru: 1) Kristrún
Jóhannsdóttir, f. 17. febrúar
1907, d. 14. maí 1963. 2) Guð-
mundur Jóhannsson húsasmið-
ur, f. 18. febrúar 1912, d. 30.
janúar 1974. 3) Guðni Jóhanns-
son húsasmiður, f. 24. septem-
ber 1913. 4) María Jóhannsdótt-
ir, f. 6. febrúar 1915, d. 3. febr-
úar 1989. 5) Guðmunda Jó-
hannsdóttir, f. 18. september
1920. 6) Einar Magnús Jóhanns-
son fiskeftirlitsmaður, f. 2.
mars 1928. 7) Margrét Ragna
Jóhannsdóttir, f. 8. ágúst 1929.
8) Hrefna Jóhannsdóttir hjúkr-
unarkona, f. 31. október 1932,
d. 3. ágúst 1988. Ólafur giftist
4. október 1947 eftirlifandi eig-
inkonu sinni Kristbjörgu Ósk-
arsdóttur frá Steinum undir
Eyjafjöllum, f. 9. nóvember
1927. Börn þeirra eru: 1) Vil-
borg I. Ólafsdóttir, f. 28. júní
1946, hennar maður er Gestur
Þór Sigurðsson, f. 29. júlí 1947.
Börn þeirra eru Sigurður Óli,
f. 26. apríl 1972, og Kristín, f.
Þegar hringt var til mín sl. föstu-
dag og mér var tilkynnt andlát
æskuvinar míns og góðs vinar sl.
rúm 60 ár, Ólafs Jóhannssonar
rennismiðs, verð ég að viðurkenna
að mér brá ónotalega. Við höfðum
ræðst við í síma í vikunni og þá lét
Ólafur bara vel af heilsufari sínu,
en hann hafði fyrir þremur til fjórum
vikum fengið aðvörun um að hjarta
hans væri ekki í sem bestu lagi og
hann ætti að fara varlega. En Ólaf-
ur var mikill atorku- og eljumaður
og ákveð að fara austur undir Eyja-
fjöll og huga að sumarbústað sínum,
en sú ferð varð hans síðasta.
Þegar Ólafur var sjö ára gamall
fór hann í sveit að Ytri-Skógum
undir Eyjafjölium til hjónanna Mar-
grétar Öddsdóttur og Páls Bárðar-
sonar er þá bjuggu þar og þar var
10. ágúst 1982. 2)
Jóhann Ólafsson, f.
12. september 1950,
hans kona er Hjör-
dís J. Hjaltadóttir,
f. 25. apríl 1953.
Dætur þeirra eru
Kristbjörg Edda, f.
5. janúar 1973, og
Iris Arna, f. 21.des-
ember 1973. 3) Elín
Rut Ólafsdóttir, f.
9. október 1960,
hennar maður er
Brynjólfur Stefán
Guðmundsson, f. 9.
ágúst 1956. Börn
þeirra eru María, f. 18. maí
1981, Ólafur Rafn f. 30. nóvem-
ber 1984, og Bjarki, f. 2. októ-
ber 1992. Ólafur ólst upp í for-
eldrahúsum, en fór ungur að
fara í sveit á sumrin til Páls
Bárðarsonar bónda og Mar-
grétar Oddsdóttur húsfreyju í
Ytri-Skógum undir Eyjafjöll-
um. Hann ólst þar upp í góðu
yfirlæti frá þrettán ára aldri
til tvítugs, en hélt alltaf nánu
sambandi við foreldra sína og
systkini í Reykjavík. Ólafur
lærði járn- og rennismíði hjá
Agli Vilhjálmssyni h.f., þar sem
hann starfaði í nokkur ár. Hann
lauk námi í iðngrein sinni frá
Iðnskólanum í Reykjavík 1947.
Þegar Áburðarverksmiðja rík-
isins hóf starfsemi sína réðst
Ólafur þar til starfa sem við-
gerðarmaður og járnsmiður, en
síðar varð hann verkstjóri á
viðgerðarverkstæði verksmiðj-
unnar. Hann vann þar í tæp
fjörutíu ár, en þá lét hann af
störfum sakir aldurs.
Ólafur verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
hann öll sumur til 11 ára aldurs og
síðan heilsárs maður til 20 ára ald-
urs, er hann hóf nám í Iðnskólanum
í Reykjavík og lærði rennismíði.
Bjuggum við sveitungarnir þá saman
á Rauðarárstígnum í tvö ár og
kynntumst því vel og vináttuböndin
styrktust.
Eftir það komst Óli á samning
hjá Agli Vilhjálmssyni hf. og lauk
þar námi og vann þar til ársins 1952
er hann hóf störf hjá Áburðarverk-
smiðju ríkisins. Vann hann þar til
70 ára aldurs, þar af 20 ár sem
verkstjóri á viðgerðarverkstæði
verksmiðjunnar.
Ólafur var harðduglegur maður
og vann öll verk bæði fljótt og vel
og vildu margir fá hann í vinnu, en
hann var ekki sú manngerð að
hlaupa til þótt eitthvað byðist betra.
Hann var samviskusamur, tryggur
og traustur. Það geta allir vottað
sem honum kynntust og 60 ára vin-
átta okkar, hnökralaus og góð, sann-
ar það.
Ólafur var ákaflega vel hugsandi
og farsæll maður. Hann var marg-
fróður og fylgdist af áhuga með öllu
sem var á döfinni. Var vel greindur
og átti gott með að setja saman vis-
ur við ýmis tækifæri en hélt því lítt
á loft og efast ég um að hann hafi
haldið þeim til haga, því miður, því
margar voru vísur hans vel ortar og
vöktu skemmtun.
Ólafur var mjög greiðvikinn mað-
ur og alltaf tilbúinn að rétta hjálpar-
hönd ef á þurfti að halda og ekki
spillti hans góða kona, Kristbjörg,
sem skapaði manni sínum og börnum
fagurt heimili þar sem vinum og
vandamönnum var ætíð tekið opnum
örmum og nutum við hjónin svo oft
þeirra hlýju gestrisni sem aldrei
gleymist. Nokkrum sinnum auðnað-
ist okkur hjónum að fara með þeim
Kristbjörgu og Óla í ferðir, bæði
utanlands og innan, sem urðu okkur
ógleymanlegar. Þá var stundum
glatt á hjalla og stundum gripið í
spil á kvöldin. Ekki var hægt að
kjósa sér betri ferðafélaga.
Þau voru samvalin sæmdarhjón
sem unnu æskusveit sinni og Eyja-
fjöllunum mjög. Þar byggðu þau sér
sumarhús þar sem þau undu vel á
sumrum, oft með ungviði, börn og
barnabörn í kringum sig.
Ólafur átti löngum góða hesta og
fór oft í hestaferðir með Bergi í
Steinum, mági sínum, sem er lands-
kunnur hestamaður. Þeir fóru m.a.
á hestum yfir Fimmvörðuháls í Þórs-
mörk ásamt fleiri Eyfellingum.
Margar góðar stundir áttum við tveir
saman í litla hesthúsinu okkar við
Gufunes fyrr á árum og einnig á
baki gæðingum okkar sem við létum
spretta úr spori á ísilögðu Rauða-
vatni, sandfjörum og um móa og
mela í nágrenni borgarinnar.
Nú er komið að þessari kveðju-
stund, Óli minn, sem alltaf kemur
svo óvænt, en ég, kona mín og börn
þökkum þér liðnar samverustundir
og munum sakna vinar í stað. Við
vottum konu þinni og fjölskyldu
ykkar dýpstu samúð.
Vertu sæll vinur og farðu vel.
Hjörleifur Jónsson.
Elsku afi.
Við viljum þakka þér fyrir allar
yndislegu stundirnar sem við áttum
saman. Minningin um þig verður
ávallt geymd á sérstökum stað í
hjarta okkar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fyigi,
hans dýrðarhnoss þú hijóta skalt.
(V. Briem.)
Hvíl þú í Guðs friði.
María, Ólafur Rafn og Bjarki.
ÓLAFUR
JÓHANNSSON
PÁLÍNA
GUÐMUNDSDÓTTIR
+ Pálína Guð-
mundsdóttir frá
Streiti í Breiðdal
var fædd 8. febrúar
1919. Hún lést á
Kumbaravogsheim-
ilinu á Stokkseyri
26. júní síðastliðinn.
Útför hennar fer
fram frá Áskirkju i
dag og hefst at-
höfnin klukkan
10.30.
Elsku amma.
Nú hefur þú lokið
jarðvist þir.ni, eftir sit
ég í söknuði, en jafnframt með virð-
ingu og þakklæti fyrir að fá að
kynnast þér. Þegar ég loka augun-
um og hugsa um þig sé ég þig fyr-
ir mér klappa saman höndundum
og raula lagstúf. Þú varst alltaf kát
þrátt fyrir það að þú sæjir illa og
kæmist lítið hjálparlaust. Þegar ég
var lítil og átti heima
á Klaustri komstu oft
í heimsókn og varst um
nokkurn tíma. Það var
alltaf gaman, mikið
hlegið og spilað á
harmonikkuna. Ég
sagði þér alltaf mín
leyndarmál og svo
spurðir þú mig alltaf
hvernig gengi í sam-
bandi við leyndarmál-
in. Ég man þegar þú
sagðist vera með kettl-
inga í maganum og ég
trúði því sem barn af
því að það tísti svo í
þér þegar þú andaðir en það var í
raun astminn sem gerði það að
verkum.
Já, það kemur margt broslegt
upp í hugann þegar ég hugsa um
þig, elsku amma mín. Þú varst allt-
af svo góð við mig, ég minnist þess
einnig þegar ég kom í heimsókn til
þín á yngri árum, þá fórstu í
kommúðuskúffuna þína og svo
þegar ég kyssti þig bless þá laum-
aðir þú peningaseðli í lófann á
mér.
Þetta verður víst síðasta bréfið
sem ég skrifa þér af mörgum en
þér þótti svo gaman að fá bréf.
Ég á eftir að sakna þín mikið
en minningamar um þig verða
alltaf geymdar í hjarta mínu.
Með þessum orðum kveð ég
þig, elsku amma, og bið Guð að
vernda þig og blessa.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka,
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(S. Egilsson.)
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(M. Joch.)
Þín,
GESTUR
HALLGRÍMSSON
+ Gestur Hall-
grímsson fædd-
ist í Reykjavík 20.
september 1929.
Hann lést í Reykja-
vík 25. júní síðast-
liðinn og fór útför
hans fram frá Hall-
grímskirkju 4. júlí.
Gestur Hallgríms-
son vinur minn og
stjúpi er dáinn. Síðasta
skipti sem ég sá hann
var við jarðarför konu
minnar Áslaugar
Valdemarsdóttur fyrir
fáeinum dögum. Var Gestur mikið
veikur. Það gat ekkert stöðvað hann
í því að kveðja Áslaugu konu mína.
Alltaf var gott og gaman að tala
við Gest. Var hann bæði orðheppinn
og mælskur. Gestur hafði mikið
yndi af fræðimennsku. Sendi hann
okkur alltaf póstkort með dag-
stimplum. Gestur var mikill útivist-
ar- maður og gekk hann allar póst-
gönguferðir sem voru farnar og þá
síðustu fór hann um áramótin.
Vil ég minnast á ferð sem ég fór
með Gesti fyrir mörgum árum.
Gestur var þá bílstjóri á Sendibíla-
stöðinni hf., ók hann Garant-bíl frá
Tékkóslóvakíu og voru þeir bílar
mjög vélarvana. Ferðinni var heitið
í Bæ í Grafningi. Var bíllinn full-
lestaður af svínafóðri, en ekki gekk
betur en það að í einni brekkunni
komst bíllinn ekki upp og reyndum
við þrisvar sinnum. Var nú úr vöndu
að ráða. Þá hugkvæmdist Gesti það
snjalla ráð að rugga sér fram og
aftur og viti menn, upp komst bíl-
inn. Hef ég oft hugsað um þessa
ferð.
Með þessum línum langar mig
fyrir hönd barna minna, barna-
barna, tengdadóttur og tengdason-
ar að þakka Gesti fyrir alla þá
tryggð og vináttu sem
hann hefur sýnt okkur
í gegnum árin.
Guð blessi ykkur,
móður mína og systk-
ini.
Siguijón Tracey.
Gestur Hallgrímsson
var félagi í Klúbbi
Skandinavíusafnara,
sem er félag frímerkja-
safnara hér í Reykjavík.
Gestur var mjög áhuga-
samur frímerkjasafnari
og tók virkan þátt í fé-
lagsstarfi þeirra. Hann
sat mörg ár í stjórn KS og sýndi
félagi sínu mikla ræktarsemi og alúð.
Gestur var alltaf kátur og skemmti-
legur félagi og var fljótur að sjá
spaugilegu hliðarnar á ýmsum hlut-
um. Þess vegna var það mikið áfall
fyrir okkur félaga hans í Klúbbi
Skandinavíusafnara, þegar við frétt-
um hversu alvarleg veikindi hans
voru og síðan andlát hans. Með Gesti
hverfur einn besti félagi okkar, sem
við vorum mjög stoltir af. Hann hafði
afrekað það, eini frímerkjasafnarinn
og einstaklingurinn, að ganga á milli
póststöðva mörg hundruð kílómetra
gönguferð, sem skipulögð var af
Pósti og síma til að ganga gamlar
póstleiðir. Úr þessari göngu sinni bjó
Gestur til mjög skemmtilegt frí-
merkjasafn, sem hann hefur sýnt
nokkrum sinnum á sýningum við
góðar undirtektir. Gestur var víðsýnn
maður. Hann sá hlutina oft frá öðru
sjónarhorni en aðrir og þá á réttlátan
hátt og kom oft með margar góðar
hugmyndir, sem við félagar hans
nutum góðs af. Við félagar hans í
Klúbbi Skaridinavíusafnara viljum
senda fyölskyldu hans inniiegar
samúðarkvðejur og kveðjum hann
með söknuði.
Stjórn Klúbbs
Skandinavíusafnara.
t
Ástkær systir mín og frænka okkar,
SVEINÍNA HALLDÓRA
MAGNÚSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
þriðjudaginn 2. júlí.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju
mánudaginn 8. júlí kl. 10.30.
Ragnheiður Magnúsdóttir
og aðrir aðstandendur.
t
TÓMAS B. JÓNSSON
pípulagningameistari,
Túngötu 40,
Reykjavík,
lést í Landspítalanum þann 21. júní.
Útförin hefur farið fram.
Hörður Guðmundsson.
t
Bróðir okkar og mágur,
EINAR JÓHANNESSON
læknir,
lést á heimili sínu í Svíþjóð sunnudaginn
30. júní sl.
Útförin hefur farið fram.
Þökkum auðsýnda samúð.
Una Jóhannesdóttir,
Margrét Jóhannesdóttir, Ólafur Bjarnason,
Hólmfriður Jóhannesdóttir,
Sigurður Jóhannesson, Þórhalla Gunnarsdóttir.
Helga Berglind.