Morgunblaðið - 05.07.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 05.07.1996, Blaðsíða 52
HEIMILISLÍNAN - Heildarlausn ájjármálum einstaklinga (^) BDNAÐARBANKI ÍSLANDS MORGUNBLADIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK í8I8@títl! h......J... Morgunblaðið/Golíi Slasaður sjómaður sóttur á haf út ÞYRLA Landhelgisgæslunnar TF- Líf sótti alvarlega slasaðan sjómann á fertugsaldri um borð í litháískan togara við 200 mílna landhelgis- mörkin út af Reykjanesi síðdegis í gær. Landhelgisgæslunni bárust fyrst fréttir af manninum um kl. 15.49 í gærdag. Þyrlan með lækni innan- borðs hélt af stað til að sækja hann um kl. 17 og lenti við Sjúkrahús Reykjavíkur rétt fyrir kl. 21 í gær- kvöldi. Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur hafði maðurinn misst hægri fótinn um miðjan kálfa og var orðinn blóð- lítill. Sárið var hreinsað og gengið frá því í aðgerð á sjúkrahúsinu í gærkvöldi. Maðurinn var ekki talinn í lífshættu. -----» ■■»' ♦- HM í knattspyrnu KSÍ fær 17 Framkvæmdir við þrjú háhýsi í Laugarnesi til umræðu í borgarstjórn Reykjavíkur í gærkvöldi Skipulagsnefnd ræðir athugasemdir SKIPULAGSNEFND Reykjavíkur íjallar um athugasemdir vegna grenndarkynningar í Laugarnes- hverfi á fundi sínum í dag en frestur til að skila inn athugasemdum vegna breytinga á deiliskipulagi og kynn- ingar á breyttri landnotkun á lóð númer 89 við Laugarnesveg rann út í gær. Á lóðinni stendur til að byggja sex, sjö og níu hæða fjölbýlishús sem verða við Kirkjusand 1-5. Fjöldi at- hugasemda hafði borist Borgarskipu- lagi þegar skrifstofunni var lokað í gær og hafði meðal annars verið safnað undirskriftum 550 íbúa þar sem hæð húsanna er mótmælt. Fjallað var um framkvæmdina á 'fundi borgarstjórnar í gærkvöldi en Gunnar Jóhann Birgisson, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, telur að skipulagsnefnd hafi samþykkt erindi vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Kirkjusand á grundvelli rangra upplýsinga. Arkitekt húsanna, Helgi Hjálmarsson, hafi gert ráð fyrir í erindi sínu til skipulagsnefndar að starfsemi Kjötumboðsins á sömu lóð yrði flutt áður en fyrstu kaupendur íbúða flyttu inn. Eins og málum sé háttað nú verði iðnaðarhús í bak- garði hugsanlegra íbúa í húsunum. Fleiri fulltrúar sjálfstæðismanna gagnrýndu meðferð málsins en full- trúar meirihlutans vísuðu gagnrýn- inni á bug. Guðrún Ágústsdóttir, borgarfulltrúi R-listans, sagði að ekki væru forsendur til að ræða þetta mál á borgarstjórnarfundinum, það yrði gert á fundi skipulagsnefnd- ar í dag, föstudag, en fyrir þann fund yrðu lögð fram gögn um málið. Kjötumboðið vill reisa 12 metra háan skorstein Meðal þeirra sem gera athuga- semd við framkvæmdina er Kjötum- boðið hf. sem sótti í vor um leyfi til byggingarnefndar fyrir því að fá að byggja 12 metra háan skorstein á húsnæði sitt vegna kaldreykingar á kjötvörum. Helgi Óskar Óskars- son, framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins, segist fyrst hafa frétt af fyrir- hugðum flutningi Kjötumboðsins í samtali við starfsmann Borgar- skipulags. Byggingarfulltrúinn í Reykjavík samþykkti að veita Ármannsfelli graftarleyfi á lóðinni 4. júní og er búið að grafa fyrir einu húsanna að sögn Hauks Magnússonar, tækni- fræðings hjá verktakanum. Um er að ræða iðnaðarlóð og er ekki búið að veita samþykki fyrir breyttri land- notkun. Búið er að festa um þriðjung íbúð- anna 75 að sögn Sverris Kristinsson- ar sölustjóra hjá Eignamiðlun og greiða væntanlegir kaupendur 2% af kaupverði. ■ Vilja reisa skorstein/11 * Oður upp stigann ÓÐUR frá Brún náði þeim ágæta árangri að rjúfa níu stiga múrinn í keppni A-flokksgæðinga á fjórð- ungsmótinu á Gaddstaðaflötum í gær. Trónir hann ásamt knapa sínuni Hinrik Bragasyni í efsta sæti að lokinni forkeppni. Hlutu þeir 9,05 í einkunn. ■ Fjórðungsmótið/12 Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Síðkvöld við Þing- vallavatn HÚN var sérstaklega falleg, birtan við Þingvallavatn í fyrra- kvöld. Maðurinn sem mundar málningarpensilinn einbeittur á svip með vindilinn í öðru munn- vikinu heitir Ómar Gaukur Jónsson. milljónir á ári ALÞJÓÐA-knattspyrnusambandið, FIFA, hefur selt einkafyrirtæki rétt- inn á sjónvarpssendingum frá HM 2002 og 2006 fyrir um 150 milljarða íslenskra króna. Forseti FIFA sagði að hvert knatt- spyrnusamband innan FIFA, þ.m.t. Knattspyrnusamband íslands, fengi milljón dollara fyrir hvert íjögurra ára tímabil frá og með 1999 eða tæplega 17 milljónir kr. á ári að meðaltali á gengi dagsins. ■ KSÍ/Cl Starfsmenn Landmælinga mótmæla STARFSMENN Landmælinga ís- lands samþykktu einróma í gær- morgun harðorð mótmæli gegn flutningi stofnunarinnar til Akra- ness. Talsmenn starfsmanna segja að ákvörðunin hafi komið þeim í opna skjöldu og verið kjaftshögg fyrir starfsmenn. Starfsmennirnir segja að ekkert samráð hafi verið haft við þá síðan umræða um flutning féll niður fyrir tveimur árum eftir snarpar umræð- ur og mikla andstöðu hjá starfs- mönnum Landmælinga. Hafi þeir talið að málið væri úr sögunni eftir skoðun þáverandi umhverfisráð- herra en flutningur var á þeim tíma talinn „óhagkvæmur og óskynsamlegur" að því er segir í ályktun starfsmannafundarins. Starfsmenn Landmælinga segj- ast furða sig á vinnubrögðum um- hverfisráðherra í málinu og segjast hafa haldið að ráðherrann hafi ætlað á fundinum á miðvikudag að deila með þeim framtíðarsýn á hlutverk stofnunarinnar og hygðist í tilefni 40 ára afmælis Landmæl- inga veita fjármuni til stofnunar- innar. Skilaboðin hafi verið önnur og starfsmenn líti svo á að verið sé að leggja niður þá stofnun sem nú er starfandi og annarri stofnun verði komið upp á Akranesi. Enginn vill flytja Talsmenn segja að engar ákvarðanir hafí verið teknar um aðgerðir og ekki hafi verið rætt um hópuppsagnir, en ljóst sé að enginn vilji flytja með stofnuninni til Akraness. Starfsmenn ætli að fara sér hægt, en áhersla verði lögð á að samræma aðgerðir og kanna réttarstöðu starfsmanna. Samráð verði haft við starfsmenn og lög- fræðinga stéttarfélaga starfs- manna, en flestir séu annað tveggja, í Félagi íslenskra náttúru- fræðinga eða BSRB. ■ Segja ákvörðun ráðherra/6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.