Morgunblaðið - 16.07.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.07.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 1996 7 FRÉTTIR * Atta manns slösuðust í árekstri HARÐUR árekstur tveggja fólks- bíla varð á mótum Suðurlandsveg- ar og Breiðholtsbrautar við Rauðavatn á miðnætti á laug- ardagskvöld. I bílunum voru átta manns og voru allir fluttir á slysa- deild. Areksturinn varð með þeim hætti að bíl, sem ekið var af Breið- holtsbraut inn á Suðurlandsveg, var ekið í veg fyrir bíl, sem ekið var austur Suðurlandsveg. í bíln- um, sem ekið var af Breiðholts- braut, voru fimm manns en þrír í hinum. Allir slösuðust, þrír talsvert en enginn lífshættulega. Annar bílstjóranna lærbrotnaði. Meiðsl hinna voru af ýmsum toga, m.a. Morgunblaðið/Sverrir FIMM sjúkrabílar fluttu átta manns úr tveimur bílum á slysa- deild eftir árekstur við Rauðavatn á miðnætti á laugardags- kvöld. Enginn slasaðist lífshættulega. höfuðáverkar, meiðsl á höndum, liðsins til að losa hann. Fimm fótum, bringu eða baki. Einn hinna sjúkrabílar fluttu fólkið á slysa- slösuðu var fastur í bílnum og deild. Báðir bílarnir voru fjarlægð- þurfti að kalla til tækjabíl slökkvi- ir með kranabílum. Elliðaárnar undir eftirliti Ennþá ber ekki á kýlaveiki ENN er ekki farið að bera á kýla- veiki í göngufiski í Elliðaánum í Svangir þjófar BROTIST var inn í Hamragrill í Hamraborg í Kópavogi aðfara- nótt laugardags. Innbrotsþjóf- arnir spenntu upp hurð bakatil á staðnum og oliu nokkrum skemmdum á dyraumbúnaði. Þeir fóru síðan inn og stálu 20 hamborgurum og hamborgara- brauði. Þá höfðu þeir á brott með sér á milli 1.500 og 2.000 krónur í skiptimynt. sumar, að sögn Sigurðar Helgason- ar, fisksjúkdómafræðings á Keldum. Síðastliðið sumar greindist kýlaveiki í laxi í Elliðaám og síðan hefur ver- ið fylgst grannt með fiski þar. , „Áin var vöktuð mjög dyggilega eftir að veikin greindist í fyrra og allur dauður fiskur og deyjandi tek- inn upp jafnóðum og honum fargað á tryggan hátt. Áin er vöktuð núna líka og það sem kann að vera grun- samlegt kemur í rannsókn. Einnig höfum við sent veiðivörðum, stang- veiðimönnum og öðrum þeim sem málið varðar beiðni um senda grun- samlega fiska úr öðrum ám tii rann- sóknar hingað á fisksjúkdómadeild- ina. Við erum farnir að fá einn og einn fisk en enginn hefur enn greinst með kýlaveiki. Við vonumst til að hægt verði að halda veikinni á af- mörkuðu svæði með þessum aðgerð- um,“ segir Sigurður. Hann telur þó óvarlegt að vera með spádóma á þessu stigi málsins. í fyrra hafi fyrsti sýkti fiskurinn ekki greinst fyrr en í júlílok og hugs- anlegt sé að ferlið verði að einhverju leyti svipað nú. „Einangrun landsins hefur haft talsvert að segja en fyrst kýlaveikin er á annað borð komin hingað til lands, þá má segja að hugs- anieg dreifing í aðrar nærliggjandi ár verði hraðari," segir Sigurður. Andlát JÓN TÓMASSON JÓN Tómassort fyrrver- andi stöðvarstjóri Pósts og síma í Keflavík lést síðastliðinn sunnudag, á áttugasta og öðru ald- ursári. Jón fæddist 26. ágúst árið 1904 á Járngerðis- stöðum í Grindavík, sonur Tómasar Snorra- sonar skólastjóra og útgerðarmanns og Jór- unnar Tómasardóttur, húsmóður. Jón lauk vélgæslu- námi hjá Fiskifélagi Is- lands 1934 og námi frá Samvinnuskólanum í Reykjavík 1938. Hann vann við sjó- mennsku um skeið og annaðist póst- og símaþjónustu ásamt skrifstofu- stjórn Hótel Valhallar á Þingvöllum, var verslunarmaður í Keflavík í eitt ár og síðan verslunarstjóri í verslun- inni Dagsbrún i Reykjavík, áður en hann varð stöðvarstjóri Pósts og síma árið 1940. Því starfi gegndi hann til ársins 1977, þegar hann stofnaði Umboðsskrifstofu Jóns Tómassonar í Keflavík. Hann seldi fyrirtækið 1987 og hóf störf á vegum Stórstúku íslands í Reykjavík. Jón var formaður fyrstu stjórnar íþróttafélags Grinda- víkur árið 1935 sem síð- ar varð Ungmennafélag Grindavíkur, sat í hreppsnefnd Keflavíkur og síðar fyrstu bæjar- stjórn bæjarins frá 1946-1954 og starfaði í ýmsum nefndum á vegum hans. Af félags- störfum má nefna að Jón gegndi formennsku í Tafl- og skákfélagi Keflavíkur, Málfunda- félaginu Faxa og Stétt- arfélagi stöðvarstjóra sem síðar varð deild í Félagi íslenskra síma- manna, Landeigendafélagi Grinda- víkur og var einnig forseti Rotary- klúbbs Keflavíkur. Jón varð heiðursfélagi Krabba- meinsfélagsins 1983 og Málfundar- félagsins Faxa 1987, var sæmdur gullmerki Góðtemplarareglunnar og Paul Harris orðu Rotaryhreyfingar- innar 1989 og riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu 1990. Jón kvæntist Ragnheiði Þ.K. Ei- ríksdóttur árið 1948, og áttu þau fjögur börn sem öll eru á lifi. Jón átti einn son fyrir hjónaband og einn stjúpson. Mýrafell upp á yfirborðið Tálknafirði. Morgunblaðið. BJÖRGUNARAÐGERÐIR við Mýra- fell ÍS 123 báru árangur á fímmta tímanum sl. laugardag, en þá hafði tekist að dæla nægu lofti í lestar báts- ins, til þess að hann flyti upp. Kom hann rólega upp á yfirborðið, og náð- ist að rétta hann við með aðstoð ann- ars krana. Það tók svo allan laugar- daginn að dæla úr bátnum, og rétta hann við, og á laugardagskvöldið var því verki lokið. Nú liggur báturinn við bryggju á Bíldudal og sjást lítil merki þess að hann hafí legið á hafsbotni. Eitt kýr- auga er brotið og lítill stubbur af mastri hans hefur brotnað af. Unnið er nú að því að yfirfara vélar og ann- að og kanna skemmdir á tækjum. Eldrí skátar og foreldrar skáta: b á Landsmóti skáta Nú er tilvalið að heimsœkja Landsmótið 21. -28. júlí að Úlfljótsvatni oggista íeigin tjaldi eða tjaldvagni íjjölskyldubúðum eina nótt eða fleiri. Heimsœkið skátana, sjáið líflegt skátastarfl hittið gamla félaga. Góð aðstaða og þjónusta við tjaldgesti. Verslun á staðnum. Ótrúlega flölbreytt dagskrá í boðifyríryngri gesti sem eldri. Leikir - Bamagæsla - Gönguferðir - Varðeldar - Dagskrá með skátum. Mœtið bara beint á staðinn, hittumst á Úlfljótsvatnif Hittumst á Landsmótinu! Landsmót skáta Undirbúningsnejhd. Sími 562 1390. Svefhpokinn, sem skilur á milli hitaogkulda, þægindaogóþæginda W Snorrabraut 60. Sími 561 2045 Vandaður ferðabúnaður fæst í Skátabúðinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.