Morgunblaðið - 16.07.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.07.1996, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDÁGUR 16. JÚLÍ1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ1996 25 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. METN AÐARFULLT STÓRVIRKI FRÆNDUR okkar Danir, sýndu mikinn stórhug, þegar þeir ákváðu fyrir fjórum árum að standa straum af kostnaði við gerð fornmálsorðabókarinnar „Ordbog over det norröne prosasprog“. Hér er um afar metnaðarfullt verk að ræða, enda mun taka um þijátíu ár að ljúka því. Fyrsta bindi verksins er nýútkomið og ráðgert er að ell- efta og síðasta bindið komi út árið 2025. Upphaf verksins má rekja til ársins 1939 þegar Stefán Einarsson prófessor í Bandaríkjunum hóf að skrá upplýs- ingar og safna orðaseðlum, sem nú eru orðnir um ein milljón talsins, eins og fram kom í Morgunblaðinu sl. laug- ardag. Síðan hafa fjölmargir fræðimenn lagt hönd á plóg- inn. Fimm ritstjórar eru nú við fornmálsorðabókina, fjórir Danir og einn íslendingur og aðrir starfsmenn eru sex fyrir utan ritara. Verði verkinu lokið, samkvæmt áætlun, árið 2025 hefur vinna við það staðið í átta og hálfan áratug. Helle Degnbol, einn ritstjóri fornmálsorðabókarinnar lýsti því í samtali við Morgunblaðið, hvernig danska ríkið stóð að ákvarðanatöku um fjármögnun verksins. Skipuð var nefnd fimm sérfræðinga í orðabókagerð og á norræn- um sviðum, sem mátu fylgirit fornmálsorðabókarinnar sem kom út árið 1989. Fylgiritið inniheldur skrár yfir útgáfur og handrit textanna sem orðabókin nær yfir. Danska rík- ið ákvað síðan á grundvelli hins jákvæða mats sérfræðing- anna, að standa straum af kostnaði þessa metnaðarfulla stórvirkis. Slík vinnubrögð eru til fyrirmyndar. Fjárhagslegur ávinningur af útgáfu sem þessari er ekki markmiðið. Menningarlegur ávinningur er á hinn bóginn ómetanlegur. Það verða ekki einvörðungu norrænufræð- ingar sem munu hafa hag af verkinu, heldur einnig þeir sem fást við mannfræði, sögu, fornleifafræði, þjóðhátta- fræði og málvísindi, hvort sem um ræðir nemendur eða fræðimenn. Fornmálsorðabókin verður komandi kynslóð- um dýrmæt vegna þess að hún auðveldar þeim aðgang að sögu okkar og menningu og eykur með þeim skilning á sögu íslenskrar tungu og þróun hennar. Því verður þetta lofsverða framtak Dana seint fullþakkað. VAXTADÆMISAGA HÖFUÐSTÓLL spariskírteina ríkissjóðs, útgefinna árið 1986, var þrír milljarðar króna. Með verðbótum fram að innlausn, árið 1996, verður höfuðstóllinn 7,5 milljarðar króna. Þar á ofan bættast síðan 9,8 milljarðar í vexti. Ríkissjóði bar því að greiða, þegar allt var talið, 17,3 milljarða króna. En ekki er sagan öll sögð enn. Með því að innkalla þessi spariskírteini nú, eins og gert var, og endurfjármagna með útgáfu nýrra skírteina, 5,2% til 5,4% raunávöxtun, sparar ríkissjóður 2 milljarða í vaxtagreiðsl- um á næstu tveimur árum. Þessi „dæmisaga“ segir flest sem segja þarf um verð- bólgu- og vaxtaþróun hér á landi á þessu árabili; vaxta- stig, sem kom fyrirtækjum og einstaklingum illa og hægði bæði á framkvæmdum og hjólum atvinnulífsins; vaxtatig, sem hallarekstur og skuldsetning ríkisins átti stóran þátt í að halda háu. Síðan er að draga rétta lærdóma af reynsl- unni. SÚTAÐ FISKROÐ SJÁVARLEÐUR heitir fyrirtæki norður á Sauðárkróki sem safnar fiskroði frá fiskvinnslufyrirtækjum vítt og breitt um landið og sútar, en sútað fiskroð má nýta í flesta hluti sem leður er notað í, töskur, buddur, veski o.s.frv. Sala skiptist nokkuð jafnt milli innanlandsmarkað- ar og útflutnings. Að baki liggur sex ára þróun á leðri úr fiskroði hjá Sútunarverksmiðju Loðskinns hf. á Sauðárkróki. Einnig mikil vinna við markaðssetningu erlendis. Framleiðsla á vöru úr fiskroði er vistvæn framleiðsla. Nýtt er aukaafurð úr annarri framleiðslu, sem ella færi fyrir lítið. Þetta fram- tak Sauðkrækinga er lofsvert dæmi um nýja sókn íslenzks iðnaðar, sem sagt hefur myndarlega til sín síðustu miss- eri og ár. Brautryðjendarannsóknir í jarðvísindum Eldhjarta Islands krufið Jarðskjálftamælingar Miðdalurfj m Hnjót Brekka □ □ Klúka Blöndulón □ ^Akureyri Asbrandsstaðir □ Borg á Mýrum □ rl Á*A , □ Svartárkot nAskja □ Birkihlíð Nýidalur^ Reykjavík q Ljótipollur □ □ Kálfafell □ 4 Hoffell □ Breiðbandsskjálftamælar A Hátíðni mælar 'fc Skot KORTIÐ sýnir hvar skjálftamælum var komið fyrir, annars vegar í skjálftaneti en hins vegar í línu þvert yfir landið. Síðustu þrjú ár hefur dr. Ingi Þ. Bjamason jarðeðlisfræð- ingur stýrt flölþjóðlegum rannsóknum sem miða að því að kortleggja jarðfræðilega uppsprettu heita reitsins íslands. Þórmundur Jónatansson komst að því að rannsóknunum er ætlað að auka skilning á myndun jarðskorpunnar, skilja hvar kvika myndast og hvemig hún ferðast frá myndunarstað. Langtímamarkmiðið er að geta sagt fyrir eldgos með allt að áratuga fyrirvara. Efri möttull Neðri möttull Ytri kjarni Innri kjarni —Jarðskorpan skiptist í megin- landsskorpu og úthafsskorpu ÞVERSKURÐUR af jarðkúlunni. IKVÆÐI Einars Benediktssonar, Sóley, er yrkisefnið undur og náttúra íslands. Þar kallar Ein- ar heita uppsprettu landsins undir jarðskorpunni í iðrum jarðar „eldhjarta“ sem „slær í fannhvítum barmi“. Á Raunvísindastofnun er um þessar mundir verið að kryfja eld- hjartað í fjölþjóðlegu rannsóknarverk- efni sem nefnist fsbráð, leitin að jarð- fræðilegri uppsprettu ísiands. Tak- mark þess er að skyggnast inn fyrir hina þunnu skurn, jarðskorpuna, kanna djúpa undirstöðu landsins og kortleggja jarðfræðilega uppsprettu heita reitsins íslands. Dr. Ingi Þ. Bjamason sem stýrt hefur rannsóknunum síðustu þijú ár segir að um brautryðjendarannsóknir sé að ræða á sviði jarðvísinda. Rann- sóknunum er ætlað að auka skilning á myndun jarðskorpunnar og gera nákvæmari kort en til eru af hinu jarð- fræðilega fyrirbrigði heitum reit. Þannig er reynt að átta sig á því hvar kvika myndast í möttlinum og skilja hvernig hún ferðast frá myndunarstað og upp í jarðskorpuna. Langtímamarkmiðið er að geta fylgst með ferðalagi kvikunnar neðanjarðar þannig að mögulegt reynist að finna svokallaða kvikup- ——— úlsa og spá um eldgos. Hefur hlotið veglega styrki Verkefnið hefur hlotið veglega styrki frá Bandaríkjunum, samtals að upphæð 25 milljónir króna. Banda- ríski vísindasjóðurinn styrkti verkefn- ið um 17 millj. kr. og Carnegie-stofn- unin í Washington um 8 millj. kr. Mikilvægt fyr ir jarðhita- rannsóknir Ingi segir að styrkirnir teljist stórir, jafnvel á bandarískan mælikvarða. „Verkefnið er að sama skapi um- fangsmikið," segir hann. „Við höfum smám saman sett upp fimmtán háþró- aða skjálftamæla um allt land sem geta numið jarðskjálfta alls staðar í heiminum.“ Ingi segir að andvirði styrkjanna hafi einnig verið notað til að setja upp 14 mæla sem mynda línu þvert yfir landið. Þar af voru sex mælar á Vatnajökli en þeim var ætlað að mæla íslenska skjálfta og auka skiln- ing á jarðfræðilegri miðju landsins á skjálftasvæðinu undir Vatnajökli. Verkefnið er eitt hið stærsta sem unnið er á Raunvísindastofnun um þessar mundir en auk bandarísku stofnananna eru samstarfsaðilar m.a. Orkustofnun, Veðurstofan og Cam- bridge-háskóli. Eðli heitra reita rannsakað Heitur reitur er landsvæði sem ein- kennist af mikilli eldvirkni og jarðhita og stendur hátt. ísland er einn af --------- stærstu heitu reitum jarðar og gnæfir 4 km yfir úthafs- botn. „Margt er óþekkt um eðli heitra reita en ljóst er að þeir eiga rætur að rekja ““til aukins hita á afmörkuð- um svæðum inni í jörðinni,“ segir Ingi. „Á hinn bóginn hefur ekkert verið sannað um uppruna hitans en líklegt er talið að hann stafi af upp- streymi heits efnis I möttlinum, svo- kallaðs möttulsstróks." Möttullinn er þykkasta lagið í jörð- inni. Hann er í föstu formi en seig- fljótandi og liggur milli jarðskorpunn- ar sem er 5-70 km þykk og kjarnans sem er á 2900 km dýpi. Ingi segir að ýmis rök hnígi að því að á 100-300 km dýpi sé hitinn það hár að hluti hans bráðni. „Þessi bráð er efniviður í jarðskorpuna sem hefur öðruvísi efnafræðilega. eiginleika en möttul- efni, er léttara og flýtur upp og mynd- ar loks jarðskorpuna í eldgosum ofan- jarðar en einnig í innskotum sem ekki náðu yfirborðinu," segir hann. Möttull líkur rökum svampi Ingi segir takmark sitt vera að fá aukinn skilning á kvikukerfinu. „Við viljum finna bræðslusvæðið og reyna átta okkur á uppruna möttulstrókanna og ferðalagi kvikunnar. Eitt af verk- efnum okkar er að athuga hvort kvik- an ferðast í svokölluðum kvikupúlsum. Möttullinn er ekki mjög bráðinn en honum má líkja við rakan svamp. Af þeim sökum getur verið að kvikan þurfi að safnast saman áður en hún biýtur sér leið upp í jarðskorpuna. Ef svo er ætlum við að fylgjast með þeim hreyfingum," segir hann. Heitur reitur eins og laufkróna ísland er kjörinn staður til að rann- saka eðli heitra reita. Landið er stórt og auðvelt er að koma mælum fyrir til að mæla jarðskjálfta frá ólíkum stöðum. Azor-eyjar í Atlantshafi og Hawaii-eyjar í Kyrrahafi eru einnig heitir reitir en minni möguleikar eru á mælingum þar vegna lítils flat- armáls. Tilgangurinn með því að dreifa mælum um landið er að fá myndir af heita reitnum frá óiíkum sjónar- hornum. „Heitur reitur er í rauninni eins og tré,“ útskýrir Ingi. „Hann er með stofn djúpt í möttlinum en hann virðist greinast upp eftir því sem ofar dregur, eins og laufkróna. Kvikan skýst þannig upp í greinarnar og inn í gosbelti. Ef við ímyndum okkur að við séum að skoða tré er ljóst að ekki er vænlegt til árangurs að standa eingöngu beint fyrir ofan krónuna. Með því móti getum við ekki séð stofninn og þess vegna er nauðsyn- legt að skoða fyrirbærið bæði ofanfrá og frá hliðum." Hiti og hraði markar landslag Til að „reikna út“ landslag heita reitsins eru jarðskjálftar mældir, m.ö.o. nema skjálftamælarnir fimmt- án þrenns konar jarðskjálftabylgjur, P-, S- og yfirborðsbylgjur, sem mynd- ast við jarðskjálfta. Ef jarðskjálfti verður í Nýja-Sjálandi er ferðatími bylgnanna til Islands mældur og nið- urstöður hvers mælis fyrir sig síðan bornar saman. Tímamismunurinn milli mælistöðva er svo notaður til að gera mynd af heita reitnum. „Við þessar mælingar ------------ eru notaðar svipaðar reikn- iaðferðir og við segulóm- mælingar þar sem fengnar eru þrívíðar myndir af mannskepnunni. Við mæl- um ferðatíma bylgnanna sem við umreiknum í hraða efnisins. Við at- hugum einnig deyfingu bylgnanna líkt og gert er í sneiðmyndatækni. Deyfing bylgnanna er skráð og varp- að á deyfimynd sem tengist hita efnis- ins. Hraði og hiti efnisins eru því lykil- þættir í því að marka landslag heita reitsins." Breiðbandsskjálftamælarnir fimmtán sem Ingi hefur komið upp á rannsóknartímabilinu eru ólíkt með- færilegri og tæknilegri en gamlir mælar með svipað hlutverk og breitt tíðnisvið. Áður fyrr þurfti að byggja sérhæfðar skjálftastöðvar um mæl- ana en nú er þeim komið fyrir á bóndabæjum eða grafnir niður í jörð- ina á klöpp eða í ísbreiðu á jökli. Eins og að fylgjast með fóstri Til lengri tíma litið er einn af meg- inávinningum rannsóknanna von um að hægt verði að segja fyrir elds- umbrot með góðum fyrirvara. Ingi kveðst ekki geta talið víst að hægt verði að gera nægilega nákvæmt kort af heita reitnum í þessari atrennu til þess að þetta verði gert mögulegt. „í framtíðinni má hugsanlega líkja aðdraganda eldgosa við það hvernig fylgst er með þroska fósturs með sónarmyndum," segir Ingi. Með því móti kveður hann hægt að segja fyr- ir meiriháttar eldsumbrot með allt að áratuga fyrirvara. Ekki verði þó hægt að benda á eitt eldfjall eða megineld- stöð heldur verði spáð um á hvaða svæði eða í hvaða gosbelti eldsumbrot eru yfirvofandi. Ingi tekur undir athugasemd blaða- manns að varla séu tök á „fóstureyð- ingu“ við þessar aðstæður. Hann minnir á þá óhjákvæmilegu staðreynd að náttúran fari sínu fram og láti ekki að stjórn. Eina sem hægt sé að gera sé að fylgjast með og í besta falli sinna viðvörunarskyldu. Hreyfing á gosbeltum Að sögn Inga hafa rannsóknir á jarðskorpu íslands og djúpri undir- stöðu landsins einnig mikið gildi fyr- ir jarðhitarannsóknir. Til þess að fá fullan skilning á jarðhitasvæðum þurfi að þekkja upptökin. Gott dæmi um rannsóknarefni tengt þessu sé spurningin hvers vegna jarðhiti sé meiri á Vestfjörðum en Austfjörðum. Rannsókn á orsökum þess er nátengd rannsóknum á heita reitnum. „Ástæðan er væntanlega sú að heiti reiturinn var undir Vestfjörðum en hefur ekki ennþá náð til Austljarða," segir Ingi. Til frekari útskýringar segir hann að heiti reiturinn sé alltaf á sínum stað á sama tíma og landrekið færir jarðskorpuna til. ísland er á hægri siglingu til vest-norð-vesturs og þann- ig færast gosbelti og jarðhitasvæði smám saman til austurs. Ingi segir að það geti gerst að gosbeltin færi sig um set til að vera sem næst aðalupp- sprettu sinni í heita reitnum. „Spurn- ingin er síðan hvort við getum fylgst með myndun eldvirks svæðis undir Austíjörðum eins og fóstri. Líta má á Öræfajökul og Snæfeli sem fyrsta spark fóstursins en þau fjöll eru stak- ar megineldstöðvar utan aðalgosbelta. Þetta spark er vísbending um myndun nýs gosbeltis á Austurlandi," segir Ingi en minnir á að myndunartími getur verið þúsundir ef ekki milljónir ára. Ingi segir að kortlagning heita reitsins hafi mjög víð- tæka og almenna þýðingu fyrir jarðvísindin. Með nið- rannsóknanna verði leitað Þrír bændur sáu alfarið um mælingar urstöðum svara við ýmsum álitaefnum um iður jarðar. M.a. sé enn ekki ljóst hvað drífi landrekið áfram, hvort það séu skriðbeltiskraftar í möttlinum eða hvort yfirborðsflekar hreinlega sökkvi ofan í möttulinn af eigin þunga. Við þessu megi hugsanlega fá svör með tíð og tíma. Skj álftamælingar aukabúgrein bænda NOKKRUM skjálftamælum var komið fyrir á haganlegum stöðum á bóndabæjum eða í grennd við þá. Ingi segir að hann hafi farið um allt land til að leita að hag- stæðum stöðum til að staðsetja mælana, sem þurftu helst að vera í góðri ,jarðtengingu“. Samstarf- ið við bændur æxlaðist síðan þann- ig að nokkrir þeirra fóru að taka virkan þátt í skjálftamælingunum. Þrír bændur, á Klúku í Bjarnar- firði, Kálfafelli í Fljótshverfi og á Brekku á Melrakkasléttu, tóku að sér að sinna mælunum og skrá niðurstöður mælinga. 1 mælunum er háþróaður tölvubúnaður en enginn bændanna hafði sérstaka tölvuþekkingu en þeim mun meiri áhuga á þeim rannsóknum sem Ingi stóð að. Bændurnir gáfu sér tíma til að setjast á skólabekk og voru kynnt á stuttu námskeiði grundvallaratriði tölvunarfræða vegna verkefnisins. Aðrir bændur höfðu heldur minni skyldum að gegna en sjálfur sá Ingi um tækni- legan rekstur mælanna ásamt tæknimönnunum Hauki Brynjólfs- syni, Raunvísindastofnun, og Randy Kuehnel, Carnegie-stofn- un. „Samstarfið við bændurna hef- ur verið eitt af skemmtilegri þátt- um þessa verkefnis," segir Ingi. „Það hefur verið einstakt tæki- færi að fá að kynnast bændum með þessum hætti, en segja má að ég hafi verið í þeirri aðstöðu um tíma að eiga erindi á hvern bæ til að spyrja um góða klöpp fyrir mæli.“ SKJÁLFTASTÖÐIN á Kálfafelli í gömlu torfhlöðnu fjósi. Lárus Helgason bóndi (t.v.) á tölvunámskeiði hjá Inga Þ. Bjarnason jarð- eðlisfræðingi'í gamla fjósinu. 4- Fyrsta nýsmíðaverkefnið í skipasmíðastöð hér í langan tíma Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson SMÍÐI rækjubátsins Sandvíkur miðar ágætlega og er farin að koma mynd á bátinn. Sigurður Jónsson er í forgrunni. Tölvustýrð skurðar- vél notuð við smíðina TÖLVUSTÝRÐA skurðarvélin sem fyrirtækið hefur fest kaup á. Skipasmíðastöðin hf. á Isafirði hefur tekið í notkun tölvustýrðan stjórnbúnað á stálskurð- arvél. Er tækið m.a. not- að við smíði rækjubáts, en það er fyrsta nýsmíða- verkefnið hjá íslenskri skipasmíðastöð um margra ára skeið. SKIPASMÍÐASTÖÐIN hf. er að smíða fjórtán og hálfs metra langan rækjubát, Sandvík, fyrir Tind ehf. á Sauðárkróki. Smíðin er komin nokkuð áleiðis og verður báturinn afhentur í haust. Það þykja nokkur tíðindi þegar ráðist er í nýsmíði fiskiskips hér innanlands, því það hefur ekki gerst árum saman. Úreldingarreglurnar hamla endurnýjun Sigurður Jónsson, framkvæmda- stjóri Skipasmíðastöðvarinnar hf., segir að þessi smíðasamningur sé afrakstur margra ára undirbúnings. Mikil þörf sé á endurnýjun bátaflot- ans og myndi þessi stærð henta mörgum. Vegna þess hvað réttur til úreldingar er orðinn dýr var lögð á það áhersla að hanna bát ná- kvæmlega samkvæmt óskum út- gerðarinnar og niðurstaðan varð 14,5 metra langur bátur. „Ég er sannfærður um að stærri bátur geti í mörgum tilfellum verið eðli- legra tæki miðað við kröfur nútím- ans, en þegar það munar mörgum milljónum kr. á verði fyrir úrelding- arrétt er eðlilegt að menn reyni að minnka rúmmetrafjöldann. Með því er hins vegar verið að klípa af vinnuaðstöðu og aðstöðu fyrir sjó- menn,“ segir Sigurður. Fram hefur komið hjá Sigurði að reglur um úreldingu fiskiskipa hamli endurnýjun bátaflotans. Nefnir hann sem dæmi að á ísafjarð- ardjúpi sé enn gerður út rækjubátur frá árinu 1931 og tveir frá 1938. Vegna úreldingarreglnanna séu gömlu bátarnir sífellt að hækka í verði og séu nú lítið ódýrari en nýir. Nýsmíðin þurfi hins vegar að greiða úreldingartollinn og það skekki dæmið. Nýir bátar þurfa að vera dýpri og breiðari en þeir sem leystir eru af hólmi, til þess að uppfylla kröfur um stöðugleika og að hægt sé að koma körum fyrir í lest. Rúmmetra- viðmiðunin er því ekki raunhæf að hans mati. Þó ætlunin sé að sækja sama kvóta á nýja bátnum og lítill munur sé á smíðaverði 14 og 17 metra báta segir hann að útgerðar- menn reyni að halda rúmmetrafjöld- anum í lágmarki til þess að minnka aukakostnað við úreldingarrétt. Ný tækni sparar vinnu Sigurður er bjartsýnn á að fleiri bátar svipaðir Sandvík verði byggð- ir á næstu árum. „Við íslendingar erum vanir að taka svona endurnýj- un í bylgjum og þá ræður skipa- smíðaiðnaðurinn ekki við þær. Það hefur verið að byggjast upp mikill þrýstingur en ég er að vona að endurnýjunin dreifist að þessu sinni yfir lengri tíma,“ segir Sigurður. Við smíði þessa báts er Skipa- smíðastöðin að innleiða ný vinnu- brögð. Sett hefur verið tölvustýring á skurðarvél og er stálið nú skorið eftir tölvuteikningum. Hingað til hefur þurft að stækka teikningarn- ar upp í fulla stærð áður en hægt er að skera eftir þeim. Sigurður segir að þessi tækni spari mikinn tíma. „Islenskar skipasmíðastöðvar eru orðnar nokkuð á eftir keppi- nautum sínum í stálsmíðinni en þær hafa verið vel samkeppnisfærir við niðursetningu tækja og vélbúnaðar. Þetta er liður í því að reyna að halda i stálsmíðina," segir Sigurð- ur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.