Morgunblaðið - 16.07.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.07.1996, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERIIMU ERLEIMT Morgunblaðið/HG LANDAÐ úr Þórði Jónassyni á Seyðisfirði. Um 150.000 tonn af loðnu á land LOÐNUVEIÐIN eru nú orðinn ná- lægt 150.000 tonnum frá því veiðar hófust þann 1. júlí, eða nálægt 10.000 tonnum á dag að jafnaði. Veiðar hafa gengið vel allt þar til síðustu nótt, er kaldi byrjaði að gera skipunum erfitt fyrir og einnig stóð loðnan djúpt. Enn er þörf á því að halda aftur af skipunum við veið- amar. Þórður Jónsson, rekstrarstjóri hjá SR-Mjöli, segir að enn sé mikil áta í loðnunni, en sæmilega vel gangi að vinna hana sé hún sæmilega ný. „Það er svona smá munur á þessu eftir því hvort hún er drepin fyrir eða eftir mat,“ segir Þórður. Loðnan er enn stór og falleg, þó dæmi hafi verið um að smærri loðna slæddist með fyrir nokkrum dögum. Þórður segir að vertíðin fari af stað með svipuðum hætti og 1993, nema að nú séu miklu fleiri skip við veiðarn- ar. Aflinn í heildina er að nálgast 150.000 tonn. Um 20.000 tonnum hefur verið landað hjá SR-mjöli í Siglufírði, um 11.500 tonnum á Raufarhöfn, um 15.000 á Seyðis- firði og 8.000 á Reyðarfirði, en SR-Mjöl er með verksmiðjur á öllum þessum stöðum. Um helgina hafði rúmlega 14.000 tonnum verið land- að á Eskifírði, um 9.000 í Neskaup- stað, tæplega 10.000 tonnum á Fáskrúðsfirði, 7.000 tonnum á Höfn og 12.000 tonnum í Vestmannaeyj- um. Bilanir og gallar í Hafnfirðingi HF Reynt að fá kaupsamningi rift SJÓFROST ehf., sem keypti frysti- togarann Hafnfirðing HF frá Kanada nú vor, reynir nú að fá kaupunum rift vegna galla í skipinu og vanefnda seljanda. Guðbjartur Gissurarson, stjóm- arformaður Sjófrosts ehf., segir að komið hafi í ljós gallar í olíutönkum skipsins, ásamt öðrum bilunum þeg- ar verið var að gera skipið klárt til veiða og orðið þess valdandi að skipið hefur ekki enn komist til veiðanna. Útgerðin hafí því orðið fyrir verulegu íjárhagslegu tjóni. „Það eina sem að við teljum okkur geta gert í stöðunni er að reyna að fá sölusamningnum rift á þeirri forsendu að seljandi hafí vanefnt sínar skuldbindingar. Það er verið að kanna hugsanlegar leiðir í þeim málum," segir Guðbjartur. Hann segir að þegar skipið kom til landsins hafi verið ráðin á það 30 manna áhöfn en henni hafi nú þegar verið sagt upp og öll vinna í skipinu stöðvuð. Hann segir enga leið að segja til um hvenær þessi mál skýrist. Lítið er vitað um veiðar á Hryggnum LÍTIÐ sem ekkert eftirlit er haft með skipum sem nú eru að veiðum á Reykjaneshrygg. íslensk skip hættu veiðum þar snemma í júní en aðrar þjóðir hafa haldið veiðun- um áfrant. Samkvæmt samningum Fisk- veiðinefndar norðaustur Atlants- hafsins, NEAFC, ber löndum að fylgjast með afla skípa sinna og tilkynna hann til nefndarinnar mán- aðarlega. Samkvæmt upplýsingum frá sjávarútvegsráðuneytinu hefur það ekki gengið eftir og í raun ekkert vitað um veiðar skipanna þar nú. Aðeins séu komnar heildar- tölur frá Islandi en einhveijar tölur hafí borist frá öðrum löndum en þær séu alls ekki fullnægjandi. Því hefur verið komið á framfæri við nefndina að reka á eftir yfirliti yfir veiðina frá hlutaðeigandi löndum. Ekkert eftirlit er með skipunum á Reykjaneshrygg af hálfu Land- helgisgæslunnar og því er ekki vitað hvað mörg skip eru nú þar að veið- um né hver aflabrögð þeirra eru. Hjá Gæslunni fengust þær upplýs- ingar að ekki hafi verið varðskip á þessum slóðum lengi enda væru engin skip nú að veiðum nálægt íslensku landhelginni heldur mun vestar og nær þeirri grænlensku en áður. Tvíhliða samningar Sviss og Evrópusambandsins Stefnt að samkomu- lagi innan skamms SVISSLENDINGAR segjast hafa teygt sig svo langt í viðræðum við ESB að það muni valda erfiðleikum heima fyrir. Frjálsari innflutningur Iandbúnaðarafurða er til að mynda viðkvæmt mál. UTANRÍKISRÁÐHERRAR Evr- ópusambandsins fólu samninga- mönnum framkvæmdastjórnarinn- ar í gær að ljúka viðræðum við Sviss um gerð tvíhliða viðskipta- samnings, sem nú hafa staðið á þriðja ár, „eins fljótt og auðið er“. Svisslendingar hafa að undanförnu hótað að slíta viðræðunum, komi ESB ekki til móts við þá. Reyna að ná því sem tapaðist er EES-samningurinn féll Svisslendingar höfnuðu samn- ingnum um Evrópskt efnahags- svæði í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1992. í tvíhliða viðræðunum vilja Svisslendingar ná fram einhverju af þeim markaðsaðgangi, sem fólst í EES-samningnum. Á móti hefur ESB gert kröfur, sem Svisslending- um þykja óaðgengilegar. í samningaviðræðunum hefur verið fjallað um sjö svið: • Fijáls flutningur vinnuafls: Evr- ópusambandið hefur krafizt þess að kvóti á fjölda ESB-borgara, sem fá að vinna í Sviss, verði afnuminn. Svisslendingar benda hins vegar á að nú þegar sé sjöundi hver íbúi landsins útlendingur (827.000 borgarar ESB- og EFTA-ríkja starfa þar) og íjöldi erlendra borg- ara sé viðkvæmt mál meðal inn- fæddra. Svissnesk stjómvöld vilja því halda kvótanum, sem eins konar baktryggingu, en bjóðast til að hækka hann svo mikið að hann verði í raun aldrei fylltur miðað við núverandi ásókn ESB-borgara í störf í Sviss. Svisslendingar benda á að nú þegar sé sjöundi hver íbúi landsins útlendingur. Sviss hefur boðið að farið verði með ESB-borg- ara eins og svissneska ríkisborgara og að þeim verði ekki mismunað á vinnumarkaði. Þeir megi ferðast til og frá landinu eins og þeim sýnist og jafnvel setjast þar í helgan stein. Á móti þessum tilslökunum vill Sviss aukin réttindi eigin borgara á vinnumarkaði í ESB. Fram- kvæmdastjómin hefur ekki viljað fallast á þetta og heldur kröfunni um afnám kvótans til streitu. • Landflutningar: Reglur Sviss- lendinga um hámarksþyngd vöru- bfla, sem aka um svissneska vegi, em ennþá stærsta hindrunin í vegi samkomulags í viðræðunum. Þyngdarmörkin eru nú 28 tonn, en ESB vill að þau verði hækkuð í 40 tonn. Svissneska stjómin hefur boð- izt til að hækka mörkin í áföngum; I 34 tonn tveimur árum eftir að tvíhliða samningur yrði undirritaður og í 40 tonn fyrir árið 2005. Sviss- lendingar benda á að vörubílarnir hafí skaðleg áhrif á umhverfið og vilja, um leið og þyngdarmörkin yrðu hækkuð, leggja skatt á vöra- bíla - jafnt svissneska sem bfla frá ESB-ríkjum - til að greiða fyrir aukið viðhald vega og þann um- hverfísskaða, sem fleiri og þyngri bílar munu valda. Stjómin í Bern segir að skatturinn yrði að vera nægilega hár til að hvetja fyrirtæki til að flytja vörar sínar fremur með j ámbrautarlestum. ESB hefur fallizt á að þyngdar- mörk verði stighækkuð og að skatt- ur verði lagður á vörabíla. Hins vegar vilja aðildarríkin að mörkin verði hækkuð hraðar en Sviss legg- ur til og að skatturinn miðist aðeins við kostnað vegna viðhalds, en ekki óútreiknanlegar stærðir eins og umhverfis- og heilbrigðiskostnað. Þá vilja þau ESB-ríki, sem liggja að Sviss, að tryggt verði að umferð vörabíla verði ekki beint frá Sviss og inn fyrir þeirra landamæri. • Flugumferð: Sviss gerir kröfu um að svissnesk flugfélög fái að fljúga til tveggja flugvalla innan ESB í sama flugi, fljúga t.d. frá Genf til London og þaðan til Dubl- in. Á móti fengju flugfélög ESB- ríkja sams konar réttindi í Sviss. Flugfélög aðildarríkja ESB óttast hins vegar mjög samkeppni á flug- leiðum innan ESB frá Swissair, sem er eitt af aðeins fimm stórum flug- félögum í Evrópu, sem rekin eru með hagnaði. • Opinber útboð: Báðir aðilar eru reiðubúnir að hleypa verktakafyr- irtækjum hins að verkefnum á veg- um hins opinbera. Sumar svissnesk- ar kantónur, sem hafa opinber út- boð á hendi, hafa nú þegar gert gagnkvæma samninga við ESB-riki eða héruð innan þeirra. Samkomu- lagsdrög liggja fyrir, sem fela í sér að kantónurnar myndu setja á fót sameiginlega stofnun sem hefði umsjón með opinberum útboðum. Svisslendingar gera kröfur um að fyrirtæki frá ESB fari að reglum, sem gilda á svissneskum vinnu- markaði, og er það mál enn óleyst. • Landbúnaðarvörur: Svisslend- ingar hafa samþykkt að opna land sitt í auknum mæli fyrir landbún- aðarvörum frá ESB gegn því að fá sjálfír betri aðgang að Evrópumark- aðnum. í síðasta mánuði samþykktu kjósendur í Sviss að greiða mætti bændum beina styrki í stað þess að veita þeim verðtryggingu. Með þessu er talið að lækka megi verð landbúnaðarvara í landinu og færa það nær verðlagi í ríkjum ESB. Svisslendingar veija fjallalandbún- að sinn fyrir erlendri samkeppni, en rekstrarumhverfi landbúnaðar á láglendi hefur í auknum mæli verið aðlagað því, sem gerist í ESB. • Tæknilegar viðskiptahindranir: Viðræður um samræmingu reglu- gerða um neyzluvörur og iðnaðar- vörar eru á lokastigi. Genf. Reuter. RÍKISSTJÓRN Bandarikjanna til- kynnti í gær óvænt að hún hefði ákveðið að aflétta refsitollum á mat- og drykkjarvöru frá Evrópu, sem lagðir voru á fyrir níu árum til að svara banni Evrópusambandsins á innflutning nautakjöts með hormón- um. Booth Gardner, sendiherra Banda- ríkjanna hjá Heimsviðskiptastofnun- inni (WTO) í Genf, sagði að Banda- ríkin „þyrftu ekki lengur á tollunum að halda“ vegna þess að ákveðið hefði verið að setja á stofn úrskurðar- nefnd til að fjalla um kæru Banda- ríkjanna vegna kjötinnflutnings- • Samstarf í rannsóknum: Sam- komulag er um að tvíhliða samning- ur Sviss og ESB feli í sér að Sviss- lendingar fái aftur aðgang að rann- sóknaáætlunum ESB eins og hin EFTA-ríkin. Þessi réttur var tekinn af Svisslendingum eftir að þeir felldu EES-samninginn. Óánægja heima fyrir Mestur ágreiningur virðist vera um fijálsa fólksflutninga og um yörubílaumferð um svissneska vegi. I síðustu viku sögðu svissnesk stjórnvöld að samningaviðræðurnar væru nú á því stigi að ESB yrði að hrökkva eða stökkva. Sviss hefði teygt sig ótrúlega langt í öllum málum til þess að ná mætti sam- komulagi og nú væri kominn tími til að jákvæður tónn heyrðist hjá ESB. Alexis Lauterberg, aðalsamn- ingamaður Sviss, sagði í samtali við European Voice að embættis- menn ESB yrðu að skilja að tilslak- anir Sviss fælu ekki aðeins í sér tæknilegar breytingar; um væri að ræða breytingar í ýmsum mála- flokkum, sem væru afar viðkvæmir heima fyrir. „Það era vandamál á heimavígstöðvum, en við gerum allt sem við geturn," segir Lautenberg. „Takið það, sem þið getið fengið, í stað þess að stefna öllu í tvísýnu.“ Yfirlýsingin bætir andrúmsloftið Svo virðist sem utanríkisráðherr- ar ESB hafi tekið nokkurt mark á orðsendingum svissneskra stjórn- valda. Að sögn Reuíers-fréttastof- unnar kemur fram í yfírlýsingu ut- anrikisráðherrafundarins, sem haldinn var í Brussel í gær, að mikilsverður árangur hafí náðst í viðræðunum að undanförnu og framkvæmdastjóminni beri að halda dampi í samningaviðræðun- um. Svissneska sambandsstjórnin gaf í gær út yfirlýsingu, þar sem sam- þykkt ESB er fagnað og sagt að hún bæti bæði andrúmsloftið og hraðann í viðræðunum. bannsins. Ástralía, Nýja Sjáland og Kanada styðja kæru Bandaríkjanna. Nefnd WTO um lausn deilumála hefði í gær sett á fót úrskurðamefnd til að fjalla um kæru ESB vegna tolla Bandaríkjamanna, en hún reyn- ist nú óþörf. Talið er líklegt að úrskurðarnefnd í máli Bandaríkjanna og annarra kjötútflutningslanda gegn ESB muni úrskurða kjötinnflutningsbannið ólöglegt samkvæmt GATT-samn- ingnum. Bannið var á sínum tíma ákveðið vegna þrýstings frá neytend- um, en vísindalegur grunnur þess þykir veikur. Aflétta refsitollum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.