Morgunblaðið - 16.07.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.07.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 1996 17 ERLENT Greiddu fyrir „vernd“ FJÖGUR norsk fyrirtæki hafa viðurkennt að þau hafi greitt rússneskuni glæpasamtökum fé fyrir svokallaða vernd, að sögn norsku utanríkismála- stofnunarinnar, NUPI. Þijú fyrirtæki að auki segjast hafa fengið tilboð um slíka vernd. Erfitt reyndist að fá norsk fyrirtæki til að viðurkenna að þau hefðu greitt rússnesku mafíunni fé en þau voru fús- ari að skýra frá mútugreiðsl- um til spilltra embættismanna og starfsmanna rússneskra fyrirtækja. 11 af 28 fyrirtækj- um sem spurð voru sögðust hafa beitt slíkum mútum. Vilja leysa Abiola úr haldi SONUR Mos- hoods Abiola, sem talið er að hafi verið sigurvegari forsetakosn- inga í Nígeríu 1993, er að ljúka samn- ingum við herforingjastjórn landsins um að faðirinn verði leystur úr haldi, að sögn tímarits stjórn- arandstöðumanna. Herforingj- arnir ógiltu kosningarnar áður en talningu lauk og fangelsuðu síðar Abiola. Krefst lífstíð- ardóms yfir Priebke SÆKJANDI í réttarhöldum yfir Erich Priebke, sem er fyrr- verandi liðsmaður SS-sveita Hitlers og sakaður um stríðs- glæpi á Ítalíu, hefur krafist lífstíðardóms. Priebke er 82 ára gamall og framseldu stjórnvöld í Argentinu hann til Ítalíu í fyrra. Dræm hrefnuveiði Norðmanna HREFNUVEIÐUM Norð- manna á þessu ári lauk í gær og tókst ekki að veiða nema 381 dýr en leyfi voru gefin út fyrir 425 dýrum. Slæmu veðri og erfiðu sjólagi er kennt um að veiðarnar gengu ekki betur en raun varð og dugði ekki til að veiðitíminn var lengdur um viku. Hóta Klaus vantrausti FLOKKUR jafnaðarmanna í Tékklandi hótaði í gær að binda enda á stuðning við minnihlutastjóm Vaclavs Klaus en búist er við atkvæða- greiðslu á þingi um traust á stjórnina síðar í mánuðinum. Jafnaðarmenn unnu mjög á í þingkosningunum fyrir skömmu og fengu formanns- stöður í mikilvægum þing- nefndum í staðinn fyrir vænt- anlegan stuðning. Þeir vilja nú einnig fá að kynna sér stefnu stjórnarinnar í smáatr- iðum áður en til atkvæða- greiðslunnar kemur. Abiola Milljónasti Porsche 911 bíllinn FORSÆTISRÁÐHERRA þýska sambandsríkisins Baden-Wiirtt- emberg, Erwin Teufel (t.v.), heils- ar Ferry Porsche (fyrir miðju) þegar milljónasti Porsche-bíllinn af gerðinni 911 var afhentur kaup- anda við hátíðlega athöfn í verk- smiðjum Porsche í Stuttgart. Kaupandinn var þýska lögreglan, dyggur viðskiptavinur fyrirtækis- ins til margra ára. Ferry Porsche er 86 ára og var stjórnaði fyrir- tækinu á sjötta áratugnum, en hann átti frumhugmyndina að 911-bílnum. Ferry er sonur stofn- anda fyrirtækisins, Ferdinands Porsche. 911 gerðin hefur verið fram- leidd í rúm þrjátíu ár. Stjórnar- formaður verksmiðjanna, Wend- elin Wiedeking (til hægri), sagði í gær: „Fólk spyr stundum hvort það sé ráðlegt að halda sig við fimmtíu ára gamla hugmynd [þ.e. sportbíll með loftkælda boxer-vél aftast], en ég spyr hvers vegna við ættum að breyta fullkominni hugmynd að ástæðulausu." Porsc- he 911 kostar frá krónum fimm milljónum og sjö hundruð þúsund. Breska lögreglan finnur sprengjusmiðju í London Sprengjuárás afstýrt á síðustu stundu London, Londonderry. Reuter. BRESKA lögreglan fann sprengju- smiðju í London í fyrrinótt og hand- tók sjö manns sem taldir eru tengj- ast Irska lýðveldishernum (IRA). Lögreglan taldi að hún hefði þann- ig afstýrt nokkrum sprengjutilræð- um í London og nágrenni á síðustu stundu. „Ég tel að við höfum aðeins ver- ið nokkrum klukkustundum frá al- varlegu mannfalli í London og suð- austurhluta landsins," sagði John Grieve, lögreglustjóri í London, og sagði fundinn „mikilvægan sigur í baráttunni gegn hryðjuverkum írska lýðveldishersins". Aðspurður um þjóðerni fanganna sjö sagði hann að nokkrir þeirra væru norð- ur-írskir. íbúar götu í borginni, sem lög- reglan lokaði í áhlaupinu, sögðust hafa heyrt skothvelli. „Ég sá ein- hverja liggja á gangstéttinni og lögreglumenn standa yfir þeim. Lögreglan var hér í alla nótt,“ sagði einn íbúanna. Lögreglan kvaðst hafa fundið sprengiefni og búnað til sprengju- gerðar sem hefði nægt í 36 sprengj- ur. Þetta er í annað sinn sem breska lögreglan finnur sprengjusmiðju í London frá því í febrúar þegar IRA batt enda á 17 mánaða vopnahlé vegna óánægju með afstöðu bresku stjórnarinnar til friðarviðræðna. í febrúar fann lögreglan sprengiefni og búnað til sprengjugerðar í húsi IRA-manns sem beið bana þegar sprengja sem hann bar sprakk í strætisvagni í London. IRA hefur staðið fyrir sjö sprengjutilræðum í Bretlandi frá því í febrúar, meðal annars í versl- unarmiðstöð í Manchester í júní, þar sem um 200 manns særðust. Lögreglumenn sem leita tilræðis- mannanna telja sig nú hafa fundið bíl sem notaður var í tilræðinu. Sprengjutilræði í Enniskillen Ekki kom til átaka á Norður- írlandi í gær eftir nokkurra daga óeirðir í Londonderry, Belfast og fleiri borgum. Martin McGuinness, samningamaður stjórnmálaflokks IRA, kvaðst vona að óeirðunum linnti til að mönnum gæfist tími til að átta sig á „mistökum" bresku stjórnarinnar í friðarumleitunum. 17 manns særðust þegar sprengja sprakk í hóteli í bænum Enniskillen á Norður-írlandi á sunnudag. Lögreglan telur að IRA hafi ekki staðið fyrir tilræðinu, heldur klofningshópur, og þykir það draga úr hættunni á hefnda- raðgerðum af hálfu mótmælenda. Velferð mestí Kanada VELFERÐ er mest í Kanada, samkvæmt niðurstöðum árlegr- ar könnunar á vegum Samein- uðu þjóðanna (SÞ). Næst koma Bandaríkin, Japan, Holland og Noregur. Rússland er í 57. sæti, Kína í 108. og Indland í 135. Afríkuríki sunnan Sahara verma botnsæti listans. Við röðun þjóða eftir velferð er notuð mælistika sem tekur tillit til lífslíkna, menntunar- stigs, rauntekna, heilsufars, stöðu kvenna o.fl. Þegar velferð er metin sérstaklega til að end- urspegla stöðu kvenna kemst Svíþjóð upp í efsta sætið og Kanada lendir í öðru sæti, að því er fram kemur í blaðinu The Globe and Mail. 1 Frá General Electric ÍSSKÁPUR 232 L, h. 135 cm. ÞVOTTAVÉL 1000 SIMÚNINGA ÞURRKARI 5 kg. De Luxe. UPPÞVOTTAyÉL,12 manna, Aquarius De Luxe. 48.500.- Meö barka. Veltir í báöar áttir. Aquarius Ultima De Luxe. Verö kr 32.000. Verö ki 67.700. Söluaðilar um land allt HEKLUHUSINU • LAUGAVEGI 172 • 105 REYKJAVIK • SÍMI 569 5775

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.