Morgunblaðið - 16.07.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.07.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 1996 19 LISTIR •• Sigurður Orlygsson listmálari hefur opnað yfirlitssýningu á verkum sínum í Gerðarsafni SIGURÐUR Örlygsson listmálari sýnir verk sín á yfirlitssýningu í Gerðarsafni, Listasafni Kópavogs, til 12. ágúst. Sýningin er að sögn Sigurðar búin að vera í undirbún- ingi í tvö ár, en hann fagnar 50 ára afmæli sínu í ár auk þess sem 25 ár eru frá fyrstu einkasýningu hans. Sigurður er þekktur fyrir að mála stór málverk og í mörgum þeirra standa höggmyndir út úr þeim. Elstu verkin á sýningunni eru frá árinu 1971, sama ári og Sigurð- ur útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla íslands. Listamaðurinn gekk með blaða- manni Morgunblaðsins um sýning- una og bytjaði í neðsta salnum, sem hýsir elstu verkin. Þau koma líklega mörgum á óvart sem þekkja til verka Sigurðar síðustu 10 árin. Einfaldleikinn ræður öllu og stórir einlitir fletir eru áberandi. „Eg var fyrst um sinn undir amerískum áhrifum og málaði einlit verk og gerði klippimyndir. Ég límdi líka auglýsingar og ýmislegt lauslegt inn í málverkin. Ég var hrifinn af popplistinni, Warhol og Rauchen- berg, á þessum tíma,“ sagði Sigurð- ur. „Ég hef í raun farið öfuga leið á mínum ferli miðað við t.d. impres- sjónísku málarana sem byijuðu á realískum myndum af fólki og fjöll- um og einfökluðu myndmál sitt all- an feriljnn. Ég gerði þetta akkúrat öfugt. Ég fór ekki að taka fígúruna inn í myndir mínar fyrr en árið 1981 og núna er ég mikið að mála andlitsmyndir, landslag og hús. Það var fjærst mér af öllu að mála port- rett hér áður fyrr.“ Honum finnst módernisminn hafa gengið sér til húðar og hlutbundin myndlist gefi meiri möguleika. „í verkum mínum er kannski ekki neitt nýtt í sjálfu sér, en ef unnið er á persónulegan hátt hefur maður eitthvað að segja.“ Getur gert enn stærri verk Nokkrar myndanna á neðstu hæðinni voru á sýningu sem hann hélt með vini sínum, Magnúsi Kjart- anssyni myndlistarmanni, árið 1972, en þeir hafa, að sögn Sigurð- ar, þróast nokkuð samstíga í list- inni. „A samsýningu okkar vorum við í einföldum myndum, nýkomnir frá námi i Kaupmannahöfn, og leigðum okkur vinnustofu saman.“ í þessum fyrri verkum er farið að votta fyrir þeim sérstæðu formum sem hafa verið gegnumgangandi í verkum Sigurðar. Margskonar sér- kennileg tæki, vélarhlutar og kvarnir sem hann ljósritar og límir á strigann og málar yfir. „Þessir hlutir virka oft sem einhverkonar hlutir úr geimnum, gæti verið eins og innrás frá Mars eða þvíumlíkt. Ég hef líka alltaf verið veikur fyrir vélum.“ Gæti verið innrás frá Mars Morgunblaðið/Einar Falur SIGURÐUR Orlygsson listmálari við myndir sem hann hefur málað af börnum sínum. Á ljósmynd- inni virða þau verk föður síns fyrir sér. „KONAN með brauðið" 1996. Fyrirsætan er kona listamannsins. Kleinurnar tákna börn þeirra og hjörtun ástina. „SVARTI Morrisinn" 1996. Foreldrar Sigurðar og æskuheimili í Laugardalnum. - Eru þetta allt myndir úr einka- eign hér á sýningunni? „Nei, ég held að það séu sjö myndir á sýningunni úr einkaeign. Ég á þetta allt sjálfur. Það hefur verið heldur dapur tími fyrir mynd- listarmenn undanfarið með tilliti til sölu á verkum, en ég trúi að það sé að rætast úr því.“ Hann sagði aðspurður að vissulega væri erfitt að geyma eins stórar myndir og hann gerir og heimili hans væri undirlagt. Stærsta verkið á sýning- unni, „Vitund þjóðarinnar“, er 3,40x7,00 metrar á stærð og sagð- ist Sigurður geta gert enn stærri verk á vinnustofu sinni, því veggur- inn sem hann vinnur verk sín á er níu sinnum fjórir metrar að stærð. Hann segir að á einkasýningum hans taki hann alltaf fyrir ákveðin þemu, „þá verður þetta eins og saga, þar sem sömu hlutirnir koma fyrir á fleiri en einni mynd,“ sagði hann og það er augljóst í öðrum salnum á efri hæð þar sem stigi og kvörn koma endurtekið fyrir í mismunandi samhengi. Vísindi og frásagnarheimar birtast í málverk- unum og er fyrirmyndar að þeim oft að leita í æskuárum Sigurðar í Laugardalnum, þar sem hann sökkti sér niður í ævintýri, mynda- blöð og sögur. Tvö ár eru síðan hann fór að mála andlitsmyndir og sagði hann föður sinn sérlega ánægðan með það, enda er hann þekktur andlitsmyndamálari, Örlygur Sigurðsson listmálari. „Þegar ég var yngri horfði ég oft á hann mála uppáklætt fyrirfólk," segir Sigurður. Persónuleg efnistök Mynd af tenórsöngvaranum og hljómsveitarstjóranum Placido Domingo er einnig á neðri hæð. „Nú er hann að hlusta á mig. Ég er búinn að hlusta á hann svo lengi,“ sagði Sigurður og kvaðst vera mik- ill tónlistarunnandi og hlusta bæði á jass og sígilda tónlist á meðan hann vinnur. Hljóðfæri koma ítrek- að fram í myndum hans og endur- spegla þessa ástríðu hans. Hann byijar yfirleitt á því að mála bakgrunninn, sem stundum sýnir íslenskt landslag, jafnvel í stíl við Kjarval, enda segist Sigurður hrífast af honum. Myndir hans bera titla sem hann segist stundum gleyma og þá semur hann bara nýja. Hann vill ekki stjóma því of mikið hvað fólk sér út úr myndunum sín- um, enda sé það svo ólíkt að upplagi. Nýjustu myndir hans eru saman í síðasta salnum sem við komum í. Þar eru efnistök persónulegri og myndir af honum, konu hans, börn- um þeirra sjö og foreldrum Sigurð- ar koma fyrir og tákn eru víða, eins og til dæmis fljúgandi kleinur, sem tákna börn þeirra, og hjörtu sem tákna ástina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.