Morgunblaðið - 16.07.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.07.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ1996 21 SIGURLAUG Jóhannesdóttir: Loftkastalar. Endurgerð glerhús Mínningar um hús GUNILLA Möller: Hús. MYNPLIST G a 11 c rí Sólon í s I a n d u s GLERVERK Sigurlaug Jóhannesdóttir Opið alla daga tii 26. júlí. Aðgangur ókeypis LISTAKONAN Sigurlaug Jó- hannesdóttir, Silla, vann framan af sínum ferli einkum í veflist, og hefur tekið þátt í íj'ölda alþjóðlegra sýn- inga á þeim vettvangi síðustu tvo áratugi. Hin síðari ár hefur hún hins vegar tekið til við efnivið sem hefur til að bera annað eðli og býður aðra kosti, og hér heldur hún áfram á þessum vettvangi í athugunum sín- um á möguleikum glersins. Raunar má líta á þessa sýningu sem beint framhald af sýningu Siliu í Galleríi Úmbru fyrir þremur árum, þar sem hún var að vinna með ná- kvæmlega sama efni og svipaðar úrlausnir. Reglulega skorið gler - örlítið mislitt, þannig að gulir, græn- ir, bláir og rauðir tónar birtast í brotinu - er notað til að skapa spila- borg á einni, tveimur eða þremur hæðum, sem síðan er raðað á eina afar langa glerhillu á aðalvegg sýn- ingarrýmisins. Silla valdi sýningunni í Úmbru Þýskur kvennakór A til Islands KÓR frá söngstofnuninni Sing und Spielkreis Frankfurt mun dveljast hér á landi dagana 16.-22. júlí. í kórnum eru 46 dömur á aldrinum 14-26 ára og stjórnandi hans er Heinz Marx. Er þetta fyrsta heim- sókn kórsins til íslands en hann hefur ferðast víða og unnið til fjölda verðlauna. Fjórír íslenskir dömukórar munu aðstoða kórinn á ferð hans um landið. Félagar úr Kvennkór Reykjavíkur og Kammerkór Grensáskirkju halda tónleika með hinum er- lendu gestum í Seltjarnarnes- kirkju fimmtudaginn 18. júlí kl. 21.00 og á Norðurlandi bíða eftir þeim Stúlknakór Húsavíkur og Kvennakórinn Lissý ásamt stjórnanda þeirra Hólmfríði Benediktsdóttur og mun þýski kórinn koma fram á tónleikum á Húsavík um helgina. fyrir þremur árum yfirskriftina „Skýjaborgir", en hér er hún „Loft- kastalar"; byggingarformin eru hin sömu, fengin úr barnaleikjum spila- borganna. Þrátt fyrir þessa endurgerð og endurtekningu þess sem listakonan hefur í raun sýnt áður er hér einn meginmunur á milli sýninga, en hann felst í rýminu. Gallerí Sólon íslandus býður stóran sal og mikla glugga, og á sólbjörtum degi njóta þessi glerhús sín með afar sterkum hætti; það glitrar á litbönd glersins í sólargeislunum, og ef áhorfandinn gengur meðfram hillunni löngu í hæfilegri fjarlægð verður úr dans- andi línuspil þeirra litbrigða, sem felast í þessari samsetningu. Jafnframt þessum sóldansi verður hrynjandi uppsetningarinnar sterk- ari en fyrr í augum gestsins, sem hafði ef til vill ekki tekið eftir þeim þætti áður, en hún er greinilega unnin markvisst með þetta atriði í huga. Að sama skapi hlýtur heildin þó að verða litlaus og dauf þegar sólar nýtur ekki við, því engin tilbú- in lýsing getur náð að skapa þessa hrynjandi. Þannig leynir þessi endurgerð glerhúsa nokkuð á sér hvað heildina varðar, þó einingar hennar séu kunn- uglegar frá fyrri tíð. Eiríkur Þorláksson Veronique Legros í Gallerí Greip SÝNING á verkum Veronique Legros stendur nú yfir í Gallerí Greip, við Hverfisgötu 82. Verkin eru unnin í tölvu eftir umformuðum snertiprent- unum. Þau eru gerð eftir ljósmyndum af tilbúnu landslagi í iðnaðarum- hverfi í Norður-Frakklandi. Veronique er fædd árið 1969 í Belgíu og hefur stundað nám við myndlistarháskólann í Cergy í Frakklandi (I’école Nationale d’Arts de Cergy). Sýningin er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18. en henni lýkur 29. júlí. Verkin á sýningunni eru til sölu. MYNPLIST M o k k a MÁLVERK Gunnilla Möller. Opið á tíma veitingastofunnar. Til 10. ágúst. Aðgangur ókeypis. EFTIR einhveija athyglisverðustu sýningu, sem haldin hefur verið í Mokka, er ijallaði um dauðann í anda “memento mori“, var ástin ræktuð eins og vera ber og var það sérstæð- ur gjörningur sem stóð yfir í 6 daga. Til meðferðar voru teknar “breyting- ar á vistkerfi og áhrif stigvaxandi munúðar- og dúllerís stemmningar á hug og hjarta einstaklingsins". Lauk svo með lokateiti öllum til heiðurs og unaðar, með ást og hlýju til allra frá rannsókarstofunni Á.S.T. og er von að margar rauðglóandi himinsól- ir hafi verið á lofti daginn þann. Getur verið afbragð að slappa af með slíku flippi og kústa burt ryk- korn úr sinni og á vel við á háls- umri. En nú hefur verið skipt yfir í hefðbundið sýningarform og stendur framkvæmdin yfir í heilan mánuð, sem á einnig vel við almanaksmánuð- inn, enda faglega staðið að málum á þessum stað. Gunilla Möller er sænsk að ætt- erni, en gift inn í utanríkisþjónustuna íslenzku að segja má. Þess vegna hefur hún farið víða og dvalið lang- dvölum í útlandinu, m.a. Kaup- mannahöfn og París. Hún sækir þó ekki efnivið sinn til heimsborgar norðursins né nafla heimsins í listinni í Frans, heldur til húsa, hofa og hörga við Miðjarðar- haf, „minning um ilm af kryddjurt- um, olíu og sólheitri mold“. Ýfirbirtu og flauelsblás nátthimins með blik- andi stjörnum, heitum vindum sem fara blíðlega um líkamann í tíma- lausu flæði. Allt þetta er Gunilla að leitast við að frambera og tákngera í myndum sínum, sem eru einfaldar í byggingu og hógværar í lit. í sam- ræmi við birtuna og húsveggina ber mikið á notkun hvítu tónanna, á stundum full mikið, þegar gera skal áhrifum ljósflæðisins skil. Það vill þá ganga út á formrænan styrk myndheildarinnar. Þrátt fyrir að Gunilla hafi sótt listmenntun sína til Kaupmannahafnar, skynjar maður ákveðna sænska taug í vinnubrögð- unum, sem kristallast í mjúkri artist- ískri kennd og léttri átakalítilli mynd- byggingu. Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu -kjarni málsins! ! BIODROGA | i Lífrænar 1 É Jf jurtasnyrtivörur | ....... '|| Enginaukailmefni. BIODROGA Litasinfón II o r n i ð MÁLVERK Árni Rúnar Sverrisson. Opið frá 14-18 alla daga. Til 17. júlí. Aðgangur ókeypis. DÚKAR Árna Rúnars Sverrisson- ar vilja minna á óheft tónaflæði af- markaðs litaskala, þar sem koma fram ýmsar mjúkar óræðar forma- myndanir, og er þá oftar en ekki sem leikið sé af fingrum fram, frekar en að um hnitmiðaða uppbyggingu forma og litaheilda sé að ræða. Alveg ósjálfrátt minnir litameð- ferðin á Sverri Haraldsson og Guðna Hermannsen, sem báðir voru frá Vestmannaeyjum, jafnvel sem eins konar undirgrein í viðtengingar- hætti, þar sem viðkomandi er að leit- ast við að tákngera eitthvað hugsan- lega mögulegt. Jafnframt er hin formræna útfærsla líkust viðteng- ingu og hliðargrein súrrrealisma, án þess að geta fullkomlega fallið undir stílbrigðin. Frekar einhverja bland- aða útgáfu af óformlegri tjáningu og afmörkuðum hugsýnum og hug- arórum í ætt við súrrealisma. Þannig séð er heiti framkvæmdarinnar „Eyja hugans" trúlega réttnefni, því ger- andinn hefur markað sér afar þröng- an bás. Hafi Árni Rúnar hug á að halda áfram á líkri braut tel ég mikilsvert fyrir hann að rannsaka myndir Yves Tanguy svo og myndir áhangenda hins svonefnda nýja og hreina súr- realisma svo sem Echaurren Matta og Wilfredo Lam, því mér virðist hann að nokkru sækja andlegan skyldleika til þeirra. Allir teljast meistarar hins mjúka forms, en mun- urinn felst í dýpt mótunarinnar og markvissrar meðhöndlunar myndfl- atarins, þar sem málamiðlunum og tilviljunum er hafnað. Bragi Ásgeirsson Pentium 100MHZ S[256kS!| - 100MhZ Intel örgjörvi - Bmb innra minni - 14" lággeisla litaskjár - 1280mb harður diskur . - Plug & Play Bíos - PCI gagnabrautir • Windows 95 lyklaborð - Mús - Cirrus Logic Skjákort 1 mb - 3.5" disklingadrif a(l6! bita’ hljóðköiTl Http://www.mmedia.is/bttolvur Tölvur Grensásvegur 3 - Sími: 5885900-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.