Morgunblaðið - 18.07.1996, Page 10

Morgunblaðið - 18.07.1996, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Aldarafmæli verslunar á Stöðvarfirði Á STÖÐVARFIRÐI verður haldið upp á hundrað ára verslunaraf- mæli um helgina. Afmælishátíð verður dagana 19., 20. og 21. júlí eða frá föstudegi til sunnudags. Á sérstakri hátíðardagskrá á laugardaginn verður útnefndur heiðursborgari og afhjúpaður minnisvarði um Carl Guðmundsson og eiginkonu hans, Petru A. Jóns- dóttur, en Carl var frumkvöðull verslunar á Stöðvarfirði. Minnis- varðann gerði grafíklistamaðurinn Ríkharður Valtingojer sem búsett- ur er á Stöðvarfirði. Þéttbýli í kring um verslunina Carl Guðmundsson fékk fyrst verslunarleyfi árið 1896 og telst fyrsti kaupmaðurinn í Stöðvarfírði. Áður þurftu menn úr sveitinni að sækja verslun í Fáskrúðsfjörð og Djúpavog. Þéttbýli myndaðist í Stöðvarfirði í kringum verslun Carls og fólki fjölgaði. Hann byggði reisulegt hús, sem var lengi stærsta húsið í byggðar- laginu og var það kallað Carlshús, en það var rifið fyrir nokkrum árum. Verslun var á neðri hæð hússins en íbúð kaupmannsins á þeirri efri. Carl rak jafnframt út- gerð með verslun sinni. Sonur Carls, Stefán, tók við versluninni, þegar faðir hans lést af slysförum. Hann seldi svo versl- unina 1931 og flutti Kaupfélag Stöðfírðinga í húsið árið 1940. Þar var Kaupfélagið með verslun sína til ársins 1980, þegar það flutti í nýbyggt verslunarhúsnæði. Ekki er vitað hvenær Stöðvar- fjörður byggðist, en talið er að það hafí verið fyrir 930. í Landnámu er sagt að Þórhaddur hinn gamli, hofgoði í Þrándheimi, hafí numið þar land og Stöðfirðingar séu frá honum komnir. Um 1700 voru Stöðvarfjörður og Breiðdalur sameinaðir í eitt hreppsfélag. Stöðvarfjörður varð svo sérstakt hreppsfélag 1905, en þá voru íbúar rúmlega 150. Síðar fjölgar þeim jafnt og þétt og urðu þeir flestir 360 árið 1980. Síðan hefur þeim fækkað og eru þeir nú um 300 talsins. Útgerð hefur alltaf verið stór þáttur í Stöðvarfírði og lengst af voru bændur í sveitinni titlaðir útvegsbændur, en þeir stunduðu bæði búskap og sjósókn. Um 1950 var komið hraðfrystihús á staðinn, en áður var fískurinn nær ein- göngu verkaður í salt eða hertur og var frystihúsið mikil iyftistöng fyrir staðinn. Síldarævintýrið átti sinn þátt í uppgangi bæjarins og voru þá miklar framkvæmdir í fírð- inum sem stóðu alit til byrjunar áttunda áratugarins. Afkoma Stöðfirðinga byggist að langmestu leyti á sjósókn og úr- vinnslu sjávarafurða og þjónustu sem tengist útgerð. Gerður er út skuttogari auk margra smábáta. Á Stöðvarfirði er nú rekin freðfisk- verkun, verkaður saltfískur, harð- fiskur, skreið, loðna og fleira. Fjölbreytt dagskrá um helgina Fjölbreytt hátíðardagskrá verð- ur um helgina. Haldnar verða myndlista- og ljósmyndasýningar, dansieikir verða alla helgina þar sem hijómlistamenn staðarins Morgunblaðiö/öjorn uislason HUNDRAÐ ára verslunarafmælis verður minnst á Stöðvar- flrði um helgina. AFKOMA Stöðvarfjarðar hefur ætíð byggst á útgerð. Hér má sjá sjómenn leggja að landi og bæinn í baksýn. koma fram og leika tónlist við hæfí allra aldurshópa. Kolbrún Björgvinsdóttir, Kogga, verður með myndlistasýningu í Gallerí Snæ- rósu, Geir Pálsson málari verður með sýningu á verkum sínum í grunnskólanum og ljósmyndasýn- ing verður í Steðjahúsinu. Einnig fer fram árlegt hlaup til minningar um Önnu Maríu Ingi- marsdóttur, unga frjálsíþróttakonu sem féll frá í blóma lífsins. I tengslum við hátíðina var hald- in lagakeppni þar sem tónsmiðir og textahöfundar staðarins voru beðnir um að semja lag sem notað yrði til kynningar á keppninni. Sig- urlagið heitir „Sumarnætur" og er eftir Garðar Harðarson og texta samdi Björgvin Valur Guðmunds- son. Einnig var haldin samkeppni um merki hátíðarinnar þar sem slag- orðin „Stöð í Stöð“ koma fram. Reyndar er átt við „Stuð í Stöð,“ en þar sem vísað er til flámælis íbúa landshlutans verður stuð að stöð. Ýmislegt fleira verður til gamans gert, kveiktur verður varð- eldur, haldin flugeldasýning, grill- veisla, útimarkaður, farið í göngu- ferðir og fleira. NEMENDUR er luku 18 eininga námi ásamt rektor Tækniskóla íslands, stjórnarformanni Endurmenntunarstofnunar og endur- menntunarstjóra. NEMENDUR er luku 30 eininga námi ásamt rektor Háskóla ís- lands, sljórnarformanni Endurmenntunarstofnunar og endur- menntunarstjóra. Utskrift hjá Endur- menntunar- * stofnun HI NEMENDUR í þriggja missera námi Endurmenntunarstofnun- ar Háskóla íslands í rekstrar- og viðskiptagreinum voru brautskráðir i 11. sinn 15. júní sl. Að þessu sinni luku 19 nem- endur náminu. Námið samsvarar 18 eining- um á háskólastigi og er hægt að stunda það með starfi. Helstu þættir námsins eru: Rekstarhag- fræði, reikningshald og skatt- skil, fjármálastjórnun, stjórnun og skipulag, starfsmannastjórn- un, upplýsingatækni í rekstri og stjórnun, framleiðslustjórnun, markaðs- og sölufræði, réttar- reglur og viðskiptaréttur, þjóð- hagfræði og haglýsing og stefnumótun. Annað hvert ár býður Endur- menntunarstofnun tveggja miss- era framhaldsnám fyrir þá er lokið hafa 18 eininga náminu. Föstudaginn 14. júní voru braut- skráðir 15 nemendur úr því. Alls hafa nemendur þá lokið 30 einingum en helstu þættir fram- haldsnámsins eru: Framhalds- nám í stjórnun, tölfræði, gæða- stjórnun, framhaldsnámskeið í fjármálum og reikningshaldi, markaðsrannsóknir, auglýsing- ar, utanríkisverslun og stjórnun þjónustufyrirtækja. Þeir sem luku 18 eininga prófi nú eru: Anna Guðný Aradóttir, Arnheiður Árnadóttir, Auðunn Guðjónsson, Birgir Bjarnason, Birna Kolbrún Gísladóttir, Bjargey Elíasdóttir, Björn Valdimar Guðmundsson, Eirík- ur Valsson, Haukur M. Stefáns- son, ívar J. Arndal, Jón Freyr Jóhannsson, María Jónasdóttir, Oddný Indiana Jónsdóttir, Pálmi Finnbogason, Ragnar Jó- hannsson, Róbert Sveinn Ró- bertsson, Sigrún Anný Jóhanns- dóttir, Svavar Ásbjörnsson og Þorvaldur Birgisson. Þeir sem luku framhaldsnámi og þar með 30 einingum eru: Arnhildur Ásdís Kolbeins, Ár- mann Benediktsson, Bjarni G. Ólafsson, Friðþjófur K. Eyjólfs- son, Guðjón Reynir Jóhannes- son, Guðrún Ösp Þórgnýsdóttir, Hallveig Andrésdóttir, Helga Stefánsdóttir, Helgi Þórisson, Kristján Þór Hallbjörnsson, Skúli M. Sigurðsson, Stella Ols- en, Ulfar G. Ásmundsson, Vala Hauksdóttir og Þorbjörn Guð- jónsson. Málaðu strax^ utanhússmákdnsu HÚSASMIÐJAN Skútuvogi 16 ■ Slmi 525 3000 Helluhrauni 16 ■ Sími 565 0100 Max utanhússmálning erþrœlsterk akrylmálning frájotun. • MAX er með 7% gljáa. • MAX er vatnsþynnanleg. • MAX er fáanleg í himdruðiun iitatóna. • MAX hefur reynst einkar vel á Islandi. mm T \ ) I ) I í i t i t I | I I I I I i I t I I l

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.