Morgunblaðið - 28.07.1996, Page 8

Morgunblaðið - 28.07.1996, Page 8
8 SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þetta er ekki ég, nafni minn. Hæstvirtur æðsti forseti er ekki á leið í póstinn... Hjúkrunardeildarstjórar á Hafnarbúðum, Hvítabandinu og Heilsuverndarstöðinni Tillögnrnar eru ill- framkvæmanlegar Hjúkrunardeildarstjórar á þeim þremur öldrunardeildum, sem gert er ráð fyrir að fluttar verði til inn- an Sjúkrahúss Reykjavíkur, eru sammála um að tillögurnar séu óraunhæfar og illframkvæmanleg- ar. Þeir segja að starfsfólk og sjúkl- ingar séu í mikilli óvissu um fram- tíð sína og margir kvíði framtíðinni. Á sjúkradeild Hvítabandsins eru 19 rúm. Þórhildur Hólm Gunnars- dóttir hjúkrunardeildastjóri sagði að deildin væri alltaf fullnýtt af öldruðum langlegusjúklingum. Hún sagði að þetta væru allt sjúklingar sem gætu ekki séð um sig sjálfir og þess vegna væri sá kostur ekki fyrir hendi að senda þá heim. Tillögur stjórnar Sjúkrahúss Reykjavíkur um niðurskurð gera ráð fyrir að sjúkradeildin á Hvíta- bandinu verði flutt á deild 1A á Landakoti og á flutningunum að vera lokið 1. desember nk. Deildin á Landakoti er 22 rúma öldrunar- deild. Þórhildur sagðist ekki vita betur en deildin væri fullnýtt og þess vegna sæi hún ekki hvernig ætti að koma þessu heim og saman á annan hátt en að senda sjúkling- ana á einhverjar aðrar stofnanir eða hreinlega heim. Sá kostur væri ekki raunhæfur vegna þess að flestir sjúklinganna þyrftu umönn- un allan sólarhringinn. Áhyggjur Tillögur stjórnar spítalans gera ráð fyrir að sjúkradeildin á Heilsu- verndarstöðinni verði sameinuð deild 2A á Landakoti. Sameining- unni á að vera lokið um áramót. Á Heilsuverndarstöðinni er 24 rúma deild. Björg Einarsdóttir hjúkr- unardeildarstjóri sagði að hún væri fullnýtt af sjúklingum sem flestir væru rúmliggjandi vegna fötlunar, en deildin tengist starfsemi endur- hæfingardeildanna á Grensás. Hún sagði að líkamlegt ástand sjúkling- anna væri þannig að þeir gætu engan veginn farið heim. Hún sagðist þess vegna ekki skilja hvernig ætti að vera hægt að flytja deildina yfir á Landakot því deildin væri aðeins með 22 rúm og þau væru öll fullnýtt. Björg sagðist hafa orðið vör við áhyggjur hjá aðstandendum. Þeir hefðu áhyggjur af því hvernig umönnun sjúklinganna yrði sinnt í framtíðinni og eins af því að þeir yrðu sendir heim. Einnig væri óánægja með að tvö rúm fyrir hvíldarinnlögn yrðu lögð niður. Á síðasta ári voru langlegudeild- imar á Hafnarbúðum fluttar upp á Landakot. Þar er eftir' göngudeild fyrir 28 einstaklinga. Eygló Stef- ánsdóttir hjúkrunardeildarstjóri sagði að þetta væri aldrað fólk, sem ætti í erfiðleikum með að sjá um sig án hjálpar. Margir þeirra væru einir í heimili og fólk sem hefði verið inni á spítölum vegna las- leika. Hún sagði að fólkið fengi aðstoð við að baða sig, lyfjatiltekt, sjúkraþjálfun, læknisþjónustu og ýmiskonar ráðgjöf og stuðning. Fólkið væri aðstoðað með ferðir og fengi morgunmat, hádegismat og kaffl. Starfsemi göngudeildar á Hafn- arbúðum á að leggjast niður eftir rúman mánuð. Eygló sagðist hafa tilkynnt þeim sem njóta þjónustu deildarinnar um þetta í gær. Við- brögð fólksins hefðu verið í þá veru að það tryði því ekki að tii þessa kæmi. Hún sagðist, á þessari stundu, ekki vita annað en að Sjúkrahús Reykjavíkur myndi hætta að veita þá þjónustu sem veitt hefur verið á Hafnarbúðum. Áfall fyrir endurhæfingu „Þetta er mikið áfall fyrir Grensásdeildina og endurhæfing- una í landinu því við höfum feng- ist við erfiðustu endurhæfinguna. Það er enginn vafi á að þessar aðgerðir koma til með að leiða til verulega lélegri þjónustu við sjúkl- inga sem þarfnast endurhæfingar. Þarna er verið að stíga langt skref aftur á bak,“ sagði Ásgeir B. Ell- ertsson, yfirlæknir á endurhæfíng- ingardeild Sjúkrahúss Reykjavíkur á Grensás. „Það sem er kannski harðast við þetta er að hér er verið að yfirgefa sérhannað, gott húsnæði, sem er með meðferðarlaug og öðru sem því tilheyrir, og fara niður í sjúkra- húsið í Fossvogi sem er ekki sér- hannað fyrir þessa starfsemi. Með þessum aðgerðum er verið að bijóta upp starfseiningar. Við erum með mænuskaðaeiningu, heilablóðfallseiningu og heilaein- ingu og við hveija einingu starfar sérhæft fólk. Það gefur auga leið að þegar við verðum að segja upp um helmingnum af starfsfólkinu er verið að bijóta þessa sérhæfingu alla niður. Það mun taka mörg ár að byggja slíka þjónustu upp aftur. Sigrún Knútsdóttir, yfirsjúkra- þjálfari á Grensásdeild, sagði að ákvörðun Sjúkrahúss Reykjavíkur ætti eftir að hafa alvarlegar afleið- ingar í för með sér fyrir endurhæf- ingarstarfíð í landinu. Verið væri að eyðileggja margra ára uppbygg- ingarstarf. Hún sagði að á deild- inni væru núna 60 rúm. Fyrr á þessu ári hefðu 14 rúmum verið lokað og nú ætti að loka 16 rúmum til viðbótar. Samtals væri verið að loka helmingi rúma og segja upp helmingi starfsfólks. Utanríkismálanefnd þýska þingsins Mikilvægar ákvarðanir á næstu árum Karl-Heinz Hornhues KARL-Heinz Horn- hues, formaður ut- anríkismálanefnd- ar þýska þingsins, kom í heimsókn til Islands í þess- ari viku til viðræðna við ís- lenska ráðamenn. Hann tók við embætti fyrir rúmu ári og segist hafa sett sér það markmið í upphafi að heim- sækja öll aðildarríki Evr- ópusambandsins og Atl- antshafsbandalagsins. Hornhues segir að auk þess hafi það vakað fyrir honum að heyra sjónarmið íslenskra ráðamanna og gera sér grein fyrir því, hvernig þeir meti framtíð íslands í samstarfi Evrópu- þjóða. Fyrir liggi að á næstu árum verði Evrópuríkin að taka mikilvægar ákvarðanir og mikilvægt að afstaða einstakra ríkja liggi ljós fyrir. Hornhues segir að á næstu tveimur árum verði tekin ákvörðun um sameiginlega Evrópumynt, ákvarðanir ríkjaráðstefnunnar muni liggja.fyrir og viðræður hefj- ast um stækkun Evrópusambands- ins. Hann segir mat sitt eftir við- ræður hér á landi vera að íslend- ingar séu ekki mjög áfjáðir í að tengjast hinu evrópska stofnana- kerfi nánar. „Mitt persónulega mat er þó að þegar hlutirnir fara að hreyfast fyrir alvöru muni þeir endurmeta stöðu sína á ný.“ Það væri þó mikilvægt, óháð því hver niðurstaða íslendinga yrði, að við- halda nánum tengslum og viðræð- um milli íslands og Evrópusam- bandsríkjanna. Hornhues segir ljóst að á næstu árum muni' athygli ESB beinast í austur og að mikili tími og orka muni fara í viðræður við ríki í Mið- og Austur-Evrópu. Þær við- ræður eigi eftir að taka lengri tíma en margir gera ráð fyrir og að vissrar þreytu muni gæta innan ESB að þeim loknum. „Þessi þróun nær hámarki á næstu árum og sólarhringurinn telur einungis 24 stundir jafnvel þó að um framkvæmdastjórnina eða ríkisstjórnir sé að ræða. Það er þó íslendinga að segja til um hvort aðild þeirra eigi að setja á dagskrá ESB eða hvort að þið lýs- ið því yfir að þið teljið hagsmunum ykkar borgið í núverandi .stöðu. Ég tel víst að dyrnar muni ávallt standa íslandi opnar og að tími verði fundinn til að ræða mál ykk- ar.“ Homhues segir ljóst að stækkun Evrópusambandsins muni hafa mörg vandamál í för með sér og gera starf þess flóknara, jafnvel þó að árangur náist á ríkjaráðstefn- unni varðandi breytingar á stofn- anakerfínu. Eflaust muni bera á þreytumerkjum og þær raddir heyrast í auknum mæli sem haldi þvi fram að aðildarríkin séu orðin nægilega mörg og að nú beri að leggja mesta áherslu á innri mál- efni sambandsins. Þegar Hornhues var spurður að því hvort að hann teldi yfírhöfuð áhuga innan ESB á að veita smáríki á borð við ísland aðild sagði hann stærð ríkja ekki skipta öllu máli þótt auðvitað gætti nokkurrar andstöðu við aðiid smáríkja. Grikkland, sem væri ekki með minnstu ríkjum ESB, hefði margsinnið valdið uppnámi ► KARL-Heinz Hornhues fæddist árið 1939 í Stadtlohn í Westphalen. Hann er kaþólskur, giftur og tveggja barna faðir. Hornhues lauk prófi í hagfræði árið 1965 og doktorsprófi árið 1968. Hann gerðist félagi í flokki Kristilegra demókrata (CDU) árið 1961 og var formað- ur ungliðahreyfingar flokksins, Junge Union, árin 1972-74. Hann var fyrst kjörinn á þing árið 1972 og hefur setið þar siðan. Á árunum 1989-1994 var hann varaformaður þingflokks CDU og hefur verið formaður utanríkismálanefndar þýska þingsins frá árinu 1994. innan sambandsins vegna deilna Grikkja og Tyrkja. Minnsta aðild- arríkið, Lúxemborg, væri hins veg- ar fyrirmyndaraðildarríki, sem aldrei ylli vandræðum, ef banka- mál væru undanskilin. ,;Óháð því hversu stórt eða lítið Island er, þá eru öll samskipti þess við önnur ríki á þann veg að aðild Islands ætti að vera vandræðalaus." Hann segir reynsluna sýna að oftar en ekki þá sé það aðild stórra ríkja sem sé erfið. Portúgal, Grikk-. land og Spánn hafi verið að jafna sig á einræðisstjórn og efnahags- legar aðstæður verið erfiðar. Væntanleg aðild Slóvakíu gæti reynst erfið og önnur væntanleg aðildarríki ættu óleyst vandamál varðandi þjóðernisminnihluta- hópa. Hornhues segir hins vegar mikla umræðu eiga sér stað þessa stundina innan sambandsins um framtíð þess og verulegrar and- stöðu gæta við aðild ríkja er ein- ungis vilji nýta sér efnahagslega kosti aðildar en ekki taka þátt í þeirri samrunaþróun, sem verið hafí í gangi frá upphafí. Að mati margra hafi það verið mikil mistök að veita Bretlandi aðild á sínum tíma. Stofnríkin sex hafi sett sér það markmið að mynda eins konar evrópsk bandaríki. Bretar væru hins vegar andsnúnir öllum slíkum hugmyndum. Það megi því búast við að ný aðildarríki verði spurð nánar um það hvers konar Evr- ópu þau sækist eftir og viiji taka þátt í að móta. „Þetta mun skipta meira máli í framtíðinni en stærð ríkja. Ef ís- lendingar lýsa sig reiðubúna að taka þátt í mótun Evrópu ætti aðild þeirra að ganga vandræða- laust fyrir sig.“ „Dyrnar standa íslandi opnar“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.