Morgunblaðið - 28.07.1996, Síða 18

Morgunblaðið - 28.07.1996, Síða 18
18 SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Alltafmeb annan fótinn í framtíbinni Sextán ára forsetatíð frú Vigdísar Finnbogadóttur er senn á enda. í viötali við ÓLAF Þ. STEPHENSEN lítur forsetinn yfir farinn veg og fjallar um viðhorf sitt til embættisins og áranna, sem hún hefur gegnt því. KJÖR Vigdísar Finn- bogadóttur í embætti forseta íslands árið 1980 vakti heimsat- hygli. Hún var fyrsta konan, sem kjörin var þjóðkjöri í embætti forseta lýðræðisríkis. Hún hefur því vakið athygli sem fulltrúi lands og þjóðar á alþjóðavettvangi og ekki síður öðlast vinsældir hjá landsmönnum. Sextán ára forsetatíð er nú senn á enda og frú Vigdís lítur yfir farinn veg. Hún hyggst jafnframt vinna áfram að þeim málaflokkum, sem hún hefur lagt mesta áherzlu á, enda segist hún alltaf hafa verið með annan fótinn í framtíð- inni. Frú Vigdís var kjörin forseti með rúmum þriðjungi atkvæða. Hversu langan tíma fannst henni taka að sameina þjóðina að baki sér? „Ég minnist þess að um það leyti sem ég var kjörin var í einhverju blaði vitnað í fyrir- sögn úr Aftenposten í Noregi um að ég ætl- aði að vera forseti í átta ár. Mér þótti sérkenni- legt að íslenzkt biað skyldi taka upp þessa fregn, sem útlent blað bjó til út frá þeim ummælum mínum að ég sagði að ég vonaði að ég yrði ekki aðeins í fjögur ár, því að þá yrði allt mislukkað; þá hefði þjóðin ekki verið sátt við mig. En það tekur langan tíma að læra sjálfur á embættið og sættast við sjálfan sig í þessu starfi, maður þarf líka að finna sér innri far- veg. Undir lok fyrsta kjörtímabilsins fóru margir að segja mér á förnum vegi að þeir hefðu ekki kosið mig og ekki staðið með mér, en nú myndu þeir gera það. Síðan hefur fólk iðu- lega sagt við mig að það hafi ekki kosið mig í upphafi, en stutt mig ætíð síðan. Það hefur mér þótt vænst um af öllu.“ - Þú sagðir í kosningabaráttunni fyrir sext- án árum að þú legðir megináherzlu á að verða forseti meðal þjóðarinnar, en ekki bara fyrir hönd hennar. Finnst þér þetta hafa tekizt? „Það er erfitt fyrir mig að eiga að dæma um það. Þjóðin verður sjálf að finna, hvort ég hef verið á meðai hennar eða ekki. Mér finnst sjálfri ég hafa verið á meðal hennar. Ég fer alltaf af stað þegar ástæða er til og ég hef heimsótt flestar byggðir landsins. Þeg- ar ég kem að heimsækja fólkið, finnst mér að það þekki mig og ég þekki það. Okkur er ákaflega auðvelt að skiptast á skoðunum og tala saman. Aftur á móti hef ég líka greinilega verið fulltrúi þjóðarinnar út á við og komið frásögn af henni mjög víða til skila. Þar hef ég átt hauk í horni, sem eru Norðurlöndin, en þau völdu mig sem talsmann þeirra á ýmsum kynn- ingum fyrir þeirra hönd. Þetta var mikið braut- argengi fyrir mig í upphafi. Nú eru liðin mörg ár og ég er þekktari en fyrst, þótt þá fréttíst víða að kona hefði verið kjörin forseti á ís- landi. Það þótti þá afrek og þykir enn.“ - Hvað stendur upp úr þegar þú lítur yfir farinn veg eftir fjögur kjörtímabil á forseta- stóli? Hveiju hefur þú fengið áorkað í þeim málum, sem þú hefur lagt mesta áherzlu á? „Ég er alin upp við að maður eigi aldrei að segjast hafa gert nokkurn skapaðan hlut. Það þótti ekki fínt í mínu uppeidi að tíunda kosti sína eða afrek. Svar mitt, þegar ég er spurð að þessu, er yfirleitt að það verði að spyija áhorfendur eða vitni þessarar spurning- ar. Svo er stundum spaugað með að ég tali ekki um neitt nema börn og gróður, en ég tala nú um svolítið fleira. Markmið mitt hefur frá upphafi verið að tala um þau gildi og verð- mæti í lífinu, sem menn verða að hafa til að velta fyrir sér við hliðina á hinum harða raun- veruleika; sem hugurinn og hjartað eiga að hafa sér til ánægju. Ég læt heldur aldrei hjá líða tækifæri til að tala um menntun og hversu mikill styrkur það sé okkur að sinna menntun til munns og handa. Mér finnst að forseti ís- lands eigi að fjalla um þessi verðmæti sem stjórnmálamenn hafa ekki tök á að fjalla um. Þeir fjalla um lögin og hvernig eigi að skipta sameiginlegu fé þjóðarinnar, en hafa kannski ekki tíma til að setja á langar ræður um.varð- veizlu íslenzkrar tungu eða nauðsyn þess að græða upp Iandið og koma því til skila erlend- is. Við erum nú fyrirmynd, vegna þess átaks sem við höfum unnið til að vinna gróðurinn aftur, því að heimurinn er að tapa miklum gróðri. Ég hef líka lagt mikla áherzlu á að minna fólk á að við höfum öll verið börn og að hver mannvera er auðvitað áframhald af því að hún var eitt sinn barn. Mér hefur fundizt að menn hugleiddu ekki nægilega að það verður að rækta börn og sinna þeim mjög vel til að gera þau að sterkum mannverum þegar þau verða fullorðin. Þjóðfélag okkar hefur breytzt mjög mikið og börn hafa orðið ívið afskiptari eftir að þijár kynslóðir hættu að búa saman. Börn hafa heilan og hálfan ekki fengið að umgangast neinn annan en önnur börn, af því að það er svo mikið kapp í þjóðfélaginu, hraði og áreiti, að börn fá ekki ró til að þroskast. Þetta er mjög mikilvægt, mér finnst framtíð íslands velta á því hvernig við hlynnum að æskunni." - Hefur þú sem forseti haft tækifæri til að minna á langtímasjónarmiþ og framtíðar- markmið, á meðan stjórnmálamenn eru kannski fastari í skammtímahugsunarhætti? „Þeir eru auðvitað með hugann við hvernig eigi að taka á augnabliksmálunum og greiða úr þeim. Ég er hins vegar, þótt ég segi sjáif frá, alltaf með annan fótinn í framtíðinni. Hvernig mun þróun dagsins í dag hafa áhrif á framtíðina? Þetta hef ég reynt að minna á og fá menn til að hugleiða. Hvaða þjóðfélag er það, sem við eignumst innan tíðar? Hvern- ig verður sú þjóðfélagsmynd, sem gengur inn í þessa margmiðlunarveröld? Hvernig bregð- umst við við, til dæmis varðandi tunguna? Ég er ekki viss um að fólk gefi sér tíma til að hugleiða að íslenzk tunga er auðvitað í stór- hættu. Hún er í mikilli hættu þegar yfir okk- ur kemur þetta mikla efni á stórum geisladisk- um á erlendum málum. 011 nýjasta þekking birtist með þeim hætti og við höfum ekki tíma til eða ráð á að þýða þetta á íslenzku. Þá fer að vaxa upp heil kynslóð, sem ekki hefur lært íslenzku eins og við gerðum og þá er málið auðvitað í hættu. Annað er það að málið bygg- ir á öðrum atvinnuháttum en þeim, sem við stundum núna. Islenzk tunga skírskotar mjög til landbúnaðar og sjómennsku.“ - Hefur þú áhyggjur af stöðu íslenzkrar menningar og íslendinga sem þjóðar í þessum heimi alþjóðlegrar fjölmiðlunar og hnattrænn- ar þróunar? „Ég væri ekki raunsæ ef ég hefði ekki áhyggjur af henni. Ég treysti því hins vegar að ætíð verði nægilega margir, sem reyna að spyrna við fótum og halda uppi lifandi ís- lenzkri menningu. Ég hef þá trú og verð að hafa hana, því að ef maður hefur ekki trú gerir maður ekki neitt til að þoka málunum áfram." - Kjör þitt var á sínum tíma um allan heim álitið sögulegt skref í jafnréttisbaráttunni og sú staðreynd, að kona er forseti íslands, hefur erlendis gjarnan verið talin til merkis um sterka stöðu kvenna í íslenzku samfélagi. Finnst þér staða kvenna hafa styrkzt sem skyldi undanfarinn einn og hálfan áratug? SJÁLFSVITUND kvenna styrktist geysi- lega mikið fyrstu árin, ekki bara á ís- iandi heldur annars staðar í heiminum. Alls staðar þar sem ég kom var haft orð á því hvað konur væru sterkar á íslandi og í lýðræðisríkjum Norðurlanda. En mér finnst þetta ekki hafa gengið fram eins og ég hefði óskað. Mér finnst konur ennþá vera eilítið í skugga og við vitum að þeim gengur ekki eins vel að fá stöður eða stöðuhækkanir og körlum. Ennþá er hyglað meira að körlum en konum í þessu þjóðfélagi. Þegar kemur atvinnuleysi, bitnar það alltaf á konum. Mér finnst vera svolítið bakslag í þessari þróun núna.“ - Víkjum að fjölmiðlum og forsetaembætt- inu. Mörgum finnst að umfjöllun ljölmiðla um embættið hafi orðið gagnrýnni á síðari árum. Finnst þér það hafa orðið til góðs eða ills? „Mér minnst alveg sjálfsagt að fjalla um forsetaembættið. Það á að vera opið og ekk- ert á að vera dulið hjá embættinu. Umfjöllun er af hinu góða, en hún verður að vera rétt- lát. Þetta embætti er alltof viðkvæmt til að hægt sé að slá upp hinum og þessum fréttum, sem síðan reynist ekki vera fótur fyrir. Slíkt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.