Morgunblaðið - 14.08.1996, Side 2

Morgunblaðið - 14.08.1996, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rússar komnir fram úr karfakvóta NEAFC og settir í löndunarbann Mikill misbrestur á aflatilkynningum ESB; Nær 1.800 sæti seld á tveimur dögum SÍÐUSTU tvo daga hafa verið seld á bilinu 1.700-1.800 sæti á áætlunarleiðunum til Boston og Baltimore hjá söluskrifstof- um Flugleiða. Ástæðan fyrir þessari miklu sölu er að sögn Margrétar H. Hauksdóttur hjá upplýsingadeild Flugleiða stór- lækkað verð á ákveðnum fjölda farseðla á þessum leiðum. Um er að ræða fargjald að upphæð kr. 27.000 með flug- vallarsköttum, á tímabilinu 7. október til 12. desember. Mar- grét segir að þegar sé orðið uppselt til Baltimore í október, og lítið eftir af sætum til Bost- on í október. Vegna mikillar eftirspurnar var ákveðið að bæta við sætum á þessu far- gjaldi til áfangastaðanna í nóv- ember og að sögn Margrétar er enn eitthvað eftir óselt af þeim. RÚSSNESKUM togurum, sem stunda veiðar á úthafskarfa á Reykjaneshrygg, verður héðan í frá ekki heimilt að landa afla sínum á íslandi eða sækja hingað þjónustu, þar sem afli þeirra er nú orðinn meiri en Norðaustur-Atlantshafs- fiskveiðinefndin (NEAFC) úthlutaði Rússlandi á fundi sínum í marz síð- astliðnum. Þá hyggjast íslenzk stjórnvöld gera athugasemdir við það að Evrópusambandið hafí ekki tilkynnt afla skipa sinna til NEAFC sem skyldi og að hentifánaskip, sem veiða á Reykjaneshrygg, fái þjón- ustu í höfnum ESB-ríkja. Úthafskarfaveiðar á Reykjanes- hrygg voru ræddar á ríkisstjórnar- fundi i gærmorgun. Að sögn Þor- steins Pálssonar hefur Rússland til- kynnt til NEAFC afla, sem kominn er umfram það 36.000 tonna mark, sem kom í hlut Rússa samkvæmt samþykkt NEAFC í marz síðast- liðnum. Rússar mótmæltu sam- þykktinni og eru því ekki bundnir af henni. Færeyjar og ESB sinna ekki tilkynningaskyldu Samkvæmt 3. grein laga um rétt til veiða í efnahagslögsögu íslands er erlendum fiskiskipum ekki heim- ilt að landa afla sínum á Islandi eða sækja hingað þjónustu ef þau stunda veiðar úr sameiginlegum nytjastofnum sem veiðast bæði inn- an og utan íslenzkrar efnahagslög- sögu og hafi íslenzk stjórnvöld ekki gert samning um nýtingu viðkom- andi stofns við ríkið, sem í hlut á. Þorsteinn segir að þessi lagagrein verði nú sjálfkrafa virk, þegar veið- ar Rússa séu komnar umfram það, sem NEAFC-samningurinn kveði á um. Evrópusambandið og Færeyjar, sem eiga aðild að NEAFC, hafa að sögn sjávarútvegsráðherra ekki far- ið eftir reglum um tilkynningu afla skipa sinna á Reykjaneshrygg til stofnunarinnar. Þorsteinn segir að samkvæmt upplýsingum, sem full- trúi sjávarútvegsráðuneytisins í sendiráði Islands í Brussel hafi safnað, hafi skip ESB landað rúm- lega 14.000 tonnum af karfa. Hins vegar hafi sambandið ekki tilkynnt nema um 4.000 tonn til NEAFC. ESB var úthlutað 23.000 tonna kvóta á NEAFC-fundinum í marz. „Við munum gera athugasemdir við þetta, bæði gagnvart NEAFC og Færeyjum og Evrópusamband- inu,“ segir Þorsteinn. ESB þjónustar veiðiþjófa Ráðherrann segir einnig ljóst að „veiðiþjófar", sem sigli undir henti- fána, stundi veiðar á Reykjanes- t hrygg, en ekki se ljóst hvað afli | þeirra sé mikill. „íslendingar, Fær- i eyingar og Norðmenn neita þessum skipum um löndun og þjónustu en Evrópusambandið hefur ekki tekið þátt í því og það hefur gert þessum skipum kleift að halda áfram,“ seg- ir Þorsteinn. „Það er að mínu mati eitt mikilvægasta verkefnið nú að fá ESB til að taka þátt í að gera þessum skipum ókleift að stunda þarna veiðar. Þau eru beinlínis að ' stela fiski frá okkur.“ ) Forsvarsmenn Columbia eru hérlendis Island álitlegra en Venesúela KENNETH Peterson, forstjóri Col- að byggingu álversins. Halldór Jóna- umbia Ventures Corporation, kom til landsins í gær ásamt fylgdarliði. Fyrirtækið er að skoða möguleika á að reisa 60.000 tonna álver við Grundartanga. Hópurinn mun hitta fjölda íslenskra aðila meðan á dvöl þeirra stendur út þessa viku. í dag eiga þeir viðræður við fulltrúa mark- aðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar (MIL), iðnaðar- og fjármálaráðuneytis og Landsvirkj- unar. Garðar Ingvarsson hjá MIL segir að gagnaöflun sé megintilgangur heimsóknar Columbia. Heimsókn þeirra nú beri að skoða í því ljósi að forsvarsmenn fyrirtækisins séu famir að horfa meira til þess að reisa álver á íslandi en í Venesúela. Eng- inn samningur liggi þó fyrir. „Við vitum ekki fyrr en síðar hvað kemur út úr þessu. Ákvarðanir um svona Ijárfestingar eru ekki teknar á þremur eða fjórum dögum. En þetta þýðir það að Island er komið upp fyrir Venesúela í samanburðin- um. Viðræður Columbia við Venesú- elamenn hafa ekki gefíð þeim það sem þeir áttu von á,“ sagði Garðar. Forsvarsmenn Columbia ætluðu m.a. að hitta ýmsa aðila sem kæmu tansson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að óformlegir fundir verði haldnir á næstu dögum. „Þeir eiga eftir að koma víða við en við vitum ekki hvað hangir á spýtunni fyrr en búið er að ræða við þá. Það stendur upp á þá að gera grein fyrir sinni afstöðu í máiinu og við bíðum spennt- ir eftir því hvað þeir hafa fram að færa miðað við það sem er á undan gengið," sagði Halldór. Meta þarf virkjunarkosti Forsvarsmenn Columbia töluðu í gær við verkfræðilega ráðunauta, íslenska aðila, sem þeir eru í sam- bandi við um tæknileg mál. „Mér skilst að 60.000 tonna álver sé enn á dagskrá. Það þýðir náttúrulega að það þarf að fara að leggja mat á nýja virkjunarkosti. Ef það er ein- hver alvara á ferðinni núna yrði að fara í gang með virkjunarundirbún- ing af einu eða öðru tagi,“ sagði Halldór. Helga Jónsdóttir, stjórnarformað- ur Landsvirkjunar, segir að sér skilj- ist að gengið hafí illa fyrir Columbia Ventures að fá fjármögnun til fram- kvæmda í Venesúela og því séu for- svarsmenn Columbia komnir hingað. Er til sjónvarp, myndbands- og hljómtæki á heimilinu? _ ... , . . ... Var keypt á Ætla að Er til á heimilinu sj. 12 mán. kaupa nýtt Sjónvarp WŒBX7' 97,0% 10,1% j 5,0% [ j 4,2% (3 0,6% 0,6% j 0,2% 01,9% jjl,4% 0 0,6% 0 0,9% 01,0% 0 20 40 60 80 100% 0 4 8 12% 0 4% NEYSLUKÖNNUN FÉLAGSVÍSINDASTOFNUNAR 1996. Úrtak 1.200 manns, 882 svöruðu. ÞÝÐI neyzlukönnunarinnar, þ.e. sá hópur þjóðarinnar sem úrtakið var tekið úr.eru allir íslendinqar á aldrinum 14-80 ára. Þetta eru 185.173 einstaklingar, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu ísl. Hvert prósentustig í könnuninni samsvarar því um 1.850 manns. Taka veröur tillit til skekkjumarka, sem eru á niðurstööum í könnun sem þessari, þegar prósentustig eru umreiknuð í mannfjölda. Myndbandstæki j 81,4%; j; m y7, Myndlykill 61,1% 4,4% Myndb.upptökut. 20,1% 10,8% Gervihnattad. §j 5,1% r b 8 0,7% Hljómtækjasamst. Bifreiðahljómt. Ferðaútv. m/kassettut. Geislaspilari Ferðaútv. m/geislasp. Ný skipti- stöð á Ár- túnshöfða NÝTT leiðakerfi Strætisvagna Reykjavíkur tekur gildi á á morgun fimmtudag en leiðakerf- ið hefur verið nær óbreytt frá 1970. í nýja kerfinu hafa tíma- töflur verið endurskoðaðar, leið- um breytt og tíðni ferða aukin. Ein stærsta breytingin er að byggð hefur verið ný skiptistöð á Artúnshöfða sem ætlað er að þjóna Arbæjar- og Grafarvogs- hverfum, en þar var þessi mynd tekin í gær. Þá hafa staðið yfir framkvæmdir við skiptistöðina á Lækjartorgi. Borgarráð hefur samþykkt að kaupa austurenda fyrstu hæðar við Hafnarstræti 20 og að þar verði skiptistöð fyrir farþega SVR sem nýta skiptistöð við Lækjartorg. í tillögu að kaup- samningi ásamt samningi um þjónustu, sem borgarráð sam- þykkti, er gert ráð fyrir að SVR kaupi biðsal fyrir farþega í veit- ingasalnum sem þar er til húsa. Jafnframt að seljandinn annist þjónustu við farþega og hafi með höndum greiðasölu fyrir þá. Varðskip sent í Smiijfuna RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær, að tillögu Þorsteins Pálssonar dómsmálaráðherra, að íslenzkt varðskip yrði sent í Smuguna í Barents- hafi til að aðstoða íslenzku fiskiskipin, sem þar eru að veiðum. I MEÐ blaðinu í dag fylgir fjög- urra síðna auglýsingablað frá BYKO. BYKC ‘WiM BLAÐIÐ Samþykkt var aukafjárveiting vegna þessarar ákvörðunar. „Á meðan deilan [um veiðar ís- lenzkra skipa í Smugunni] er óút- kljáð, er eðlilegt að þar sé skip, fýrst og fremst vegna þess að ís- lenzku skipin hafa ekki átt mögu- leika á að leita hafnar í Noregi, | hafi þau lent í bilunum eða óhöpp- j um. Á meðan það ástand varir, . teljum við rétt að varðskip sé á * svæðinu,“ segir Þorsteinn Pálsson. Kostnaður allt að 20 milljónir Hann segir að Landhelgisgæzl- an muni taka frekari ákvörðun um hvaða varðskip verði sent á svæðið og hvenær það fari. Ráðherra seg- ir að kostnaðurinn geti orðið allt að 20 milljónir króna, verði varð- ! skipið á svæfíinu í tvo mánuði, eins og áður hafi gerzt. Ríkisstjórnin j samþykkti aukafjárveitingu vegna ' þess kostnaðar. i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.