Morgunblaðið - 14.08.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.08.1996, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ „Við og hinir “ ÞÁTTTAKA í 15.000 manna ráð- stefnu um alnæmi lætur engan ósnortinn. Ráðstefnan, sem nú er haldin á tveggja ára fresti, var fjöl- mennari en nokkru sinni fyrr. Þama gafst einstakt tækifæri til að fregna af baráttu einstakra þjóða við al- næmi og á hvem hátt sjúkdómurinn hefur áhrif á félagslega og efna- hagslega þróun, einkum þróunar- landa. Það var ljóst strax í upphafí að ný lyfjameðferð gegn alnæmi yrði mest í sviðsljósinu. Það ríkti meiri von á þessari ráðstefnu en verið hefur um langt skeið. Árangurinn er góður enn sem komið er. Ekki verður fjallað nánar um þessi lyf hér enda hafa þeir íslensku læknar sem sátu ráðstefnuna gert þeim góð skil. Þrátt fyrir von í nýjum lyíjum er sú von augljóslega ekki fyrir alla vegna þess hve dýr þau em. Stað- reyndin er sú að 90% smitaðra búa í þróunarlöndum (einkum í Afríku sunnam Sahara og Suðaustur-Asíu) en meirihluti úrræða varðandi vam- ir, umönnun og meðferð er í iðnríkj- um. Um tíma leit út fyrir að það Tengsl eru á milli fé- lagslegs misréttis, segir Sigríður Haraldsdótt- ir, og vamarleysis gegn HIY-smiti. drægi saman með lífskjörum í þró- unarlöndum og iðnríkjum. Meðal- ævilengd í þróunarlöndum hafði þokast talsvert upp á við um nokk- urt skeið þegar alnæmi kom tij sög- unnar. Nú er t.d. gert ráð fyrir að árið 2010 hafi meðalaldur í Zambíu fallið úr 66 árum í 33 ár (er ná- lægt 80 árum hjá íslenskum konum og körlum). Afríka er fátæk, svöng og sjúkdómum hijáð. Hefur hún ástæðu til að gleðjast yfir nýtil- komnum lyfjum sem hún veit að hún getur aldrei veitt börnum sínum? Þær þjóðir sem búa við fátækt, hungur og stríð eiga nú í höggi við nýja ógn gagnvart félags- og efnahagslífi. Heiti ráðstefnunnar í Vancouver var „One world, one hope“. En alnæmi hefur enn á ný fært okkur sannleik- ann um það að við búum ekki í einum heimi. Hann er skiptur í ríka og fátæka, kjarna og jaðar, norður og suður eða einfald- lega í þá sem hafa og þá sem ekki hafa. Munur á milli þessara hópa hefur aukist með til- komu alnæmis. Það er ef til vill löngu búið að segja allt sem segja þarf en það þarf að segja það allt aftur og ef til vill á svolítið annan hátt. Við- horfskannanir, jafnt á íslandi sem og annars staðar í vestrænum heimi, hafa endurtekið sýnt að al- mennt er þekking fólks á smitleið- um alnæmis góð og flestir vita hvemig hægt er að veijast smiti. Samt sem áður verðum við vitni að framgangi faraldursins um allan heim þó mismunandi hratt fari. Talið er að um 28 milljónir manna, í heiminum öllum, hafí smitast frá byijun faraldursins. Tæplega 22 milljónir lifa með veiruna og nærri sex milljónir hafa látist. Á undan- fömum árum hefur víða hægt á faraldrinum í iðnríkjum einkum vegna þess að dregið hefur úr smiti sem berst milli karlmanna með kyn- mökum. Meðal fíkniefnaneytenda og gagnkynhneigðra hefur tilfellum hins vegar fjölgað. Á sama tíma er faraldurinn að ná fótfestu á áður ónumdum svæðum, t.d. í Kína og þrátt fyrir að nýgengi sjúkdómsins sé enn lágt í Austur-Evrópu og fyrrum Sovétríkjunum er mikil aukning á öðrum kynsjúkdómum. Grundvallarspurningin er hvers vegna fólk nýtir ekki þau úrræði sem það hefur til að veijast smiti. Einfaldasta svarið er auðvitað það að fólk álítur ekki að það sé í neinni hættu á að smitast af alnæmi. Sum- ir hafa rétt fyrir sér en aðrir ekki. í Bandaríkjunum hefur komið í ljós að ungir hommar taka meiri áhættu varðandi alnæmi en þeir eldri, þrátt fyrir að þeir séu aldir upp á tímum alnæmis. Ein ástæðan er einfald- lega æska. Ungt fólk, hver svo sem kynhneigð þess er, gerir síður var- úðarráðstafanir, því á þessum aldri er maður ósigrandi. Þá hefur fundist samband á milli kynferðislegs ofbeldis og annars konar líkamslegs og andlegs ofbeld- is og áhættuhegðunar. Þeir sem orðið hafa fyrir slíku ofbeldi virðast taka meiri áhættu, nota t.d. ekki smokka þegar ástæða er til. Sjálfs- álit og sjálfsvirðing þessa fólks hef- ur verið fótum troðin. Því fínnst e.t.v ekki ástæða til þess að vemda líf sitt sem er einskis virði hvort sem er. Kona sem býr við ofbeldi af völdum maka síns er ekki líkleg Stretsbuxur kr. 2.900 Konubuxur kr. 1.680 Mikift úrval af allskonar buxum Opið á laugardögum til þess að krefja hann um að nota smokk þrátt fyrir að hún viti að hún sé ekki eini rekkjunautur hans. Slík bón myndi líklega kalla á meira ofbeldi. Þá er einnig ljóst að ofbeldi gagnvart börnum, bæði kynferðis- legt ofbeldi og annað líkamlegt of- beldi, tengist áhættuhegðun á full- orðinsárum. Þung- lyndi, léleg sjálfsmynd, vanmáttarkennd og misnotkun fíkniefna tengjast gjaman of- beldi í æsku og þessir sömu þættir tengjast áhættuhegðun á ungl- ings- og fullorðinsá- mm. í Suðaustur-Asíu er algengt að eiginkon- ur þóknist eiginmönn- um sínum kynferðis- lega, umyrðalaust. Ef eiginmaður smitast af alnæmi nýtur hann umönnunar þeirra kvenna sem næst hon- um standa, þ.e.a.s. móður, eiginkonu og dætra. Ef eiginkonan smitast er hún forsmáð þótt hún hafí augljóslega smitast af eiginmanninum. Víða í Afríku eru barnlausar konur á barn- eignaraldri litnar hornauga. HIV- smit er hins vegar mjög algengt meðal fólks á barneignaraldri og í Zimbabwe er talið að allavega 25% fólks á þessum aldri séu smituð. Eignist smitaðar konur börn, ann- aðhvort af ráðnum hug eða af slysni, þurfa þær að horfast í augu við að vera mismunað á öllum svið- um. Sökum fáfræði er ástandið sér- staklega slæmt í dreifbýli. Börn þessara kvenna eru félagslega ein- angruð, framtíð þeirra er ótrygg og mörg verða munaðarlaus áður en þau eiga nokkra möguleika á að sjá sér farborða sjálf. Dæmin hér að framan einskorð- ast ekki við þróunarlöndin. Lífs- gæði fólks í iðnríkjunum eru einnig misjöfn. í Bandaríkjunum er HIV- smit margfalt algengara meðal svartra karla en meðal hvítra kvenna og HlV-smit er vaxandi vandamál meðal frumbyggja í Kanada. Almennt er álitið að jafn- ræði meðal fólks sé óvíða meira en á Norðurlöndunum. Til grundvallar því jafnræði liggur fyrst og fremst jafn réttur til menntunar og jafnt aðgengi að heilbrigðis- og félags- þjónustu. Þessari skipan mála í vel- ferðarmálum var komið á af hug- sjón og það dugir ekkert minna en hugsjón til þess að viðhalda henni. Þó lífsgæði teljist góð hér á landi er langt því frá að allir íslendingar njóti sömu lífsgæða. Fátækt er staðreynd og af öllum sólarmerkj- um að dæma fer hún vaxandi. Kon- ur, karlar, drengir og stúlkur verða fyrir ofbeldi, oft af völdum nákom- inna. Misnotkun vímuefna og þau félagslegu og efnahagslegu vanda- mál sem að henni stuðla og henni fylgja eru til staðar. Alnæmi hefur, og verður að hafa, áhrif á þankagang okkar og hegð- un. Það er langt því frá að við höf- um sigrast á vandanum. Forvarnar- aðgerðir verða enn um sinn okkar meginvopn. Talsverðar breytingar eru að verða á forvamarstarfí. Skilningur fólks á þeim flóknu fé- lagslegu, menningarlegu, pólitísku og efnahagslegu öflum sem móta faraldurinn hefur aukist. Sérstak- lega hafa mönnum orðið ljós tengsl- in á milli félagslegs misréttis og varnarleysis gegn HlV-smiti. Fræðsluherferðir, hlaðnar upplýs- ingum, eru að víkja fyrir tilraunum sem miða að því að virkja og styrkja mismunandi hópa í baráttunni við sjúkdóminn. Boðskapurinn er, að vísindamenn eiga ekki að ákveða hvað er best fyrir aðra. Þeir eiga fremur að miðla tiltækum upplýs- ingum og styrkja starf þjóðféiags- hópa í að bregðast við vandanum. Jafnframt þessu eru augu fólks að opnast fyrir því að baráttan við ai- næmi er hluti af miklu víðtækari baráttu sem snýst um ójöfnuð, skort á umburðarlyndi og óréttlæti. Höfundur er landfræðingvr og starfsmaður Landlæknis- embættisins. Kanaríveisla 20. október með Sigurði Guðmundssyni i frá kr. 4T >632 Heimsferðir hefja nú aftur haustferðir sínar til Kanaríeyja þann 20. október og er okkur ánægja að bjóða ótrúlega hagstæð tilboð í sólina þar sem þú nýtur hins besta á Kanaríeyjum og flýgur þangað í beinu flugi Heimsferða. Við kynnum nú glæsilega nýja gististaði og nú býður Sigurður Guðmundsson Heimsferðafarþegum spennandi dagskrá í sólinni, leikfimi og kvöldvökur sem gera ferðina ógleymanlega. Bókaðu strax - aðeins fyrstu 50 sætin á sértilboði, til 23. ágúst Fyrstu 50 sætin á sértilboði, til 23. ágúst Vinsælasta hótelið - Corona Blanca Verð kr. 47.632 rsrsjp oktober ._ Verð kr. Brottför 20. október - 4, 5 vikur 19. nóvember - vika 26. nóvember - 3 vikur Sigurður Guðmunds- son býður spennandi dagskrá í vetur. 59.960 M m [ HEIM SFI Fjöldasöngur Morgunleikfimi wbÆ Austurstræti 17 • sími 562 46 00 Sigríður Haraldsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.