Morgunblaðið - 14.08.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.08.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1996 27 MINNINGAR + Ólafía Guðna- dóttir fæddist í Reykjavík 28. nóv- ember 1944. Hún lést 6. ágúst síðast- liðinn í Sjúkrahúsi Reykjavíkur. For- eldrar hennar voru Guðni Sveinsson, f. 19.10. 1912, d. 9. 2. 1987, og Ólafía Sig- urðardóttir, f. 4.10. 1913. Guðni og Ólafía slitu samvist- ir og hún giftist þann 14. júlí 1957 Benedikt Bjarna- syni, f. 23.12.1915, d. 3.10.1991, og gekk hann börnum Ólafíu í föðurstað. Hálfsystkini Ólafíu sammæðra eru Ingólfur, f. 26.11. 1931, Sigurbjörg, f. 18.2. 1933, Ólafur, f. 8.8. 1934, d. 19.11. 1988, Magnfríður Perla, f. 9.8. 1936, Kristinn Adolf, f. 23.1. 1939, Guðni Steinar, f. 1.3. 1940, Arnbjörg Sigríður, f. 22.5. 1941 og albróðir Ólafíu er Gústav Adolf, f. 21.7.1947. Hálf- systkini Ólafíu samfeðra eru Lísa, Þórunn Dagmar, Guðbjörg Ólína og Gunnar Konráð Berg. Ólafía giftist Erlendi Þórðar- syni hinn 15. maí 1965, en þau slitu samvistir 1975. Fyrir Kveðja frá börnum Við minnumst elskulegrar móður okkar með hlýhug í hjarta. Margar ljúfar minningar munu ylja okkur er við hugsum til hennar með sárum söknuði. Okkur systkinin langar fyrir hönd móður okkar að þakka Systu og Hjalta, Guðnýju og Kidda og Ólafíu ömmu fyrir ómælda aðstoð í gegnum árin. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja' í friðarskaut. (V. Briem.) Þórður, Guðlaug og María Dröfn. Hinn 4. júlí síðastliðinn kvaddi ég tengdamóður mína, hana Ollý, á flugvelli í Vancouver í Kanada. Eigi hvarflaði að mér að þetta væri okkar hinsta kveðjustund, en rétt rúmum mánuði síðar var hún kölluð yfir í næsta heim. Er ég rita þessi orð við eldhúsborðið í Iðufellinu, kemst ég ekki hjá að láta hugann hvarfla tólf ár aftur í tímann þegar ég var að eltast við hana Gullu, hjónaband eignaðist Ólafía Hjalta Reyni Ragnarsson, f. 31. 7. 1961, hann er al- inn upp af Sigur- björgu og Hjalta, manni hennar. Hjalti er í sambúð með Jónu Guð- mundu Ingadóttur, búsett á Isafirði. Dóttir Hjalta er An- íta María, f. 15.6. 1983. Ólafía og Er- lendur eignuðust þrjú börn sem eru: 1. Þórður, f. 15.10. 1964, í sambúð með Piu Luoto, f. 7.11. 1972, búsett í Svíþjóð. Sonur þeirra er Emil Andri, f. 2.1. 1995. 2. Guðlaug, f. 26.5. 1967, gift 14. 12. 1986 Vilhjálmi Wiium, f. 17.12. 1964, búsett í Kanada. Dætur þeirra eru Dagmar Ýr, f. 4.6. 1988 og Tinna Rut, f. 20.4. 1992. 3. Mar- ía Dröfn, f. 27.9. 1971, giftist 16.7. 1994 Ásgeiri Ingólfssyni, f. 23.8. 1969, búsett í Hnífsdal. Börn þeirra eru Alexandra Þöll, f. 4.10. 1990 og Ingólfur Amar, f. 7.2. 1993. Útför Ólafíu fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. dóttur hennar Ollýjar. Tilvonandi tengdamóðir mín tók mér vel, hún virtist vera fijálslynd í besta skiln- ingi þess orðs og engu lík þeirri ímynd tengdamóður sem oft birtist á teiknimyndasíðum dagblaða. Kom í ljós að þetta mat mitt á henni var rétt og reyndist hún mér ætíð vel. Aldrei bar á neinu kynslóðabili milli okkar og átti hún mjög auðvelt með að setja sig í spor okkar unga fólks- ins. Eg gæti ritað margt gott og skemmtilegt um Ollý, en í þessum línum langar mig að minnast nýaf- staðinnar heimsóknar hennar til okkar í Kanada þar sem ég og Gulla höfum búið síðustu fimm árin. Nokkuð þótti Ollý súrt í broti að við skyldum búa þetta langt frá henni, sérstaklega vegna þess hversu lítið samband hún gat haft við barnabörnin sín, þær Dagmar Ýr og Tinnu Rut. Henni auðnaðist þó að heimsækja okkur tvisvar, fyrst þegar Tinna Rut fæddist, og síðan núna í sumar. Heimsókn hennar í sumar var skemmtileg fyrir margra hluta sakir. Þar sem hún hafði kom- ið til okkar áður, þá hafði hún séð flesta þá staði í Vancouver sem ferðamenn heimsækja og því var miklu af heimsókn hennar varið til þess að sitja frameftir kvöldum og spjalla um alla heima og geima. Ollý var fróð um marga hluti og reyndi sífellt að auka þekkingu sína. Mikinn áhuga hafði hún á alls kyns fræðslubókmenntum og minnist ég að hún fínkembdi bókakost okkar og mörg voru kvöldin sem hún gleymdi tímanum og las fram á rauðanótt og oft jafnvel til morg- uns. Hún hafði ákveðnar skoðanir á flestu og gátu hún og Gulla setið stundunum saman og rökrætt hin ýmsu málefni, en mitt aðalverkefni var að lægja öldurnar áður en upp úr syði, því báðar gátu staðið fast á sínu. Yfirleitt voru deiluefnin týnd og tröllum gefín stuttu síðar en ekki brást að nýtt umræðuefni skyti uupp kollinum og aftur reyndi á sátta- hæfileika mína. Mjög vænt þótti Ollý um barna- börn sín og var sú væntumþykja endurgoldin. í samskiptum þeirra sást aftur að hið margumrædda kynslóðabil fannst ekki í samskipt- um við Ollý. Hún fræddi þau um margt, og þrátt fyrir að þjást oft af bakverkjum fór hún eftir megni í göngutúra með Dagmar og Tinnu. Hún svaf í herbergi með þeim og mörg voru kvöldin sem hún hlust- aði á Dagmar lesa fyrir sig íslensk- ar bækur. Fyrir kom að barnið las ömmu sína í svefn. Ollý var mikill náttúruunnandi. Mikið þótti henni til skóganna í Bresku Kólumbíu koma og velti oft fyrir sér hvort einhver leið væri til að rækta aðra eins skóga á ís- landi. Ollý lét bakverki ekki aftra sér frá því að fara í tveggja daga útilegu meðan á dvöl hennar hjá okkur stóð. Þótti henni gaman að fá að eyða annarri nóttinni á tjald- stæði í Bandaríkjunum en þar rætt- ist gamall draumur hennar. Er hald- ið var til baka yfir landamærin, var hún síðan mjög þakklát kanadíska landamæraverðinum sem gaf henni lítinn kanadískan fána til minningar um Kanada. Er nú komið að lokum þessarar kveðju. Langar mig að enda þessar línur á orðum Dagmarar þegar ég spurði hana hvaða minningu hún hefði um ömmu sína. Hugsaði hún sig augnablik um og sagði síðan: „Hún var svo góð.“ Vilhjálmur Wiium. Mig dreymdi mikinn draum: Ég stóð með Drottni háum tindi á og horfði yfir lifs míns leið hann lét mig hvert mitt fótspor sjá. Þau blöstu við. Þá brosti hann. „Mitt bam“, hann mælti, „sérðu þar, ég gekk með þér og gætti þín, í gleði og sorg ég hjá þér var“. Þá sá ég fótspor frelsarans svo fast við mín á langri braut. Nú gat ég séð, hvað var mín vöm í voða, freistni, raun og þraut. En annað sá ég síðan brátt: Á sumum stöðum blasti við, að sporin voru aðeins ein. - Gekk enginn þá við mína hlið? Hann las minn hug. Hann leit til mín og lét mig horfa í augu sér: „þá varstu sjúkur, blessað bam, þá bar ég þig á herðum mér“. (Sigurbjörn Einarsson þýddi) Með þessum ljóðlínum viljum við kveðja þig, kæra dóttir og systir, og þökkum samfylgdina. Hvíl þú í friði. Börnum hennar og aðstand- endum sendum við samúðarkveðjur. Ólafía Sigurðardóttir og systkini. Við söknum elsku bestu Ollýjar ömmu svo mikið, en við vitum að núna er hún orðin engill sem passar okkur öll. Við munum þegar hún fór með okkur í leikhúsið, í útileg- una, og þegar við tíndum ber sam- an. Við elskum þig öll amma mín, og við vitum að þér líður vel hjá Guði og hann passar þig. Dagmar Ýr, Alexandra Þöll, Tinna Rut, Ingólfur Arnar og Emil Andri. OLAFIA GUÐNADÓTTIR Sérfræðingar í blómaskrcylinguin við öll íækifæri rÉ) blómaverkstæði tllNNA^ Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 t Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, JÓN BJÖRNSSON skipstjóri, Bakkavör 5, Seltjarnarnesi, lést á Grensásdeild Sjúkrahúss Reykja- víkur þriðjudaginn 13. ágúst. Jenný Guðlaugsdóttir, Björn Jónsson, Erna Nielsen, Kristín Jónsdóttir, Guðlaugur Jónsson, Sigriður Þorsteinsdóttir. t Faðir okkar, FRIÐGEIR OLGEIRSSON fyrrverandi skipherra, lést í Pretoríu, Suður-Afríku, þann 9. ágúst. Jón Kristinn Friðgeirsson, Ellen Fríða Falkvard Friðgeirsdóttir. t Eiginmaður minn, ÁRSÆLL JÓNSSON frá Viðvik, Héllissandi, til heimilis á Höfðagrund 9, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 16. ágúst kl. 14.00. Anna Sigurún Jóhannsdóttir, Jón Trausti Ársælsson, Ingveldur Þorbjörnsdóttir, Jóhann Ársælsson, Guðbjörg Róbertsdóttir, Þórður Ársælsson, Valdis Ingimundardóttir, Guðrún Marta Ársælsdóttir, Baldur Ragnarsson, Sigrún Ársælsdóttir, Hafsteinn Sigurðsson, Hjörtur Ársælsson, Ester Friðriksdóttir, Fróði Ársælsson, Hafdís Bóra Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Systir mín, INGIBJÖRG H. JÓNSDÓTTIR, Ljósheimum 6, Reykjavik, lést í Landakotsspítala 12. ágúst siðast- liðinn. Páll Jónsson. + Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, SÓLVEIG BALDVINSDÓTTIR, Arnarhrauni 2, Hafnarfirði, sem lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur að- faranótt 9. ágúst sl., verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju, Hafnarfirði, föstu- daginn 16. ágúst nk. kl. 13.30. Erna S. Kristinsdóttir, Guðmundur L. Jóhannesson, Sólveig J. Guðmundsdóttir, Kristín Þ. Guðmundsdóttir, Valdís B. Guðmundsdóttir, Guðlaugur J. Jóhannsson. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐMUNDA SVEINSDÓTTIR, Seljahlíð, áður Jörfabakka 8, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 16. ágúst kl. 15.00. Erna Gunnarsdóttir, Þórsteinn Leó Gunnarsson, Bergljót Frímann Jóhannsd., Kristjana Gunnarsdóttir, Guðmundur G. Pétursson, Hrefna Gunnarsdóttir, Heigi Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNACRONIN, andaðist á Hammersmith Hospital London mánudaginn 12. ágúst. Minningarathöfn á Islandi verður auglýst síðar. Jakobina Cronin, Jóhanna Cronin, John Cronin, Benedikt Cronin, Bill Cronin, Georg Cronin, Philip Cronin, barnabörn og Ólafur H. Ólafsson, Reynir B. Skaptason, Josie Cronin, JulieCronin, Suesan Cronin, Sandra Cronin, barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.