Morgunblaðið - 14.08.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.08.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1996 31 l I I I >| >j > ) ) K > ) > % I > ) > > I > FRÉTTIR Fremur rólegt í Víðidalsá LÚTHER Einarsson leiðsögumað- ur við Víðidalsá segir að fremur rólegt sé yfir ánni í bili. „Það var gott eftir rigningamar, en hefur minnkað aftur. Þá vom að veiðast bæði legnir og nýir stórlaxar og eitthvað af smálaxi, en það verður að segjast eins og er að smálaxinn virðist hafa misst af síðasta strætó og við bíðum því enn þolinmóðir eftir honum. Hann skilar sér þótt seint verði,“ sagði Lúther í sam- tali við Morgunblaðið í gærdag. Hann sagði um 450 laxa komna á land og væru tveir 20 punda stærstir. „Hlutfallið er óvenjugott, 65 prósent er stórlax, 35 prósent smálax. Það gæti þó breyst ef smálaxinn kemur,“ bætti Lúther við. 380 laxar úr Vatnsdalsá Árni Guðbjörnsson leiðsögu- maður við Vatnsdalsá segir að ÓLIV. Ævarsson, 9 ára gam- all, átti varla von á slíkum feng er hann fann linuna stríkka upp í Þingvallavatni á dögunum. um 380 laxar væru komnir á land sem væri heldur skárra en í fyrra. Hins vegar væri erfitt að átta sig á hegðun laxins, því gott vatn væri í ánni, en þrátt fyrir það setti laxinn það fyrir sig að ganga af krafti í gegn um Flóðið upp á tvö efri svæði árinn- ar. „Menn bjuggust við að laxinn færi af stað þegar skilyrði leyfðu, en hann hefur ekki gert það. Þvert á móti hefur hann bakkað aftur, niður fyrir brú og allt niður í Steinsnes. Við sjáum meira að segja lítið af fiski í Hólakvörn, en þar var mikil torfa fram eftir öllu sumri. Það veit enginn hvern- ig á þessu stendur og það botnar enginn í því. Það er þó einhver reytingur í efri ánni og helst að þar veiðist nýrunnir fiskar þessa dagana,“ sagði Árni. Hann bætti við að brögð væru að því að merktir fiskar væru að veiðast neðar í ánni en þeir voru merktir. Frekar rólegt í Vopnafirði Veiði hefur verið fremur róleg í stórám Vopnafjarðar að undan- fömu. Þegar rætt var við Friðþjóf Thorsteinsson kokk í Hvamms- gerði við neðra svæði Selár kom fram að 275 laxar væru komnir á land af neðra svæðinu, en 185 af efra svæðinu. Hafði efra svæð- ið þá verið mun líflegra síðustu daga. Alls gerði þetta 460 laxa. Gústaf Vífilsson veiddi nýverið stærsta laxinn í Selá, 20 punda hæng á maðk í veiðistaðnum Úlfi. Á neðra svæðinu er stærsti laxinn 19 pund. Sigurpáll Guðmundsson veiði- vörður við Hofsá og Sunnudalsá sagði í gær að um 530 laxar væru komnir úr Hofsá og síðustu dagar hefðu ekki verið fjörugir. „Hér hefur verið mjög þurrt og gott veður að undanförnu. Annars er heildarútkoman aðeins betri en í fyrra og þótti þá ekki slæmt,“ sagði Sigurpáll. Siðaráð Lífsvogar Ráðamönn- um ekki sjálfrátt SIÐARÁÐ Samtakanna Lífsvogar hefur sent frá sér ályktun í tilefni af því að fyrirhugað var að sænsk- ur taugaskurðlæknir gerði aðgerð á fjórum íslenskum börnum vegna axlarklemmu í lok júlí sl. Fram hefur komið að ekkert hafi orðið úr komu sérfræðingsins vegna mik- ils kostnaðar. Siðaráðið tekur fram að ráða- mönnum þjóðarinnar geti ekki ver- ið sjálfrátt að þeir skuli ekki leggja sitt af mörkum svo saklausum börnum gefist þau sjálfsögðu mannréttindi að geta séð fyrir sér og sínum í framtíðinni. „500.000 kr. til að framkvæma aðgerð sem gjörbreytir hreyfigetu barnanna getur í raun þýtt stjórfelldan hagn- að fyrir þjóðina vegna lægri ör- orkubóta í framtíðinni til viðkom- andi einstaklinga," segir í ályktun- inni og tekið er fram að lífsham- ingja barnanna velti að miklu leyti á því að þau fái bót meina sinna og það án tafar. „Lokum ekki augunum fyrir þeim mannréttindabrotum sem framin eru hérlendis. Þjóð sem hreykir sér af að beijast fyrir mannréttindum erlendis!," segir ennfremur. Að lok- um er tekið fram að siðaráðið sakni þess að heyra ekki frá umboðs- manni barna í þessu sambandi. Strandamenn í Djúpferð FYRIRHUGAÐ er að gefa Strandamönnum kost á að sigla um ísafjarðardjúp. Farið verður frá Bæjum í ísafjarðardjúpi með feijunni Fagranesi laugardaginn 17. ágúst kl. 13.30. Sigldur verður hringur um Djúpið, ofan Æðeyjar _ meðfram Snæfjallaströnd, fyrir Álftafjörð, Seyðisfjörð og Hestfjörð og komið við í Vigur. I Vigur verður dvalið í um 2 tíma, eyjan skoðuð undir leiðsögn eyjabænda. Hægt verður að kaupa veitingar í Viktoríu- húsi. Frá Vigur er síðan siglt í Bæi. Fararstjóri verður Engilbert Ingvarsson. Hægt verður að fá rútu frá Hólmavík að Bæjum og til Hólmavíkur eftir siglinguna. Áskriftalisti liggur frammi hjá kaupfélaginu á Hólmavík. LEIÐRÉTT Árétting GERÐUR G. Óskarsdóttir fræðslustjóri í Reykjavík vildi koma því á framfæri að gefnu til- efni að hugmynd um skiptingu borgarinnar upp í hverfi og að hvert hverfi hefði sína skólanefnd væri ekki frá sér komin. Hún væri á stefnuskrá Reykjavíkurlist- ans. Hins vegar er hugmyndin um að tónlistarskólar skipti með sér skólahverfum og komi þar upp útibúi hugmynd Gerðar. Hafnargönguhopur leitar öndvegissúlna I TILEFNI af 210 ára afmæli Reykjavíkur 18. ágúst stendur Hafn- argönguhópurinn fyrir gönguferðum næstu þijú kvöld til að minnast fyrstu gönguferðar sem farin var með strönd ness þess sem Reykjavík- urborg og Seltjarnarnesbær standa á. Heimild HGH er sögn í Landnámu um leit Vífils og Karla, þræla fjöl- skyldu Ingólfs og Hallgerður, að öndvegissúlum Ingólfs, segir í fréttatilkynningu. í kvöld, miðvikudagskvöld, 14. ágúst, verður mæting við Miðbakka- tjaldið (stóra tjaldið framan við ■ LEIKJANÁMSKEIÐ á vegum Seltjarnarneskirkju verður vik- una 19. til 23. ágúst. Allir krakkar á aldrinum 6-10 ára eru velkomn- ir. Á námskeiðinu verður ýmislegt á döfinni, farið verður í leiki, bak- að, föndrað, farið í stutt ferðalag og margt fleira. Auk þess læra Hafnarhúsið). Þaðan verður farið í strætisvagn og með honum í Foss- vog. Gangan sjálf hefst kl. 20.30 við Tjaldhól (norður af Nesti). Þar er einnig hægt að mæta í gönguna. Gengið verður út með ströndinni að Bakkavör á Seltjarnarnesi. Á fimmtudagskvöld verður gengið frá Bakkavör með ströndinni út fyr- ir Suðurnes að Gróttu og á föstu- dagskvöldið frá Gróttu niður í Gróf- ina. Mæting í báðar ferðirnar er kl. 20 við Miðbakkatjaldið. í gönguferð- unum verður aðra öndvegissúluna að finna einhversstaðar á leiðinni. börnin bænir og fræðast um kristna trú. Námskeiðin hefjast kl. 10 f.h. og lýkur kl. 17. Aðalleiðbeinandi er sr. Hildur Sigurðardóttir. Nám- skeiðsgjald er 2.500 kr. Skráning og nánari upplýsingar eru í Sel- tjarnarneskirkju alla virka daga frá kl. 11-17. t Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HERMANN MAGNÚSSON fyrrv. stöðvarstjóri Pósts og síma, Hvolsvelli, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í dag, miðvikudaginn 14. ágúst, kl. 13.30. Gyða Arnórsdóttir, Jónas Hermannsson, Helgi Hermannsson, Hermann Ingi Hermannsson, Arnór Hermannsson, Magnús Hermannsson, tengdadætur og barnabörn. Lokað Lokað í dag milli kl. 13.00 og 15.00 vegna jarðarfarar GUÐMUNDAR JÓNSSONAR. Netagerðin Ingólfur - Ingvar & Ari ehf., Boðagranda 2, Reykjavík. Harma hefnt á Norðmönnum skák Gausdal, Norcgi NORRÆNA VISA BIKAR- KEPPNIN í SKÁK Minningarmót um Arnold J. Eikrem, 3.-11. ágúst ÍSLENSKIR skákmenn bættu stöðu sína í norrænu bikarkeppn- inni verulega með árangri sínum á þriðja norræna bikarmótinu í Gausdal í Noregi. Eftir fremur slaka byijun í norrænu bikarkeppninni bættu íslenskir skákmenn stöðu sína mjög verulega á þriðja mótinu af fimm, sem lauk í Gausdal í Noregi á sunnudaginn. Allt ís- lenska Ólympíuliðið var með á mótinu og hrepptu liðsmenn þess fimm af sjö efstu sætum Norður- landabúa. Allir bestu skákmenn Noregs voru á meðal keppenda. Þeir áttu mikilli velgengni að fagna í Reykjavík í mars og var talað um að þeir hefðu fundið sér íslenska skáksmugu. í Gausdal var það þó einungis yngsti norski stórmeistarinn, Rune Djuhuus, sem náði sér á strik. Árangur íslendinga hefði get- að orðið ennþá betri. Hannes Hlífar tapaði fyrir undirrituðum í næstsíðustu umferð og í þeirri síðustu lék hann sig illilega í mát gegn undramanninum Tiger Hill- arp—Persson frá Svíþjóð, sem lánið leikur ávallt við. Þá þjarm- aði Helgi ólafsson líka lengi að Rune Djurhuus en varð að sætta sig við jafntefli. Þröstur Þórhallsson tefldi af öryggi og virðist nú öruggt að hann hafi fullnægt öllum skilyrð- um til að verða útnefndur stór- meistari á þingi FIDE í Armeníu í næsta mánuði. Úrslit mótsins: 1. Margeir Pétursson 7 v. (53,5 stig) 2. Hillarp—Persson, Svíþj. 7 v. (47,5) 3. Rune Djurhuus, Nor. 6'/i v. (51,0) 4. Ronen Har—Zvi, ísrael 6 ’A v. (50,0) 5. Helgi ólafsson 6 ‘A v. (50,0) 6. Þröstur Þórhallsson 6'/s v. (49,0) 7. Jóhann Hjartarson 6 'A v. (48,5) 8. Helgi Áss Grétarsson 6'A v. (47,5) 9. Einar Gausel, Noregi 6 v. (46,5) 10. Heikki Westerinen, Finnl. 6 v. (46,5) 11. Simen Agdestein, Nor. 6 v.(45,0) 12. Igors Rausis. Lettlandi 6 v. (42,5) 13. Hannes H. Stefánsson 5 V, v. (54,0) 14. Peter Heine Nielssen, Danm. 5 'A v. (47,5) 15. Jonathan Tisdall, Noregi 5 'h v. (47,5) 16. Berge Östenstad, Noregi 5 'A v. (47,0) 17. Helge Gundersen, Noregi 5 'A v. (43,5) 18. Stig Gabrielsen, Noregi 5 'A v. (43,0) 19. John P. Wallace, Ástralíu 5 ‘A v. (40,0) Torfi Leósson, Reykjavíkur- meistari hlaut 4 vinninga og varð í 47. sæti. Þátttakendur voru alls 66 talsins, þar af 15 stórmeistar- ar. Agdestein felldur Það var að sjálfsögðu Simen Agdestein, langstigahæsti skák- maður Norðmanna, sem var í fararbroddi norska heimavarn- arliðsins. Hann sigraði ásamt landa sínum Tisdall og Nikolic, Bosníu, á fýrsta bikarmótinu í Reykjavík í mars. En eftir viður- eignina við Helga Áss Grétarsson í fjórðu umferð náði hann sér ekki á strik. Það má segja að Helgi Áss hafi lagt grunninn að velgengni íslendinganna með því að taka Simen úr umferð svo snemma: Hvítt: Helgi Áss Grétarsson Svart: Simen Agdestein Drottningarindversk vörn I. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rf3 - b6 4. a3 - Bb7 5. Rc3 - d5 6. cxd5 - Rxd5 7. Rxd5 - Dxd5 8. g3 - c5 9. Be3 - cxd4 10. Dxd4 — Dxd4 11. Bxd4 Það er snjöll herfræði gegn Agdestein að tefla byijunina ró- lega og áhættulaust. Það er óþarfi að flækja taflið gegn Norð- manninum til að skapa sér vinn- ingsmöguleika. Hann sér jafnan um þá hlið mála sjálfur. Nú byij- ar hann strax að tefla of hvasst og lendir í erfiðleikum. Rétt er 11. — Rd7 og svartur ætti að jafna taflið vandræðalítið. II. - f6? 12. Bh3 - e5 13. Be3 - Bd6 14. 0-0 - Ke7 15. Hfdl - Hd8 16. Rg5!! Það er í sjálfur sér augljóst að þennan riddara má svartur ekki drepa. En snilldin felst í því að riddarinn býr sér ból á e6 þar sem hann eyðileggur gersamlega alla samvinnu svarta liðsins. 16. - Rc6 17. Re6 - Hg8 18. Hacl - g6 19. Hc2! - Ra5 20. b4 — Be4 21. Hc3 - Rb7 Ömurlegur reitur fyrir riddar- ann, leikur sýnir í hve mikum vandærðum svartur er. Nú hlýt- ur fljótlega eitthvað undan að láta. 22. Rc7 - Had8 23. Hc4! - Bf5 24. Bg2 - Bc8 25. Rd5+ - Ke6 26. Rxb6! Þar með hrynur svarta staðan. 26. - axb6 27. Bxb6 - Ke7 28. Bxd8+ - Hxd8 29. Hdcl - Kd7 30. Bh3+ - f5 31. e4! - Bb8 32. exf5 - Rd6 33. fxg6+ - Ke7 34. Hxc8 — Rxc8 35. Hxc8 - hxg6 36. Kfl - Hxc8 37. Bxc8 - Kd6 38. Bb7 - g5 39. f3 - Ba7 40. Ke2 - Bgl 41. h4 og þar sem tímamörkunum er náð gat Agdestein loksins gef- ið sér tíma til _að gefast upp. Þeir Helgi Áss og Agdestein hafa báðir getið sér gott orð fyr- ir knattspyrnuiðkun, þótt sá síðarnefndi hafi nú lagt skóna á hilluna. Helgi Áss sem markvörð- ur íslenska unglingalandsliðsins, en Agdestein lék sem framheiji í norska landsliðinu. Þarna má segja að markmaðurinn hafi snú- ið vörn í sókn. Margeir Pétursson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.