Morgunblaðið - 14.08.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.08.1996, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1996 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Þriggja ára framkvæmdaáætlun skólanefndar Akureyrar Framkvæmdir við Gilja- skóla hefjast á næsta ári Morgunblaðið/Kristján GILJASKOLI er starfræktur í húsnæði leikskólans Kiðagils í Giljahverfi og er leiksvæði skólanna sanieiginlegt. Ekið á árs- gamla kvígu Eyjafjarðarsveit EKIÐ var á ársgamla kvígu fyrir neðan bæinn Teig í Eyja- fjarðarsveit aðfararnótt sunnudags. Kvígan mun hafa skorist illa og var þannig skil- in eftir í blóði sínu á þjóðveg- inum. Annar ökumaður sem átti leið þar um ók fram á kvíguna og lét heimilisfólkið í Teigi vita. Þaðan var hringt til lög- reglunnar á Akureyri sem kom og aflífaði kvíguna sem var frá Kristnesi. Þar var hún í hólfi en slapp úr því vegna þess að hlið var skilið eftir opið. Tónleikar í Deiglunni NÚ í ágúst munu Tristan og Kristín Cardew þverflautuleik- arar halda námskeið fyrir flautunemendur í Tónlistarskóla Akureyrar. Þau eru búsett í París þar sem þau starfa sem tónlistarmenn og við kennslu. Þrátt fyrir annir við nám- skeiðið ætla þau að gefa sér tíma til að halda tónleika og verða þeir í Deiglunni á Akureyri í kvöld kl. 21.00. Á efniskránni verða verk eftir Locatelli, Bricc- ialdi, Hadyn ög de Lorenzo. Þátttakendur á námskeiðinu munu svo halda tónleika í Deigl- unni næsta sunnudag kl. 13.00. EIGNAMIÐLJJNIN .■« SKÓLANEFND Akureyrar hefur lagt fram endurskoðaða fram- kvæmdaáætlun til þriggja ára, þ.e. fyrir 1997-1999. Þar er lagt til að á næsta ári verði kostnaður við framkvæmdir og gjaldfærða fjár- festingu samtals 126 milljónir króna, árið 1998 samtals 165 millj- ónir króna og árið 1999 samtals 105 milljónir króna. I framkvæmdaáætluninni er lagt til að á næsta ári verði hafist handa við 1. áfanga Giljaskóla og fram- kvæmt fyrir 95 milljónir króna. Jafnframt er lagt til að á árinu verði 10 milljónum króna varið til hönnunar nýbyggingar við Síðu- skóla og 6 milljónum króna í búnað og frágang jarðhæðar nýbyggingar við Glerárskóla. Nýbygging við Síðuskóla 1998 Skólanefnd leggur til að á árinu 1998 verði framkvæmdum við 1. áfanga Giljaskóla lokið og hafist handa við hönnun 2. áfanga og að til þessara verkefna verði varið 90 milljónum króna. Þá er lagt til að hafist verði handa við nýbyggingu Síðuskóla og framkvæmt fýrir 60 milljónir króna á árinu. A árinu 1999 er í tillögum skóla- nefndar lagt til að 70 milljónum króna verði varið til framkvæmda við fyrri hluta 2. áfanga Giljaskóla. Jafnframt að 15 milljónum króna verði varið í lokafrágang nýbygg- ingar og fleira við Síðuskóla. Giljaskóli í leikskólanum Giljaskóli er yngsti grunnskólinn á Akureyri og tók til starfa sl. haust. Síðastliðinn vetur fór þar fram kennsla í 1. og 2. bekk. í vetur bætist við kennsla í 3. bekk, lausri kennslustofu komið fyrir og verða nemendur um 80 talsins. Giljaskóli er nú í húsnæði leikskól- ans Kiðagils, er þar með þrjár kennslustofur, skrifstofu og vinnu- aðstöðu fyrir kennara. Þá eru skól- arnir með sameiginlega starfs- mannaaðstöðu, sal og útileiksvæði. Halldóra Haraldsdóttir, skóla- stjóri Giljaskóla, segir að samstarf- ið við leikskólann hafi gengið vel og hún á ekki von á öðru en að svo verði áfram. Hún segir þó að stefnt sé að því að taka fyrri hluta 1. áfanga Giljaskóla í notkun haustið 1997. Fyrsti áfangi er um 1850 fermetra bygging með 10 kennslu- stofum auk sérdeildar og skal fram- kvæmdum við hann lokið árið 1998. Giljaskóli verður fullbúinn, grunnskóli nemenda í 1.-10. bekk, með tvær bekkjadeildir í hveijum árgangi og alls um 500 remendur þegar mest er. Skólinn verður full- búinn um 4.500 fermetrar að stærð og er heildarkostnaður áætlaður yfir 500 milljónir króna. Ábyrp |ijómLsta í áratii”i Sími 588 9090 - Fax 588 9095 Síðumúli 21. Sverrir Kristinsson, löggittur fasteignasali. Vesturgata/ Framnesvegur Vorum að fá í sölu sérlega fallega 72 fm 2ja herb. ib. í nýlegu litlu fjölbhúsi á góðum stað. Parket. Tvennar stórar svalir. íbúðinni fylgir merkt stæði í bílgeymslu. Áhv. 5 millj. byggsj. Verð 7,5 millj. 6535. Blönduhlíð Vorum að fá í sölu góða 4ra-5 herb. risíb. í fjórbhúsi. Ibúðin hefur öll verið standsett á smekklegan hátt. Nýtt þak og nýir gluggar. Ahv. 3,2 millj húsbréf. Verð 6,5 millj. 6538. Arnarhraun — Hf. — sérh. m/bílsk. Til sölu mjög falleg ca 95 fm 3ja-4ra herb. miöhæö I góöu þríbýli auk 28 fm bílsk. Eldhús og bað. Nýlega innr. Nýtt gler og póstar. Góö staðsetning og góöur garður. Verð 7,9 millj. Nánari upplýsingar gefur: Hraunhamar fasteignasala sími 565-4511. t>rjú glæsileg fyrirtæki 1. Ein glæsilegasta ti'skuverslunin við Lauga- veginn til sölu. Frábærar innréttingar. Góð sambönd. Tölvuská yfir 2000 viðskiptavini. Laus strax. Mjög sanngjarnt verð. 2. Ein stærsta gjafa- og blómaverslun borgar- innar er til sölu. Staðsett við mikla umferðar- götu. Mikið um fasta viðskiptavini. Verslun sem gefur mikla möguleika. 3. ísbúð. Til sölu glæsileg ísverslun sem einn- ig er með mikla sælgætissölu. Mjög góð staðsetning. Kom best út í síðustu verð- könnun. Góð tæki. Vaxandi fyrirtæki. Skipti möguleg. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. llirTTTTTTTT^Ty^ITvrnn SUÐURVERI SÍMAR581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Morgunblaðið/Kristján Risaþota á Akureyrarflugvelli RISAÞOTA Air Atlanta, TF ABD Úlfar Þórðarson, lenti á Akur- eyrarflugvelli í gærdag. Vélin sem er þriggja hreyfla af gerð- inni Tristar og tekur 360 far- þega, er lang stærsta þota sem lent hefur á Akureyrarflugvelli til þessa. Arngrímur Jóhannsson, flug- stjóri og eigandi Air Atlanta og menn hans flugu án farþega í þetta skiptið og stoppuðu aðeins í hálfa aðra klukkustund á Akur- eyri. Þeir voru að kanna aðstæð- ur, flugbraut og annan aðbúnað en Air Atlanta hefur hug á að fljúga frá Akureyri beint til Du- blinar í haust á vegum Samvinnu- ferðar Landsýnar. Á myndinni sést stærðarmun- ur á þotu Air Atlanta og Fokker flugvél Flugleiða. Vatnafræðingar bera saman bækur sínar NORRÆNA Vatnafræðifélagið stendur fyrir ráðstefnu ý. Akur- eyri þessa dagana. í Verk- menntaskólanum eru saman- komnir um 200 vatnafræðingar frá Norðurlöndunum og balt- nesku löndunum þremur. Slík ráðstefna er haldin annað hvert ár og er þetta í fjórða sinn sem ráðstefnan er haldin á íslandi en í fyrsta sinn sem hún er hald- in utan Reykjavíkur. Ráðstefnan var sett í gær- morgun og til stóð að Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra flytti ávarp. Finnur forfallaðist hins vegar og það kom því í hlut Þórarins E. Sveinssonar, forseta bæjarstjórnar Akur- eyrar, að flytja ávarp við setn- inguna. Þórarinn er vel að sér í vatninu, enda stendur fyrirtæki hans Akva einmitt í útflutningi á vatni. Slippstöðin hf. Pólskir járniðn- aðarmenn til starfa SLIPPSTÖÐIN HF. hefur ráðið 12 pólska járniðnaðarmenn til starfa og mættu þeir til vinnu í stöðinni sl. mánudag. Að sögn Inga Björns- sonar, framkvæmdastjóra er ráð- gert að Pólvetjarnir starfi hjá stöð- inni í 5-8 vikur. Slippstöðin réði 10 Pólveija til tímabundinna starfa sl. vor og eru þeir farnir til síns heima. Slippstöðin auglýsti nýverið eftir járniðnaðarmönnum hér innanlands en fékk engin viðbrögð og því var gripið til þess ráðs að leita út fyrir landsteinana. Ingi segir að reynslan af Pólverjunum sé góð og að þeir falli vel að þeirri vinnu sem fram fer í stöðinni. Vel gekk að fá at- vinnuleyfi fýrir hina nýju starfs- menn, enda eru þeir ráðnir í fullu samráði við Félag málmiðnaðar- manna á Akureyri og fulltrúa starfsmanna, að sögn Inga. Verkefnastaða góð Verkefnastaða Slippstöðvarinnar er mjög góð um þessar mundir en fyrirtækið er m.a. að vinna við stór verk í þremur togurum, Árbaki EA, Sunnu SI og Eyborgu EA. Þá var í vikunni skrifað undir samning við Meklenburger Hochse- efischerei, MHF, dótturfyrirtæki ÚA um smíði og uppsetningu á vinnslubúnaði í Eridanus, einn tog- ara fyrirtækisins og verður unnið. við það verk í nóvember og desem- ber. Þá er að sögn Inga í burðarliðn- um samningur við MHF um frekari vinnu við Eridanus. „Við erum farn- ir að bóka verkefni fyrir veturinn og útlitið er því nokkuð bjart fram að áramótum," sagði Ingi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.