Morgunblaðið - 14.08.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.08.1996, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ EINAR SÆVAR KJARTANSSON + Einar Sævar Kjartansson fæddist í Keflavík 4. maí 1962. Hann lést 4. ágúst síðast- liðinn. Einar var sonur Einars Þór- arinssonar, f. 28. sept. 1937, d. 3. maí 1962, og konu hans Auðar Kristófers- dóttur, f. 31. okt. 1938. Kjörforeldrar Einars: Kjartan Kristófersson (móð- urbróðir Einars), f. 30. des. 1931, sjó- maður og síðar vaktmaður í Grindavík, og kona hans Hafdís Guðmundsdóttir, f. 3. sept. 1936, húsmóðir og verkakona í Grindavík. Alsystkini Einars: Þórlaug Einarsdóttir, f. 19. ág. 1957, Þórarinn Einarsson, f. 28. jan. 1959, Amanda Ingibjörg Einarsdóttir, f. 22. júní 1960. Systkini Einars sammæðra: Þórhallur Árnason, f. 26. júlí 1971. Upp- eldissystkini Ein- ars: Þráinn Krist- insson, f. 24. feb. 1961. Valgerður Áslaug Kjartans- dóttir, f. 17. apríl 1968. Þorgerður Kjartansdóttir, f. 10. júlí 1972. Barns- móðir og fyrrver- andi sambýliskona: Angela K. Abbott, f. 26. júní 1972, hús- móðir á Siglufirði. Barn þeirra: Jón Kjartan Einarsson, f. 20. sept. 1990. Unnusta Einars og sam- býliskona: Ingibjörg María Gísladóttir, f. 19. júlí 1969. Börn þeirra: Gísli Dan, f. 28. okt. 1992, og Elín Salka, f. 6. &g. 1994. Útför Einars fer fram frá Digraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. t Elskulegur bróðir minn, mágur og fraendi, RAGNAR ÞORVALDSSON, Munkaþverárstræti 18, Akureyri, er látinn. Jarðarförin auglýst síðar. Ingibjörg Þorvaldsdóttir, Hilmar H. Gíslason, Þorvaldur Kr. Hiimarsson og fjölskylda, Ólafur Gísli Hilmarsson og fjölskylda, Kristín Hilmarsdóttir og fjölskylda, aðrir frændur og vinir. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, MAGNÚS ÞORBJÖRNSSON prentari, Kleppsvegi 62, áður Fálkagötu 22, lést á heimili sínu 12. ágúst sl. Halldóra Aðalsteinsdóttir, Magnús Magnússon, Kristin Valdimarsdóttir, Vilborg Magnúsdóttir, Árni Hannesson og barnabörn. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA KATRÍN ÁRMANN, Ormsstöðum, Norðfirði, sem lést 6. ágúst, verður jarðsungin frá Norðfjarðarkirkju fimmtudaginn 15. ágúst kl. 14.00. Aðalsteinn Jónsson, Hulda Aðalsteinsd. Scheving, Garðar St. Scheving, Jón Þór Aðalsteinsson, Magnea Jónsdóttir, Jakob Sigfinnsson, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir vandamenn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RÓSA ÞORLEIFSDÓTTIR, andaðist 7. ágúst síðastliðinn. Útför hennar fer fram frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 16. ágúst kl. 13.30. Oddur Magnússon, Jóna Guðrún Guðmundsdóttir, Þorsteinn Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. Friður og ró: Aðeins íjarlægur hvinur, frost hvem dag og meira en í gær; að rúðunum hjúfra sig hélublómin í hvítum loga, blindandi skær. Og skíðaslóð einhvers i ótroðnum snjónum er ein til að minna á það, hér og nú að einhvem dag fyrir óralöngu áttum við leið þama ég og þú. (Höf. Anna Akhmatova í ljóða- þýðingu Geirs Kristjánssonar.) Þín elskandi Ingibjörg. Elsku Einar minn, ég sit hér í íbúðinni ykkar Ingu um miðja nótt. Horfi á myndirnar af þér, blómin og kertin og veit að ég get ekki sofið fyrr en ég hef klárað að skrifa þessa grein, fyrir þig. Ég vissi fyrst ekki hvernig hún ætti að vera, en þegar ég er komin hingað i Hraun- tunguna veit ég að það verður ekki á annan hátt en við vorum von að tala saman, við ræddum málin eins og þau voru og eins verður það að vera þó að núna sitji ég hér ein. Ég vissi frá upphafi að þú hafðir barist við erfiðan sjúkdóm og þó einhverjir geti kannski ekki séð þína baráttu og því miður svo margra annarra sem sjúkdóm þá er það samt sem betur fer mín sýn á mál- ið, ekki sist eftir að hafa horft á þína baráttu síðustu mánuði. En þegar við kynntumst var stund milli stríða, ef svo hefði ekki verið hefðuð þið Inga efalaust aldrei náð að hitt- ast. Eg kynntist því frá upphafi þinni réttu persónu sem hafði svo margar góðar og hlýjar hliðar. En því miður held ég að þú hafír aldrei getað séð þær í réttu ljósi sjálfur, þó svo að við hin höfum gert það. Þið Inga áttuð svo margar yndisleg- ar stundir saman og tvö yndisleg börn. Ég veit að þau og þessi tími voru þér svo dýrmæt. Einar minn, ég veit að núna hef- ur þú fundið frið og hvíld, og eins að þú barðist lengi og gerðir allt sem í þinu valdi stóð til að málin þróuðust á annan veg. Megir þú hvíla í friði. Elsku Inga, Gísli Dan og Elín Salka, þið vitið að ég gef ykkur allt sem ég get, ég þarf ekki að taka það fram hér. Ég votta öllum aðstandendum mína dýpstu samúð á erfíðum tíma. Þín mágkona, Sigurlaug. Ég held að í vináttu felist skyndi- leg hughrif, eins konar ást. Þar nægir eitt orð af hendingu, hönd sem er snert. Þó er sárt að skilja, og broddur saknaðar fylgir okkur alla tíð. Það er aðeins eitt sem mig langar til. Að lifa nógu lengi til að endurgjalda þér á einhvern hátt óverðskuldað og takmarkalaust ör- læti þitt. (Pam Brown). Við vorum að koma frá Kaup- mannahöfn hjónin, þegar við feng- um þá frétt að frændi okkar, sem var okkur hjónunum svo kær, væri látinn. Ég skildi ekki þennan mikla kvíða sem ég fékk síðustu tvo dagana. Ég var alltaf með hnút í maganum, ég fann á mér að eitthvað hafði komið fyrir heima. Maðurinn minn las dánartilkynninguna í flugvélinni og hlífði mér við að segja mér frá því uppi í háloftunum. Hann sagði Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar ísíma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR liÓTEli LOFTLEIUIR mér frá þessu á leiðinni frá flugvell- inum. Þú varst að láta mig vita, elsku Einsi minn, svo að þetta kæmi mér ekki svo á óvart. Þú vildir hlífa ölllum. Ég vissi ekki, elsku frændi minn og vinur, hvað þér leið illa síðustu mánuðina þína, þú hefur viljað hlífa frænku þinni við þessari sálarkvöl þinni. Svona varst þú ein- lægur og góður. Ég man svo vel þegar ég sá þig í vöggunni heima hjá Haddý systur, stóru bláu augun þín ljómuðu og það færðist bjart bros yfír allt litla andlit- ið. Sem fylgdi þér svo allt þitt líf, litli prakkarinn þinn. Alltaf spaug- andi. Þú varst svo mikill gleðigjafí. Ég gleymi ekki hvað þið bræðumir voruð samrýndir, þú þessi sprelli- gosi, Þráinn alvörugefínn. Ef eitt- hvað var að þá hugguðuð þið hvor annan. Og svona var það alla tíð, þið voruð mjög samrýndir bræður. Elsku Þráinn minn, Guð styrki þig og blessi og þína fjölskyldu. Elsku Ingibjörg mín. Það var mikil Guðsgjöf að þið skylduð kynnast hvort öðru. Hvenær sem við hjónin hittum ykkur voruð þið geislandi af gleði með litlu bömin ykkar. Og Einsi átti ekki nógu stór lýsingarorð yfir ykkur öll. Þið voruð honum allt og hann lá ekki á því. Ég á núna ekki nógu stór orð til að þakka þér og bömunum ykkar að vera til. Megi algóði Guð og þann sem hann sendi, Jesú Kristur, styrkja ykkur í sorg ykkar, um elskulegan son og góðan kærleiksríkan bróður. Elsku Ingibjörg, Jón Kjartan, Gísli Dan, Elín Salka, Hafdís, Kjartan, tengdaforeldrar og systkini, góður Guð æðri allra skilningi veri með ykkur öllum. Minningin um góðan dreng og brosið hans lifir að eilífu. Gerður og Magnús. Kæri frændi, mér þótti alltaf vænt um þig. Ég man þegar ég var að passa ykkur Þráin i Grindavík. Þið voruð góðir bræður. Ég man ailtaf eftir brosinu þínu bjarta og þegar við fórum upp á róluvöll og lékum okkur saman. Ég man líka þegar þið komuð til Reykjavíkur og heimsóttuð okkur mömmu og ég fór með ykkur Þráin í göngutúr. Þú varst alltaf góður við mig og mér þótti alltaf vænt um þig. Þú bauðst mér í skírnarveisluna þegar þið hjónin skírðuð litlu stúlkuna ykkar. Mér fannst mjög vænt um það. Þú áttir mjög góða konu og falleg og góð börn. Guð blessi þig og minning- una um þig. Elsku Ingibjörg, Jón Kjartan, Gísli Dan, Elín Salka, Hafdís, Kjart- an, tengdaforeldrar og systkini, Guð blessi ykkur og styrki í sorg ykkar. Þín móðursystir, Rós María. Það var erfiður dagur þriðjudag- urinn 6. ágúst sl. þegar hringt var í mig og mér var sagt að Einar Sævar frændi minn væri dáinn. Gat það verið satt, hann sem ég man ekki öðruvísi en glaðan og hressan og hrók alls fagnaðar? Við Einsi vorum miklir vinir, sérstaklega sem börn, við skrifuðumst á og skiptumst á leyndarmálum sem eng- inn vissi nema við tvö. Alltaf hlakkaði ég til að hitta hann og heyra skemmtilega hlátur- inn sem hann átti svo auðvelt með að framkalla og smita alla í kring um sig með. Engum hef ég kynnst sem var eins örlátur og Einsi minn. Alltaf kom hann færandi hendi þegar hann heimsótti mig og fjölskyldu mína bæði meðan við bjuggum fyrir aust- an og eftir að við fluttum til Reykja- víkur. Elsku Einsi minn. Núna þegar þú ert farinn, renna allar góðu minn- ingarnar í gegnum huga minn og þú átt alltaf þitt pláss í hjarta mínu og aldrei hefði mig grunað að það væri í síðasta skipti sem við sæj- umst einn sólríkan og fagran sumar- dag og þú varst með Ingibjörgu, sem þú varst svo stoltur af, og Gísla litla syni ykkar. Elsku Ingibjörg, Gísli Dan, Elín Salka og Jón Kjartan. Guð gefi ykkur styrk til að ganga í gegnum sorgina og sársaukann. Elsku Haf- dís, Kjartan, Þráinn, Áslaug, Þor- gerður, Gísli, Elín og fjölskyldur. Okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hlíf Elfa og fjölskylda. Gráttu nú barn mitt, gráttu eins og þig lystir. A gólfinu liggja brotin gullin sem þú misstir. Himinbláu augun í heitum tárum fljóta, góðu bömin gráta, er gullin sín þau bijóta. Heimurinn jafnan hæðir hláturmilda drengi: - - Gráttu meira, góði, gráttu heitt og lengi. (Böðvar Guðlaugsson) „Sorgin er gríma gleðinnar. Og lindin, sem er uppspretta gleðinnar, var oft full af tárum. Og hvernig ætti það öðruvísi að vera? Þeim mun dýpra sem sorgin grefur sig í hjarta manns, þeim mun meiri gleði getur það rúmað.“ Einar Sævar, frændi minn er dáinn. Margs er að minnast og mik- ils að sakna. Einar var frændrækinn og alltaf fann maður hlýjuna og ástina frá sönnum frænda. Hann var töluvert inni á mínu æskuheim- ili þega við vorum börn og alltaf var tilhlökkunin mikil þegar von var á Einsa austur; gleðin og hláturinn og alltaf þessi djúpa hlýja. Hann geymdi barnið í sjálfum sér. Spurði hreint út og svaraði að sama skapi eins. Við áttum samleið líka sem ungl- ingar og mikið þótti mér vænt um að eiga góðan frænda þegar ég var komin suður i skóla og leigði með vinum að austan, íbúð í Reykjavík. Þa var Einar Sævar á sjó og gaf sér oft tíma til að heimsækja okkur og kannski að skreppa á ball, ekki stóð á því að Einar Sævar byði fá- tækum skólastelpum og þurfti ég oft að hafna peningum frá frænda, því hann ætlaði að sjá til þess að ekki væri hungur á bænum. Þannig var Einar Sævar; gaf, en átti erfítt með að þiggja. Þau hjörtu hljóta að vera til sem eru skyggn á okkar innsta eðli og treysta á okkur, þótt heimurinn snúi við okkur baki. (úr bókinni Vinátta) Elsku Ingibjörg, Gísli Dan, Elín Salka og Jón Kjartan. “Ástlaus er- um við dauðleg, ódauðleg þegar við elskum." Ást hans er ódauðleg til ykkar. Elsku Hafdís, Kjartan, Þráinn, Áslaug, Þorgerður, Gísli, Elín og fjölskyldur. Okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Guð blessi ykkur á sorgar- stund. Hrefna Gerður, Jóel og börn. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Með hryggðarhug sem aldrei fyrr Iyfti ég pennanum. Minningarnar flæða um hugann er ég leitast við að finna viðeigandi kveðjuorð fyrir Einar vin minn. Eðlilegast finnst mér að þakka honum góðar stundir sem við áttum saman. Vinátta er jú kærkomin gjöf hveijum einstaklingi. Sérstök var okkar vinátta að því leyti að hún var án skilyða. Það hæfði vel þeim að- stæðum og því ástandi sem við gömlu vinimir vorum lagnir við að skapa okkur á þeim tímum víns og rósa. Það sem aldrei gleymist var hans einstaka skopskyn ofar öllu og kær- leikslyndi. Því síður gleymir maður ást hans til hennar Ingibjargar sinnar og barnanna fögru. Óspar var hann á hylli þeirra. Með einlægni og auðmýkt bið ég vorn æðri mátt um styrk fyrir ykk- ur ástvini hans í sorginni þungu. Grétar og Díana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.