Morgunblaðið - 14.08.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.08.1996, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Andófsmenn handteknir vegna óeirða í Indónesíu Verða ákærðir fyrir byltingartilraun Jakarta. Reuter. HER Indónesíu skýrði frá því í gær að nokkrir af tíu andófsmönn- um, sem hafa verið handteknir vegna óeirða í Jakarta í síðasta mánuði, yrðu ákærðir fyrir tilraun til að bylta stjórn landsins. Budiman Sudjatmiko, ieiðtogi Lýðræðislega þjóðarflokksins (PRD), og níu aðrir félagar í flokknum voru handteknir á mánudag og sakaðir um að hafa skipulagt óeirðimar 27. júlí, hinar mestu í Indónesíu í 24 ár. Þeir eiga yfir höfði sér dauðadóm verði þeir sakfelldir. Stjórn Indónesíu hefur bannað starfsemi Lýðræðislega þjóðar- flokksins, sem var stofnaður form- lega 22. júlí. Suharto forseti hefur sakað flokkinn um að tengjast Kommúnistaflokki Indónesíu, sem hefur einnig verið bannaður, og segir að markmið hans sé ekki að koma á lýðræði, heldur aðeins að bylta stjórninni. Fréttaskýrendur segja stjórn- ina gera allt of mikið úr þætti Lýðræðislega þjóðarflokksins í óeirðunum, sem blossuðu upp þegar lögreglan réðst inn í höfuð- stöðvar Lýðræðisflokksins (PDI), eins af þremur flokkum sem eru löglegir í landinu. Lýðræðislegi þjóðarflokkurinn sé aðeins með um 200 félaga, aðallega náms- menn, og í raun engin ógnun við stjórnina. „Þetta er aðeins kænskubragð af hálfu stjórnarinnar, að gera úlfalda úr mýflugu," segir stjórn- málaskýrandinn Arief Budiman. Hann telur að þannig vilji stjórnin draga athyglina frá undirrót óeirð- anna, óánægju verkamanna og millistéttarfólks með misskiptingu auðsins og auðsöfnun barna og bandamanna Suhartos forseta. Líkt við McCarthy Saksóknari yfirheyrði á mánu- dag þekktasta rithöfund landsins, Pramoedya Anata Toer, vegna þess að hann þáði verðlaun frá Lýðræðislega þjóðarflokknum í síðasta mánuði. Pramoedya er 71 árs og hefur setið í fangelsi í alls 17 ár þótt hann hafi aldrei verið ákærður eða dæmdur. Hann hefur skrifað rúmlega 30 bækur, sem sumir telja verðskulda Nóbelsverðlaun, og flestar þeirra hafa verið bann- aðar. Pramoedya var haldið í fangelsi í 14 ár tii ársins 1979 vegna gruns um að hann væri kommúnisti. Reuter Pramoedya Anata Toer Hann segir ekkert hæft í ásökun- um stjórnarinnar um að Lýðræðis- legi þjóðarflokkurinn eigi rætur að rekja til kommúnisma. „Þeir nota alltaf orðið kommúnisma til að geta ráðist á fólk sem þeim er í nöp við,“ segir hann. „I kalda stríðinu var aðeins einn McCarthy í Bandaríkjunum sem elti meinta kommúnista. Nú þegar kalda stríðinu er lokið þar er háð kalt stríð hér í Indónesíu og hver ein- asti embættismaður landsins er orðinn að McCarthy.“ Erbakan segir við- ^ skipti við Irani eðlileg NECMETTIN Erbakan forsætis- ráðherra Tyrklands kom í gær í þriggja daga opinbera heim- sókn til Pakistans og var mynd- in tekin er Farooq Leghari for- seti (t.v.) o g Benazir Bhutto for- sætisráðherra tóku á móti hon- um í forsetahöllinni í Islamabad. Erbakan kom þangað frá Teher- an í Iran þar sem hann undirrit- aði samninga um kaup á gasi fyrir 23 milljarða dollara, jafn- virði 1.518 milljarða króna. Bandaríkjamenn hafa lagt að Tyrkjum að hætta við kaupin en Erbakan sagði í gær að ekkert væri eðlilegra fyrir Tyrki en eiga viðskipti við bræðraþjóð sína írani. Reuter Hæstiréttur Danmerkur úrskurðar Evrópusambandsandstæðingum í hag Fá að höfða mál vegna Maastricht KaupmannahÖfn. Morgunblaðið. HÆSTIRÉTTUR Dana hefur úr- skurðað að hópur ESB-andstæð- inga eigi kröfu á að mál þeirra, um að forsætisráðherrann hafi brotið stjórnarskrána með því að skrifa undir Maastricht-sáttmálann, verði tekið fyrir dóm. Ólíklegt þykir að forsætisráðherra verði dæmdur fyr- ir stjórnarskrárbrot, en úrskurður- inn þykir marka tímamót í dönsku réttarkerfí, því að hingað til hafa dómstólar ekki vefengt lagasetn- ingu. Nú þykir sýnt að óbreyttir borgarar geti höfðað mál, ef þeir álíta að danska þingið hafi sett lög er bijóti í bága við stjórnarskrána. Á sínum tíma var bent á að lögin um skil handritanna væru einmitt trygg, því ekki væri venja að Hæsti- réttur úrskurðaði lög ógild. Hæstiréttur hefur aldrei úrskurðað gegn þinginu Ýmsir ESB-andstæðingar hafa lengi haldið því fram að við undirrit- un Maastricht-sáttmálans hafi Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra brotið stjórnarskrárákvæði, þar sem í sáttmálanum felist að Danir láti ESB eftir meira af fullveldi sínu en stjórnarskráin heimili. Árið 1993 stefndu ellefu ESB-andstæðingar forsætisráðherra fyrir stjórnar- skrárbrot, en ári síðar vísaði Eystri landsréttur málinu frá með þeim rökum að enginn stefnanda hefði orðið að þola persónulegt tjón. Með öðrum orðum hafnaði dómstóllinn því að borgarar gætu á almennum forsendum látið reyna á hvort um stjórnarskrárbrot væri að ræða. Málinu var skotið til Hæstaréttar, sem í fyrradag úrskurðaði að málið mætti taka fyrir og verður það þá gert fyrir landsrétti. Hæstiréttur hefur því ekki fallist á rök stefnenda, heldur einungis fallist á að rétt sé að láta reyna á hvort undirskrift Maastricht-sátt- málans stangist á við stjórnar- skrána. Þar með hefur Hæstiréttur viðurkennt að almennir borgarar geti látið reyna á hvort stjómar- skráin sé brotin, jafnvel þó málið snerti ekki hagsmuni þeirra í þrengsta skilningi. Hingað til hefur Hæstiréttur aldrei úrskurðað að dönsk lög stangist á við stjórnar- skrána og þá heldur ekki þegar andstæðingar handritaafhendingar létu reyna á fyrir dómi hvort lögin 1965 um handritaskil stönguðust á við stjórnarskrána. Seinkar staðfestingu nýs ESB-sáttmála? Danskir lögspekingar benda á að þessi breytta afstaða Hæstarétt- ar nú sé samhliða evrópskri þróun almennt, þar sem dómstólar taki sér sjálfstæðara hlutverk í lagatúlk- un. Þeir samþykki ekki lengur sjálf- krafa að lög, sem þjóðþingin setji, standist, heldur leggi á þau sjálf- stætt mat. Hinu almenna gildi dómsins hef- ur verið fagnað bæði af stuðnings- mönnumg og andstæðingum ESB. Bent er á að með honum fái stjórn- málamenn og löggjafarvaldið verð- ugan og óháðan mótleikara. Það geti einfaldað meðferð ýmissa deiluefna að skjóta þeim til Hæsta- réttar, í stað þess að setja upp til- viljanakenndar rannsóknarnefndir og -dóma með óljósum ákvæðum. Hins vegar gæti dómurinn nú seinkað staðfestingu nýs ESB- sáttmála, sem væntanlega verður niðurstaða yfirstandandi ríkjaráð- stefnu. Henni lýkur ekki fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári, en bara dómsmeðferð væntanlegrar máls- höfðunar tekur varla skemri tíma en tvö ár og síðan mun væntanlega reyna á niðurstöðuna fyrir ESB- dómstólnum. í samtali við danska útvarpið í gær sagði Ove Fich, formaður Evrópunefndar danska þingsins, að tími væri kominn til að aðlaga dönsku stjórnarskrána að breytt- um aðstæðum, en hún er frá 1953. Taka þyrfti tillit til þess að vegna alþjóðlegrar samvinnu, til dæmis á sviði umhverfis- og mannréttinda- mála, hefðu Danir skuldbundið sig til samstarfs og létu þar með af hendi fullveldi á einstökum svið- um. Spinola látinn ANTONIO de Spinola mar- skálkur, fyrsti forseti Portúgals eftir byltinguna 1974, lézt á sjúkrahúsi í Lissabon í gær, 86 ára að aldri. Spinola var vinsæl stríðs- hetja úr lang- vinnum ný- lendustríðum Portúgals í Afríku. Þeg- ar arftökum einræðisherrans Salazars, Americo Thomaz forseta og Marcelo Caetano var bolað frá völdum af ungum liðsforingjum þann 25. apríl 1974 og bundu þannig enda á nærri hálfrar aldar hægrisinnaða valdstjórn í landinu, tók Spinola við for- setastólnum. Hann sat reyndar ekki nema 5 mánuði á honum vegna óánægju með róttæka vinstristefnu herforingjanna sem þá stjórnuðu og áætlana þeirra um að leysa upp ný- lenduveldi Portúgala. Hann flúði til Brasilíu en sneri aftur heim 1976 og tók þá sæti í sérstöku ríkisráði sem veitti forseta lýðveldisins ráðgjöf. Nóbelstofnun kærð ALÞJÓÐLEGA tölvufyrirtækið Eurodex stefndi í gær hinni virtu sænsku stofnun Karol- inska Institutet, sem hefur umsjón með veitingu Nóbels- verðlaunanna í læknisfræði, fyrir að nota stolinn hugbúnað. Lögmenn Eurodex, sem hefur einkarétt á dreifingu umrædds hugbúnaðar á Norðurlöndum, halda því fram, að stofnunin noti ólögleg afrit af tölfræðifor- ritinu StatView við rannsóknar- störf sín. Talsmenn stofnunar- innar tjáðu sig ekki um málið í gær. Gegn spill- ingu í Kína KÍNVERSKIR ráðamenn til- kynntu í gær, að hleypt hafi verið af stokkunum nýrri her- ferð gegn spillingu í röðum háttsettra kínverskra embætt- ismanna. Herferðin beinist fyrst og fremst að rannsókn á mis- beitingu valds yfir eignum og mútuþægni. Herferðin nær til 10 héraða og 15 ráðuneyta, sagði í tilkynningu Xinhua- fréttastofunnar. Læknir vill ógilda götu- blaðssamning KYPROS Nicolaides, kvensjúk- dómalæknirinn sem hefur um- sjón með Mandy Alwood, brezku konunni sem gengur með áttbura og hyggst reyna að fæða þá, mæltist til þess í gær, að samningurinn sem Alwood hefur gert við götublað eitt verði ógiltur. Að sögn hljóð- ar samningurinn sem Alwood gerði við The News of The World upp á greiðslu einnar milljónar punda, um 104 millj- óna króna, fyrir einkarétt á sögunni af meðgöngunni og fæðingunni, sem er mikið hættuspil. Samningurinn hefur verið fordæmdur m.a. af þing- mönnum, sem kalla hann „verstu sort af ávísanaheftis- blaðamennsku". Antonio de Spinola

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.