Morgunblaðið - 14.08.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.08.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1996 13 Hagnaður Þormóðs ramma nam 104 milljónum króna á fyrri árshelmingi Þormóður rammi hf.. Hriii L i iÚr miiliuDDaiöri 1996 Jan.-júní Jan.-júní Rekstrarreikningur Míiijónir króna 1996 1995 Breyting Rekstrartekjur 1.000 1.008 ■1% Rekstrargjöld 805 785 +3% Rekstrarhagn. f. fjármagnsliði og skatta 195 223 -13% Fjármagnsgjöld (nettó) 0) (28) -68% Afskriftir (82L (811 +1% Hagnaður tímabilsins 104 114 -9% Efnahagsreikningur Miiuónir króna 30/6 '96 30/6 '95 Breyting | Eignir: \ Veltufjármunir 917 542 +69% Fastafjármunir 1.581 1.417 +12% Eignir samtals 2.498 1.959 +28% I Skuldir og eigið fé: \ Skammtímaskuldir 358 289 +24% Langtímaskuldir 809 887 -9% Eigið fá 1.332 783 +70% Skuldir og eigið fé samtals 2.499 1.959 +28% Kennitölur 1996 1995 Eiginfjárhlutfall 53% I Veltuf járhlutfall 2,56 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 161 171 -6% Minni hagn- aður vegna lækkandi rækjuverðs HAGNAÐUR Þormóðs ramma hf. nam 104 milljónum á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Er það 10% minni hagnaður heldur en á sama tímabili í fyrra, en þá nam hagnað- urinn 114 milljónum króna. Sam- kvæmt milliuppgjöri var velta fyr- irtækisins rúmur milljarður sem er tæplega 1% lækkun. Allar helstu lykiltölur úr milliuppgjöri Þormóðs ramma koma fram á meðfylgjandi korti. í frétt frá Þormóði ramma segir að rækjuveiðar og -vinnsla séu sem fyrr meginþáttur í rekstri félagsins. Verð á pillaðri rækju hafi lækkað frá fyrra ári og það skýri minni hagnað en á sama tíma í fyrra. Aftur á móti er verð á öðrum rækju- afurðum, s.s. sjófrystri rækju fyrir Japans- og Evrópumarkað, mjög hátt. Unnar Már Pétursson, skrifstofu- stjóri Þormóðs ramma, segir hagn- aðartölumar tala sínu máli, „þetta er ívið lakari afkoma heldur en í fyrra en að mörgu leyti viðunandi. Við reiknum ekki með því að rækju- verð hækki en búumst samt við við- unandi afkomu á síðari hluta árs- ins.“ Hlutafé aukið á tímabilinu Yfirmenn Dresdner- banka fá sekt eða fangelsi Frankfurt. Reuter. ÞÝZKUR dómstóll hefur skipað tveimur háttsettum starfsmönnum Dresdner Bank AG að taka út fangelsisrefsingu eða greiða þunga sekt fyrir að ýta undir skattsvik að sögn saksóknarans í Koblenz. Sakborningarnir, forstöðumað- ur aðalútibúsins í Koblenz og yfir- maður utanríkisdeildar útibúsins, geta reynt að fá úrskurðinn ógiltan innan tveggja vikna. Ef þeir gera það ekki verður útibússtjórinn að afplána fjögurra Veittu viðskiptavini aðstoð við undan- skot frá skatti mánaða fangelsisdóm eða greiða 22.5 milljón króna sekt. Félagi hans á yfir höfði sér eins árs fang- elsi eða greiða 13.5 milljón króna sekt. Talsmaður Dresdner-banka vildi ekkert um málið segja. Málið tengist dómi sem við- skiptavinur bankans fékk í febr- úar, fyrsta dómi í tveggja ára skattrannsókn sem Dresdner og fleiri bankar reiddust af því að þeir töldu að um óréttmæta af- skiptasemi yfirvalda væri að ræða. Mennirnir voru sakaðir um að hjálpa viðskiptavini við undanskot frá skatti með millifærslu til Lúx- emborgar, hinnar vinsælu skatta- paradísar. Viðskiptavinur bankans var dæmdur í 45 mánaða fangelsi og til að greiða 60 milljóna sekt. Eigið fé Þormóðs ramma í lok júní er tæplega 1.332 milljónir og hefur það hækkað um 549 milljónir frá sama tíma í fyrra. í fréttinni kemur ennfremur fram að hlutafé félagsins hafí verið aukið um 20% með útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Auk þess hafí verið boðið út nýtt hlutafé að nafnvirði 100 milljónir króna sem seldist allt til forkaups- réttarhafa fyrir 375 milljónir króna. Á tímabilinu var greiddur 10% arður til hluthafa að upphæð 42 milljónir króna. Þormóður rammi gerir út tvo ís- fisktogara, einn frystitogara og rek- ur rækjuverksmiðju, frystihús, salt- fískverkun og reykhús. Að undanförnu hafa staðið yfír viðræður milli forráðamanna Þor- móðs ramma hf., forráðamanna Haralds Böðvarssonar hf. og Krossavíkur hf. á Akranesi og Mið- ness hf. í Sandgerði um sameiningu félaganna. Útkeyrður eftir @ o -óþægindi? Dráftarbeisl I Isetning á pústkerfum - á meban þú bíburl -þarf að endurnýjc? of þröngt í bílnum? -brotnaði eitthvað? grill bretti húdd stuðarar o.fl. Fjöðrin í fararbroddi i 40 ár BílavörubúSin J< Skeifunni 2 sími: 588-2550

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.