Morgunblaðið - 14.08.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.08.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1996 29 + Hermann Magn- ússon fæddist í Vestmannaeyjum 12. júlí 1921. Hann lést á Landspítalan- um 4. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Magnús Helgason og Magn- ína J. Sveinsdóttir. Hermann var næst- elstur fimm systk- ina en þau eru: Sveinn, loftskeyta- maður, Magnús, fv. alþingismaður og ráðherra, María Ammendrup og Páll, flugmað- ur, sem lést í flugslysi langt um aldur fram. Hermann kvæntist 7. október 1944 eftirlifandi eig- inkonu sinni Gyðu Arnórsdótt- ur, f. 25. maí 1922, Guðmunds- sonar og Margrétar Jónasdótt- ur. Þau hjón eignuðust fimm syni, sem allir eru á lífi. Þeir eru: 1) Jónas, f. 1946, kvæntur Dagbjörtu Theodórsdóttur og eiga þau tvö börn. 2) Helgi, f. 1948, kvæntur Þórdísi B. Jó- hannsdóttur og eiga þau þrjú í dag er kvaddur og borinn til hinstu hvílu Hermann Magnússon, fyrrverandi stöðvarstjóri Pósts og síma á Hvolsvelli. Var hann nýlega orðinn 75 ára, þegar hann lést. Hermann ólst upp hjá foreldrum sínum en var síðar tekinn í fóstur af föðurömmu sinni og -afa, Herdísi og Helga, sem reyndust honum vel og hann talaði ætíð um af mikilli virðingu. Sem ungur maður stund- aði Hermann sveitastörf og alla aðra vinnu, sem til féll á þessum árum, en þá var ekki um auðugan garð að gresja hvað fjölbreytilega atvinnu snerti. En mikii breyting yarð þar á þegar Bretar hernámu Island. Mikil vinna upphófst í kjölfar þess. Meðal annars lögðu þeir her- flugvöll í Kaldaðarnesi í Árnessýslu á bökkum Ölfusár. Þangað lá leið þessa unga manns. Hann keypti sér vörubíl í félagi við annan og þama var keyrt dag og nótt efni í hinn nýja flugvöll. Þetta sumar hafði ráðið sig til starfa í Stóru-Sandvík sem kaupa- kona ung stúlka úr Reykjavík, Gyða Arnórsdóttir. Felldu þau hugi saman og gengu í hjónaband 7. október 1944. Þau eignuðust fimm syni, sem allir eru hinir bestu menn. Eg, sem þessar línur rita, og fjöl- skylda mín, höfum átt því láni að fagna að vinatengsl mynduðust við okkar fyrstu kynni milli fjölskyldna okkar sem enst hafa fram á þennan dag. Á árum áður var farið í sumar- bústað við Álftavatn með allan barnaskarann og dvalið sumarlangt við heldur frumstæð skilyrði, að manni finnst í dag. En þá var öldin önnur og engir erfiðleikar til. Margs er að minnast sem á dag- ana hefur drifið. Ferðir út í Eyjar, þegar þau hjónin bjuggu þar, heim- sóknir á Hvolsvöll. Ævinlega tekið á móti manni eins og höfðingjar væru á ferð og af mikilli gestrisni. Hæst ber þó ferðin til Flórída til Ingu systur hennar þegar Gyða átti sjötugsafmæli. I þeirri ferð naut Hermann sín vel, hann komst á golfvöll annan hvern dag og það var hámark sælunnar. En golf var hans stærsta áhugamál og ber golfvöllur- inn á Strönd gott vitni um það. Nú er komið að leiðarlokum. Þá er að þakka fyrir samfylgdina, sem spannar hálfa öld. Honum eru færð- ar þakkir fyrir vináttu og tryggð, sem hann auðsýndi okkur alla tíð og börnum okkar. Hermann var ekki hávaðasamur í lífi sínu eða kröfugjarn maður. Hann var hinn hægi, prúði séntil- maður. Þakklátur fyrir það sem hann uppskar í lífinu - fyrir börnin sín og góðan lífsförunaut sem hann mat mikil, enda reyndist hún honum stoð og stytta í erfiðum veikindum hans og stóð eins og klettur við börn. 3) Hermann Ingi, f. 1949, maki Guðfinna Sigur- geirsdóttir, áttu þau fjögur börn. Þau slitu samvist- um. Hermann Ingi átti eitt barn áður, en sambýliskona hans er Elísabet Nönnudóttir. 4) Arnór, f. 1954, kvæntur Helgu Jónsdóttur, og eiga þau fimm börn. 5) Magnús, f. 1959, kvæntur Onnu Lindu Sigurðardóttur, og eiga þau fjögur börn. Megin hluta ævi sinnar starfaði Hermann hjá Pósti og síma. Lærði hann símvirkjun á Radioverkstæði Landssímans, setti upp fjöl- símastöðvar vítt og breitt um landið, vann við sæsímann í Vestmannaeyjum og varð að lokum póst- og símstöðvarsljóri á Hvolsvelli. Útför Hermanns fer fram frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. hlið hans þar til yfir lauk. Mætti Island eiga fleiri slíka syni, þá farn- aðist því vel. Kæri vinur. Hafðu þökk fyrir allt og alit. Óðinn Rögnvaldsson. Hermann Magnússon er látinn, og það er komið að kveðjustund. Við sem eftir lifum minnumst hans sem góðs drengs. Þegar ég lít yfir farinn veg og les í þau spor sem við höfum átt saman, finn ég fyrir söknuði í hjarta. Hermann var ekki bara mágur hennar mömmu heldur voru hann og Gyða Arnórsdóttir, kona hans, mér sem bestu fósturforeldrar. Ung- ur að árum fór ég að rölta niður á Bústaðaveg 95. Þar var mér alltaf tekið opnum örmum af ykkur hjón- um og strákunum ykkar. Þeir hafa reynst mér sem bestu bræður. Þeg- ar Hermann og Gyða bjuggu á Birkimel 8 veiktist mamma og ég fluttist til þeirra á meðan. Hermann sá um að keyra mig til og frá skóla í þeim sama Letta og við höfðum svo oft hrist í á leiðinni austur fyrir Ijall á leið í sumarbústaðinn í „Stykk- ið“, þar sem þið ásamt Guðbjarti, Svövu, afa og ömmu höfðuð reist ykkur sumarbústað. Þaðan á ég margar ánægjulegar minningar. Þegar Gyða og Hermann fluttu til Vestmannaeyja var ég hræddur um að fundir okkar yrðu færri. En svo fór þó ekki. I Vestmannaeyjum heillaðist Hermann af golfi ög þau voru ófá skiptin sem ég rölti með honum sem „caddy“. Mörg högg sá ég, sem Hermann hefði viljað gleyma. En eftir allt mitt rölt sem kylfusveinn hjá honum sá ég hann slá holu í höggi á Hvaleyrinni. Sú stund var okkur ógleymanleg. Þegar gosið í Eyjum stóð sem hæst, hringdi ég í Hermann til þess að fá að hvíla mig smá stund á símstöðinni. Þegar ég kom niður á stöð, stóð Hermann fyrir utan í svörtu gosskýinu og veifaði lukt. Þannig visaði hann mér veginn þetta kvöld. Annað kvöld er mér einnig minnisstætt frá gosárinu. Það var á aðfangadag jóla 1973, þegar við borðuðum saman ásamt fleirum í leikfimisalnum uppi í Gagnfræðaskóla. Þessi jólamáltið líður seint úr minni. Að leiðarlokum vil ég þakka þér, Gyðu og strákunum fyrir allar ánægjustundirnar og þá hjartahlýju, sem ég naut á heimili ykkar. Far þú í friði, kæri vinur. Rögnvaldur Óðinsson. Þegar mér bárust fréttir um lát Hermanns Magnússonar fyn-v. sím- stöðvarstjóra á Hvolsvelli, komu ýmsar minningar upp í hugann sem aðallega tengjast samstarfi í félags- málum, en Hermann var einstaklega félagslyndur maður þar sem hann naut liðsinnis og hvatningar konu sinnar Gyðu Arnórsdóttur. Varla er hægt að minnast Hermanns öðru- vísi en Gyða sé höfð þar með, svo samrýnd voru þau hjón, að einstakt þótti. Hermanni kynntist ég nokkru eftir að fjölskylda hans fluttist frá Vestmannaeyjum eftir gos, en þá tók hann við símstöðvarstjórastöðu á Hvolsvelli sem hann gegndi far- sællega meðan hann hafði aldur til. Ég var svo lánsamur að hann réð mig og samstarfsmenn mína til vinnu í símstöðvarhúsinu til við- gerða og endurbóta. Fljótlega tók- ust góð kynni milli okkar sem á félagslega sviðinu hófust með sam- starfi í Bridgefélagi Hvolsvallar og nágrennis og ekki hvað síst með stofnun Kiwanisklúbbsins Dímonar sem stofnaður var árið 1976. Ekki leið á löngu, þar til Hermanni voru falin æðstu störf klúbbsins, allt frá nefndarstörfum til féhirðis, ritara og forseta, en í öllum þessum emb- ættum var hann hin örugga kjöl- festa, íhugull og yfirvegaður og hafði ávallt róandi áhrif á félagana í blíðu og stríðu, auk þess sem kímnigáfa hans og frásagnarmáti hvort sem var á fundum eða öðrum samskomum klúbbsins var einstök og eftirminnileg. Þegar Hermann flutti frá Vestmannaeyjum, en þar hafði hann keppt og starfað í fjöl- mörg ár í Golfklúbbi Vestmannaeyja og unnið þar th fjölmargra verð- launa sem og á íslandsmótum, var það hans fyrsta verk að endurreisa Golfklúbb Heliu þar sem hann gegndi formennsku fyrstu og erfið- ustu árin. Eftir að hafa unnið að landvinningum að Strönd á Rangár- völlum fyrir 9 holu golfvöll, eyddi hann öllum sínum stundum ásamt sonum sínum, konu og öðrum vel- unnurum þessarar vinsælu iþróttar, við að byggja brautir og sjá um hirðu þeirra, sem eftir á að hyggja var einstakt afrek, því maðurinn var ekkert unglamb þá, en hugsjónin því sterkari. Eftir að hafa átt frum- kvæði að uppbyggingu 9 holu vall- ar, var markið sett enn hærra, því Hermann taldi að ef ætti að vera grundvöllur til að goifvöllur bæri sig fjárhagslega, yrði að byggja 18 holu golfvöll, enda landrými nóg. Þetta þótti mörgum bjartsýni mikil, en án þess að orðlengja það frekar, er flestum kylfingum landsins vel kunnugt um hinn vinsæla og frá- bæra golfvöll að Strönd á Rangár- völlum og fullyrði ég, að það eru fyrst og fremst verk Hermanns og einlæg bjartsýni og trú hans á golf- íþróttina og gildi hennar. Ekki ætla ég að rekja hér störf Hermanns frekar fyrir Golfklúbb Hellu, það munu aðrir væntanlega gera, en eitt vil ég þakka Hermanni af heilum hug, að eftir mikla eftirgangsmuni, „tældi“ hann mig með sér á golfvöll- inn sem leiddi til þess að synir mín- ir og ýmsir kunningjar hafa fengið að njóta þessarar vinsælu íþróttar. Að vísu var gerður samningur um að ef ég gengi í golfklúbbinn gengi hann í Stangveiðifélag Rangæinga sem hann og gerði, en þar borgaði hann ávallt árgjöldin sín án þess þó að sinna veiðimálum svo nokkru APÓTEK AUSTURBÆJAR Háteigsvegi 1 BREIÐHOLTS APÓTEK Álfabakka 12 eru opin til kl. 22 —fo— Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Apótek Austurbæjar HERMANN MAGNÚSSON næmi. Að leiðarlokum hérna megin viljum við Dúna og fjölskylda þakka Hermanni Magnússyni frábær og lærdómsrík kynni ásamt með Gyðu. Þá hef ég sérstaklega verið beðinn um kveðjur og þakkir frá Dímonar- félögum fyrir tæplega 20 ára far- sælt og ánægjulegt samstarf. Gyðu, börnum þeirra og öðrum fjölskyldu- meðlimum vottum við dýpstu samúð og biðjum allrar blessunar. Aðalbjörn Kjartansson. Elsku afi minn. Sár er sú tilhugs- un að sjá þig aldrei framar og njóta þeirra heillaráða sem voru ófá gegnum árin þegar við gijónin vor- um að vaxa úr grasi fyrir austan. Þú og amma voruð alltaf svo sam- rýnd og ástfangin að öllum leið vel hjá ykkur. Kaffiboðin, ferðirnar í sumarbústaðinn og kvöldkaffið fyr- ir framan sjónvarpið eru eftir á að hyggja sannkallaðar hamingju- stundir i lífi manns. Mitt í sorginni er manni þó mik- ill styrkur að hafa gefist tækifæri til að kveðja þig og brosið sem færðist yfir andlit þitt er ég hvísl- aði að þér að þú hefðir verið góður afi yljar mér um hjartarætur. Ég kveð þig afi minn með sökn- uði og ég lofa þér að passa ömmu í vetur þannig að þú getir sofið rótt. Theodór Jónasson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÁSGEIR ÞORSTEINSSON, Furugrund 68, Kópavogi, sem andaðist 9. ágúst sl., verður jarð- sunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn 16. ágúst kl. 1 5.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakk- aðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð. Ásta Sigurðardóttir, Ragnar Örn Ásgeirsson, Jónína Ágústsdóttir, Þorsteinn Ásgeirsson, Ingibjörg Ásgrímsdóttir, Helga Ásgeirsd. Thorlacius, Einar Thoriacius, Sigurður Asgeirsson, Guðrún Zóphaníasdóttir, Kristjana Laufey Ásgeirsdóttir, Ólafía Ásgeirsdóttir, Árni Rúnar Sverrisson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ELÍN HALLGRÍMSDÓTTIR, Aflagranda 40, (áðurtil heimilis á Kaupvangstorgi 1, Sauðárkróki), lést á heimili sínu 11. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Neskirkju föstu- daginn 16. ágúst kl. 13.30. Ath. breyttan útfararstað. Sveinn Guðmundsson, Guðmundur H. Sveinsson, Hallgrímur T. Sveinsson, Helga Jónsdóttir, Gunnar Þór Sveinsson, Kristín Sveinsdóttir, Ólafur Stefán Sveinsson, Helga Heimisdóttir, Ingunn Elin Sveinsdóttir, Stefán Magnússon og barnabörn. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR MAGNÚSSON múrarameistari, Hvanneyrarbraut 48, Siglufirði, andaðist í Sjúkrahúsi Siglufjarðar fimmtudaginn 8. ágúst sl. Sigurður Sigurðsson, Stefania Þorbergsdóttir, Hanna Stella Sigurðardóttir, Kristinn Georgsson, Sigrún Sigurðardóttir, Aðalheiður Ósk Sigurðardóttir, Finnbjörn Gislason, Kristfn Ingibjörg Sigurðardóttir, Ármann Sverrisson, Gunnar Sverrir Ásgeirsson, Agnes Ólafsdóttjr, barnabörn og barnabarnabörn. t Við þökkum öllum þeim, sem hafa sýnt okkur vináttu, stuðning og hlýhug vegna fráfalls JAKOBS ÁRMANNSSONAR. Signý Thoroddsen, Bergljót Njóla Jakobsdóttir, Ármann Jakobsson, Sverrir Jakobsson, Katrín Jakobsdóttir, Álfrún Elsa Hallsdóttir, Ármann Jakobsson, Svavar Ármannsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.