Morgunblaðið - 14.08.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.08.1996, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ásdís SENDINEFND Danmerkur í viðræðunum við íslenzka embættismenn í gær. Sitjandi frá vinstri: Jnrgen Robert Lilje Jensen, sendifulltrúi í utanríkisráðuneytinu, Tyge Lehmann, formaður sendi- nefndarinnar og sendiherra, Klaus Kappel, sendiherra Dana á íslandi, og Gideon Jeremiassen, fulltrúi grænlenzku landstjórnarinnar. Danir vonast eftir skjótum sáttum í fiskveiðideilunni Kaupmannahöfn. Morgunblaðid. Davíð Oddsson um samkomulag frá 1988 Hjálpar ekki málstað Islands DANSKIR fjölmiðlar hafa sýnt töluverðan áhuga á fiskveiðideilu Dana og íslendinga undanfarið. Niels Helveg Petersen utanríkisráð- herra sagði í samtali við Morgun- blaðið að ekki væri ástæða til að fjölyrða um deiluna og hann vonað- ist til að löndin yrðu hið fyrsta ásátt um veiðiheimildimar. Í umfjöllun danskra íjölmiðla um deiluna hefur verið bent á að íslend- ingar séu ekki sjálfum sér sam- kvæmir í fiskveiðistefnu sinni, þegar þeir krefjist þess annars vegar að veiða í Smugunni, sem þeir telji al- þjóðlegt hafsvæði, en meini síðan dönskum sjómönnum að veiða á svæði, sem enn hafí ekki náðst sam- komulag um hvernig skuli með- höndla. Helveg Petersen vildi ekki tjá sig um þetta sjónarmið og heldur ekki hvort Islendingar sköðuðu eigin málstað á öðrum vettvangi, heldur sagði að Danir og íslendingar hefðu alla tíð freistað þess að eiga gott samstarf og vísast yrði svo áfram. Aðeins deilur, ekkert stríð Ráðherrann undirstrikaði að mis- vísandi væri að tala um fískiveiði- stríð, heldur væri aðeins um deilur að ræða, sem vonandi yrðu fljótlega leystar. Hann benti á að embættis- mannaviðræðumar nú færu fram að beiðni danskra yfírvalda, enda væri það einlæg ósk stjómarinnar að málið leystist á farsælan hátt eins og norrænum bræðraþjóðum sæmdi. Helveg Petersen lagði áherslu á að samkvæmt skilningi Dana hefðu danskir og grænlenskir sjómenn, sem væru skráðir með grænlenskt leyfi, heimild til að veiða á hinu umdeilda hafsvæði. Dönsk yfirvöld hefðu komið lista yfír viðkomandi skip til skila og stæðu því í þeirri trú að bæði íslenskir sjómenn og þeir grænlensku og dönsku hefðu rétt til veiða á þessum slóðum, þar til úrskurður lægi fyrir um miðlín- una. Eins og kunnugt er taka Dan- ir ekki mark á Kolbeinsey sem viðmiðunarpunkti. DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segist telja að vinnubrögð við gerð hins óformlega samkomulags ís- lands og Danmerkur frá 1988, um framkvæmd landhelgisgæzlu á umdeildum svæðum á mörkum efnahagslögsögu ríkjanna, hafí ekki hjálpað málstað íslands í deilum við Dani um lögsögumörkin. Davíð segir að tilvist hins óform- lega samkomulags hafi ekki verið rædd í ríkisstjórninni árið 1992. Hins vegar hafi Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- og dómsmálaráð- herra, greint frá því á fundi í ríkis- stjóm haustið 1993 að til væri munnlegt samkomulag um efni er snerta lögsögumörk íslands og Færeyja. „Þess vegna kveiktu menn ekki á því strax þegar það er Kol- beinsey," segir Davíð. „Þá var sagt munnlegt samkomulag og enginn sagði frá því að neitt blað væri til.“ Minnisblaðið engum sýnt Forsætisráðherra segir að minn- isblaðið, sem um ræðir og er til í skjalasöfnum íslenzku og dönsku utanríkisráðuneytanna, hafi ekki verið sýnt neinum á sínum tíma. „Ég hygg að það sé ljóst að enginn ráðherra, hvorki fyrrverandi né núverandi, hefur litið þetta skjal augum. Landhelgisgæzlan hefur aldrei séð það. Það er náttúrulega afskaplega vont að menn hafí unn- ið með þeim hætti,“ segir Davíð. Hann segir ljóst að embættis- menn utanríkisráðuneytisins hafí ekki sagt frá því í upphafí að þeir væru með skriflegt skjal í höndun- um. „Látum vera að þeir hefðu haft eitthvert minnisblað fyrir sig, en þetta er pappír sem var í höndun- um á viðsemjandanum. Það var náttúrulega alveg nauðsynlegt að viðkomandi ráðherra og ríkisstjórn- in hefði slíkt skjal og það væri fært til bókar, þótt það væri trúnað- armál, og skráð einhvers staðar þannig að það væri aðgengilegt. Það er það hvergi og þegar ráðu- neytisstjórar fóru yfir málin 1992 og 1993 var þeim beinlínis sagt að til væri munnlegt samkomulag. Það er ekki gott, því að menn geta tal- að saman um það með hvaða hætti grannþjóðir ætla að haga tilkynn- ingum ef eitthvað bjátar á á lög- sögumörkum ríkjanna. Hitt er allt annað mál ef menn eru komnir með einhver skjöl og halda þeim svo bara hjá sér án þess að rétt stjórn- völd viti um málið,“ segir forsætis- ráðherra. Skjalið breytir engu Davíð segist aðspurður telja að vinnubrögð í málinu hafi ekki styrkt stöðu íslands í deilunni við Dani. „Þetta hefur ekki hjálpað. Ég tel reyndar að skjalið hafi ekkert gildi, því að það er alveg óundirritað og bara vélritað blað með engri stað- festingu og liggur í einhveijum lok- uðum skápum. Eina merkið er að með því fylgir sendibréf frá Leh- mann, starfsmanni utanríkisráðu- neytisins í Kaupmannahöfn. Þetta veldur misskilningnum og er slæmt,“ segir ráðherra. Hann segir að skjalið breyti engu um gildi íslenzkra laga um efna- hagslögsöguna. „Hitt er annað mál að Danir eru okkar nánasta vina- og samstarfsþjóð og hafa alltaf sýnt okkur mikla vinsemd í öllum samskiptum á síðari tímum. Það er út af fyrir sig ekki slæm vinnu- regla gagnvart þeirri þjóð að gefa sérstakar aðvaranir ef til árekstra kemur. Það hamlar ekki því að sé þeim viðvörunum ekki sinnt, ber íslenzkum yfírvöldum að halda uppi gæzlu á slíkum hafsvæðum,“ segir Davíð Oddsson. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra um óformlegt samkomulag Islands og Danmerkur Samkomulagið felur ekkert afsal réttinda í sér Morgunblaðið/Ásdís Eiríksgata færð til norðurs UNNIÐ hefur verið við fyrsta áfanga í endurnýjun og endur- byggingu á Skólavörðuholti í sumar. Eiríksgata verður færð til norðurs og hornið sneyttaf um leið og legu Njarðargötu er breytt. „Við þessa aðgerð rýmk- ar mjög svæðið framan við Hnit- björg, safn Einars Jónssonar, þar sem komið verður fyrir skemmti- legum gönguleiðum og gróðri,“ sagði Sigurður Skarpéðinsson gatnamálastjóri. Gert er ráð fyr- ir að gatnagerð verði lokið 1. október og að undirbúningi fyrir gróðursetningu næsta sumar ljúki 15. nóvember en þá eru verklok. Verkið var boðið út og 15,6 milljóna króna tilboði Gísla Magnússonar tekið. Áætlaður heildarkostnaður á árinu er 38 milljónir, sem felur meðal annars í sér efniskostnað og áframhald- andi hönnun. Að sögn Sigurðar hafa farið fram viðræður við rík- ið um framhald verksins en hluti fyrirhugaðra endurbóta nær til Iðnskólans og Hallgrímskirkju og er því samstarfsverkefni rík- isins og borgarinnar. HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir að hið óformlega samkomulag um framkvæmd land- helgisgæzlu á umdeildum hafsvæð- um, sem íslenzkir og danskir emb- ættismenn gerðu árið 1988, feli ekki í sér neitt afsal réttinda yfir fiskveiðilögsögu, hvorki af hálfu Íslendinga né Dana. Samkomulagið hafí verið til þess ætlað að komast hjá árekstrum. Tilurð óformlega samkomulags- ins frá 1988 var rædd á fundi ríkis- stjórnarinnar í gærmorgun og gerði Halldór Ásgrímsson þar grein fyrir málinu. Á röngum stað í skjalasafninu Rætt var um ágreining ríkjanna um lögsögumörkin norður af Kol- beinsey, sem þá var uppi, á fundi danskra og íslenzkra embættis- manna í Reykjavík síðla í nóvember 1988. Niðurstaða samtalanna var skráð á minnisblað. Halldór Ás- grímsson segir að síðustu breyting- ar á texta skjalsins hafí verið gerð- ar af hálfu danska utanríkisráðu- neytisins í ársbyrjun 1989. Það hafí síðan verið sent íslenzka utan- ríkisráðuneytinu í endanlegri mynd. Halldór segir að skjalið, sem um ræðir, hafi alla tíð síðan verið geymt í skjalasafni utanríkisráðuneytisins í Reykjavík. Það hafi reyndar ekki fundizt fyrst í stað í ráðuneytinu, vegna þess að það var lagt á rang- an stað í skjalasafninu, en hafi nú verið vistað á réttum stað. Greint frá í utanríkismálanefnd Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var greint frá niðurstöðu embættismannafundarins á fundi utanríkismálanefndar Alþingis nokkrum dögum eftir að hann fór fram. Embættismaður utanríkis- ráðuneytisins gerði þar munnlega grein fyrir málinu, en engin skjöl voru lögð fram. Halldór Ásgrímsson staðfestir þetta. „Það var fjallað um málið í utanríkismálanefnd 28. nóvember 1988 og rætt nokkuð um það þar,“ segir Halldór. „Áðalatriði málsins að mínu mati er að í þessu skjali felst ekkert af- sal réttinda, hvorki af okkar hálfu né Dana. Þar er hins vegar fjallað um samskipti landanna," segir Hall- dór. „Á þeim tíma, sem þetta ger- ist, í nóvember 1988, var verið að vinna að því að Grænlendingar kæmu inn í loðnusamninginn, sem úr varð 1988. Menn gerðu sér þá vonir um að þetta mál yrði ekki til neinna vandræða á svæðinu norður af Kolbeinsey, því að þá fengju grænlenzk skip, ef þau hygðust hefja loðnuveiðar, ákveðin réttindi í íslenzkri lögsögu. í þessu skjali var yfirlýsing um að menn myndu láta vita, ef það stæði til að taka skip á svæðinu. Segja má að skjal- ið sé fyrst og fremst túlkun á því út á hvað samtalið gekk. Það er enginn formlegur samningur, held- ur er þar Iýst um hvað samtalið snérist." Reynum að komast hjá alvarlegum átökum Halldór segir að einhverjir dansk- ir aðilar virðist hafa misskilið þetta mál og það hafi verið blásið upp í dönskum fjölmiðlum, umfram það sem ástæða sé til. „Sannleikurinn er sá að þessi ágreiningur milli Danmerkur og íslands hefur verið fyrir hendi í rúm tuttugu ár. Menn hafa allan þennan tíma verið að reyna að komast framhjá alvarleg- um átökum út frá því og vilji hefur verið af hálfu beggja þjóðanna að gera það. Að mínu mati er mikil- vægt að menn reyni að gera það áfram, en á sama tíma þurfa menn að sjálfsögðu að leita framtíðar- lausnar. Á þessu stigi málsins sé ég þó ekki hilla undir liana,“ segir ráðherra. Hann segir ljóst að sam- töl embættismanna 1988 haíi verið til þess ætluð að sigla framhjá átök- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.