Morgunblaðið - 14.08.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.08.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1996 19 BENIDORM frá 29.932,- Við bjóðum nú ótrúlegt tilboð á nokkrum sætum í eina viku þann 3. og 10. september þar sem þú getur notið hins besta á Benidorm í góðum íbúðum með einu svefnherbergi fyrir hreint ótrúlegt verð og notið um leið öruggrar þjónustu fararstjóra Heimsferða. Allar íbúðir með einu svefnherbergi, baði, stofu og eldhúsi. Bókaðu strax - síðustu sætin. Verð kr. 29.932, M.v. hjón með 2 börn, 2—11 ára, 3. sept., 1 vika. Central Park. Verð kr. 39.960,- M.v. 2 í íbúð, Central Park, 3. sept., 1. vika. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17,2. hæð. Sími 562 4600. /j [ (o /} '•(—, 2~Sr A " ' < Umbobsmenn um allt land AÐSENDAR GREINAR Ólafur Örn Arnarson. Morgiuiblaðið og rekstur sjúkrahúsa MIKIL skrif hafa verið á síðum Morgun- blaðsins undanfarið um heilbrigðismál og þá einkum rekstur sjúkrahúsa, Reykja- víkurbréf 27. júlí sl. og 3 forystugreinar síðan. Þessi umræða er mjög þörf og nauð- synleg og svo sannar- lega af hinu góða. Morgunblaðið er mjög ósátt við að und- irritaður hafi sakað blaðið um ríkissósíal- isma af verstu tegund þegar kemur að rekstri spítala. Það telur sig hafa verið boðbera alls annars í rekstri heilbrigðisþjón- ustu, m.a. lagt fram tillögur um að „ ... æskilegt væri í tengslum við einkarekinn valkost í heilbrigð- iskerfinu, að hin einkareknu trygg- ingafélög tækju upp heilsutrygg- ingar, sem gerðu fólki kleift að kaupa tryggingu, sem síðan mundi borga kostnað við einkarekna læknisþjónustu, þegar á henni þyrfti að halda.“ Þarna er ég mjög sammála Morgunblaðið og hér er svo sannarlega ekki um neinn sós- íalisma að ræða. Því miður hefur ekkert orðið úr því að þessar hug- myndir hafi orðið að veruleika. Morgunblaðið telur jafnframt að „Landakotsspítali, fyrir samein- ingu við Borgarspítala, hefði getað orðið sá einkarekni valkostur, ef rétt hefði verið á haldið"! Öllum hlýtur að vera ljóst að ekki er hægt að byggja rekstrar- grundvöll spítala á hugmyndum Morgunblaðsins, sem eini kaupandi þjónustunnar, þ.e. ríkið, hefur ekki viljað hlusta á. Sameining spítala Morgunblaðið telur að úr því að hagræðing hefði náðist við samein- ingu Landakots og Borgarspítala í_ Sjúkrahús Reykjavíkur, eins og Arni Sigfússon taldi í ágætri grein í Morgunblaðinu fyrir skömmu, hlyti að vera hægt að ná fram meiri sparnaði með sameiningu í Sjúkrahús Islands. Nauðsynlegt er að skoða málið aðeins nánar. Um og upp úr 1990 varð mönn- um ljóst að miklar breytingar voru að verða í spítalarekstri. Ný tækni á ýmsum sviðum í sambandi við lækningar og rannsóknir gerði það að verkum að legutími á sjúkrahús- um var sífellt að styttast og unnt var að sinna flóknum verkefnum jafnvel án innlagnar. Landakotssp- ítali reið hér á vaðið og undanfarin ár, ekki síst eftir að samstarfið við Borgarspítala hófst, hafa verið gerðar þar þúsundir aðgerða og rannsókna á dagdeild, til mikillar hagræðingar fyrir heilbrigðiskerf- ið. Mönnum varð einnig ljóst að ekki væri grundvöllur fyrir rekstri þriggja bráðaspítala í Reykjavík. Forráðamenn spítalanna tveggja hófu því viðræður um sam- einingu og komust fjótt að því að sú leið væri álitlegur kostur. Um haustið 1991 setti þáverandi heil- brigðisráðherra á stofn nefnd und- ir forystu Páls Sigurðssonar, fyrr- verandi ráðuneytisstjóra. Sú nefnd skoðaði málið vel og vann hratt og skilaði áliti í desember 1991. Niðurstaða mikils meirihluta nefndarinnar var sú að þær for- sendur sameiningarinnar þ.e. til- flutningur á bráðaþjónustu í Foss- vog og öldrunarþjónustu á Landa- kot og byggðist á sameiningu á starfsemi dýrra þjónustuþátta, t.d. gjörgæslu, skurðstofa, rannsókna- stofa, röntgendeilda o.fl., hefði verulega hagræðingu í för með sér. Reiknað var með að kostnaður yrði hátt í 1.000 milljónir króna á 3-4 árum, en rekstr- arsparnaður árlega 300 milljónir kr., þannig að eftir 3-4 ár myndi sameiningin skila 300-400 milljóna króna árlegum sparn- aði. Sameining og sameining Sameining fyrir- tækja er mjög flókið fyrirbæri ekki síst í svo mannmörgum stofn- unum sem spítalar eru. Þó ein sameining skili árangri er ekki víst að önnur geri það. Sameining Sjúrakhúss Reykjavík- ur og Ríkisspítala hefur ekki verið skoðuð á nokkurn hátt og forsend- ur allt aðrar. Ráðgjafar þeir sem hingað komu á vegum Ríkisspítala ræddu t.d. aldrei við forráðamenn Borgarspítala og Landakots um það á hvern hátt sú sameining skyldi fara fram og hvaða þættir hennar ættu að skila hagræðingu. Fyrir nokkrum árum ákváðu nokkrir bankar að hagsmunum þeirra yrði best gætt í ljósi breyttra markaðsaðstæðna, með samein- ingu þeirra í einn banka, íslands- banka. Ekki veit ég annað en að markmiðum hafi verið náð og sam- einingin tekist vel. Ekki hef ég heyrt að nokkrar tillögur hafi kom- ið fram, hvorki af hálfu Mbl. né annarra, að úr því að svo tókst til sé rétt að sameina alla stærstu bankana í einn banka. Slík stofnun ætti samt að geta skilað enn meiri hagræðingu, skv. kenningum Mbl. Stofnunin ætti auðvitað að heyra undir viðskiptaráðuneytið og bankastjórarnir yrðu sennilega uppgjafa stjórnmálamenn. Að sjálfsögðu vonar maður að svona nokkuð gerist aldrei, en væri ekki í þessu tilviki hægt að tala um miðstýrðan sósíalisma? Er miðstýr- ing og einokun í heilbrigðismálum réttlætanlegri en einokun í pen- ingamálum? Er nema von að manni bregði við þegar Mbl. tekur afstöðu sem er í hróplegri mótsögn vic grundvallarstefnu blaðsins. Hátækni og lágtækni Mbl. tifar stöðugt af því að for- sendan fyrir stuðningi þess vic stofnun Sjúkrahúss Islands, sen fv. forstjóri Ríkisspítala og núver- andi ráðuneytisstjóri hefur barisi hvað mest fyrir, sé nú að við höfun ekki efni á að reka tvo hátæknispít ala. Þessi skilgreining þvælist mjö| mikið fyrir starfsmönnum í heil brigðisþjónustu, ekki síst okkui læknum. Staðreyndin er sú a£ kostnaður við tæknibúnað spítala er lítill hluti rekstrarkostnaðar, ca. 2-4% en launakostnaður starfs- fólks hinsvegar 60-70%. Það er því erfitt að skilja að tækniþáttur- inn eigi að vera allsráðandi þegar skipulag þessara mála er ákveðið. Það verður því ekki hjá því komist að óska eftir því að Mbl. skilgreini fyrir lesendum sínum hvað orðið „hátæknispítali“ þýðir. Mbl. gat þess að mótmæli við sameiningu stóru spítalanna kæmi fyrst og fremst frá starfsmönnum Sjúkrahúss Reykjavíkur. Ljóst er hinsvegar að margir starfsmenn Ríkisspítala eru henni einnig and- vígir. I útvarpsþætti í síðustu viku spurði viðmælandi Þórunnar Páls- dóttur, hjúkrunarframkvæmda- stjóra geðsviðs Ríkisspítala, um hennar afstöðu til málsins hvað geðdeildarstarfsemi varðar. Hún færði fyrir því sterk rök að mjög Kostnaður við tækni- búnað spítala, segir 01- — afur Orn Arnarson, er lítill hluti rekstrar- kostnaðar. nauðsynlegt væri að reknar væru hér tvær geðdeildir og sameining þeirra væri ekki æskileg. Sú skoðun hefur komið fram að hagræðingu mætti ná með því að reka eitt eldhús, sem gæti séð um mat fyrir þá hátt í 1.500 sjúklinga og 5.000 starfsmenn, sem yrðu á Sjúkrahúsi íslands. Hvað gerðist í slíkri stöðu ef upp kæmi salmon- ellusýking eins og gerðist á Land- spítalanum á bolludaginn síðasta? Er skynsamlegt að setja öll eggin í sömu körfuna? Höfundur er læknir og framkvæmdasljóri við Sjúkrahús Reykjavíkur. • Fjórföld ryksíun • Stillanlegur sogkraftur • Stillanlegt Sogrör • Fylgihlutageymsla • Tveir auka sogstútar • Inndraganlea snúra • Rykpoki 4,0lítrar • 750wött ( Nýtt sparar 30% orku skilar sama sogkrafti og 1400w mótor) BRÆÐURNIR N Lágmúla 8 • Sími 533 2800 yc orkusparnadur! jjónustan Akranesi, Kt. Borgfirðinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. yrarbúSin. Patreksllrði. Ra(verk,Bolungarvlk.Straumur,lsalir4i. ininga, Blðnduósi. Skagfirðingabuð.SauðárkróKc KEA, byggingavbrur, iónsbakka, AkureyrO _ . _ Austurland: Sveinn Guflmundsson, EgilsstðOum. Verslunin Vlk, Neskaupsstað. Kt. Fáskrúðstirðlnga, Fáskrúðstirði.KASK, Hófn Suðurland: Mostell, Hellu. Árvirkinn. Seltossi. Rás. Þoriékshötn. Jón Þorbergsson, Kirkjubæiar- klauslrl. Brimnes.Vestmannaeyjum. Reykjanoa: Stapatell, Keilavík. Ralborg, Grindavtk. Cringtunni. Ve, ' tirði. Vestflrð sfjarðar, Hólmavfk. Ik. Kf. Þingeyinga, Husavlk. Urð, Wiífi. i Rosso ryksugan kemur í vandaðri tösku sem hefur margvíslegt notagildi E 1§§|| x 1 Hðnnun: Qunnar Steinþórsson / FÍT / BO-07.96-AEG Rosso

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.