Morgunblaðið - 14.08.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.08.1996, Blaðsíða 23
22 MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1996 23 STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. EFLUM HÁSKÓLANN FJÁRHAGSVANDI Háskóla íslands er alvarlegt mál. Nú stefnir í að halli á rekstri skólans verði 50-60 milljónir króna á þessu ári, verði ekkert að gert. Áformað er að bregð- ast við með því að fækka námskeiðum við skólann og fækka kennslustundum í einhverjum námskeiðum, með öðrum orðum að minnka þjónustu við stúdenta. Háskóli íslands hefur verið í fjársvelti undanfarin ár og frétt- ir sem þessar eru árlegur viðburður. Færa má rök fyrir því að Háskóli íslands sé að komast í svipaða aðstöðu og þýzkir háskól- ar, sem hafa vegna naumt skammtaðra fjárveitinga minna að- dráttarafl en áður. Bæði hefur erlendum námsmönnum í Þýzka- landi fækkað og þýzkir stúdentar sækja menntun sína í auknum mæli til annarra landa. Það leysir ekki vandann að Háskólinn „sníði sér stakk eftir vexti“, eins og Björn Bjarnason menntamálaráðherra segir í samtali við Morgunblaðið í gær, og reyni að komast af með núverandi fjárveitingu við óbreyttar aðstæður. Aðsókn að Há- skólanum eykst jafnt og þétt og fjöldatakmarkanir eða sérstök inntökuskilyrði eru aðeins við lýði í fáum greinum. Undanfarin ár hefur nemendum fjölgað um 300 á ári án þess að fjárveiting- ar ykjust að sama skapi. Fyrir vikið er reynt að kenna fleirum fyrir sama fé og það gefur augaleið að þótt víða megi spara, hlýtur þessi þróun að koma niður á gæðum kennslunnar. Á sama tíma eru fjárveitingar til háskólastarfs þynntar út, með því að æ fleiri skólar á háskólastigi keppa um féð. Aukinheldur eru háskólakennarar skammarlega illa launaðir og ýmis dæmi um að Háskólanum haldist ekki á hæfu fólki, þótt þar starfi margir frábærir vísindamenn. Það er víða bruðl- að meira en í háskólanum. Samt mun hagvöxtur framtíðarinnar ekki sízt koma þaðan. Háskólinn á tvo kosti, miðað við þær fjárveitingar, sem hon- um eru skammtaðar. Annars vegar má takmarka nemendafjölda með því að krefjast lágmarkseinkunnar á stúdentsprófi eða setja önnur skilyrði fyrir því að stúdentar fái inngöngu í skólann. Slíkt er ýmsum vandkvæðum bundið og yrði án efa gagnrýnt. Hins vegar er sá kostur að hækka skólagjöld verulega. Það myndi án efa mæta harðri andstöðu og vekja upp raddir um að íslenzkum ungmennum væri ekki tryggt jafnrétti til náms, óháð efnahag. Þriðji kosturinn er svo auðvitað sá að auka fjár- veitingar til Háskólans úr almannasjóðum. Stjórnvöld komast ekki hjá að taka afstöðu til þessara þriggja leiða og skera úr um hver þeirra skuli farin. Það má ekki gerast að Háskóli íslands verði sveltur og drag- ist aftur úr menntastofnunum í alþjóðlegum samanburði. Eitt- hvað verður að taka til bragðs til að tryggja framtíð Háskóla Islands. Hann er eitt helzta tákn íslenzks sjálfstæðis, hvorki meira né minna. SPENNA FÆRIST í LEIKINN VAL Bob Doles, forsetaefnis Repúblikanaflokksins í Banda- ríkjunum, á varaforsetaefni var óvænt og djarft. Jack Kemp, fyrrum húsnæðismálaráðherra, nýtur verulegra vinsælda sem stjórnmálamaður en var talinn ólíklegur sem frambjóðandi vegna fyrri ágreinings hans og Doles. Dole hefur átt undir högg að sækja í baráttunni allt frá því að ljóst var að hann myndi bera sigur úr býtum í forkosningum repúblikana fyrr á árinu. Hann átti í erfiðleikum með að marka sér skýra ímynd og framkoma hans þótti þurr. Bill Clinton Bandaríkjaforseti hefur haft afgerandi forystu í nær öllum skoðanakönnunum undanfarna mánuði og árangur í ýmsum málum á alþjóðavettvangi og ágæt staða bandarísks efnahagslífs hafa ýtt enn frekar undir vinsældir hans. Clinton og varaforseti hans, A1 Gore, áttu í erfiðleikum framan af kjör- tímabili sínu en hafa vaxið í áliti af störfum sínum síðan, jafnt innan Bandaríkjanna sem utan. Með valinu á Kemp og öflugu flokksþingi, sem nú stendur yfir í San Diego, yirðist hins vegar sem Dole sé að takast að blása nýju lífi í kosningabaráttu sína. Hann og Kemp búa yfir gífur- legri reyrislu í stjórnmálum og njóta virðingar og trausts fyrir störf sín. Það styrkir ekki síst stöðu framboðs þeirra að Kemp hefur ólíkt flestum háttsettum repúbiikönum sett málefni inn- flytjenda og blökkumanna á oddinn. Það sama á við um ejnn aðalræðumanninn á flokksþinginu, Colin Powell, fyrrum for- mann herráðsins. Þrátt fyrir að íhaldsamari öfl setji mjög svip sinn á flokksvél repúblikana hefur það vakið athygli að mun hófsamari tóns gætir í málflutningi flestra ræðumanna. Það stefnir allt í mjög spennandi kosningabaráttu þar sem bandaríska þjóðin verður að gera upp hug sinn milli mjög sterkra frambjóðenda. Má færa rök fyrir því að repúblikanai1 og demó- kratar hafi hvorir fyrir sig ekki teflt fram jafn sterkum lista um árabil. í • Áralöng togstreita hluthafahópa í SÍF • Eimskip eigandi hlutabréfa sem skráð voru á Skandia og VÍB • Kaup ÍS í Vinnslu- stöðinni juku á togstreitu milli hluthafa í SÍF* Eimskip og SÍF í samkeppni í saltsölu • Hlutur Eimskipasamstæðunnar í SÍF yfir 10% TOGSTREITA þessara blokka nú á sér djúpar rætur sem rekja má allt aftur til ársins 1994 og raunar fyrr. í þeim virðist kristallast spennan milli þeirra tveggja fyrirtækjablokka sem tekist hafa á í íslensku viðskiptalífí undan- farna áratugi, þ.e. gömlu Sambands- fyrirtækin, arftakar þeirra og tengd fyrirtæki á borð við Olíufélagið hf. og Vátryggingarfélag Islands og aftur hópur einkafyrirtækja með Eimskip, hlutabréfasjóð þess, Burðarás, SH og fleiri stórfyrirtæki í fararbroddi. í bakgrunninum eru meðal annars kaup íslenskra sjávarafurða á 30% hlut í Vinnslustöðinni síðla árs 1994 og kaup Olíufélagsins á um 4% hlut í SÍF um svipað leyti. Þessar fjárfest- ingar ollu nokkurri tortryggni hjá Eim- skip og SH-arminum innan SIF og voru ein ástæða þess að félagið jók hlutafjáreign sína í SÍF. Þær íjárfest- ingar juku svo aftur á tortryggni Sam- bandsarmsins í garð Eimskips og leiddu til aukinna fjárfestinga af þeirra hálfu. SÍF hefur raunar alltaf staðið á milli fyrirtækjablokkanna tveggja. Sambandsfyrirtækin voru þar innan dyra frá fornu fari og arftakar þeirra hafa haldið áfram að selja afurðir sín- ar í gegnum SÍF. Á sama hátt áttu þau fyrirtæki sem tengst hafa armi einkafyrirtækjanna aðild að SÍF og svo er að sjá sem gjam- an hafi verið reynt að gæta þess að halda jafnvægi þar á milli þessara blokka, bæði í hluthafahópnum sem og í stjórn fyrirtækisins. Kaup ÍS í Vinnslustöðinni juku á spennuna Spennan milli viðskiptablokkanna tveggja kom greinilega upp á yfírborð- ið í kjölfar kaupa IS í Vinnslustöð- inni, sem leiddu til þess að SH tapaði viðskiptum Vinnslustöðvarinnar, sem á þeim tíma þýddu um 45 milljóna króna tekjumissi fyrir fyrirtækið á ári yfir til ÍS. Sagði Friðrik Pálsson, for- stjóri SH, m.a. á þeim tíma að heiðurs- mannasamkomulag hafí verið í gildi milli fyrirtækjanna tveggja um að þau tækju ekki viðskipti hvort frá öðru. Benedikt Sveinsson, forstjóri ÍS, kann- aðist hins vegar ekki við neitt slíkt samkomulag. Á eftir fylgdu enn hatrammari átök fyrirtækjanna um viðskipti ÚA á Ak- ureyri og Fiskiðjusamlags Húsavíkur sem lyktaði sem kunnugt er þannig að SH hélt viðskiptunum við ÚA og ÍS hélt sömuleiðis viðskiptum sínum við Fiskiðjusamlagið. Þessar sviptingar oilu hins vegar nokkrum áhyggjum um stöðu SÍF og fleiri fyrirtækja í viðskiptalífínu, enda horfðu menn fram á það að farið væri að kaupa sér viðskipti með fjár- festingum í fyrirtækjum. Sala Bjarna Sighvatssonar og fjöl- skyldu hans á 30% hlut sínum í Vinnslustöðinni til ÍS hafði ekki ein- ungis áhrif á SH heldur tapaði Eim- skip einnig umtalsverðum viðskiptum vegna þeirra, þar sem stærstur hluti flutninga Vinnslustöðvarinnar var fluttur frá Eimskip yfir til Samskipa í kjölfarið. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins nam umfang þeirra flutninga þá um 130-150 milljónum króna á ári. í fréttaskýringu Morgunblaðsins um þessar hræringar á sínum tíma kom raunar einnig fram að ákveðnir talsmenn SH hefðu látið í veðri vaka að fyrirtækið kynni í kjölfarið á kaup- um ÍS í Vinnslustöðinni að færa út kvíarnar í saltfísksölu í samkeppni við SÍF, en ekkert varð þó úr þeim áform- um. Hins vegar ríkti greinilega á þeim tíma nokkur tortryggni um það hjá SH að IS væri að seilast til aukinna áhrifa innan SÍF og hafði fyrirtækið fullan hug á þvi' að svara slíkum til- raunum. Samkeppnin ekki á jafn- réttisgrundvelli I þessu sambandi hefur því verið haldið fram af hálfu heimildarmanna blaðsins að samkeppnin á milli Sam- bandsblokkarinnar og hinna gömlu einkafyrirtækja sé engan veginn háð á jafnréttisgrunni svo sem niðurstaðan í baráttunni um viðskipti Fiskiðjusam- lags Húsavíkur sé greinilega til vitnis um. í afgreiðslu bæjarstjómar Húsavík- ur hafði minnihlutinn lýst þeirri skoð- un sinni að tilboð SH væri hagstæðara en tilboð ÍS. SH hefði verið tilbúið að leggja fram 200 milljónir í Fiskiðju- samlagið en tilboð ÍS hafi hljóðað upp á 90 milljónir. Engu að síður var geng- ið að tilboði ÍS. Af þessu megi því draga þá ályktun að Sambandsblokkin geti augsýnilega laðað til sín viðskipti frá keppinautum sínum á verðgrundvelli, líkt og Vinnslustöðvarmálið sýni, en því væri ekki öfugt farið eins og Húsavíkur- dæmið sé til merkis um því þar hafi ÍS haft betur þrátt fyrir að hafa boðið lægra. Tryggðaband gömlu Sam- bandsfyrirtækjanna sé því enn sterk- ara en almenn viðskiptasjónarmið. Hlutafjárkaup Olíufélagsins í SÍF ollu óvissu Fyrir liggur að skömmu áður en ÍS keypti hlutinn í Vinnslustöðinni hafði Olíufélagið komið inn sem nokkuð stór hluthafi í SÍF með um 4% hlut. Þau kaup má rekja aftur til ársins 1993 er SIF var breytt í hlutafélag. í kjölfar- ið losuðu margir af skuldsettari hlut- höfum sig við hlutabréf sín og tók Olíufélagið _hf. t.d. talsvert af hluta- bréfum í SÍF upp í skuldir en keypti eitthvað af hlutabréfum því til viðbót- ar. _ Þessar fjárfestingar Olíufélagsins í SÍF virðast eitthvað hafa raskað ró manna úr röðum einkafyrirtækjanna og sömuleiðis jafnvæginu á milli við- skiptablokkanna tveggja. Samkvæmt heimildum blaðsins tók Eimskip í kjöl- far þessa ákvörðun um að styrkja stöðu sína í SÍF með það fyrir augum að gæta þess að jafnvægi á milli beggja fylkinga héldist, en einnig leit félagið á þetta sem arðbæra fjárfest- ingu. Snemma árs 1995 keypti Hafnar- bakki, dótturfélag Eimskips, um 1,4% hlut í SÍF og á sama tíma keypti Skan- dia rúmlega 6% hlut 5 SÍF í umboði fyrir ótilgreindan viðskiptavin sinn. Verðbréfamarkaður Islandsbanka keypti einnig 2,74% hlut í SÍF um svipað leyti í umboði fyrirónafngreind- an aðila. Þessi aðili reyndist síðar í báðum tilfellum vera Burðarás, hluta- bréfasjóður Eimskipafélagsins. Hópur framleiðenda bregst við kaupum Eimskips Kaup Hafnarbakka og Skandia á hiutabréfum í SIF vöktu þegar í stað viðbrögð nokkurra saltfisksframleið- enda á sínum tíma, sem upp úr þessu stofnuðu eignarhaldsfélagið Saltfisks- framleiðendur hf. Að félaginu standa tíu saltfisksframleiðendur, þeirra á meðal Vinnslustöðin og KEA. Stjórn- Þróun viðskipta með hlutabréf SíF Viðskipti 9. júlí-13. ágúst 1996 Gengi Togast á um SÍF Mikil viðskipti með hlutabréf í Sölusambandi íslenskra fískframleið- enda á síðustu dögum ofan í hlutafjárútboð félagsins hafa enn á ný dregið fram í dagsljósið gamalgróna togstreitu tveggja helstu fyrir- tækjablokka íslensks viðskiptalífs, þ.e. Sambandsfyrirtækjanna gömlu og arftaka þeirra annars vegar og hins vegar hóps stórra einkafyrir- tækja með Eimskip og fleiri í fararbroddi. Þorsteinn Víglundsson fylgdist með þessum sviptingum á hlutabréfamarkaðnum í síðustu viku og hefur kynnt sér bakgrunn þeirra. arformaður félagsins er Aðalsteinn Ingólfsson í Skinney á Höfn í Homa- firði en félagið var sérstaklega stofnað til þess að kaupa fjögurra prósenta hlut í SÍF sem Kaupfélag Austur- Skaftfellinga á Höfn hafði til sölu á þessum tíma. Ottuðust menn að annars myndu ekki finnast aðrir kaupendur að þess- um bréfum en Skandia, sem þá þegar lék grunur á að Eimskip stæði á bak við. Þann 30. júní sl. var þó þessi eign- arhluti óbreyttur, þrátt fyrir að það væri yfirlýst stefna þessara fjárfesta að ná u.þ.b. 10% eignarhlut í fyrirtæk- inu. Eimskip og SÍF í samkeppni Enn eitt atriðið sem virðist fléttast inn í málið er saltinnflutningur. Eins og kunnugt er hafa Eimskip og SÍF átt í samkeppni í saltsölu og -innflutn- ingi undanfarin ár. Eimskip hóf salt- sölu árið 1985, en þá var Saltsalan hf., sem Finnbogi Kjeld rak, fyrir á markaðnum með um 70 þúsund tonna árssölu. Árið 1988 stofnaði Eimskip síðan Hafnarbakka hf. um þennan saltinnflutning sinn og hafði félagið þá u.þ.b. helmings hlutdeild í salt- markaðinum á móti Saltsölunni. Saltsalan hf. var hins vegar úr- skurðuð gjaldþrota í byijun árs 1990 og var því Hafnarbakki til skamms tíma með stærstan hluta markaðarins. í febrúar 1990 stofnuðu nokkrir salt- físksframleiðendur, undir forystu Gunnars Tómassonar, framkvæmda- stjóra Þorbjarnarins, Saltkaup hf. Þeir saltfisksframleiðendur sem stóðu að stofnun fyrirtækisins keyptu jafnframt um 2/a hluta alls salts sem notað var til saltfisksverkunar. Náði það því umtalsverðri hlutdeild á þessum mark- aði strax upp úr miðju ári 1990. Rekstur hins nýja fyrirtækis gekk þó ekki sem skyldi og var það nánast komið í þrot í árslok 1993. í kjölfarið lýsti SÍF yfir áhuga sínum á að koma inn á saltsölumarkaðinn þar sem sýnt þótti að Hafnarbakki myndi ella ná þar yfirburðastöðu. Áttu sér stað viðræður milli SÍF og Eimskips um að síðarnefndi aðilinn hætti allri saltsölu og þyði þess í stað í saltflutninga fyrir SÍF. Þessar hug- myndir fengu hins vegar ekki þegar á reyndi hljómgrunn hjá Eimskip. SIF keypti því Saltkaup hf. í árs- byijun 1994 fyrir um 3 milljónir króna. Var því lýst yfir strax í byijun að ráðist væri í þessi kaup til að keppa við Hafnarbakka í saltsölu, sem var jafnframt sakað um undirboð á mark- aðnum. Eimskip var áfram boðið að bjóða í flutninga fyrir Saltkaup en niðurstaðan varð hins vegar sú að þeir flutningar lentu hjá Nesskip. Forsvarsmenn SÍF lýstu því jafn- framt yfir að stefnan væri sett á að ná um 60% hlutdeild á þessum mark- aði. Nú, röskum tveimur árum síðar, virðist sem þetta markmið hafi náðst. Saltkaup hf. var rekið með um 15 milljóna króna hagnaði á síðasta ári og litlu minni hagnaði árið 1994 eftir að hafa verið rekið með tæplega 10 milljóna króna tapi árið 1993. Þessi umskipti á markaðnum hafa augljóslega verið Eimskipafélags- mönnum lítt að skapi. Á móti er bent á að SÍF hafi alltaf verið með fíng- urna í saltsölu hér á landi í gegnum árin og reynt með því að tryggja að einhver samkeppni ríkti á markaðnum. Því ætti þessa staða ekki að koma forsvarsmönnum Eimskips á óvart. Flutningar fyrir SÍF hafa einnig verið að breytast að undanförnu. Eim- skip hefur lengst af séð um megnið af gámaflutningum fyrir SÍF en á undanförnum mánuðum hafa Samskip náð til sín umtalsverðum hluta þeirra. Þannig hefur hlutur Eimskips i þessum flutningum minnkað úr rúm- um 70% í um 40% á undangengnu ári en hlutur Samskipa aukist að sama skapi. Auk flutninga þessara tveggja fyrirtækja hefur SIF einnig á leigu skip frá Nesskip sem sér um u.þ.b. helming af heildarflutningum fyrir fyrirtækið. Krafist aukins jafnræðis í stjórn SIF Snemma á þessu ári lét Eimskip í ljós þá ósk að tveir menn sem félagið tilnefndi yrðu teknir inn í stjórn SÍF á næsta aðalfundi fyrirtækisins sem haldinn var þann 26. apríl. Voru þeir Þórarinn Viðar Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bandsins, og Eysteinn Helgason, for- stjóri Plastprents hf., nefndir í því sambandi. Var þess að auki krafist að annar þeirra myndi taka við stjórn- arformennsku af Sighvati Bjarnasyni. Hugmynd Eimskips byggðist á því að eftir að Vinnslustöðin flutti sig yfir til ÍS hafi enginn fulltrúi SH átt saeti í stjórn SÍF. Ef ætlunin væri að SÍF yrði áfram hlutlaust félag sem þjónu- staði bæði fyrirtæki innan ÍS og SH, væri eðlilegt að jafnræði ríkti í stjóm- inni. Raunar hafði þessi umræða einnig komið upp fyrir aðalfund SÍF árið 1995 og koma þá fram mótframboð frá fulltrúum SH en þeir náðu ekki kosningu þrátt fyrir að hafa um 30% atkvæða á bak við sig. Þessari ósk Eimskips var einnig hafnað fyrir aðalfundinn í ár sem og báðum þeim mönnum sem fyrirtækið hafði nefnt sem hugsanlega fulltrúa sína í stjórn. Hins vegar náðist mála- miðlun um að Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnarins í Gyindavík, myndi taka sæti í stjórn SÍF sem fulltrúi þeirra hluthafa sem Eimskip var í forsvari fyrir. Aukin tortryggni vegna sölu Eimskips á bréfum sínum Tortryggni milli aðila jókst síðan enn frekar þegar Eimskip hóf að selja bréf sín í kringum síðustu mánaða- mót. Olli sala Eimskips, og raunar fleiri aðila, því að framboð bréfa jókst verulega á sama tíma og hlutafjárút- boð SIF var að hefjast. Þann 31. júlí sl. voru t.d. hlutabréf að nafnvirði rúmlega 30 milljónir króna föl í félag- inu, eða sem samsvarar um 6,5% af heildarhlutafé félagsins. Þetta mikla framboð af hlutabréfum í SIF kom hins vegar ofan í hlutafjár- útboð sem var að hefjast hjá SÍF á sama tíma, og hljóðaðj upp á 122 millj. kr. að nafnvirði. 1 kjölfarið fór gengi bréfanna lækkandi eins og sjá má á meðfylgjandi korti. Nokkrir viðmælendur Morgunblaðs- ins telja að það sem vakað hafi fyrir Eimskip hafi verið að lækka gengi hlutabréfanna með því að setja tölu- vert magn hlutabréfa í sölu á mark- aðnum á sama tíma og hlutafjárútboð- ið var að hefjast. Þannig hafi átt að fæla hluthafa frá því að nýta sér for- kaupsrétt sinn og skapa með því auk- ið framboð bréfa í forkaupsrétti og hugsanlega á opnum markaði að út- boðinu loknu. Félagið hafi í kjölfarið ætlað sér að auka eignarhluta sinn í SÍF til þess að ná þar auknum áhrifum. I þessu sambandi hefur athyglin einnig beinst mjög að hlutabréfum þeim sem Skandia og Verðbréfamark- aður íslandsbanka yoru skráð fyrir, og Verðbréfaþing íslands gerði at- hugasemdir við. Þorkell Sigurlaugs- son, framkvæmdastjóri Burðaráss, hlutabréfasjóðs í eigu Eimskips, segir það ekki vera neitt launungarmál að félagið eigi þessi bréf. „Við höfum haft áform uppi um að færa þau yfir á nafn Burðaráss, en við ætluðum að selja einhvern hluta þeirra áður og þess vegna er ekki búið að setja þau á nafn Burðaráss enn. Bréfin voru því höfð á fjárvörslureikningi, sem allir höfðu sagt að væri alveg eðlilegt mál, en ég hef ekki skoðað það frá hinni hliðinni, hvort að verðbréfafyrirtækj- um sé heimilt að gera slíkt eða ekki.“ Þorkell segir að Eimskip hafi aldrei ætlað sér að eiga svo stóran hlut í SÍF til lengri tíma og því hafi verið staðið að málum með þessum hætti. Bréfín hafi verið keypt á þeim tíma þar sem lítil viðskipti hafí verið með þau og talið sýnt að gengi þeirra væri mjög hagstætt. Þorkeil Sigurlaugsson segir allar kenningar þess efnis að fyrir félaginu hafi vakað að hafa_ óeðlileg áhrif á gengi hlutabréfa í SÍF vera algerlega út í hött. „Við komum inn í SIF þeg- ar gengi bréfanna var mjög lágt og lítil viðskipti með þau. Nú er gengi þeirra hins vegar hærra og mikil við- skipti með þau og því engin ástæða fyrir okkur að fara að kaupa þar meira." Þorkell segir það einnig alrangt að bréf fyrirtækisins hafi verið sett í sölu á þessum tíma gagngert til þess _að reyna að skaða hlutafjárútboð SÍF. Það eina sem hafi vakað fyrir félaginu hafi verið að selja hluta bréfa sinna í SÍF. Tímasetning sölunnar hafi ákvarðast af því að á þessum tíma hafi verið talsverð eftirspurn eftir bréf- um og einnig hafi verið talið að erfíð- ara yrði að selja þau í kjölfar útboðsins. Hann segir að af þessum ástæðum hafi Burðarás heldur ekki nýtt sér forkaupsrétt sinn í nýafstöðnu hluta- fjárútboði SÍF. „Mér finnst þetta gríð- arlega alvarlegar ásakanir sem þarf að rannsaka. Það er mjög einfalt að rekja hvert þessi viðskipti hafa farið. Ég lagði ríka áherslu á það að við sölu þessara bréfa yrði ekki farið nið- ur fyrir útboðsgengi og að reynt yrði að fá sem hæst gengi fyrir þessi bréf. Hins vegar voru fleiri en við sem hafa verið að selja og þess vegna kunna þessar sögur að hafa farið af stað.“ Bar stjórnendum Eimskips að upplýsa um eign sína í SIF? Nú þegar ljóst er orðið að Eimskip er eigandi hlutabréfa þeirra sem skráð voru í eigu Skandia og VÍB vakna spurningar um hvort forsvarsmönnum félagsins hafi verið skylt að tilkynna Verðbréfaþingi íslands að félagið ætti orðið meira en 10% hlut í SÍF í sam- ræmi við lög um skráningu hlutabréfa á Verðbréfaþingi. Einsýnt er að sé eign Skandia, VIB og Hafnarbakka lögð saman hafi Eimskip fyrir hluta- fjárútboðið átt rétt rúmlega 10% hlut í félaginu, en þau viðmiðunarmörk eru gjarnan fyrsta þrep í svokallaðri flögg- unarreglu ESB-tilskipunarinnar, þar sem segir að gera beri grein fyrir því ef eignarhlutur eins hluthafa í félagi ( fer yfir 10%. Reglur Verðbréfaþings íslands um upplýsingagjöf þeirra fyrirtækja sem ; þar eru skráð kveða á um að þau skuli s strax tilkynna Verðbréfaþingi um j ákvarðanir eða atvik, sem að mati i þeirra geti haft veruleg áhrif á aðstæð- ur þeirra og mat hlutabréfamarkaðar á þeim. Það sama eigi við í þeim tilfell- um þar sem móðurfélag eigi í hlut og ákvarðanir eða atvik varðandi dóttur- félag hafi áhrif á aðstæður samstæð- unnar. Þorkell segir að hafi eignarhluti Eimskipasamstæðunnar farið yfir 10% í SÍF hafi það verið án vitundar stjóm- enda þess. Þannig hafi fyrirtækið t.d. ekki fylgst nákvæmlega með fjárfest- ingum Hafnarbakka í SÍF á hveijum tíma. Eignarhluti sá sem skráður hafi verið á Skandia hafí einnig stækkað nokkuð á þessu ári og hafi menn ein- faldlega ekki gert sér grein fyrir því að hlutur samsteypunnar kynni að vera kominn yfír 10%. „Ég veit ekki dæmi þess að stjórnendur fyrirtækja hafi innan ársins verið að velta því fyrir sér hver eignarhluti þeirra í til- teknum fyrirtækjum sé þá stundina. Slíkt er yfírleitt aðeins tekið saman við gerð ársreikninga og árshluta- reikninga. Auk þess litum við ekki á þessa ljárfestingu sem langtímafjár- festingu." Þorkell segir að auk þess sé hægt að nefna til fjölda dæma þar sem eign- arhluti fyrirtækja og dótturfyrirtækja þeirra í hlutafélögum sé ekki tekinn saman. Sömuleiðis sé eignarhluti fjöl- skyldna, og fyrirtækja í þeirra eigu, í fyrirtækjum oft mjög dreifður, þó svo að ætla megi að þar sé sameiginlegt atkvæðamagn að baki. Þetta verði einnig að skoða í þessu samhengi. Markvisst reynt að vega upp á móti kaupum Eimskips Annar af helstu hluthöfum SÍF, Olíufélagið hf., hafði selt stóran hluta hlutabréfa sinna I SÍF í árslok 1995 __ og var kaupandi bréfanna Bjami Sig- hvatsson. Við þessi kaup varð Bjarni annar stærsti hluthafi í SÍF með tæp- lega 5% hlut. Tilgangur Bjarna með þessum kaupum var fyrst og fremst að stýra því hveijir endanlegir eigendur þeirra yrðu. Síðan þá hefur Bjarni selt hluta þessara bréfa til Lífeyrissjóðs sjó- manna og Lífeyrissjóðs Vestmanney- inga, en hann á þó enn um 3% hlut í fyrirtækinu. Síðastliðinn föstudag áttu sér síðan stað umtalsverð viðskipti með hluta- bréf í SÍF á nýjan leik. Alls skiptu um 5,5% af heildarhlutafé fyrirtækisins um hendur og voru kaupendur bréf- anna að stærstum hluta saltfisksfram- leiðendur auk Olíufélagsins. Ekki iigg- ur hins vegar fyrir hverjir seljendur bréfanna voru. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins mun það sjónarmið hafa legið að baki þessum kaupum framleiðenda í síðustu viku, að koma í veg fyrir að Eimskipafélagið styrkti stöðu sína frekar innan fyrirtækisins. Ekki mun þó þar hafa verið um skýra skiptingu á milli ÍS- og SH-manna, heldur hafi þessi hópur litið svo á að Eimskip væri að reyna að styrkja stöðu sína til þess að geta haft áhrif á stjórnun SÍF, saltsölu og flutninga og því hafi þeir viljað sporna gegn. Allt er þetta þannig til marks um hina gagnkvæmu tortryggni sem ríkir milli hluthafahópanna innan SÍF, en ýmislegt bendir tilm að eftir að þessar væringar komu upp á yfirborðið í síð- ustu viku hafí hópamir ákveðið að slíðra sverðin - að minnsta kosti um sinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.