Morgunblaðið - 14.08.1996, Page 44

Morgunblaðið - 14.08.1996, Page 44
•UYUNDAI HÁTÆKNI TIL FRAMFARA M Tæknival SKEIFUNNI 17 SlMI 550-4000 ■ FAX 550-4001 MORGUNBLADW, KRJNGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl 1 MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Forstjóri Þjóðhagsstofnunar sér hættumerki um þenslu Verðbólgan meiri en er ásættanlegt „ÞRÓUNIN í efnahagsmálunum það sem af er árinu bendir til þess að nauðsynlegt sé að hafa varann á vegna hættu á þenslu. Það eru ákveð- in einkenni sem benda til þess að þjóðarbúskapurinn sé nokkuð nálægt mörkum þess sem samrýmist stöðug- leika. Hins vegar er ofmat að halda því fram að ástandið sé farið úr bönd- unum,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar. Þórður segir að þjóðarútgjöldin áukist nú hraðar en þjóðartekjurnar og útgjaldaaukningin sé töluvert mikil. Þjóðhagsstofnun spáir 6% aukningu einkaneyslunnar á árinu en það er meiri aukning en dæmi eru um í mörg ár hér á landi. Vísitala neysluverðs hefur hækkað óvenjumikið á milli mánaða en Þórður segir augljóst að stærstu liðimir í hækkuninni núna séu tengdir árstím- anum. „Hins vegar er hækkun vísi- tölunnar 2,6% síðastliðna tólf mánuði og þegar öllu er á botninn hvolft er verðbólgan hér um þessar mundir á bilinu 2‘/2-3%. Verðbólgan hefur því aukist frá síðasta ári en þá var hún á bilinu 1‘A til 2%. Þetta er meiri verðbólga en við eigum að sætta okk- ur við til lengdar. Það er skynsamlegt að stefna að því að verðbólgan verði á bilinu 1-2% en þegar hún er farin að nálgast 3% markið, erum við merlq'anlega með meiri verbólgu en í helstu viðskiptalöndum okkar.“ Hann segir ekki rétt að miða verð- lagsþróunina hér á landi við meðaltal allra Evrópuþjóða, vegna þess að í þeim samanburði séu Suður-Evrópu- þjóðir, þar sem verðbólga sé mikil. „Við eigum að miða okkur við nálæg lönd. Ef við tökum viðskiptavogir á verðlagsþróunina í helstu viðskipta- löndum okkar þá er hún um eða undir 2%. Við eigum því að spyrna við fótum þegar verðbólgan er farin merkjanlega yfir 2%,“ segir Þórður. Aðspurður hvort hann teldi svig- rúm til launahækkana við þessar aðstæður sagði Þórður: „Aðilar á vinnumarkaði þurfa að gera upp við sig hvað þeir treysta sér til að ganga langt í launamálunum á hveijum stað fyrir sig. Það má þó benda á það einfalda grundvallaratriði, að í þeim löndum sem við eigum mest við- skipti og eigum helst í samkeppni við, hækka laun víðast hvar á ári að meðaltali um 4-5%. Þar erum við að tala um heildarlaun í helstu við- skiptalöndum, þó auðvitað séu launa- hækkanir mismunandi eftir greinum og fyrirtækjum, “ sagði Þórður. Þarf að bæta afkomu ríkissjóðs Að mati Þórðar mælir allt með því út frá skynsemissjónarmiðum að af- koma ríkissjóðs verði bætt verulega. „Til þess að ríkisfjármálastefnan styðji við þau markmið sem við höf- um sett okkur um stöðugleika í verð- lagsmálum og viðunandi jafnvægi í viðskiptum við önnur lönd, er hag- kvæmasta hagstjórnartækið að bæta afkomu ríkissjóðs. Þau grundvallar hagstjórnartæki sem við höfum til umráða eru peningamálin og ríkis- fjármálin og það er grundvallaratriði út frá hagstjórnarsjónarmiðum að velja rétta samsetningu við notkun þeirra. Við þær aðstæður sem eru hér hjá okkur er skynsamlegt að draga úr því vægi sem peningamálin hafa haft að gegna til þess að halda stöðugleikanum og leggja meiri áherslu á ríkisfjármálin,“ segir hann. Morgunblaðið/Ásdís VIÐRÆÐUNEFNDIR í upphafi fundar í utanríkisráðuneytinu. Frá vinstri: Jargen Robert Lilje Jensen, sendifulltrúi, Tyge Le- hmann, formaður dönsku sendinefndarinnar, Klaus Kappel, sendi- herra Danmerkur á íslandi, Gideon Jeremiassen, deildarsljóri iýá grænlenzku landstjórninni, Tómas H. Heiðar, aðstoðarþjóð- réttarfræðingur í utanríkisráðuneytinu, Guðmundur Eiríksson þjóðréttarfræðingur og Þórður Ægir Oskarsson, sendifulltrúi. Morgunblaðið/Golli Sænskar skonnortur í heimsókn SÆNSKU skólaskipin HMS Glad- an og Falken lögðust við ankeri úti fyrir Engey siðdegis í gær. Skonnortumar verða til sýnis fyr- ir almenning á morgun kl. 13-16, þar sem þær munu liggja við Miðbakka, gegnt Tollstöðinni. Skonnorturnar eru báðar smíðaðar í Stokkhólmi árið 1947. Þær eru rétt tæpir 40 metrar að lengd og rúmir sjö á breidd og rista rúmlega fjóra metra. Um borð eru liðsforingjar, hermenn og nemendur í skóla sænska sjó- hersins. Sænski flotinn hefur allt frá árinu 1796 haft seglskip á sínum vegum við fræðslu sjóliða. Skonnorturnar sigla aðallega til hafna í Eystrasalti, Kattegat, Skagerak og Norðursjónum, auk þess sem þær hafa siglt fjórum sinnum yfir Atlantshafið. Viðræður Dana og íslendinga SIF kaupir eina fullkomnustu saltfiskverksmiðjuna á Spáni Varanleg lausn ekki í sjónmáli Afkastar um 12 þós. tonn- um af fullunnum afurðum VIÐRÆÐUR íslenzkra og danskra embættismanna um ágreining þann, sem upp er kominn um veiðirétt á umdeildu hafsvæði norður af Kol- beinsey, hófust í utanríkisráðuneyt- inu í Reykjavík í gær. Fundum verð- ur haldið áfram í dag. Að loknum fyrri degi viðræðna embættismanna sagði Tómas H. Heiðar, aðstoðarþjóðréttarfræðingur utanríkisráðuneytisins, að afstaða ríkjanna í málinu hefði skýrzt á fund- unum, en meira væri ekki um málið að segja. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra segir að ríkin verði áfram að leitast við að forðast alvarleg átök vegna ágreinings síns um lögsögu- mörkin, jafnframt því, sem leitað sé að varanlegri lausn. „Á þessu stigi málsins sé ég þó ekki hilla undir hana,“ segir Halldór. ■ Kolbeinseyjardeilan/6 SÍF hefur keypt allt hlutafé í saltfisk- verksmiðjunni La Bacladera í borg- inni Irun í Baskahéruðum Spánar. Verksmiðjan var í eigu Fuertes-fjöl- skyldunnar og var hún tekin í notkun í maí 1995. Kostnaður við byggingu verksmiðjunnar, sem er 10.400 fer- metrar að gólffleti, var um 1,5 millj- arðar peseta, um 750 miiljónir króna, en þar af námu opinberir styrkir um 200 milljónum króna. Verksmiðjan er ein hin fullkomnasta í heimi og getur afkastað um 12.000 tonnum af fullunnum afurðum á ári. Kaupin voru undirrituð 8. ágúst sl. og tekur SÍF við rekstri verksmiðjunnar 1. september nk. Fuertes-fjölskyldan byggði verk- smiðjuna á árunum 1994 og 1995, en að byggingu lokinni skorti fé til reksturs hennar. Fyrir vikið fékkst hún á sanngjörnu verði, að sögn Gunnars Arnar Kristjánssonar, framkvæmdastjóra SÍF. Gunnar Örn segir, að þessi verksmiðja hafi verið skæður keppinautur dótturfyrirtæk- is SÍF, Nord Morue í Frakklandi. Markmiðið með kaupunum á Spáni sé að vinna þar svipað magn árlega og í Frakklandi, en samnýta yfir- stjórn og ýmsa möguleika i vinnslu og markaðssetningu. Sighvatur Bjarnason, formaður stjórnar SIF, segir að ýmsir nýir möguleikar opnist SÍF og framleið- endum innan félagsins með kaupun- um á verksmiðjunni. Öflugt sölu- og dreifingarkerfi „Við fáum aðgang að mjög öflugu sölu- og dreifingarkerfi á Spáni. La Bacladera hefur sambönd inn á mark- aði, þar sem við höfum ekki verið og er með tengsl við alla stærstu stórmarkaði Spánar, þar á meðan 11 Corte Inglis. Þá ræður fyrirtækið yfir 3.000 tonna kæli- og frysti- geymslu og er með góð sambönd á mörkuðum í Norður-Ameríku, Suður- Ameríku og Karíbahafmu. Loks er mikil afkastageta við þurrkun á fiski, sem opnar okkur leiðina inn á þurrfiskmarkaðina enn betur en ella. Við erum því að styrkja stöðu okkar á mörkuðum um allan heim með kaupunum. Um leið bæt- um við möguleika framleiðenda okk- ar á mörkuðum og þjónustu við þá. Mun styrkari staða Þá styrkjum við stöðu okkar gagnvart Noregi á portúgalska markaðnum, en þar hafa Norðmenn greiðari aðgang en við með þurrfisk- inn vegna tollfijáls kvóta. Þetta styrkir einnig stöðu dótturfyrirtækja okkar í Noregi og Bretlandi, en þau sjá verksmiðjunum í Frakklandi og á Spáni fyrir hráefni til frekari vinnslu," segir Sighvatur. í verksmiðjunni á Spáni verður bæði um frumvinnslu úr fersku og frystu hráefni að ræða, fullvinnslu á saltfiski, vinnslu í neytendapakkn- ingar og fjölbreytta vinnslu á síld og fleiri uppsjávarfisktegundum að ræða. Sighvatur og Gunnar Örn leggja áherzlu á að með kaupunum á La Bacladera, sé verið að auka umsvif SÍF og styrkja stöðu þess á mörkuðunum. Þarna sé um hreina viðbót við reksturinn að ræða og öðrum þáttum starfseminnar verði sinnt jafnt eftir sem áður. ■ SÍF eykur útflutning/Cl ■ Hagnaður/12 ■ Togast á/22-23

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.