Morgunblaðið - 14.08.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.08.1996, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ríkisstjórnin ræddi alvarlega stöðu í heilsugæslumálum Ályktanir vegna upp- sagna heimilislækna Sammngafundur í dag Stöður heilsugæslulækna verða væntanlega auglýstar á fimmtudag RÍKISSTJÓRNIN ræddi þá alvarlegu stöðu_ sem komin er upp í heilsu- gæslumálum á fundi sínum í gær. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráð- herra segir að róðurinn þyngist dag frá degi og það sé grundvallaratriði að deiluaðilar setjist aftur að samn- ingaborðinu. „Það gerist ekkert á meðan menn tala ekki saman,“ sagði hún. Ríkissáttasemjari var í óformlegu sambandi við aðila deilunnar í gær og í gærkveldi var ákveðið að boða deiluaðila til samningafundar klukk- an 15 í dag. Gætu þurft að rýma bústaði í eigu ríkisins Stöður þeirra heilsugæslulækna s'em látið hafa af störfum verða væntanlega auglýstar lausar til um- sókna næstkomandi fimmtudag. Heilsugæslustöðvarnar eiga lögum samkvæmt að auglýsa þær stöður sem losna en sl. mánudag bauðst heilbrigðisráðuneytið til að auglýsa allar stöðurnar í einu lagi fyrir stjórn- ir heilsugæslustöðvanna. Á fréttamannafundi sem fjármála- ráðherra boðaði til í gær vegna læknadeilunnar kom fram að nokkrir tugir heilsugæslulækna sem sagt hafa upp störfum eru búsettir í emb- ættisbústöðum í eigu ríkisins. Fjár- málaráðuneytið hefur ekki tekið af- stöðu til þess hvort læknunum verður gert að rýma húsnæðið en Friðrik Sophusson fjármálaráðherra sagði að um leið og ráðnir yrðu nýir heimil- islæknar á viðkomandi stöðum hlytu þeir sem fyrir væru að hverfa úr bústöðunum. Skipuleggja fjölgun hjúkrunarfræðinga „Við höfum haft daglega fundi hér í ráðuneytinu og farið yfír stöðuna. Núna er verið að skipuleggja fjölgun hjúkrunarfræðinga til að hvíla þá sem eru búnir að vera iengst, því margir hafa verið að dag og nótt þessa þrettán daga frá því að heilsu- gæslulæknar hættu störfum. Það er víða sem þarf að leysa þá hjúkrunar- fræðinga af sem fyrir eru og er það gert í samvinnu við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga," sagði Ingibjörg Pálmadóttir. Hún sagði að þeir heimilislæknar sem eru enn að störfum hefðu lagt á sig margfalt álag og sjúkrahúsin hefðu einnig staðið sig einstaklega vel og aukið þjónustu sína. „Það er allt gert til þess að forða neyðar- ástandi. Þegar heilbrigðisstéttir hafa farið í verkfall eða gengið út vegna uppsagna eins og nú þá hafa þær yfirleitt verið tilbúnar að taka þátt í undirbúningi vegna neyðarþjón- ustu. Ég vænti þess að Læknafélag- ið muni koma sterklega inn í þetta núna,“ sagði ráðherrann. Um miðjan mánuðinn fækkar væntanlega starfandi læknum enn frekar því þann 15. ágúst taka upp- sagnir héraðslækna gildi. Einn hér- aðslæknir er í hvetju kjördæmi og hafa þeiryfírumsjón með læknisþjón- ustunni hver á sínu svæði. „Við eig- um ekki annan kost en þann að ann- að heilbrigðisstarfsfólk leggi meira af mörkum en nokkru sinni fyrr,“ segir Ingibjörg. Á fréttamannafundi í gær lagði fjármálaráðherra mikla áherslu á að fulltrúar Læknafélags íslands gengju á ný til viðræðna við ríkið um samn- ing til áramóta á sama grundvelli og samið hefði verið um við aðra og tíminn til áramóta yrði notaður til að ræða breytingar á launakerfí þeirra. Hann sagði ekki koma til greina að einn angi úr stóru félagi fengi miklu meiri iaunahækkanir en aðrir hópar. Hins vegar kæmu ýmsar tilfærslur tekna þeirra til greina. Morgunblaðið/Sigurgeir Landsfund- urinn stend- ur áfram LANDSFUNDI Félags íslenskra heimilislækna sem átti að ljúka í gær verður haldið áfram um ótil- tekinn tíma, að sögn Gunnars Inga Gunnarssonar, formanns samn- inganefndar Læknafélags íslands. Samþykkt var ályktun á fund- inum þar sem segir að heimilis- læknar sem sagt hafa upp störfum muni ekki koma til starfa við heil- sugæsluna fyrr en viðunandi samningar hafa náðst. „Við höfum rætt stöðu heilsugæslunnar og áform heilbrigðisráðherra varð- andi heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa næstu árin eins og þau komu fram í stefnuyfirlýsingunni í byijun júlí. Einnig hefur verið rætt um ábyrgð og stjórnsýslu innan heilsugæslunnar,“ sagði hann. Heilbrigð- isþjónust- unni stefnt í voða STJÓRNIR heilsugæslustöðva og sveitarstjórnir hafa sent frá sér ályktanir vegna ástandsins sem skapast hefur vegna uppsagna heil- sugæslulækna. í samþykkt stjórnar Sambands sveitarfélaga í Austur- landskjördæmi er tekið undir með þeim sem telja neyðarástand ríkja í heilbrigðisþjónustu á landinu. „Sérstaklega gildir þetta um svæði þar sem starfsvettvangur læknanna hefur verið í einmenn- ingshéruðum og á heilsugæslu- stöðvum og því ekki við núverandi aðstæður í önnur hús að venda um læknisaðstoð í heimabyggð." Hvetur stjórn SSA málsaðila að leita leiða hið fyrsta til að ná fram samningum. „Eru stjórnvöld og samninganefnd lækna hvött til að gera allt, er í þeirra valdi stendur, til að liðka fyrir því að samkomulag náist,“ segir í ályktun Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjör- dæmi. Auglýsingar á stöðum lækna leysa ekki vandann „Sjórn Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri lýsir þungum áhyggjum af því alvarlega ástandi sem skap- • ast hefur í heilbrigðisþjónustu á i þjónustusvæði HAK, eftir að upp- sagnir heilsugæslulækna tóku gildi. Ljóst er að grunnheilbrigðisþjón- ustu skjólstæðinga HAK er stefnt í voða og því hvetur stjórnin samn- inganefnd ríkisins og samninga- nefnd Félags heimilislækna til þess að ganga frá samningum hið fyrsta,“ segir í tilkynningu frá stjórn HAK. „Eins og málum er nú háttað ) telur stjórn HAK auglýsingu á | stöðum heilsugæslulækna ekki fela í sér lausn á þeim bráðavanda sem skjólstæðingar og starfsmenn heilsugæslustöðvarinnar standa nú frammi fyrir,“ segir þar enn- fremur. Forskot á réttimar? Tómstundabændur í Eyjum tóku forskot á sæluna um helgina og smöluðu fé sínu í réttir vestast á Haugasvæðinu, suðaustur af Eld- felli. Erindið var þó ekki að smala lömbum í réttir til slátrun- ar heldur var kominn tími á rún- ingar, sem venjulega er lokið í júlí. Umhverfi réttanna á Hauga- svæðinu er tilkomumikið og í baksýn sést í tvo kletta, Litla- Stakk og Stóra-Stakk, og fjærst ber í Litlhöfða. Víkin ber síðan nafnið Stakkabót. Andlát ANNA CRONIN ANNA Cronin, hús- móðir í London, lést á Hammersmith sjúkra- húsinu í London mánu- daginn 12. ágúst sl., 72 ára að aldri. Anna fæddist í Reykjavík 7. apríl árið 1924. Bjarnfríður móðir hennar lést þeg- ar hún var þriggja vikna gömul, og kom faðir hennar, Jakob Sigurðsson, henni þá í fóstur til hjónanna Jakobínu Jónasdóttur húsmóður og Jóhanns Arasonar verkamanns. Anna lauk unglingaprófí frá Austurbæjarskóla og fór eftir það út á vinnumarkaðinn. Anna giftist James Cronin árið 1944, og fluttu þau hjónin til London árið 1950. Börn þeirra eru Jakob- ína, Jóhanna, John, Benedikt, Erling, George og Philip. Anna hóf árið 1967 að aðstoða íslenska sjúklinga sem komu til London til að leita sér lækninga. Frá 1974 til 1984 starfaði Anna fyrir heilbrigðisráðu- neytið og Trygginga- stofnun ríkisins við að taka á móti íslenskum sjúklingum og að- standendum þeirra og veita þeim aðstoð í London. Fyrir störf sín hlaut Anna ridd- arakross hinnar íslensku Fálkaorðu árið 1982, og árið 1984 var hún sæmd heiðursmerki Rauða kross íslands. Borgarráð samþykkir tillögu um sölu eigna Samráð við ríkið um sölu ' á 30% hlut í SKÝRR hf. BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- lögu um að leitað verði samráðs við ríkið um sölu á allt að 30% hluta- bréfa í SKÝRR hf. og að borgin selji hæstbjóðanda eignarhlut sinn í Pípugerð Reykjavíkur hf. ef viðun- andi verðtilboð fæst. Jafnframt var samþykkt að hefja undirbúning að stofnun hlutafélags um rekstur Malbikunarstöðvar og Gijótnáms og að hlutafélagið verði í eigu borg- arsjóðs. Þá var samþykkt að fram fari rekstrarúttekt á Trésmiðju Reykjavíkur og birgðastöð. Sala í september Tillagan gerir ráð fyrir að Reykjavíkurborg og Rafmagnsveita Reykjavíkur bjóði sameiginlega til sölu 15% hlutafjár í SKÝRR hf. og ríkið önnur 15%. Leitað verði til- boða verðbréfafyrirtækja í að ann- ast ráðgjöf og umsjón með sölu bréfanna. Þá verði starfsmönnum SKÝRR gert kleift að festa sér hlut í félaginu á hagstæðum kjörum. Gert er ráð fyrir sölu á 95% hluta- bréfa í Pípugerðinni og að samráð verði höfð við Aflvaka hf., sem á 5% hlutafjár. Jafnframt að leitað verði tilboða verðbréfafyrirtækja í ráðgjöf og umsjón með sölu bréf- anna fyrir ágústlok þannig að sala geti hafíst í september. Tekið er fram að ekki sé tekin afstaða til tillagna sérfræðihópsins að svo stöddu um Ferðaþjónustu fatlaðra og Húsatryggingar Reykjavíkur. Endurtekning í bókun borgarráðsfulltrúa Sjálf- stæðisflokks við afgreiðslu tillög- unnar segir að flestar hugmyndir í þessari einkavæðingarskýrslu séu endurtekning á undirbúningsvinnu sem hófst í tíð sjálfstæðismanna á síðasta kjörtímabili og fulltrúar vinstri fokkanna mótmæltu þá harðlega. Sinnaskiptin séu því fagn- aðarefni. Við undirbúning að sölu fyrirtækjanna sé mikilvægt að hug- að verði að samkeppnisstöðu á markaðinum þannig að möguleg sala þýði ekki aukin útgjöld fyrir borgina þegar til lengri tíma er litið. Tekið er fram að sjálfstæðismenn séu ekki samþykkir tillögu undir- búningsnefndar um sölu á Ferða- þjónustu fatlaðra. í bókun Reykjavíkurlistans segir að tillögumar, sem samþykktar hafi verið samhljóða, séu í samræmi , við stefnu sem mörkuð var í fjár- hagsáætlun Reykjavíkurborgar fyr- ir árið 1996. Þar hafi verið gert ráð | fýrir 300 milljóna króna tekjum borgarsjóðs af sölu eigna. Meðal þeirra eigna sem til greina kom að selja voru Pípugerðin, SKÝRR hf., Malbikunarstöðin, Gijótnám og Trésmiðja Reykjavíkur. Það hafí jafnframt verið yfirlýst stefna Reykjavíkurlistans að bæta fjár- hagsstöðu borgarinnar og auka • hagkvæmni og ráðdeild í rekstri. I samþykkt borgarráðs sé ekki verið að taka afstöðu til breytinga I á rekstri Ferðaþjónustu fatlaðra og Húsatrygginga Reykjavíkur. Þá segir: „Fráleitt er að líkja þeirri skýrslu sem hér hefur verið lögð fram við „leyniskýrslu“ þá sem hafði verið á þeirra vegum á síð- asta kjörtímabili. Sú leyniskýrsla kom ekki fram fyrr en á þessu kjör- tímabili og hefur því sú vinna engan i veginn nýst innan borgarkerfisins. Þess vegna var henni heldur ekki mótmælt harðlega af fulltrúum þá- verandi minnihluta.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.