Morgunblaðið - 14.08.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.08.1996, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Maður þarf að vera í miklu betra formi til að geta hlaupið á milli tippanna. Glettílega gott verö írá framleiðanda gerir okkur kleift að bjóða þér hágæða sjónvarp, nánast á verksmiðjuverði. Reynslan hefur leitt í Ijós að betra er að vera fyrri til í svona tilfellum. ' - - wammmmtmmm • Islenskt textavarp • Fullkomin fjarstýring • Black Line - svartur myndlampi • 40w Nicam Stereo Surround hljómgæöi • Persónulegt minni á lit, birtu oq hljoöi •Allaraðgerðír birtastáskjá • Sjálfvirk stöðvaleitun •Svefnrofil5-120mín. Litasjánvarp • Tenfli fyrir Surround hátalara •Heyrnatólstengi • 2 Scart-tenpi TVC2S2 Ath.Afleins 100 tæki fengust á þessu einstaka verfli Tllboðsverð Kr. 59.9DD stgr. Fullt verð kr. 69.900 ■= UmtDðsmenn ua lnd alltVESIUfllANO: Hljímsýn. Akramsi. Kauolélag Borgfifðinga, Borgaraesi. BlónMveffir. Hellissandi. Guðni KlHgrfBua ímndafcS. VESTFIH8IR: Ralbúð Jónasar tes Paireksfirði. Púllirai, Isafiiði. HORBURIAIID: (f Steingriinsfjarðar. Hólmavík. II V-Húnvetninga, Hvammstanga II Húnvetninga, Blönduósi. SKaglirðingabúð. Sauðáittióki. IIA, Dalvik Hljómver.Akurevri. Oryggi, Húsavlk Uið. Raulaiboln AUSIURLAND: IF Héraðsbúa. Egilsslóðum. II Vopnlirðinga.Vopnalirðí. II Héraðsbúa. Seyðisliiði. II Fáskrúðsljarðar. FáskíiiðsM. KASK. Ojópavogi. KASK. Hðfn HomaMi. SUDURLAND. IF Arnesinga .Hvolsvelli Moslell. Hellu Heimslækni. Sellossi. Radiórás. Setfussi. II Arnesinga. Sellossi. Rás. Þoilákshöln Brimnes, Veslmannaeyium. REYIJANES: Rafborg. Gnndavik. Ralmætli. Hafnarfirði Sérfræðingur á leikskólabraut HA Rannsóknir á hög- um leikskólabarna óplægður akur Guðrún Alda Harðardóttir RIGGJA ára nám á háskólastigi fyrir verðandi leik- skólakennara verður í fyrsta skipti tekið upp í Háskólanum á Akureyri í haust, þar sem gert er ráð fyrir 30 nemendum. Er leikskólabrautin önnur af tveimur brautum kenn- aradeildar, en hin er grunnskólabraut. „Þetta er nýjung bæði að því leyti að námið er komið á há- skólastig og að kennara- nemar á leikskóla- og grunnskólastigi sækja að hluta til sömu fyrirlestra,“ sagði Guðrún Alda Harð- ardóttir sérfræðingur við leikskóladeildina. - Þarfnast menntun leikskólakennara ekki samræmingar við með tiikomu þessarar námsbrautar? „Jú, þetta kallar á breytingar og ég veit að þær eru þegar hafnar innan Fósturskólans. Auðvitað er æskilegt að hann fari sem fyrst inn í háskólakerfið og Uppeldisháskólinn verði að veruleika sem fyrst. Stétt leik- skólakennara hefur í raun barist fyrir að fá námið á háskólastig í 18 ár.“ - Nú eru nokkur ár þar til reiknað er með að Uppeldishá- skóli taki til starfa. Hvað með námið þangað tii? „Ráðamenn hafa í raun gefið vilyrði fyrir því að þeir nemar sem hefja nám í Fósturskólanum núna hafí möguleika á að útskrif- ast með B.Ed-gráðu eftir þijú ár. Eg lít svo á að þetta sé sá tími sem við höfum til að sam- ræma námið.“ - Hvað felst í þessu nýja starfí sem þú hefur tekið við? „Að skipuleggja og móta námið, veita leikskólabrautinni umsjón, kenna leikskólafræði og stunda rannsóknir." - Hvacl er brýnast að rann- saka í sambandi við leikskóia- börn? - „Það er svo margt að mað- ur veit varla hvar stíga á niður fætij því akurinn er mjög óplægð- ur. Eg spyr mig hvort við skiljum bam nútímans nógu vel. Hvort við erum of föst í gömlum við- horfum, skilgreiningum og kenn- ingum um börn fortíðarinnar fyr- ir þau börn sem nú alast upp við allt aðrar aðstæður. í rauninni erum við að undirbúa þau undir framtíð sem við vitum ekkert hvernig verður, því þjóðfélagið er svo síbreytilegt. Annað sem mér finnst mjög spennandi að rann- saka er leikurinn og tel að í grunnskóla sé hann ekki nógu vel nýttur sem kennslu- tæki.“ - Er kannski þörf á nánara samstarfi á milii ieikskóla og grunnskóla en nú er? „Já, ég held að aukið samstarf væri öllum til góðs, þrátt fyrir að nú þegar sé það nokkurt. Stéttirnar eru sífellt að nálgast hvor aðra og ég trúi því að þær eigi eftir að læra í auknum mæli af vinnubrögðum hvor ann- arrar. Þetta eru mjög ólíkir vinnustaðir, ólíkar aðstæður og mismunandi viðhorf sem við ætt- um að nýta til áframhaldandi þróunar. Þess má geta að stéttar- félög leikskóla-, grunnskóla- og framhaldsskólakennara hafa ►Guðrún Alda Harðardóttir fæddist 1955 í Reykjavík. Hún lauk leikskólakennaraprófi frá Fósturskóla íslands 1985, framhaldsnámi í stjórnun og uppeldisfræði við sama skóla 1992. Frá 1994 hefur hún stundað meistaranám í uppeld- is- og kennslufræði við Kenn- araháskóla íslands. Hún hefur starfað víða sem leikskóla- kennari og leikskólastjóri, lengst af á Marbakka í Kópa- vogi. Einnig starfaði hún um tíma sem verkefnissljóri á leik- skóla í Hafnarfirði. Frá árinu 1994 hefur hún gegnt starfi formanns Félags íslenskra leikskólakennara en sagði því lausu þegar hún tók við starfi sérfræðings við nýstofnaða leikskólabraut Háskólans á Akureyri 1. ágúst síðastliðinn. Guðrún Alda er gift Sigurði Þór Salvarssyni fjölmiðlafræð- ingi og eiga þau þrjú börn. aukið samvinnu til dæmis erlend- is, sem hefur reyndar leitt af sér aukin tengsl innanlands. - Hvar fínnst þér helst vera pottur brotinn í leikskólum? „Það er hversu fáir leikskóla- kennarar eru á landinu. Það þarf að gera átak í því að mennta fleiri slíka. Brautin hér á Akur- eyri er eitt skref í þá átt, þannig að ég fagna henni mjög.“ - Hvað hafa margir leik- skóiakennarar útskrifast á ári að meðaitali? „A undanförnum árum hafa þeir verið um 60-70 frá Fóstur- skólanum sem hefur verið eini skólinn sem menntað hefur leik- skólakennara. Annað hvert ár bætist um 30 manna hópur við, sem stundað hefur fjarnám frá sama skóla.“ - Hversu marga þyrfti að útskrifa ef vel ætti að vera? „Samkvæmt mínum útreikn- ingi þarf að útskrifa 1-2 þúsund leikskólakennara til að uppfylla þörfina. Nú eru einungis 37% starfsmanna leikskóla með rétt- indi. Ég á mér þann draum að ríki og sveitarfélög taki sig sam- an og auðveldi fólki - sem hefur unnið mörg ár í leikskólum og valið sér það sem ævistarf - að mennta sig sem leikskólakennara og öðlasfe þannig réttindi. Það er alltaf einhver hópur með reynslu sem kemst inn í Fósturskólann og eins hér í háskólann, en ég tel mjög þarft að gera stórátak í þessum málurn." Vantar 2500 menntaða leikskóla- kennara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.