Morgunblaðið - 14.08.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.08.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1996 17 TÓNOST Ilallgrímskirkja ORGELTÓNLEIKAR Lenka Mátéová flutti orgelverk eftir J.S. Bach, Liszt, Messiaen og Eben. Sunnudagurinn 11. ágúst, 1996 TÓNLEIKARNIR hófust á sálm- forleiknum Ich ruf zu dir, Herr Jesu Christ, BWV 639, undurfag- urri tónsmíð eftir meistara J. S. Bach, er Lenka Mátéova „register- aði“ mjög fallega. Að „registera" eða raddskipa orgel, er eitt af því sem orgelfræðimenn deila um og eru þar um margvíslegar kenning- ar, sem mótast hafa af mismun- andi viðhorfum til stíls og tíma. Sú raddskipan, er einkenndi leik Páls ísólfssonar og hann nam hjá Straube í Leipzig, hafði mikil áhrif á leik íslenskra orgelnemanda hans. Þeir orgelleikarar sem komu fyrrum til íslands, menn eins Pow- er Biggs og Föstermann sýndu allt aðra hlið á raddskipan orgelsins en menn þekktu hjá Páli. Síðan hafa margir snillingar komið hing- að til landsins og með hveijum þeirra hefur raddskipanin nær ávallt birst með nýjum hætti. Það sem mótar hugmyndir manna fyrst og fremst, er þekking þeirra á eðli raddanna, blæ og samskipan þeirra, og svo stíll tónverkanna. í þeirri umræðu vill oft gleymast, ARKITEKTINN Norman Foster og samstarfsfólk hans er nú í miðjum klíðum að hanna hæsta hús Bret- lands, sem á að rísa í City-hverfinu i. London og teygja sig rúmlega þtjú hundruð metra upp í loftið. Þetta háhýsi verður hærra en Can- ary Wharf-turninn í London, sem er 240 metrar og höfuðstöðvar Commerzbank í Frankfurt, sem Foster hannaði einnig og eru 280 metrar á hæð. Hvað er svona heillandi við að byggja upp í loftið? Svo virðist sem það sé arkitektum og bygginga- verkfræðingum álíka ögrun að komast upp fyrir þúsund fetin (eða þijú hundruð metrana) og það er flugvélasmiðum og kappaksturs- hetjum að komast gegnum hljóð- múrinn. Byggingalistgagnrýnandi breska blaðsins The Independent bendir á, að það sé hvorki nýstár- legt né erfitt að byggja svona há hús. Byggingaverkfræðingar telji víst, að ef vilji værir fyrir hendi mætti láta hálfrar aldar gamlan draum Franks Lloyds Wrights um „himnaborg“ rætast, og teygja hana vel yfir einn og hálfan kíló- metra upp í loftið. Wright gerði tiltölulega nákvæmar teikningar að þessum risa fyrir 50 árum. Himnaborgin átti að rísa í Chicago þar sem hæsta hús í Bandaríkjun- um, Sears-turninn, stendur, 110 hæðir og 440 metrar, dimmur og drungalegur, og ef sjónvarpsmöstr- in ofan á honum eru tekin með í reikninginn verða metrarnir 517. Gagnrýnandi The Independent rifjar upp að fyrir nokkrum árum hafi hann farið í lyftunni upp í topp Sears-turnsins og orðið samferða víetnamskri ijölskyldu sem var ný- komin til Bandaríkjanna. Fjöl- skyldumeðlimirnir hafi staðið öskrandi alla leiðina upp á útsýnis- pallinn, sem hafi ekki verið mjög hughreystandi. Öryggisverðir í húsinu hafi mátt taka á allri sinni diplómasíu til þess að fá fólkið til þess að fara niður aftur. „Það var hreinlega skelfingu lostið og gat alls ekki skilið hvers vegna börnum var leyft að halla sér að glerveggjum í rúmlega fjögurhundruð metra hæð,“ segir gagnrýnandinn. Þessi saga sýnir fram á tvennt. í fyrsta lagi, að það er eitthvað óeðlilegt við mjög há hús, og í öðru lagi, að þrátt fyrir það er eiginlega ekkert því til fyrirstöðu að reisa þau og gæta fyllsta öryggis. Emp- ire State-byggingin í New York, sem er tæpir 380 metrar, hefur aldrei valdið deilum þótt hún hafi Að tengja saman gamalt og nýtt að sjálft tónverkið er nótur, sem leika þarf samkvæmt innri skipan þeirra og formi verksins en raddv- alið er bundið við smekk, sem oft- ast hefur mótast á námsárum við- komandi og verður honum stund- um eins og trúaratriði, hvað megi og megi ekki. Um þetta atriði gilda sömu lögmál og um hljómsveitar- rithátt og þar situr hver silkihúfan upp af annarri, eftir löndum, tíma og mismunandi kenningum í tón- smíði. Annað verkið á efnisskránni var Fantasía og fúga, eftir Franz Liszt. Þetta ríflega hálftíma langa verk er erfítt í flutningi og ásamt prelúdíu og fúgu yfír B-A-C-H, helsta orgel- verk Liszt. Fyrsti kafli verksins er ijölbreytt fantasía, sem byggist á fyrra hluta stefs eftir Meyerbeer. Miðhluti verksins er Adagio þáttur, eins konar hugleiðing yfír allt stefíð, sem rofín er af kraftmiklum inn- gangi að fúgunni og lýkur verkinu svo með upphöfnum glæsibrag. Með þessu verki sýndi Lenka Mátéová að hún er frábær orgelleikari, tekn- ísk og smekkvís í raddvali sínu. Barátta dauðans og lífsins eftir Messiaen, er eins og öll verk þessa sérstæða snillings, kreljandi og var leikur Mátéovu mjög sannfærandi en verk þetta er trúarleg hugleið- ing, að fyrri hluta til er baráttan, þar sem dauðinn er sterkari en seinni hlutinn er sigur lísfins. Tón- leikunum lauk með verki eftir Petr Eben, Moto ostinato (þrástefjahátt- ur), glæsilegu orgelverki sem er mitt í millum eldri orgelhefða og nýjunganna og minnir því á fígura- tíva myndlist. Þetta ágæta verk var mjög vel fiutt . Lenka Mátéová er frábær orgel- leikari og valdi sér til flutnings verk eftir þá höfunda, sem allir hafa kunnað á sitt orgel. Barokk- meistarann J.S.Bach, rómantíska snillinginn og einn mesta hljóm- fræðing sinnar tíðar, F.Liszt, Nú- tímahöfundinn og spámanninn O. Messiaen og Petr Eben, sem tengir saman gamalt og nýtt og má segja að efnisskráin sé að þessu leyti, eins konar stílsaga orgeltónlistar. Jón Ásgeirsson Morgunblaðið/KGA CN-turninn gnæfir yfir miðborg Toronto, 552 metrar á hæð, og er hæsta turnbygging í heimi. Því fer fjarri að einhugur ríki meðal borgarbúa um ágæti turnsins. Upp, upp mitt hús verið reist í miklum flýti og einu sinni hafi rekist á hana flugvél. Hæsta bygging í heimi er sjón- varpsmastur í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum, 620 metrar. Hæsta sjálfberandi byggingin er CN-turninn í Toronto í Kanada, 552 metrar; hæsti reykháfurinn er í Kazakstan, 414 metrar og hæsta flaggstöngin er í Norður-Kóreu, 160 metrar. Hæstu spilaborgina reisti bandarikjamaðurinn Bryan Berg 1995 og var hún 83 hæðir og tæpir fímm metrar. Háum byggingum má greinilega skipta í tvo flokka. Þær sem hafa hagnýtt gildi, eins og til dæmis sjónvarpsmöstur og reykháfar; og þær sem eru hannaðar til þess að vekja óhug og/eða aðdáun. Norður- Kóreska flaggstöngin stendur til dæmis á landamærunum við Suður- Kóreu í þeim tilgangi einum að vera ógnun. A sama hátt keppa lönd og borg- ir hvert við annað í því að byggja sem hæst til þess að sýna og sanna að þar sé mikill uppgangur - efna- hagslegur, það er að segja. Þetta mátti glöggt sjá í New York í lok síðustu aldar, þegar fyrstu húsin hærri en þúsund fet litu dagsins ljós. Þeir sem Ijalla um arkitektúr hafa á undanförnum árum þóst sjá tengsl milli efnahagsástands og hæðar bygginga. Þeir hafa nefnt að nú verði húsin hæst í Suðaustur- Asíu þar sem efnahagur er í ofboðs- legum vexti. Petrona-turnarnir í Kúala Lúmpúr, höfuðborg Malasíu, eru orðnir hæstu hús í heimi, 450 metrar, og voru reistir beinlínis vegna þess að forsætisráðherra landsins, Mahathir Mohamad, vildi gera umheiminum ljóst hversu efnahagur landsins hafði blómstr- að. Skýjakljúfar eru sjálfselskar byggingar og sennilega er vont fyrir sögufræg hús í gömlum borg- um að eignast einn slíkan ná- granna. Það var ekki fyrr en lyftan var fundin upp í lok 19. aldar að farið var að byggja hús hærri en átta til tíu hæðir. Ekki vegna þess að það væri verkfræðilega óhugs- andi, heldur vegna þess, að enginn hefði viljað leggja það á sig að ganga upp stigana í hærri húsum. Morgunblaðið//Ásdís HÓPURINN sem sýnir í Gullsmiðjunni Pyrit. Sjö skartgripahönnuðir SJÖ skartgripahönnuðir frá Gull- smíðaháskólanum í Kaupmanna- höfn sýna lokaverkefni sín í Gull- smiðjunni Pyrit G 15, Skólavörðu- stíg 15 í Reykjavík og stendur sýningin til 25. ágúst. í kynningu segir að skartgripa- hönnuðirnir nýútskrifuðu leitist við að skapa nýjungar í danskri skartgripahönnun „með því að vinna á óhefðbundinn hátt með form, efnivið, notkun og annað. Eðli verkanna hefur í för með sér að maður kemst ekki hjá að taka afstöðu til hvers og eins skartgrips og til þess boðskapar sem sá sem skartgripinn ber sendir frá sér“. Sjömenningarnir fengu styrki frá Norrrænu ráðherranefndinni, Sleipni og Norræna menningar- sjóðnum til að sýna lokaverkefni sín á Islandi og í Finnlandi. Þeir eru Illeana Constanineanu, Helli Lovig Espersen, Anders Leed Christensen, Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir, Karina Noyons, Mette Vivelsted og Mette Saabye. Mette Saabye var veittur bronspeningur fyrir hálsmen í maí sl. og Guðbjörgu K. Ingvars- dóttur listastyrkur að upphæð 15.000 danskar kr., en styrkurinn rennur til ungra kvengull- og silf- ursmiða. Vort líf á ein- söngstónleikum ERLA Þórólfs heldur einsöngstónleika í Gerðubergi á morgun kl. 20.30. Undirleikari er Ólafur Vignir Al- bertsson píanóleikari. Þetta eru fyrstu sjálf- stæðu tónleikar Erlu. Söngkonan útskrif- aðist úr einsöngvara- deild Söngskólans í Reykjavík 1993 og er á leið í framhaldsnám í Trinity College í Lond- on. Á efnisskrá eru ljóð og aríur eftir innlend og erlend tónskáld, meðal þeirra eru Jórunn Viðar, Fjölnir Stefáns- son, Þórarinn Jónsson, R. Strauss, Gabriel Fauré, Rachmanioff og Of- fenbach. Það sem er gaman að syngja Erla hefur kennt söng í fjögur ár eftir að hún lauk söngkennaranámi frá Söngskólanum. Auk þess hefur hún verið í Óperukórnum og tekið þátt í uppfærslum með honum. Hún hefur einnig stjórnað Kór Átthagfé- lags Strandamanna og Barnakór Bústaðakirkju. „Það er gaman að kenna, en ég vil syngja", segir Erla sem var að eigin sögn heppin að fá kennara eins og Þuríði Pálsdóttur og Jórunni Viðar. Hún segist ekki fylgja neinni ákveðinni stefnu í lagavali heldur velji hún bara það sem hún hafi gaman af að syngja. Kennari henn- ar, Jórunn Viðar, spilaði undir hjá Erla Þórólfs henni þegar hún var 75 ára. Nú syngur Erla Vort líf eftir hana við ljóð Steins, Til minn- ingar um misheppnað- an tónsnilling og Við Kínafljót, ljóð Þorgeirs Sveinbjarnarsonar sem Jórunn „vefur kín- verskum dularljóma", að mati Erlu. „Á íslandi er blóm- legt sönglíf“, bendir Erla á, „ótal kórar og mikið sönglíf. Kirkju- kórar syngja tii dæmis meira en kirkjutónlist, þeir syngja líka verald- leg lög.“ Ljóðalestur á Svarta kaffinu ÞÓ nokkur þankabrot um líf- ið heitir hálftíma löng ljóða- dagskrá þar sem Hjalti Rögn- valdsson leikari flytur sonn- ettur eftir Kristján Árnason á Svarta kaffinu, Laugavegi 54, klukkan 22 í kvöld. W\Vestfrost Frystikistur Staðgr.verð HF 201 72 x 65 x 85 45.768,- HF 271 92 x 65 x 85 50.946,- HF 396 126x65 x85 59.170,- HF506 156 x 65 x 85 69.070,- Frystiskápar FS 205 125 cm 62.092,- FS 275 155 cm 74.314,- FS345 185 cm 88.194,- Kæliskápar KS 250 125 cm 58.710,- KS 315 155 cm 62.933,- KS 385 185 cm 71.055,- Kæli- og frystiskápar KF 285 155 cm 88.524,- kælir 199 Itr frystir 80 ltr 2 pressur KF 283 155 cm 77.472,- kælir 199 Itr frystir 80 Itr 1 pressa KF350 185 cm 103.064,- kælir 200 ltr frystir 156 Itr 2 pressur KF 355 185 cm 97.350,- kælir 271 Itr frystir 100 ltr 2 pressur ODíCkGJ ! Faxafeni 12. Sími 553 8000 í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.