Morgunblaðið - 14.08.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.08.1996, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ Tommi og Jenni t krbaZur •s/eppur afofec St'sia.' M þab-þú nöðirtntr AtraJ attlasau nu. e& gsrcc ? Ljóska WHAT ARE YOU Y1 MY (XMN6 MERE IN / ELBOlú THE EMER6ENCV PITCMIN6 ROOM, KIP? 1 BA5EBALL. Hvað ert þú að gera hér á slysa- varðstofunni, strákur? Ég meiddi mig í olnboganum í hornabolta. I TRIEDT0 60TO TI4E 5P0RT5 MEDICINE PLACE.BUT I COULDN'T 6ET A REFERRAL FROM MY PRIMAR'i' CARE PHY5ICIAN.. THEY A5KED ME THAT, § TOO... w ? \7-l3 I 5AID IT U)A5 ALBERT 5CHWEITZER. Eg reyndi að fara í Þeir íþrótta-sjúkraskýlið, mig en ég gat ekki fengið það. tilvísun frá skólalækn- spurðu líka um Ég sagði að það væri Al- bert Schweitzer. inum mínum... BREF HL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is 81. heimsþing esperantista Frá áhugamönninn um esperanto: 81. ALÞJÓÐAÞING esperanto- hreyfingarinnar var haldið í Prag vikuna 21.-29. júlí. Þinggestir voru um 3.000. Á þinginu var samþykkt eftirfarandi ávarp til ríkisstjórna og alþjóðasamtaka: „Við, sem erum félagsmenn í alþjóðlegri hreyfingu sem vinnur að framgangi alþjóðamálsins esper- anto, beinum þessu ávarpi til ríkis- stjórna, alþjóðasamtaka, félaga- samtaka og allra velviljaðra manna, lýsum yfir staðfastri ætlun okkar að vinna áfram í þágu þeirra mark- miða sem hér eru tilgreind og bjóð- um þeim sem hér eru ávarpaðir til samvinnu í því starfi. Árið 1887 birtist esperanto í frumgerð sem þróaðist hratt i kröft: ugt, blæbrigðaríkt tungumál. í meira en öld hefur þetta mál, sem þegar í upphafi var ætlað að vera hjálparmál í alþjóðlegum samskipt- um, gegnt hlutverki sem tengiliður manna yfir málleg og menningarleg landamæri. Upphaflegt markmið esperantos sem samþjóðlegs hjálp- armáls hefur ekki misst mikilvægi sitt og raungildi í heimi nútímans. Notkun nokkurra þjóðmála víðs vegar um heim, framfarir í sam- skiptatækni og nýjar aðferðir í málakennslu munu að líkindum ekki gera að veruleika eftirtalin meginatriði sem við teljum grund- völl réttlátrar og virkrar lausnar tungumálavandans. 1. Lýðræði. Samskiptakerfi, sem veitir sumum ævilöng forréttindi en krefst þess af öðrum að þeir leggi á sig áralangt erfiði til að ná minniháttar færni, er í grundvallar- atriðum andlýðræðislegt. Þótt esperanto sé ekki fullkomið fremur en nokkurt annað tungumál stendur það miklu framar sérhveijum keppi- naut á sviði alþjóðlegra samskipta á jafnréttisgrundvelli. Við fullyrð- um að mállegt misrétti leiði af sér samskiptalegt misrétti á öllum stig- um, þar á meðal alþjóðlegum. Við vinnum að framgangi lýðræðislegra samskipta. 2. Menntun yfir landamæri. Sér- hvert þjóðmál er bundið ákveðinni menningu og þjóð(um). Nemandi, sem lærir ensku, lærir jafnframt um menningu, landafræði og stjórn- - mál enskumælandi þjóða, einkum Bandaríkjamanna og Breta. Nem- andi, sem lærir esperanto, lærir um heiminn án markalína þar sem sér- hvert land á sér heimili, Við fullyrð- um að menntun sem veitist á hvaða þjóðmáli sem er sé bundin tilteknu viðhorfi til heimsins. Við vinnum að menntun yfir landamæri. 3. Kennsluvirkni. Aðeins lítill hundraðshluti þeirra, sem læra er- lent tungumál, nær á því verulegu valdi. Fullt vald á esperanto næst jafnvel með sjálfsnámi. Rannsóknir hafa leitt í ljós gildisáhrif esper- antonáms fyrir nám í öðrum málum og námsgreinum. Mælt hefur verið með esperanto sem kjarnanámi við þroskun á málvitund nemenda. Við fullyrðum að erfiðleikar við nám þjóðmála muni ávallt reynast þrösk- uldur á vegi margra nemenda sem kunnátta í öðru máli kæmi samt að gagni. Við vinnum að virku málanámi. 4. Fjöltyngi. Esperantohreyfíng- in er eitt af fáum málsamfélögum á heimsvísu þar sem hver og einn er undantekningarlaust tvítyngdur eða fjöltyngdur. Sérhver félagi í esperantohreyfingunni hefur lært að minnsta kosti eitt annað mál og náð þar talhæfni. í mörgum tilvik- um hefur það leitt til þekkingar og áhuga á fleiri tungumálum og al- mennt til víðara sjónhrings. Við fullyrðum að talendur allra tungu- mála, smárra sem stórra, ættu að hafa möguleika á að tileinka sér annað mál til fullnustu. Við vinnum að því að sá möguleiki verði raun- verulegur. 5. Málréttindi. Ójöfn valdskipt- ing milli tungumála er ávísun á við- varandi mállegt öryggisleysi eða beina málkúgun mikils hluta jarð- arbúa. Innan esperantohreyfingar- innar mætast mælendur stórra og smárra tungumála á hlutleysis- grundvelli sem mótast af gagn- kvæmu samkomulagi. Slíkt jafn- vægi milli málréttinda og ábyrgðar gefur fordæmi til að þróa og meta aðrar lausnir á mállegu misrétti og átökum milli tungumála. Við full- yrðum að hinn gífurlegi valdamun- ur milli tungumála grafi undan yfir- lýsingum fjölda alþjóðlegra sam- þykkta um tryggingu þess að um- fjöllun mála skuli vera á jafnréttis- grundvelli án tillits til tungumála. Við vinnum að málréttindum. 6. Fjölbreytni tungumála. Stjórnvöld hinna ýmsu þjóða hneigj- ast til að líta á hina miklu fjöl- breytni tungumála heimsins sem hindrun á vegi samskipta og þróun- ar. Esperantohreyfingin lítur þann- ig á að sú fjölbreytni sé stöðug og ómissandi uppspretta auðlegðar. Af því leiðir að sérhvert tungumál jafnt sem sérhvert líf hafi gildi í sjálfu sér og eigi því rétt á stuðn- ingi og vernd. Við fullyrðum að ef pólitísk afskipti af samskiptum og þróun eru ekki byggð á virðingu og stuðningi við öll tungumál, leiði þau til útrýmingar meirihluta tungumála heimsins. Við vinnum að því að tryggja fjölbreytni tungu- mála. 7. Frelsi mannsins. Sérhvert tungumál veitir í senn mælendum sínum frelsi og leggur á þá fjötra, gefur þeim möguleika á samskipt- um sín á milli og hindrar samskipti þeirra við aðra. Esperanto er ætlað til samþjóðlegra samskipta og er mikilvæg leið til að auka mannlegt frelsi - leið til gera sérhveijum manni fært að taka þátt í samfé- lagi mannkynsins sem einstaklingur sem hefur traustar rætur í eigin menningu og þeirri samvitund sem fýlgir eigin tungumáli án þess að það setji honum skorður. Við full- yrðum að samskipti sem einskorð- ast við notkun þjóðmála takmarki óhjákvæmilega frelsi manna til tjáningar, samskipta og fjölþjóð- legra tengsla. Við vinnum að frelsi mannsins." Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.