Morgunblaðið - 14.08.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.08.1996, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Polfotó Utför Hansda ÚTFÖR Jorgens aðmíráls, manns danska heraflans, og eig- inkonu hans Önnu Garde, fór fram frá Holm- ens Kirke í Kaup- mannahöfn á þriðjudag. Þau týndu lífi ásamt sjö öðrum í flug- slysi í Færeyjum 3. ágúst sl. er þota danska flot- ans fórst í aðflugi að flugvellinum í Vogum. Um eitt- þúsund manns voru viðstaddir útförina, auk ætt- ingja, vina og vandamanna voru þar fulltrúar dönsku hirðarinnar, danska hersins, ríkissljómarinnar, sendiherrar og aðrir fulltrúar er- lendra ríkja. Fulltrúi Landhelgis- gæslunnar við útförina var Helgi Hallvarðsson skipherra. Kistur Garde-hjónanna voru sveipaðar danska fánanum og lá kaskeiti aðmírálsins, sverð og heiðurs- merki ofan á kistu hans. Stærri myndin var tekin er kist- urnar vom bom- ar úr kirkju en þrjár dætur þeirra hjóna ganga næst kist- unum. A minni myndinni má sjá hluta 90 manna heiðursvarðar allra þriggja deilda heraflans við líkbílana. Lík annarra fórnarlamba flugslyssins komu til Danmerkur sl. sunnudag með dönsku herskipi og vom flutt- ar í kirkjur víða um land þar sem útför hinna látnu skyldi fara fram. Jörgens Garde Hans Garde yfir- Noregur Vísindafræði- kirkjan sökuð um fjárkúgun Ósló. Morgunblaöið. MAÐUR nokkur í Noregi hefur höfðað mál á hendur Vísindafræði- kirkjunni, sem svo er kölluð, og krefst þess, að hún greiði sér rúm- lega 100 milljóna ísl. kr. Er málið fyrir borgardómi í Osló en það snýst um fjársvik í stórum stíl. Knut Vigeland, sem sækir málið, lét stór og þung orða falla um Vís- indafræðikirkjuna þegar málfiutn- ingur hófst í gærmorgun í yfirfull- um réttarsalnum. Sagði hann um að ræða fjársvik og fjárkúgun, sem refsa bæri fyrir á grundvelli laga um þá glæpi. „Hér er um að ræða grandalaus- an mann utan af landi, sem hefur verið féflettur af hreinum kunnáttu- mönnum á því sviði. Félagar í Vís- indafræðikirkjunni hafa vitandi vits tælt skjólstæðing minn til að gang- ast í ábyrgð fyrir skuld, sem hækk- ar um 100.000 kr. (ísl.) á mánuði. Líklegt er, að þessir menn hafi sent féð til höfuðstöðva Vísindafræði- kirkjunnar í Bandaríkjunum en við krefjumst þess, að starfsemi þess- ara samtaka í Noregi verði stöðv- uð,“ sagði Vigeland. Búist er við, að málflutningur standi í þijá daga og verða leidd fram 13 vitni. MYNDLIST Blátt netform - verk eftir Kristínu Guðjónsdóttur. Lífræn form Stöölakot SKÚLPTÚR/GLER Kristín Guðjónsdóttir. Opið alla daga frá 14-18. Til 18 ágúst. Aðgangur ókeypis. SKÖPUNARSÖGU mætti nefna frumraun Kristínar Guðjónsdóttur á myndlistarvettvangi, sem fram fer í Stöðlakoti á Bókhlöðustíg. Hún leitar öðru fremur fanga til lífrænna fonna í umhverfínu og er á þann veg trú lifunum æskuáranna á Vestfjörðum, þar sem foreldrar hennar áttu sér sumarhús. Lengi býr að fyrstu gerð, eins og máltækið segir, og þrátt fyrir sex ára listnám að baki virðast Krist- ínu þessar lifanir hugleiknari en margt annað í núiistum dagsins, svo sem hreinar innsetningar og hug- myndaflipp ýmiss konar sem tröllríður listheiminum um þessar mundir. Eftir tveggja ára nám í skúlptúr- deild Myndlista- og handíðaskóla ís- lands nam Kristín í fjögur ár við list- og listiðnaðarskóla í Oakland, Kali- forníu, og lauk þaðan tvöfaldri BFA- gráðu í skúlptúr og gleri, auk þess sótti hún sumarskóla í glergerð í Pilchuck í Washington-fylki. Hún hlaut ýmsar viðurkenningar meðan á námi stóð og hefur tekið þátt í nokkrum stærri samsýningum, hald- ið tvær sýningar ásamt félaga og eina einkasýningu. Eftir verkunum á sýningunni að dæma hefur Kristín heillast af fyrir- bærum fjöruborðsins á Vestfjörðum, bæði lífrænum og dauðum, og þann- ig hafa verk hennar svip af hvoru tveggja. Það er líkast sem listspíran leitist við að gæða form úr gleri og kopar því fjölskrúðuga lífí, sem boða- slóð geymir, og þannig fær bátsform (10) svip af liðamótum á einhveiju kviku á fjöruborði. Einnig skynjar maður skyldleika með gömlum grip- um og áhöldum úr smiðjum dreifbýl- isins. Misdigrir koparvírar hlykkjast á ýmsan veg um og útfrá ýmsum for- munum úr hábrennsluleir, sem geta jafnvel minnt á geimdiska. Á stund- um líkt og sogarmar, eða að vírarnir eins og halda þeim saman, sem er í samræmi við frásögn hennar af brotnu leirtaui, sem fyrrum tíðkaðist að spengja eða staga saman, leirílát, potta og aðra brúkshluti. Það sem höfuðmáli skiptir er þó að maður skynjar ótvíræða form- kennd hjá gerandanum ásamt alvöru á bak við vinnubrögðin og það er þessi sérstaka formkennd, sem er styrkur Kristínar að mínu áliti, en ekki hin sértæka efnismeðferð. Hitt er svo annað mál að áhugi á óvenju- legum efnum og efnasamböndum er af hinu góða, en eitt sér dugir það naumast. Slíkt flæðir yfír heiminn, án upprunalegra tilfínninga fyrir því 1 sem menn hafa handa á milli né | mótunarlegra kennda, sem fyrri rým- ( islistamenn höfðu svo ríkulega til að bera, svo sem Arp, Lipchitz, Moore og Noguchi, svo einhveijir séu nefndir. Dregið saman í hnotskurn er um athyglisverða frumraun að ræða sem lofar góðu um framhaldið. Bragi Ásgeirsson Viljugir böðlar Hitlers ÞÝSK þýðing á bókinni Viljugir böðlar Hitlers (Hitler’s Willing Executioners), eftir bandaríska fé- lagsfræðinginn Daniel Jonah Gold- hagen kom út nú í vikunni og segj- ast bóksalar vænta metsölu. í bók- inni heldur Goldhagen því fram, að óbreyttir borgarar í Þýskalandi hafí aðstoðað nasista við að útrýma millj- ónum gyðinga. Hefur bókin vakið á ný harðar deilur um hvað hafi leitt til Helfararinnar. Goldhagen er nú staddur í Þýska- landi þar sem hann hefur mætt til viðtala í fjölmiðlum og í næsta mán- uði mun hann taka þátt í opinberum umræðum með sagnfræðingum. í útvarpsviðtali á fímmtudag sagði Goldhagen að það væri ekki réttmæt gagnrýni á bókina að segja hana byggjast á óígrunduðum alhæfíngum um Þjóðverja. „Það er á engan hátt meira óviðeigandi að alhæfa um Þjóðveija á þessum tíma og segja meirihluta þeirra - ekki alla, en flesta - hafa verið illa við gyðinga heldur en það myndi vera að alhæfa nú um íjóðveija að flestir þeirra séu hlynntir lýðræði," sagði hann. Varpar skugga á venjulega Þjóðverja Það sem mestu skiptir, að sögn Goldhagens, er sú spuming hvort unnt sé að færa reyndarrök fyrir þessum fullyrðingum. Hann fullyrðir, að sú aðferð hans, að láta fólk sem hjálpaði til við útrýmingarherferðina gegn gyðingum, segja sögur sínar í bókinni, varpi skugga á venjulega íjóðveija á þessum tíma. „Með þessum hætti er fólkið gert lifandi og sýnt sem raunverulegar manneskjur sem tóku þátt, drápu viljandi, en voru ekki neyddar til samstarfs gegn vilja sínum,“ segir Goldhagen. Bandarískur félags- fræðingnr heldur því fram í nýlegri bók að almenningur í Þýska- landi hafi veitt nasistum hjálp við helförina gegn gyðingum. Þýskir gagn- rýnendur hafa tekið bókinni fálega. Hann segir ekkert hæft í því að hver einasti Þjóðveiji sé meðsekur, en telur að djúpstætt hatur á gyð- ingum hafi verið sterkt í þýsku samfélagi og orðið til þess að sex milljónum gyðinga hafí verið út- rýmt. „Tvennt þurfti til svo að til Helfararinnar kæmi. Umfangsmik- ið, illgjarnt og smitandi hatur á gyðingum í Þýskalandi og nasista- stjórn. Þetta tvennt fór einungis saman í Þýskalandi og þess vegna varð Hclförin," segir Goldhagen. Goldhagen er 37 ára og sonur gyðings sem lifði Helförina af. Hann segir, að neikvæð viðbrögð þýskra fjölmiðla og gagnrýnenda við bók- inni byggjast á misskilningi. Sakar hann gagnrýnendur um að bera brigður á trúverðugleika sinn vegna þess að með bókinni hafi hann rofið langvarandi bannhelgi. Yfirborðskenndar niðurstöður Sagnfræðingar hafa margir sagt að niðurstöður Goldhagens séu yfir- borðskenndar og hann líti framhjá því sérstaka samspili óðaverðbólgu, kreppuástands og uppgjafar sem hafi gert Þjóðveija veika fyrir rót- tækri hugmyndafræði á borð við nasisma. í dagblaðinu Die Welt sagði að þessi „ögrandi og pirrandi bók“ Goldhagens dragi velþegna athygii að illvirkjum nasistatímans, og hjálpi til við að færa áhersluna í umræðu sem hafi að mestu snúist um fórnarlömb Helfararinnar. En Golhagen er atyrtur fyrir að vera heldur fáorður um þá Þjóð- veija sem veittu Hitler andspyrnu og aðstoðuðu gyðinga við að flýja eða komast í felur. Þá sé lítið gert úr því, að herförin gegn gyðingum varð kveikjan að tilræði við Hitler sem gert var í júlí 1944. „Goldhagen hefur skrifað bók þar sem hann sýnir Þjóðveijum dagsins í dag afmörkuð dæmi um lögreglu- sveitir, vinnubúðir og dauðagöngur gærdagsins. Þetta er vel gert,“ seg- ir í Die Welt. „En hann hefur enga skiljanlega útskýringu eða kenningu um það hvað Ieiddi til Helfararinn- ar, eins og hann segist hafa.“ Julius Schoeps, sagnfræðipró- fessor við Háskólann í Potsdam og framkvæmdastjóri Moses Mend- elssohn-miðstöðvarinnar fyrir gyð- ingleg fræði í Evrópu, hafnar þeirri fullyrðingu Goidhagens að með bókinni sé brotið blað, en sagði að umræðan um Helförina héldi áfram. „Að mínu mati er bók Goldhagens ekki eins áhugaverð og umræðan um hana. Þessi umræða sýnir að enn er margt ósagt, sumt hefur ekki verið rætt í þaula og annað þarfnast útskýringa," sagði hann í útvarpsviðtali. „Spurningarnar eru hver, hvað og umfram allt hvers vegna? Það er enn hulin ráðgáta hver ástæðan var.“ Vill bætur fyrir krot á málverk LISTASAFNIÐ í St. Louis hefur höfðað mál á hendur Whitney nútímalistasafninu í New York og öryggisþjónustu þess og krafist 165 milljóna króna skaðabóta vegna skemmda sem unnar voru á málverki eftir bandaríska popp- listamanninn Roy Lichtenstein. Listasafnið í St. Louis lánaði verkið, sem ber titilinn „Curta- ins“ og er frá árinu 1962, til Whitney árið 1993 og öryggis- vörður sem var að störfum á þeim tíma teiknaði hjarta á verk- ið og skrifaði rómantísk skilaboð inn í það með tússi. Listasafnið hefur eytt rúmlega 400.000 krón- um í viðgerðir á verkinu sem er ekki það sama á eftir og þefur fallið í verði að sögn lögfræðings safnsins John Rasp. I ) > I > i w > i i U

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.