Morgunblaðið - 14.08.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.08.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1996 11 Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason ÁGÚST Bjartmars og Bjarni Sveinbjörnsson ræða um dönsku dagana og rifja upp þann tíma er danska var töluð í Stykkishólmi á sunnudögum og fram yfir hádegi á mánudegi. Hj ólreiðadagur á Húsavík um helgina Þriggja daga hjólreiðaferð HUSVIKINGAR efna til hjóladags 17. ágúst nk. og er þetta annað árið, sem hann er haldinn. Dagur- inn er haldin til að hvetja til heilsu- eflingar og aukinna hjólreiða. Ný- stofnað Hjólreiðafélag Þingeyinga stendur að fjölbreyttri dagskrá á hjóladeginum sem hentar bæði bygendum og lengra komnum. I framhaldi af hjóladeginum verður farið í þriggja daga hjóla- ferð þar sem náttúruperlurnar Jök- ulsárgljúfur og Mývatnssveit eru heimsóttar. Ferðin hefst á Húsavík sunnudaginn 18. ágúst og verða hjólaðir 50-70 kílómetrar á dag. Fararstjórar verða vanir hjóla- ferðalangar og farangur verður fluttur með bíl á milli viðkomu- staða. Fyrir þá sem minni tíma hafa er möguleiki að fara eingöngu fyrsta legginn og þeim verður svo séð fyrir flutningi til baka. Hjóladagurinn hefst á stuttri og auðveldri fjölskylduhjólaferð um nágrenni Húsavíkur kl. 11. Smiðju- keppni-Brunkeppni hefst kl. 13 og þar sem ofurhugar munu bruna niður fjall. Sigurvegari fær fjalla- hjól frá Smiðjunni og hjólreiða- versluninni Erninum í verðlaun. Innanbæjarrall hefst kl. 14, en það er almenningskeppni á götum bæj- arins. Á sama tíma hefst Hlöðu- fellskeppnin sem er víðavangs- keppni krakka og unglinga. Þrautabraut verður sett upp á ver- búðarþökunum þar sem allir geta reynt hæfni sína í hjólaþrautum. Klukkan 16-17 verður Tour de Húsavík-Ístravel meistarakeppnin. Farin verður um 20 kílómetra leið um vegi og vegleysur í Húsavíkur- landi. Sigurvegari verður krýndur Húsavíkurmeistari 1996 og fær ferð fyrir tvo til Amsterdam og efstu keppendur fá vegleg verð- laun. Hólmarar halda hátíð um helgina Stykkishólmi - Undanfarin tvö ár hafa Danskir dagar verið haldnir í Stykkishólmi og verða þeir þriðju haldnir helgina 16.-18. ágúst nk. Stykkishólmur hefur verið verslun- arstaður öldum saman og vísar nafn- ið á þessari helgarskemmtun til þeirra tíma sem danskir kaupmenn versluðu hér. Áhrif Dana náðu langt fram á öld, raunar fram á þennan dag og segja gárungarnir að Stykk- ishólmur sé svo danskur enn að hér sé ævinlega töluð danska á sunnu- dögum. Á fyrsta degi hátíðarinnar verða opnaðar listýningar. Þar sýna Hólm- ararnir Ingibjörg Ágústsdóttir og Ebba Lárusdóttir og einnig Páll Guðmundsson á Húsafelli. Um kvöldið verður brekkusöngur, varð- eldur og grillað niðri við höfnina og dansað á bryggjunni. Á laugardegi verður líka margt til skemmtunar fyrir alla aldurshópa. Dorgkeppni, skátaþrautir, leiktæki fyrir unga fólkið, gönguferð um bæinn með leiðsögn heimamanna, markaðstjald verður með framleiðslu fyrirtækja staðarins og heimilisiðn- aði bæjarbúa og í tjaldinu verða ýmis skemmtiatriði. Leikfélagið Grímnir mun sýna frumsaminn leik- þátt eftir Ingibjörgu Björnsdóttur og sérstakt tilhlökkunarefni að fá sérsamið efni fyrir Stykkishólm og dönsku dagana. Sunnudagurinn hefst með siglingu á slóðir danskra kaupmanna og heim- sókn til Hildibrandar í Bjamarhöfn og síðan verður gengið um álfa- byggðir Stykkishólms undir leiðsögn Erlu Stefánsdóttur en hún lýsir þess- um ósýnilegu íbúum staðarins, byggð þeirra og búskaparháttum. Verður fróðlegt að skyggnast í þeirra veröld og ekki á hveijum degi sem það er hægt. Markaðstjaldið verður opið. Dagskráin endar með tónleikum í Stykkishólmskirkju. Þar leika Eydís Franzdóttir og Brynhildur Ásgeirs- dóttir ljúfa tónlist tyrir óbó og píanó. Það er mjög til þessarar dagskrár vandað og reyna sem flestir Hólm- arar að vera heima þessa helgi og njóta þess sem upp á er boðið og eins tilbúnir að taka á móti gestum en brottfluttum bæjarbúum er sér- staklega boðið. Nokkur lítil framleiðslufyrirtæki 2. 3. 4. 5. 6. Trefja- og einangrunarverksmiðja, með öll nauðsynleg tæki. Margvísleg framleiðsla. Miklir möguleikar. Fullur gámur af mótum til leir- og keramik- gerðar. Selst mjög ódýrt. Sælgætisframleiðsla sem framleiðir lakkrís. Markaðssett í Reykjavík og út um allt land. Sælgætisverksmiðja sem framleiðir brjóst- sykur af öllum gerðum. Sanngjarnt verð. Góð vinna fyrir tvo. Fullbúin vél- og járnsmiðja úti á landi. Er í eigin húsnæði. Oll tæki sem þarf. Næg at- vinna. Arðbært fyrirtæki. Nafnspjöld og bæklingar. Fullkominn tölvu- búnaður fylgir ásamt sérstökum forritum. Glæsileg sýningarmappa. Föst viðskipta- sambönd. Verð aðeins kr. 650 þús. Framleiðsla á baunaspírum. Sérstök vél. Góð aukavinna með öðru. Mikil arðsemi. Spóluvél sem framleiðir myndbönd. Mikill markaður. Góð umboð fylgja. Getur verið staðsett hvar sem er. Sér fataframleiðsla fyrir ungbörn. Lands- þekkt framleiðsla á gæðavörum. Góðir möguleikar til útflutnings. Laus strax. Framleiðsla á kryddvörum og ediki. Krydd- jurtirnar eru framleiddar hérlendis. Góð aukaóúgrein með öðru. Þarf lítið húsnæði. Gott fyrir einn. Framleiðslu- og verktakafyrirtæki sem starf- ar ekki á veturna. Næg verkefni. Þekktur fyrir góða vöru. Starfar á Rvíkursvæðinu. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. F.YRI RTÆKIASAlA SUÐURVE R I SÍMAR581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. 8. 9. 10. 11. Morgunblaðið/Davíð Pétursson TRILLAN, sem Skátafélag Akraness fær til sinnar vörslu, kom- in á flot á Skorradalsvatni. Trilla komin á Skorra- dalsvatn Grund - Vörflutningafyrirtæk- ið Þ.Þ.Þ. á Akranesi kom fær- andi hendi upp í Skorradal 8. ágúst sl. þegar þeir komu með gamla trillu af Akranesi upp á Skorradalsvatn fyrir Skátafé- lag Akraness. Skipið var sjósett við ósinn en síðan siglt um vatn og fram að Skátafelli og verður það framvegis til brúks fyrir skát- ana sem dvelja í skátabúðunum í Skorradal. Þar var búið að útbúa góð legufæri en stefnt er að byggingu flotbryggju til að auðvelda notkun trillunnar. er nýtískulegt og vandað ítalskt sófasett alklætt nautsterku leðri. Ef þig langar í alvöru sófasett skaltu koma og skoða Oliver. Oliver sófasettið fæst bæði í 3-2-1 eða sem 3-1-1 og í 4 leðurlitum. Staðgreiðsluafsláttur eða góð greiðslukjör til margra mánaða. Oliver 3-1-1 kr. 233.130,- Oliver 3-2-1 kr. 256.570,- Verið velkomin Það getur enginn keypt sér leður- húsgögn -og eytt stórfé, án þess að skoða fyrst og síðast hjá okkur því við eigum svo stórkostlegt úrval og svo mikla breidd í leður- gerðum, litum og tegundum. HÚSGAGNAHÖLLIN Bíldshöfði 20 -112 Rvik - S:587 1199

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.