Morgunblaðið - 14.08.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.08.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1996 7 Athugasemd frá landlækni FRETTIR * Istravel hefur hætt rekstri Nokkrir tugir eru strandaglópar Samgönguráðuneytið semur við Flugleiðir um heimflutning Heimir Karlsson ráðinn sjónvarps- sljóri Stöðvar 3 FERÐASKRIFSTOFAN ístravel lagði í fyrradag inn ferðaskrif- stofuleyfi sitt í samgönguráðu- neytið og hefur ferðaskrifstofan hætt rekstri. Ljóst er að ferða- skrifstofan getur ekki staðið við áætlanir sínar um flug á milli ís- lands og Hollands og hefur öllu flugi á hennar vegum verið af- lýst. Flugfélagið Transavia annað- ist leiguflug fyrir ferðaskrifstof- una. Að sögn Helga Jóhannessonar, lögfræðings í samgönguráðuneyt- inu, hefur ráðuneytið gert sam- komulag við Flugleiðir um að ann- ast heimflutning farþega, sem eru erlendis á hennar vegum og heim- flutning íslendinga sem búsettir eru erlendis eða erlendra ferða- manna, sem staddir eru hér á landi á hennar vegum. Ekki vitað hve mikið hefur verið selt í ófarnar ferðir „Við erum að vinna í því að koma fólki heim sem eru stranda- glópar," segir Helgi. Hann kveðst enn ekki hafa nákvæma tölu um hve strandaglóparnir eru margir en segir þá skipta tugum. „Þetta fólk á bókað far á mismunandi tím- um. Við erum núna fyrst og fremst að hugsa um hópinn sem er að koma heim til íslands annað kvöld [í kvöld] og hópinn sem fer út á fimmtudagsmorgun. “ Helgi kveðst heldur ekki hafa fengið upplýsingar um hvort búið sé að selja mikið í ferðir fram í tímann. Hann segir að trygginga- féð sem lagt sé fram þegar ferða- skrifstofuleyfi er veitt, 6 milljónir kr., verði nýtt til að standa straum af kostnaði við heimflutning og endurgreiðslu á fyrirframgreiddum farmiðum. Það fari síðan eftir umfangi farmiðasölunnar hvort tryggingaféð hrekkur til svo að allir viðskiptavinir ístravels fái endurgreiddar að fullu skuldbind- ingar sínar. Hann segir að ef það nægi ekki verði greitt af fénu hlut- fallslega til allra jafnt. Enginn aðdragandi Að sögn Helga var ferðaskrif- stofuleyfið lagt inn fyrirvaralaust og segir hann að enginn aðdrag- andi hafi verið að því. Aðspurður segir hann að við venjubundið eftirlit ráðuneytisins hafi ekkert komið í ljós sem hafi getað bent til j>ess að rekstur stöðvaðist. I fréttatilkynningu frá sam- gönguráðuneytinu segir að farþeg- ar sem eigi gilda farmiða heim til sín séu beðnir um að hafa samband við söluskrifstofu Flugleiða í Reykjavík eða í Amsterdam. HEIMIR Karlsson, fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður af Sjónvarpinu og Stöð 2, hefur verið ráðinn nýr sjónvarpsstjóri Stöðvar þtjú. Ulfar Steindórsson, núverandi sjónvarpsstjóri, mun taka við starfi framkvæmdastjóra sölufyrirtækis Sölusambands íslenskra fiskfram- leiðenda í Barcelona á Spáni. Heimir rekur nú innflutnings- og dreifingarfyrirtæki í Englandi en hafði áður starfað að sjónvarpsmál- um í níu ár. „Á þessum tíma hef ég auðvitað mótað ákveðnar skoð- anir um það hvernig sjónvarp eigi að vera og það verður spennandi að sjá hvernig þær eiga við á Stöð 3. Það er þó varla von á neinum stórvægilegum breytingum eftir að ég tek við.“ Heimir hefur starfað fyrir Stöð 3 frá upphafi, við útvegun dag- skrárefnis í Englandi, og sem ráð- gjafi. Hann segist hafa mikla trú á rekstri hennar. „Ég hef fundið já- kvæðan meðbyr með Stöð 3 hjá öllum þeim sem ég hef talað við hér á landi. Mér finnst mikill heiður fylgja því að vera boðið þetta starf. Svo er ekki því að neita að alltaf kemur upp í mér fiðringur þegar rætt er um sjónvarp. Þetta er sér- stakur heimur og það er erfitt að yfirgefa hann.“ Ulfar Steindórsson hættir störf- um hjá Stöð 3 um miðjan septem- ber en Heimir mun taka við um áramót. Fram að því mun stjórn íslenska sjónvarpsins hf., eiganda Úlfar Heimir Steindórsson Karlsson Stöðvar 3, sjá um reksturinn í nánu samstarfi við Heimi. Ymislegl hefði mátt fara betur Úlfar segir að starfslok hans séu í sátt og samlyndi við stjórn fyrir- tækisins. „Ég hef verið að ræða þetta við þá um nokkurt skeið. Það er ekki óeðlilegt að nýr maður taki við nú þegar breytingar verða gerð- ar á stöðinni. Það er ýmislegt sem hefði mátt fara betur á starfstíma mínum. Ég tel að varðandi dag- skrána og það sem snýr að henni hafi markmiðin náðst, en tæknimál- in hafa óneitanlega verið að stríða okkur. Það er margt spennandi að gerast í íslenska fjölmiðlaheiminum núna, en ég er ekki viss um að þetta sé starfssvið sem henti mér.“ Úlfar segir að seint í gærdag hafi verið gengið frá því að hann tæki við starfi framkvæmdastjóra sölufyrirtækis Sölusambands ís- lenskra fiskframleiðenda í Barce- lona. Ennum sann- leikann MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Ólafi Ólafssyni landlækni: „Vegna greinar Guðmundar Karls Snæbjörnssonar í blaði yðar þann 8. eða 9. ágúst sl. óskar land- læknir eftir birtingu eftirfarandi atriða. 1. Guðmundur Karl Snæbjörnsson tilkynnti landlæknisembættinu um meinta áfengisnotkun heilbrigðis- starfsmanns. 2. Eftir að hafa sannreynt sann- leiksgildi þessa var viðkomandi heilbrigðisstarfsmaður kallaður úr starfi og gekkst undir meðferð og eftirmeðferð. 3. Síðar hóf þessi starfsmaður störf að nýju, en þar sem illa tókst til hvarf hann aftur úr starfi. 4. Nær undantekningarlaust berst embættinu vitneskja um áfengis- eða lyfjamisnotkun frá öðrum heil- brigðisstarfsmönnum. Enginn þeirra sem hefur komið vitneskju um framangreind atriði til land- læknis hefur kvartað yfir vinnu- brögðum embættisins. 5. Greinarhöfundi, Guðmundi Karli Snæbjörnssyni, var vísað úr héraði af ráðherra af allt öðrum ástæðum, en þeim sem hér um ræðir.“ Virðingarfyllst, Olafur Ólafsson, landlæknir. Laguna. 5 dyra fólksbíll og skutbfll. Laguna. Fyrir þá sem kunna að meta glæsileika^ fágun og gæði Staðalbúnaðurinn er ríkulegur : • 2.0 1 vél með beinni innspýtingu. • 115hestöfl. • hækkanlegt bflstjórasæti með stillanlegum stuðningi við mjóhrygg. • strekkjari á öryggisbeltum. • öryggisbitar í hurðum. • rafdrifnar rúður. • fjarstýrðar samlæsingar með þjófavörn. útvarp og kassettutæki með fjarstýringu og 6 hátölurum. þokuljós að aftan og framan. höfuðpúðar í aftursæti. kortaljós við framsæti. litað gler. Laguna kostar aðeins frá 1.798.000 kr. Listinn yfir staðalbúnaðinn er lengri og enn er ótalinn sá aukabúnaður sem hægt er að fá til viðbótar. RENAULT FER Á KOSTUM ÁRMÚIA13 SÍMI: 568 1200 BEINN SlMI: 553 1236

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.