Morgunblaðið - 14.08.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.08.1996, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Skipulag Hveravalla og stjórnsýslan AÐ hefur verið mikil um- fjöllun í fjölmiðlum um svokallað Hvera- vallamál. Verður reynt hér að skýra frá nokkrum þeim helstu aðfinnsluatriðum, sem F.í. hefur sett fram varðandi gerð aðalskipulags Svína- vatnshrepps 1992- 2012 og úrskurð um- hverfisráðherra, þar sem kæru F.í. er hafnað, þ.e. að sá hluti aðalskipulags- ins, er varðar Hvera- velli, verði úrskurðaður ógildur. Kynningu ábótavant Með einni auglýsingu sem birt- ist í Lögbirtingablaðinu þann 11. nóvember 1992 er auglýst tillaga að aðalskipulagi fyrir Svínavatns- hrepp 1992-2012. Tekið er fram í auglýsingunni, að þeir sem geri ekki athugasemdir innan tilskilins frest, teljist samþykkir tillögunni. Samkvæmt tillögunni skal, auk húss Veðurstofu íslands, nýrra sæluhús F.í. og salemisaðstaða hverfa af þeim stað, sem það hef- ur verið á, á friðuðu svæði á Hveravöllum með leyfi Náttúru- <■ vemdarráðs. _ Hvorki F.í. né Veðurstofa ís- lands urðu vör þessarar einu aug- lýsingar er birtist í Lögbirtinga- blaðinu. Engin tilraun var gerð af hálfu sveitarfélagsins eða skipulagsyfirvalda að kynna þeim einu aðilum á Hveravöllum, sem áttu fasteignir þar og höfðu starfað þar í áratugi að ætlunin væri að fjarlægja eig- ur þessara aðila. Lá þó í augum uppi að þessir tveir aðilar myndu ekki sætta sig við brottrif fasteigna sinna. Telur F.í. að það fái ekki staðist að fasteignareigandi verði sviptur eign sinni, taki hann ekki eftir einni auglýsingu í Lögbirtingablaðinu um aðalskipulag og hann teljist þá hafa samþykkt eignaskerðinguna með þögninni, og glatað öllum rétti fyrir tómlæti. Engin önnur auglýsing birtist annars staðar. Ekki er undirrituð- um kunnugt um að haldinn hafi verið almennur borgarafundur um aðalskipulagtillöguna, eins og skal gert áður en sveitastjórn tekur endanlega afstöðu til aðalskipu- lagsins, a.m.k. var F.í. ekki gefínn kostur að mæta á slíkum fundi vegna Hveravallasvæðisins, þar sem fram hefði komið að rífa ætti hús F.í. Hefði F.í. þá átt þess kost að andmæla slíkum yfir- gangi. Ferðafélag íslands leggur sér- staka áherzlu á, að í umræddri auglýsingu um aðalskipuiag Svínavatnshrepps er ekki vakin sérstök athygli á því að aðalskipu- laginu er einnig ætlað að ná yfir Hveravallasvæðið. Var það brýn nauðsyn, þar sem eignarréttur Svínvetninga yfir Auðkúluheiði Úrskurðurinn ber víða með sér, segir Jónas Haraldsson, að reynt er að færa rök að fyrirfram ákveðinni niðurstöðu. var umdeildur og hefur nú verið hafnað samkvæmt héraðsdómi sem er í samræmi við fyrri for- dæmi Hæstaréttar í svipuðum málum. Jafnframt voru stjórn- sýslumörk hreppsins í suður alls endis óljós og umdeild. Hefur fé- lagsmálaráðuneytið ekki staðfest staðarmörk hreppsins og um- hverfisráðuneytið sjálft samþykk- ir aðalskipulagið með fyrirvara um staðarmörk Svínavatnshrepps í óbyggðum, en telur samt F.í. alfarið bundið af ákveðnum suður- mörkum hreppsins, þótt það varði F.í. fjártjóni og eignaskerðingum. Er ekki sama hver á í hlut greini- lega. Stjórnsýsluvald hreppsins Þrátt fyrir að forsenda aðal- skipulags sé stjórnsýsluvald við- komandi sveitarfélags yfir ákveðnu landssvæði, þ.m.t. svæði innan afréttarmarka, þá nær stjórnsýsluvald Svínavatns- hrepps, ekki yfir Hveravelli með vísan til þess hver afréttarmörk Svínavatnshrepps eru. Á bls. 8 í aðalskipulagi Svínavatnshrepps segir orðrétt um afréttarmörk hreppsins, “Undanfarin 40 ár hefur afrétturinn á Auðkúluheiði ekki náð nema suður að sauðfjár- varnargirðingunni, sem er nokk- uð norðan við Hveravelli og Kjal- hraun“. Hvað suðurmörk Auðkúluheið- ar snertir þá er látið nægja í úr- skurði ráðuneytisins að vísa til lýsingar arkitektsins í aðalskipu- lagstillögunni á hreppamörkum, sem séu ekki önnur en talin hafa verið staðarmörk hreppsins?! Þessu hafi F.í. ekki andmælt, þegar aðalskipulagið hafi verið auglýst (tómlæti), auk þess sé þá sönnunarbyrðin um önnur staðarmörk F.I. (öfug sönnunar- byrði). Ekki er gerð nein tilraun til þess í úrskurðinum að vísa til nokkurra frumheimilda um stað- armörk í suður. Fullyrðir F.í. að Svínvetningar hafi hvorki eigna- rétt né stjórnsýsluvald yfir Hveravallasvæðinu. Starfshópur lögfræðinga á vegum þriggja ráðuneyta vinnur nú að því að ákvarða stjórnsýslumörk hálend- isins, og þá er unnið að heildar- skipulagi fyrir hálendi landsins. Þá segir í skipulagsreglugerð að þess skuli gætt að aðalskipulag samræmist sem best þeim áætl- unum, sem gerðar kunna að verða fyrir landið í heild á vegum ráðu- neyta og stofnana. Aðalskipulag Svínavatnshrepps fullnægir ekki þessu ákvæði. Valdsvið Náttúruverndarráðs Ferðafélag íslands áréttar sér- staklega, að með auglýsingu nr. 217/1979 um náttúruvætti á Hveravöllum á Kili hafi Náttúru- verndarráð heimilað F.í. á grund- velli 22. gr. laga nr. 47/1971 um náttúruvernd að hafa sæluhús á friðuðu svæði Hveravalla í sam- ráði við Náttúruvemdarráð. Telur F.í. að Svínavatnshreppur geti ekki með gerð aðalskipulags, þótt staðfest sé af umhverfisráðuneyt- inu, ómerkt ákvarðanir Náttúru- verndarráðs varðandi heimild F.í. að fá að vera innan friðaða svæð- isins með sæluhús sín. Til þess að hægt sé að afturkalla það leyfi, þarf Náttúruverndarráð sjálft með lögformlegum hætti að breyta því fyrirkomulagi og þá í samráði við F.í. Þar sem þetta var ekki gert, þá telur F.í. að það ákvæði aðal- skipulags Svínavatnshrepps varð- andi Hveravelli er varðar brottrif nýrra sæluhúss F.í. vera þegar af þessum ástæðum marklaust og óbindandi fyrir F.í. Óvönduð vinnubrögð Hvað form og efnistök í úr- skurði umhverfisráðuneytisins snertir þá telur F.í. að hann beri með sér víða að verið sé að reyna að færa rök að fyrirfram ákveð- inni niðurstöðu og því fyllsta hlut- leysis ekki gætt, sem var nauðsyn- legt þar sem umhverfisráðherra var að úrskurða um lögmæti eigin gerða. Finnur F.í. sérstaklega að því, að í úrskurðinum er vitnað í ákvæði skipulagsreglugerðar og hluti málsgreinar tekin orðrétt upp en hluta greinarinnar sleppt. Við það fær ákvæðið allt aðra merkingu, sem passar við fyr- irfram ákveðna niðurstöðu F.I. í óhag. Slík vinnubrögð eru ámælis- verð. Þessum úrskurði umhverfis- ráðherra vill F.I. ekki una og hef- ur því beint kvörtun sinni til Umboðsmanns alþingis. Höfundur er félagi í Ferðafélagi íslands og lögfræðingur. Hver á kirkjuna? Meðal annarra orða Á kirkjan enga þá andans menn, sem geta hafið sig yfir þessar deilur, stigið fram og talað máli sjálfrar trúarinnar? Njörður P. Njarðvík spyr: Hver á kirkjuna? FRÁ því hefur verið skýrt í fréttum, að fólk flýi þjóðkirkjuna í talsverðu fjölmenni eftir vetur sem hefur ein- kennst af ásökunum, illdeilum og jafnvel beinum ijandskap þeirra, sem hefur verið trúað fyrir þeirri ábyrgð að standa vörð um boðskap Krists í nafni þjóðarinnar. Og ég skal játa, að það hefur einnig hvarflað að mér, þótt ég hafi ekki látið verða af því - ekki enn, því að ég sæi eftir þjóðkirkj- unni, ef hún liðaðist í sundur fyrir innri sundrungu, þótt ég sé ekkert sérstaklega kirkjurækinn. Kirkja sem hefur það hlut- verk að ná til þjóðarinnar allrar, verður nefnilega að vera fijálslynd, víðsýn, um- burðarlynd - og óáreitin. Hún hlýtur að boða fagnaðarerindið fordómalaust í stað þess að klifa á lögmálinu sem einhvers konar refsivendi, eins og oft gerist í svoköll- uðum sértrúarsöfnuðum. Um leið og þjóð- kirkja snýst til þröngsýni að einhveiju marki, dæmir hún sjálfa sig úr leik sem þjóðkirkja. Þess vegna eru þær deilur, sem nú halda sífellt áfram að geisa í kirkjunni, alvarlegar, því að „hvert það ríki, sem er sjálfu sér sundurþykkt, leggst í auðn, og hver sú borg eða heimili, sem er sjálfu sér sundurþykkt, fær ekki staðist“ (Matteus 12:25). Engir andans menn? Það hefur vakið athygli mína, að í öllum þeim orðaflaumi (mér liggur við að segja illorðaflaumi), sem kirkjunnar menn hafa látið sér sæma að demba yfir þjóðina, hef ég ekki orðið þess var að einn einasti prest- ur kæmi fram opinberlega og gæti hafið sig yfír þessar deilur. Þeir hafa þá annað- hvort tekið þátt í þeim eða þagað. Þagað kannski af því þeim hefur þótt óþægilegt að kveðja sér hljóðs, — en það er einmitt það sem hefur vantað. Ég vil ekki trúa því að þorri presta sé svo huglaus - eða það sem enn verra er - svo skeytingariaus að þeir horfi þegjandi á kirkjuna liðast í sund- ur í smásöfnuði vegna einhvers konar guð- fræðilegrar þrætubókar. Því að trú er ekki sama og guðfræði. Við blasir, að yfirstjórn kirkjunnar er of veikburða til að geta tek- ið á þessum deilum og sett þær niður. Annars væru þær löngu hjaðnaðar. Þetta er líka vandamál sem vel hugsandi prestar þurfa að horfast í augu við - og bregðast við. Og við, áhyggjufullir leikmenn, hljótum að spyija: Á kirkjan enga þá andans menn, sem geta hafið sig yfir þessar deilur, stig- ið fram og talað máli sjálfrar trúarinnar? Eigum við að trúa því að svo sé komið, að prestunum sé í raun ekki lengur trú- andi fyrir kirkjunni? „Prestakirkja" Um hvað snúast deilurnar í kirkjunni í raun og veru, þegar búið er að skyggnast á bak við klögumál milli prests og organ- ista og ásakanir á biskup, sem litu út fyr- ir að koma þessu öllu af stað, en voru kannski raun annað vandamál, að minnsta kosti að hluta? Svo er að sjá sem hluta af prestastéttinni dreymi um einhvers konar „prestakirkju", þar sem söfnuðurinn á að knékijúpa prestinum, „stöðu hans og valdi". Að minnsta kosti tala þeir mik- ið um þetta tvennt, um stöðu prestsins og vald hans, hver eigi að ráða í kirkj- unni. Og í huga þessara „valdpresta" er enginn vafi á því, að það er presturinn sem ræður, ekki söfnuðurinn eða stjórn hans. Þetta kom m.a. skýrt fram, þegar prest- ur kvartar undan því við siðanefnd kirkj- unnar að annar prestur skuli hafa vígt hjón undir húsgaflinum á kirkju „hans“ - og gerðist sá þó ekki svo djarfur að ganga inn í kirkjuna. Enginn prestur á sem sé að annast neins konar trúarathöfn í „kirkju annars prests“. Þá er „valdi“ prestsins ógnað. Ég hugsaði þá sem svo, að ef þessi prestur hefði ver- ið nógu umburðarlyndur og víðsýnn, þá hefði fólk kannski ekki talið sig þurfa að leita til annars prests! Á þetta ef til vill að ganga svo langt að enginn prestur megi hætta sér inn fyrir landamerki ann- ars prestakalls? En hvert er þá „vald“ og réttur sóknar- barns? Margar ástæður geta orðið til þess, að maður vill leita til annars prests. Kannski vill einhver leita til skírnarprests síns eða fermingarprests um hjónavígslu. Ættar- tengsl geta valdið vali á presti eða persónu- leg vinátta. Ég teldi mér mjög misboðið, ef sóknarprestur minn neitaði mér um að fá vin minn eða skyldmenni úr prestastétt til að annast fyrir mig prestverk í minni kirkju, því ég lít svo á að ég eigi kirkjuna engu síður en presturinn. Eðli kirkjunnar I raun snýst málið um skilning á því, hvað kirkja er. Kirkja er ekki hús, þótt sérstakt hús sé notað sem umgjörð um guðsþjónustu. En guðsþjónusta getur að sjálfsögðu verið hvar sem er. Það þarf ekki einu sinni námunda við húsgafl á kirkjubyggingu. Kirkja er samfélag manna sem aðhyllast boðskap Krists, einnig þótt þeir hafi ekki allir nákvæmlega sama skiln- ing á þeim boðskap. Og einmitt það skipt- ir miklu máli. „... hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni, þar er ég mitt á meðal þeirra" (Matteus 18:20). Það er allt sem þarf. Hin raunverulega kirkja er innra með þeim sem trúa og aðhyllast boðskap Krists. Þar eru engar kreddur, engar deilur, engir prestar eða prelátar. Hana getur enginn utanaðkomandi skemmt fyrir okkur. Hún er það sem skiptir öllu máli, hin dýpsta skynjun guðlegs eðlis, sem leitendur vilja láta stjórna lífi sínu. Um þessa ósýnilegu, innri kirkju hafa menn svo búið til hina ytri kirkju, manna- stofnun, umgjörð til að hlúa að hinni innri kirkju. Og í þessari ytri kirkju hefur prest- um verið fengið sérstakt hlutverk, þótt Kristur nefni hvorki presta, biskupa né páfa, heldur einungis lærisveina. Áf því leiðir að prestur er ekki herra safnaðarins heldur þjónn hans og lærisveinn Krists eins og aðrir. Með því að hann á að helga líf sitt og starf kenningum Krists, er ætlast til þess að hann geti leiðbeint öðrum. En það er vandasamt og hefur ekki alltaf tek- ist sem skyldi. Við vitum öll að forysta hinnar ytri kirkju, hvort sem hún er að yfirbragði kaþólsk, lútersk eða eitthvað annað, hefur oftlega reynt að kúga hina innri kirkju. Það er að segja: hefur reynt að skammta mönnum skilning á eðli Krists. Það er hins vegar aldrei hægt til lengdar. Leit að and- legum þroska krefst fijálsrar hugsunar. Ég hefur einhvers staðar áður sagt og segi aftur: Sá sem heldur að aðeins ein leið liggi til Guðs, mun ekki rata þá leið. Höfundur er prófessor í íslenskum bókmenntum við H&skóla íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.