Morgunblaðið - 14.08.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.08.1996, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C/D/E STOFNAÐ 1913 182. TBL. 84. ARG. MIÐVIKUDAGUR 14. AGUST 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLADSINS Samkomulag um vopnahlé í Grosní Grosni, Moskvu. Reuter. YFIRMAÐUR rússnesku hersveit- anna í Tsjetsjníju og leiðtogar tsjetsjenskra aðskilnaðarsinna náðu í gær samkomulagi um vopnahlé sem taka á gildi í dag, að sögn rússneskra fjölmiðla. Sjónvarpsstöðin RTR hafði eftir talsmanni tsjetsjenskra aðskiln- aðarsinna að vopnahléið ætti að hefjast klukkan 8 f.h. að íslenskum tíma í dag til að gera tugum þús- unda íbúa Grosní kleift að flýja borgina eftir mannskæða bardaga þar síðustu daga. Fréttastofan Int- erfax hafði eftir heimildarmönnum í höfuðstöðvum aðskilnaðarsinna í suðurhluta Tsjetsjníju að samið hefði verið um að hersveitir beggja aðila drægju sig frá víglínunni og skiptust á líkum og særðum mönn- um. Samkomulagið hefði náðst á fuhdi Konstantíns Púlíkovskís, yf- irmanns rússnesku hersveitanna, með Aslan Maskhadov, yfirmanni herráðs aðskilnaðarsinnanna, í þorpinu Novje Atagi, skammt frá Grosní. Harðir bardagar geisuðu enn í Grosní í gær og rússneskar her- sveitir reyndu að sækja fram á svæði sem tsjetsjenskir aðskilnað- arsinnar náðu á sitt vald fyrir átta dögum. Sprengjum og flugskeyt- um var skotið á borgina meðan íbúar hættu lífi sínu til að freista þess að flýja. Rússar höfðu til- kynnt að loftárásum á borgina yrði hætt en rússneskar þyrlur skutu þó flugskeytum á vígi að- skilnaðarsinna skammt frá fljóti sem hópur kvenna og barna reyndi að komast yfir. Alvarlegur matar- og lyfjaskortur Talið er að hundruð og jafnvel þúsundir manna hafi beðið bana í bardögunum sem blossuðu upp 6. ágúst. „Tugir þúsunda manna eru innlyksa í úthverfum Grosní án matarbirgða og lyfjaskorturinn er geigvænlegur," sagði í yfirlýsingu frá sendinefnd tsjetsjensku stjórnarinnar í Moskvu. Rússnesk yfirvöld sögðust þegar hafa fengið tíu milljarða rúblna, sem svarar 130 milljónum króna, til að aðstoða heimilislausa flótta- menn frá Grosní. Framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins ákvað í gær að veita jafnvirði 355 milljóna króna til hjálpar flóttafólkinu og sambandið hefur þar með varið sem svarar þremur milljörðum króna til aðstoðar íbúum Tsjetsjníju frá því stríðið hófst fyr- ir tæpum tveimur árum. Áætlað er að sjá þurfi 100.000 Tsjetsjen- um fyrir matvælum og að helming- ur 1,2 milljóna íbúa héraðsins þurfi á lyfjum eða læknisaðstoð að halda. Kemp úti á lóð VÆNTANLEGT varaf orsetaef ni bandariska Repúblikanaflokks- ins, Jack Kemp, ávarpar mann- fjölda á útisamkomu í San Diego í Kaliforníu, þar sem flokksþing repúblikana stendur nú yfir. Var samkoman haldin úti á lóð hjá íbúa nokkrum í úthverfi borgar- innar. Colin Powell, fyrrum yfir- maður herráðs Bandaríkjanna, sagðist í gær ekki útiloka að taka við ráðherraembætti ef Dole næði kjöri og byði honum það. ¦ Oðurtilhinna/15 Reuter Reuter Brotnaði á þjóðvegi SPÆNSKRI forstjóraþotu hlekktist á í lendingu á Nort- holt-herflugvellinum norðvest- ur af London í gær, hafnaði úti á þjóðvegi og brotnaði í tvennt eftir árekstur við sendibíl. Tveir karlmenn og ein kona voru um borð í þotunni og slös- uðust þau ekki alvarlega. Varð að skera bílinn í sundur til að ná bílstjóranum úr flakinu. Þotan var af gerðinni Lear- jet-25 og lenti flugmaðurinn alltof innarlega á flugbrautinni þannig að lítið var eftir af henni til að nema staðar á. Fór þotan í gegnum flugvallargirðingu og út á fjölfarinn þjóðveg, A-40, sem liggur frá London til Ox- ford. Bosníu-Serbar láta undan þrýstingi N ATO Han Bijesak, Brussel. Reuter. YFIRMAÐUR hersveita Atlants- hafsbandalagsins (NATO) í Bosníu, Sir Michael Walker, kannaði í gær herstöð Bosníu-Serba í Han Pijesak. Með heimsókn hershöfðingjans þangað tókst að afstýra hugsanleg- um hernaðarátökum. Samkvæmt Dayton-friðarsam- komulaginu fyrir Bosníu er eitt af hlutverkum NATO-hersveitanna að hafa eftirlit með hernaðarbrölti þjóðabrotanna í Bosníu. Bosníu- Serbar höfðu um helgina meinað eftirlitsmönnum NATO að sinna eft- irliti í herstöð þeirra í Han Bijesak, en stöðin er einkum þess vegna tal- in mikilvæg, að Ratko Mladic, yfir- maður hers Bosníu-Serba sem eftir- lýstur er fyrir stríðsglæpi, heldur að sögn oft til þar. Talið er líklegt að ástæðan fyrir mótþróa Bosníu-Serba að leyfa eftirlit í herstöðinni hafi einmitt verið sú að Mladic hafi verið á staðnum um helgina. Staðráðnir í að láta Bosníu-Serba ekki komast upp með brot á friðar- samkomulaginu hótuðu yfirmenn NATO-sveitanna vopnavaldi til að fylgja ákvæðum þess eftir. I gær létu stjórnendur hers Bosníu- Serba loks undan. Walker hershöfð- ingi hélt til Han Bijesak í þyrlu, sem flutti auk hans Biljönu Plavsic, starf- andi forseta Bosníu-Serba á staðinn. Walker sagði fréttamönnum að lok- inni eftirlitsferðinni að hún hefði gengið vel og eftirlitsmenn fengið að skoða allt sem þeir óskuðu eftir. Forsetar Bosníu, Serbíu og Króat- íu eru boðaðir á fund með Warren Christopher, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Genf á morgun. Umræðuefni fundarins eru kosning- arnar sem halda á í Bosníu þann 14. september nk. Christopher er nú á ferð í Evrópu í þeim erinda- gjörðum að reyna að tryggja fram- kvæmd kosninganna, sem vestrænir erindrekar eru orðnir vantrúaðir á að muni geta farið fram með þeim hætti sem æskilegastur væri. Flóðin í Kína 2.700 hafa farist FJÖLDI þeirra sem hafa farist af völdum flóðanna í Kína undanfarinn einn og hálfan mánuð er kominn í að minnsta kosti 2.700. Þórir Guð- mundsson, sendifulltrúi alþjóða- sambands félaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans, er við annan mann í Húnanhéraði í suðaustur- hluta Kína, og segir hann að óttast sé að milljónir manna verði í hættu ef yfirborð stöðuvatns í grennd við hðfuðborg héraðsins, Changsha, heldur áfram að hækka. Þórir og samstarfsmaður hans eru nýkomnir frá Xinjianghéraði, sem er í norðvesturhluta Kína, og mikið fjallahérað. „Flóðin þar eru allt öðru vísi en þau sem hafa orðið í suðausturhlutanum og verið hvað mest í fréttum. Það eru allar tölur miklu lægri í Xinjiang, 59 hafa far- ist og 89 er saknað," segir Þórir. Húnanhérað hefur sennilega orð- ið verst úti, að sögn Þóris. „Alþjóða- samband [Rauða krossins] hefur sent út fjárbeiðni til aðstoðar kín- verska rauða krossinum við þetta starf héma. Okkar hlutverk er að fylgjast með því hvað helst vantar og hvernig þetta gengur, hvað við getum gert til þess að aðstoða og þar fram eftir götunum." Norður af Chengsha er stórt stöðuvatn, og hefur yfirborð þess verið að hækka mestallan júlímán- uð. Vatnið er 3.500 kílómetrar að ummáli og á 2.500 km strandlengj- unnar er yfírborðið hærra en þekkst hefur i sögunni. „Menn hafa miklar áhyggjur af því að flæða muni yfir stóran hluta lands. Þá eru milljónir í hættu," segir Þórir. Hann segir að hjálparstarf kín- verska rauða krossins gangi vel fyrir sig. Kínverjar hafi gífurlega þekkingu og reynslu í að bregðast við flóðum. „Við höfum mjög mikla trú á kínverska rauða krossinum og því að peningar til hjálparstarfs skili sér vel." í fréttaskeytum Reuters kemur fram að þetta séu einhver mestu flóð sem orðið hafi í Kína. Þórir segir það vera „vegna þess hve lengi [flóðin] hafa staðið, eða frá því í byrjun júlí; hversu mikið svæði vatn hefur farið yfir og hversu mikið tjónið er. Hér í Húnan vita menn ekki til þess að verri flóð hafi nokk- urntíma orðið."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.