Morgunblaðið - 15.08.1996, Page 12

Morgunblaðið - 15.08.1996, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1996 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ L Félagsmálastofnun Akureyrar Heldur dregið úr fj árhagsaðstoð FJÁRHAGSAÐSTOÐ Félagsmála- stofnunar Akureyrar við einstak- linga og fjölskyldur var nokkuð minni fyrstu sex mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra. Guðrún Sig- urðardóttir, deildarstjóri félags- málastofnunar, segir að rekja megi ástæður þessa til betra atvinnu- ástands í bænum. Á fjárhagsáætlun bæjarins fyrir yfirstandandi ár voru settar rétt rúm- ar 20 milljónir króna tii þessa mála- flokks. Fyrstu sex mánuði ársins hafði rúmlega 55% þess fjármagns verið notað til fjárhagsaðstoðar. Guðrún segir að seinni hluti ársins sé oft erfiður og þá sérstaklega des- embermánuður. „Miðað við þær for- sendur sem nú liggja fyrir teljum við okkur þurfa viðbótarfjárveitingu upp á eina milljón króna og ef ekki verða neinar kollsteypur í atvinnulífínu á sú upphæð að duga.“ Atvinnuástandið á Akureyri er mun betra nú en á sama tíma í fyrra en Guðrún segir hins vegar óvíst hvað gerist í haust í þeim málum. Versni atvinnuástandið komi það til með að koma fram í aukinni fram- færsluaðstoð. Flestir skjólstæðingar félagsmálastofnunar eru einstæðir foreldrar en einnig er nokkuð um að einstaklingar leiti aðstoðar, svo og aðrar fjölskyldugerðir. Sátt við stöðuna „Við erum nokkuð sátt við stöð- una eins og hún er í dag, þrátt fyr- ir að við þurfum að fá minni háttar viðbótarfjárveitingu til að loka ár- inu,“ segir Guðrún. Á síðasta ári hljóðaði uppgjörið í þessum mála- flokki upp á tæpar 27 milljónir króna, sem var heldur hærri upphæð en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætl- un. Morgunblaðið/Hermína Unsrir athafnamenn Dalvík ° í BLÍÐUNNI á dögunum mátti sjá sína. Strákamir fundu steinana á myndarlegan sölubás við ráðhúsið á Borgarfirði eystri og notuðu þeir Dalvík en þar höfðu frjórir félagar, aðeins hugmyndaflugið ásamt gulu Eyþór, Óttar, Óskar og Gunnar, UHU lími með svörtu stöfunum, til komið sér fyrir með „steinakallana" að skapa fjölbreytilega karla. Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson Regnbogi yfir Torfunefsbryggju ÞESSI fallegi regnbogi myndaðist yfir Torfunefsbryggju á Akur- eyri eftir regnskúr um miðjan dag á þriðjudag. Regnboginn sást þó aðeins í skamman tíma en þó nógu lengi til að hægt væri að festa hann á filmu. 1 5 .— 1 8 . ágúst aS HrafnagiIi, Eyjafjar&arsveit Atvinnusköpun til framtíðar Opnunartími: Fimmutdagur 15. ágústkl. 16.00-21.00 Föstudagur 16. ágúst kl. 11.00-21.00 Laugardagur 17. ágúst kl. 11.00-21.00 Sunnudagur 18. ágústkl. 11.00-21.00 í fyrsta skipti á einum stað handverksmunir frá: / Islandi Grænlandi Færeyjum Norður-Noregi Minjagripir Gjafavörur Nytjahlutir Vinnusýningar íslenskir þjóbbúningar Tískusýningar Ýmislegt fýrri börn .—1 8. á Sjáumst á handverkssýningu. Handverk - Sináiðnaður - Gamlar og nýjar vinnuaðferðir immÆimmzUMÆisUiÆm Túborgdjass í Deiglunni TÚBORGDJASS Café Karolínu og Listasumars verður haldinn í Deigl- unni í kvöld kl. 21.30. Fram koma tónlistarmennirnir Gunnar Gunnarsson á pínaó, Jón Rafnsson á bassa og Árni Ketill á trommur, ásamt söngkonunni Ragnheiði Ólafsdóttur. Aðgangur er ókeypis. (fWJÍ Hótel j=3Harpa Akureyri Gisting við allra hæfi. Þii velur: Fjörið í miðbænum. Friðsældina í Kjarnaskógi eða lága verðið á gistiheimilinu Gulu villunni gegnt sundlauginni. Sími 461 1400. - kjarni málsins! Stöður skóla- stjóra Síðuskóla Mælt með Þorgerði o g Sigríði SKÓLANEFND Akureyrar sam- þykkti samhljóða á fundi sínum í gær að mæla með ráðningu Þor- gerðar Guðlaugsdóttur í stöðu skólastjóra Síðuskóla til eins árs og ráðningu Sigríðar Harðardóttur í stöðu aðstoðarskólastjóra í jafn langan tíma. Þær hafa báðar starf- að sem kennarar við skólann. Bæjarráð fjallar um málið á fundi sínum í dag og má fullvíst telja að þar verði ráðning Þorgerðar og Sigríðar staðfest. Þá var Ragnhildi Skjaldardóttur aðstoðarskólastjóra Síðuskóla veitt launalaust leyfi í eitt ár en hún hefur verið ráðin aðstoðarskóla- stjóri Langholtsskóla í Reykjavík. Ragnhildur var einn þriggja um- sækjenda um stöðu skólastjóra Síðuskóla og fékk starfíð. Hún gaf það hins vegar frá sér og tók stöðu aðstoðarskólastjóra í Langholts- skóla. Ráðið innan skólans I framhaldinu ákvað skólanefnd að ráða í stöðu skólastjóra og að- stoðarskólastjóra innan skólans í stað þess að leita til annars þeirra umsækjenda sem um stöðuna sóttu ásamt Ragnhildi, Sturlu Kristjáns- sonar eða Sveinbjörns M. Njálsson- ar. Fundur kennara Síðuskóla hafði jafnframt óskað eftir því við skólanefnd að hún leitaði til Þor- gerðar og Sigríðar um að taka að sér stöðurnar og hefur það orðið niðurstaðan. -----»-♦ ♦---- Dagur-Tíminn kemur út 29. ágúst Birgir Guð- mundsson að- stoðarritstjóri ÁKVEÐIÐ hefur verið að fyrsta tölublað Dags-Tímans komi út fimmtudaginn 29. ágúst. Birgir Guðmundsson, fréttastjóri Tímans, hefur verið ráðinn aðstoðarritstjóri hins nýja blaðs, Dags-Tímans. Birgir mun flytja norður yfir heiðar til Akureyrar og hafa yfír- umsjón með fréttastjórn blaðsins. Þá hefur Valgerður Jóhannsdóttir, þingfréttamaður á Ríkisútvarpinu, verið ráðin á ritstjórn blaðsins í Reykjavík. HEALTHILIFE TRYGGIR GÆÐIN Heilsuefni sem virka Antioxidant- Betacaroten B-fjölvítamín , C-500 vítamín Calciunt- Pantothen E-500 vítamín ;Fólinsýra-járn 4/40 Ginseng Ginkgo-biloba Hár & Neglur, Hvítlaukur, Kvöldvorrósaolía, Lesetin, Þaratöflur, Q-10 (30 mg.). Fœst í inörgum heilsubúðum, apótekum og mörkuðum. BI0-SELEN UMB. SIMI 557 6610

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.