Morgunblaðið - 15.08.1996, Side 19

Morgunblaðið - 15.08.1996, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1996 19 ÚRVERINU Tangi hf. frystir loðnu fyrir Rússa Fiskafliim stefnir í tvær milljónir tonna SUNNUBERG GK kom með 200 tonn af loðnu að landi til Vopna- fjarðar um hádegisbilið í gær. Nær allur aflinn var ísaður á miðunum og gera á tilraunir með að frysta loðnuna hjá Tanjga hf. fyrir Rúss- landsmarkað. Ovanalegt er að loðna sé fryst á þessum árstíma en að undanförnu hefur dvalið umboðsmaður rússnesks fyrirtæk- is á Vopnafirði og hefur hann sýnt áhuga á að kaupa af Vopnfirðing- um frysta loðnu. Friðrik Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Tanga, segir að beð- ið hafi verið eftir því að átan í loðn- unni minnkaði, svo frysting gæti hafist. Hann segir að það megi vel frysta loðnu á þessum árstíma enda sé það víða gert, en íslending- ar hafi ekki viljað sinna þessum markaði vegna lágs verðs en loðn- an er seld til Rússlands þar sem hún er bæði reykt og söltuð. Nú hafi hinsvegar verið hagrætt í kringum vinnsluna og hún gerð ódýrari með auknum afköstum og betri búnaði. Friðrik segir enn- fremur að loðnufrystingin sé búbót fyrir bæjarfélagið í heild. „Frysti- húsið hjá okkur hefur verið lokað í nokkurn tíma vegna hráefniss- korts en nú höfum við kallað inn um 25 manns í frystinguna. Þá er bara að vona að það verði eitthvað framhald á veiðunum," segir Frið- rik. Smá „peðrur“ við Kolbeinsey Magnús Þorvaldsson, skipstjóri á Sunnuberginu, segir að loðnan sé stór og falleg og telur að hún sé vel hæf til frystingar því hún líti vel út enda aðeins um 13 klukkustunda sigling frá loðnumið- unum til Vopnafjarðar. Hann segir að lítið sé um að vera á loðnumið- unum en flest skipin séu nú á litlu svæði norðaustur af Kolbeinsey. Þar hafi verið kastað á nokkrar „peðrur“ en hann átti von á því að þær yrðu ekki til skiptanna þegar að skipunum færi að fjölga á svæðinu. Gullberg VE fékk um 300 tonna kast á svæðinu í fyrra- kvöld og er það langskársta kast sem frést hafði af í gær. FISKAFLI landsmanna nú í lok fiskveiðiársins er meiri en nokkru sinni fyrr. Frá því fyrsta septem- ber 1995 til loka júlí ár hafa veiðzt um 1,7 milljónir tonna innan land- helginnar og rúmlega 221.000 tonn utan landhelgi. Síðustu tvö árin var aflinn, þegar einn mánuð- ur var eftir af fiskveiðiárinu 1,3 milljónir og 1,5 milljónir tonna. Heildaraflinn þetta fiskveiðiár er því farinn að nálgast tvær milljón- ir tonna. Mestur afli á einu ári til þessa er 1.752.256 tonn. Fyrstu 7 mánuði ársins er aflinn innan lög- sögu og af úthafskarfa orðinn rúm- lega 1,3 milljónir tonna og er það um 300.000 tonnum meira en á sama tíma síðustu þijú árin. Sé litið á fiskveiðiárið, ræður það mestu að loðnuaflinn er kom- inn yfir eina milljón tonna, en svo mikill hefur loðnuafii aldrei orðið á einu ári, hvað þá 11 mánaða tímabili. Loðnuafli á sama tíma fiskveiðiársins í fyrra var 640.000 tonn og 862.000 tonn í hitteðfyrra. Þorskafli nú er orðinn 160.000 tonn, tæpum 10.000 tonnum meiri en í fyrra, en 25.000 tonnum minni en 1994. Ýsuafli er nú um 50.000 tonn, heldur minni en tvö síðustu fiskveiði ár á undan. Ufsaafli hefur dregizt mikið saman. Nú hafa að- eins veiðzt um 38.000 tonn, 58.000 tonn voru komin á land á sma tíma 1994. Karfaafli nú er um 74.000 tonn sem er um 10.000 tonnum minna en í fyrra, en af úthafs- karfa veiddust nú tæplega 48.000 tonn, tvöfalt meira en í fyrra, en svipað og 1944. Uthafsrækjuaflinn heldur áfram að aukast og er nú um 61.000 tonn, sem er um 14.000 tonnum meira en 1994. Þá er afli af inn- fjarðarækju einnig í hámarki, um 11.600 tonn. Síldarafli er nú um 125.000 tonnm sen er svipað og síðustu ár, en eins og áður segir er iangmest aflaukning í loðnunni. Rétt er að taka fram að afli utan landhelgi er ekki talinn með í þess- um tölum, nema úthafskarfi. Staðan er svipuð, sem litið á almanaksárið. Þorskafli hefur auk- izt frá síðasta ári, en minna hefur veiðzt af ýsu, ufsa, karfa og grá- lúðu. Meira hefur hins vegar veiðzt af úthafskarfa og steinbít. Heildar- botnfiskafli þetta tímabil er 305.000 tonn, sem er litlu meira en í fyrra, en minna en 1994. Rækjuafli er nokkru meiri nú, humarafli hefur aukizt á ný og skelveiði er svipuð. Síldarafli er alls 20.000 tonn en var um 5.000 tonn á sama tíma í fyrra og loðnu- aflinn var þegar orðinn um 960.000 tonn, sem er nærri því það sama og mest hefur áður veiðzt á einu ári. Afli utan lögsögu fyrstu 7 mán- uði ársins er 221.263 tonn. Mest hefur veiðzt af síld, tæplega 165.000 tonn og af úthafskarfa hafa veiðzt 45.500 tonn. Þá er rækjuafli af Flæmska hattinum um 10.500 tonn og 600 tonn af Dohrn- banka. Sólbakur reynir veiðar á rauðserk SÓLBAKUR EA, skip Útgerðafé- lags Akureyringa, er kominn á mið suður af Flæmska hattinum en ætlunin er að reyna veiðar á rauðserk. Sólbakur EA hefur verið á rækjuveiðum Flæmska hattinum síðan í apríl. Rækjan stendur á þessum árstíma í skelskiptum og segir Magnús Magnússon, út- gerðastjóri ÚA, að Sólbakur muni nota tækifærið á meðan til að kanna hvort ástæða sé til að skoða rauðserksveiðar nánar. Veiðisvæð- ið er í um þriggja sólarhringa sigl- ingu suður af Flæmingjagrunni og hafa Rússar stundað rauðserks- veiðar þar með góðum árangri. Verðmætur fiskur Magnús segir að rauðserkurinn sé verðmætur fískur og allt að 40% dýrari en karfi. Hann sé þó ekki ósvipaður karfa, fari að langmestu leyti á Japansmarkað líkt og karfi og sé skorinn og unnin á mjög svipaðan hátt. Því þurfi ekki að gera neinar breytingar á vinnslu- línu skipsins. Heimkynni rauðserks eru eink- um í vestanverðu Miðjarðarhafi og Norðaustur Atlantshafi, mest við Nýja-Skotland og allt norður til Noregs. Rauðserkur er botn- fiskur og veiðist 200-500 metra dýpi. beuRA Lip ☆ Bækur/plaköt ☆ Vitamín/Yucca ☆ Tarotspil/spil Snyrtivörur ☆ Hugleiðslutónlist er flutt á Laugaveg 45a (La Cafe-húsið) og verður þar til 20. október. Opnunartími er kl. 10-18 og kl. 12 - 15 laugardaga. Póstkröfuþjónusta. Símar 551 4725 og 581 1380. DÚNDUR- ÚTSALA! HEFST í DAG - STENDUR í EINA VIKU HAUSTVÖRUR, VETRARVÖRUR, SUMARVÖRUR ÍÞRÓTTASKÓR, ÚLPUR, ÍÞRÓTTAGALLAR, SUNDFÖT, BUXUR, JAKKAR, PEYSUR, BOLIR, KULDASKÓR A FRÁBÆRU VERÐI ALLT AD 80% AFSLÁTTUR S® UTILIF HH GUESIBÆ • SÍMI 581 2922

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.