Morgunblaðið - 06.09.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.09.1996, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samstarf íslenskra og japanskra vísindamanna á sviði augnrannsókna Augu 1.100 Reyk- víkinga 50 ára og eldri rannsökuð Morgunblaðið/Kristinn EINN af japönsku vísindamönnunum tekur sneiðmynd af auga eins islensku þátttakendanna. VIÐAMIKIL rannsókn á áhrifum útfjólublárrar geislunar á augu fer nú fram hér á landi í samvinnu jap- anskra og íslenskra vísindamanna á sviði augnlækninga. Áætlaður kostnaður við rannsóknina er tæp- lega 18 milljónir og bera Japanar um 80% kostnaðarins. Eitt af öflugustu fyrirtækjum Japans í framleiðslu augntækjabún- aðar, Nidek Co, er styrktaraðili að verkefninu og lánar í því skyni þijú tölvusneiðmyndatæki, sem hvert kostar um tólf milljónir króna. Að- eins eitt slíkt tæki er til á Norður- löndunum, í Stokkhólmi. Rannsóknin fer fram á augndeild Sjúkrahúss Reykjavíkur á Landa- koti og í henni taka þátt sjö Japan- ar og hátt í tuttugu íslendingar, bæði augnlæknar, hjúkrunarfræð- ingar og aðstoðarfólk. Leitað að áhættuþáttum Augu um 1.100 Reykvíkinga 50 ára og eldri verða rannsökuð mjög nákvæmlega með tilliti til þeirra þriggja augnsjúkdóma sem oftast valda alvarlegri sjónskerðingu og biindu hjá þessum aldurshópi en það eru skýmyndun á augasteini, gláka og ellihrörnun í augnbotnum. í spurningalista sem lagður er fyrir þátttakendur í rannsókninni í því skyni að leita að áhættuþáttum er grennsiast fyrir um almenna lífs- hætti, fæðuval og venjur gagnvart sól og ljósalömpum. „Það sem við erum fyrst og fremst að gera er að reyna að átta okkur á dreifingu og eðli þessara þriggja meginsjúkdóma og hinsveg- ar að leita að forvörnum til að koma í veg fyrir þá,“ segir Friðbert Jónas- son, yfirlæknir augndeildar Sjúkra- húss Reykjavíkur á Landakoti. Sakaðir um hótanir og ofbeldi ÞRÍR karlmenn af austurlenskum uppruna voru handteknir í gærdag eftir að maður nokkur tilkynnti að hafa orðið fyrir ofbeldi og hótunum af þeirra hálfu. Þessir menn hafa verið í fréttum að undanförnu vegna svipaðra mála. Tilkynning um atburðinn barst til lögreglu um klukkan tíu í gærmorg- un og fundust mennirnir þrír akandi um á bifreið á Bústaðavegi skömmu síðar og voru færðir til yfirheyrslu. Sá sem tilkynnti um meintar hót- anir í sinn garð kom í kjölfarið á lögreglustöð og lagði fram kæru á hendur þeim. Ekki er ljóst hvaða ástæður mennirnir tiltaka fyrir at- hæfí sínu, en að mati lögreglu eru viðbrögð þess sem lagði fram kæru hárrétt. Einn þremenninganna, ökumað- urinn, var grunaður um að vera undir áhrifum lyfja og var færður til blóðsýnistöku á slysadeild. Rigning tefur upp- skerustörf ÚTLIT er fyrir mjög góða kart- öfluuppskeru á Suðurlandi. Uppskerustörf hafa tafist vegna rigninga. Heimir Hafsteinsson, kart- öflubóndi í Smáratúni í Þykkvabæ og oddviti Djúpár- hrepps, segir að margir bændur hafi byijað að taka upp af full- um krafti í síðustu viku ágúst- mánaðar. „Það var orðið full- sprottið og ekki eftir neinu að bíða,“ segir Heimir. Menn hafi fengið nokkra ágæta daga áður en hann fór að rigna en fáir þó komist verulega áleiðis með störfin. Heimir segir að erfitt sé að keyra upptökuvélarnar í blautum görðum og það fari illa með tæki og kartöflur. Of snemmt að örvænta Það stefnir í góða uppskeru í Þykkvabænum, að sögn Heim- is. Hann vill þó ekki nefna nein- ar tölur og segir of snemmt að spá metuppskeru. Heimir segir að menn séu frekar rólegar enn- þá, ekki sé það áliðið hausts. Bendir hann á að í fyrrahaust hafi bændur beðið eftir sprettu og ekki byijað að taka upp fyrr en undir miðjan september. Kartöflubændur nota rigning- ardagana tii að afgreiða pantan- ir, þar sem þær eru fyrirliggj- andi, og vinna í haginn fyrir uppskerustörfin. „Annars verð- ur maður bara að fylgjast með veðurspá og vona það besta. Hér ræður enginn við veðurguðina, ekki frekar en annars staðar," segir Heimir. -----» ♦ ♦---- Dýrum bún- aði stolið VERÐMÆTUM ljósmyndabúnaði var stolið úr bifreið í fyrrinótt. Eigandi ökutækisins hafði lagt því á horni Ljósvallagötu og Hring- brautar og einhvern tímann eftir klukkan þrjú í fyrrinótt var brotist inn I bifreiðina. Stolið var stórum þrífót og myndvélatösku með vél- um, linsum og fleiri búnaði. Rannsóknarlögreglan hefur þjófnaðinn til rannsóknar, en óskað er eftir vitnum af atburðinum eða ef vegfarendur hafí séð til þjófsins rogast með þessar byrðar. HEIMIR Hafsteinsson lítur yfir stæður af kartöflusekkjum sem komnir eru í hús í Smáratúni. Morgunblaðið/RAX Islensk hross í danska ljónskjafta VINSÆLDIR og útbreiðsla ís- lenska hestsins hefur aukist jafnt og þétt og öðru hvoru vinnast nýir markaðir. í danska tímaritinu „Tölt“ sem Dönsku íslandshestasamtökin gefa út segir að á síðasta hálfa ári hafi Danir flutt inn 30 tonn af íslensku hrossakjöti. Ekki svo að skilja að Danir sjálfír séu eins hrifnir af íslensku hrossakjöti og Japanir sem keyptu um 200 tonn í fyrra til nota á veitingahúsum, heldur eru það danskir dýragarð- ar sem keyptu kjötið. Starfsmenn garðanna hafa fundið út að ljón- in, sérstaklega, eru vitlaus í hrátt, íslenskt hrossakjöt. Skiptar skoðanir um seinkanir strætisvagna , Segja forstjórann ! spilla samstöðu SIGURBJÖRN Halldórsson, trún- aðarmaður hjá vagnstjórum SVR, segir að forystumenn fyrirtækisins séu að reyna að spilla samstöðu starfsmanna með því að ræða sér- staklega við ákveðna trúnaðar- menn. Lilja Ólafsdóttir, forstjóri SVR, hafnar þeim ásökunum. Tveir trúnaðarmenn af fjórum hafa verið kallaðir á fund til Lilju Ólafsdóttur forstjóra, annar í gær en hinn í fyrradag. Tvennum sögum fer af því hvern- ig umferð strætisvagna gangi. Sig- urbjörn segir að tengingar á skipti- stöðvym gangi ekki upp og að vagn- arnir séu mikið á eftir áætlun. Bald- ur Guðmundsson, varðstjóri í stjórn- stöð SVR, segir að leiðakerfið gangi vel. Seinkanir hafi orðið á sumum leiðum en þær séu eðlilegar á anna- tíma. Einum vagni hefur verið bætt við á leið. sex vegna mikilla seink- ana í gær. Áætlun um aðgerðir til Sigurbjörn segir að vagnstjórar keyri á eðlilegum hraða og séu ekki með neinar aðgerðir til að tefja umferðina. Hins vegar sé til áætlun um aðgerðir sem hægt verði að gripa til með skömmum fyrirvara. Morgunblaðið hefur fréttir af því að margir vagnstjórar leggi sér- staklega upp úr því að fara ekki yfir löglegan hámarkshraða og gefi I sér tíma til að afgreiða kort til við- | skiptavina áður en lagt er af stað k frá biðstöð. Áður afgreiddu þeir ‘ kortin á meðan vagninn var á ferð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.