Morgunblaðið - 06.09.1996, Page 20

Morgunblaðið - 06.09.1996, Page 20
20 FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FRÁ sýningu á Bræðrum og systrum. Við lifðum af stríðið en lifum við af fríðinn Þegar Stríndbergsdagar runnu upp í Stokkhólmi, síðustu vikuna í ágúst, með sýningum byggðum á verkum hans, hófst líka alþjóðleg dans- og leiklistarhátíð í Gauta- borg. Fólk var boðað niður á Gautatorg á setningu hátíðarinnar í dimmri hitabylgjunni að kvöldi 23. ágúst. Þar hófst átta daga hátíð, sem Kristín Bjarnadóttir sótti. FYRSTA Gautaborgarhátíðin var haldin 1994, að frumkvæði menn- ingarráðs borgarinnar, og voru þá sænskar sýningar til jafns við er- lendar. Sú hátíð gat sér gott orð og stóð auk þess undir kostnaði að sögn framkvæmdastjórans Birgittu Winn- berg Rydh, en veltan er upp á 5,2 milljónir sænskra króna, jafnvirði 52 milljóna íslenskra. Gautaborg er „Hin borgin“ frá sjónarhóli höfuð- borgarinnar, Stokkhólms, og til að fá ríkið með var ákveðið að leggja áherslu á erlendar sýningar, nú þeg- ar hátíðin var haldin í annað sinn. „ Það er ekkert erfítt að fá yfírlit yfir, hvaða sýningar eru athyglis- verðar í heiminum," fullyrðir Birg- itta, þegar ég hitti hana á skrifstofu hátíðarinnar. „Gegnum netverk og samvinnu við aðrar dans- og leiklist- arhátíðir kemst maður að því að um hundrað sýningar skara fram úr. Úr þeim völdum við tuttugu erlendar sýningar. Næsta skref og skemmti- legra væri að fínna hópa með jafn áhugaverðar sýningar, en njóta ekki athyglinnar ennþá. Það er aftur vandasamara," bætir Birgitta við. Mikilvægur þáttur þessarar hátíð- ar er að umræðufundir eru skipu- lagðir samhliða sýningunum og námskeið haldin, þar sem langt að komnir kraftar eru nýttir. Næsta hátíð er áætluð árið 1998 I samvinnu við „menningarborg" þess árs sem væntanlega verður Stokkhólmur. Sýning með eigin þyngdarlögmál í heild var hátiðin fjölskrúðug. Og einstaka sýning gat skapað eigin þyngdarlögmál. Það gerði danshóp- urinn La La La Human Steps frá Kanada í nýlegu verki Edouards Locks, sem hann nefnir 2. Verkið byggir hann á hinu tvískipta, á and- stæðum, á parinu og á þá og nú. Með bergmál af klassískri kórógraf- íu og með danstækni, sem stjarna hópsins, Louise Lecavalier, er þekkt fyrir, áttu sér stað göldrótt samtöl í hárnákvæmum loftköstum og á undraverðum hraða. Allt við sembal- leikna barokktónlist, sem kallaðist á við elektrónískan gný í tónlist eftir Kevin Shields og Iggy Pop. í sér- kennilegri andstæðu við La La La Human Steps var fransk-víetnamíski dansflokkurinn Compagnie Ea Sola með sýninguna Sécheresse et pluie (þurrkur og regn) sem einnig vakti almenna hrifningu. Þar var á ferð- inni hin franskmenntaða Eo Sola, með hugleiðsluverk um eigin sögu og sögu víetnamsks dans, sem hvoru tveggja á rætur að rekja til lands- byggðarinnar. Þar stjórnar veldi veð- urguða lífínu. Hún hefur fengið 14 eldri konur frá Víetnam til liðs við sig, konur sem sagt er að ekki hafí dansað síðan þær voru ungar, en kunnu dansinn frá sínu þorpi og þekktu lífíð á ökrunum. Ný tök á sígildum verkum Hafí rauður þráður gengið gegn um leikverk hátíðarinnar var hann fólginn í nýjum tökum á sígildum verkum, allt frá Hefnd Medeu, ein- leiks á vegum kúbanska leikhópsins Rita Montaner, gegnum Helsingja- eyri í sýningu hins kanadíska Ro- berts Lepage sem gerir alvarlegar tilraunir með Hamlet, til Bakkynja Ingmars Bergmans. Menningarritstjóri Gautaborgar- póstsins, Ingrid Elam, skrifar í lok hátíðarinnar, að hugsanlega sé það merki um kreppu leikhúsanna hve ákaft þau leita í uppruna sinn og arf um þessar mundir. En þá sé það góðs viti, hvemig árangur leitarinnar birtist í gerólíkum leikhúsatburðum. Dramaten, konunglega leikhúsið í Stokkhólmi, sem stóð að einu inn- lendu sýningunum á hátíðinni, bauð upp á þá nýjung að skella fjórum Evírpídes-sýningum saman svo úr varð heilsdags sýning sem stóð frá klukkan ellefu að morgni og fram undir miðnætti. Þar voru á ferðinni Ifígeneia í Ális undir leikstjórn Evu Bergmans (Ingmarsdóttur), Bakk- ynjurnar undir stjórn Ingmars Berg- mans, Helena undir stjórn Hans Klinga og Medea undir stjórn Lenn- arts Hjulströms. Allt eru þetta sýn- ingar, sem voru sýndar hver fyrir sig á Dramaten síðasta leikár. Nú er sú hugmynd uppi að hafa þar framhald á „Díonýsosveislunni", sem hér var frumflutt, og halda samskonar heilsdagssýningar á Dramaten á komandi leikári. Að sviðsetja ljóð Meðal leikhúsmanna, sem að þessu sinni miðluðu af reynslu sinni, var hinn umdeildi breski leikritahöf- undur og leikstjóri Howard Barker,. Hann hélt námskeið fyrir leikara, sat fyrir svörum á umræðufundum og hans eigin leikhópur, The Wrestl- ing School (stofnaður 1988), bauð upp á sýningu á verki hans, Judith. Howard Barker hefur áður haldið fram kenningurn um það sem hann kallar „Leikhús ófaranna“ („The Theatre of Catastrophy"), en þessa dagana kvað hann hlutverk leikhúss- ins vera að sviðsetja ljóð! Leikverkið Judith er einskonar rannsókn, byggð á samnefndri sögu Gamla testa- mentisins. Hvað gerist með andleg- um leiðtoga, sem fellir girndarhug til manns, sem hún ætlar að leggja að velli til bjargar sínu fólki? Það eru líkamlegar hvatir, sem rugla Judith í hinu andlega rími morðnótt- ina í tjaldi herhöfðingjans Hólofer- nes. Og það svo mjög að þjónustu- stúlka hennar tekur við sverðinu og sargar. Hér var sýndur fágaður kammerleikur, með þremur persón- um, kjarnyrtum, ljóðrænum texta og afar orðmörgum, í leikmynd sem var í sjálfri sér Ijóð. En þrátt fyrir umhugsunarvert efni og afbragðs leik þriggja breskra leikara, lét sýn- ingin mig skringilega ósnortna. Ég sannfærðist aldrei um þann ástríðu- loga, sem Judith átti að hafa fórnað og beðið andlegt tjón af. Það var eins og eldsneytið vantaði í hugsan- ir hennar. í blíðu og stríðu Áhrifamesta leiksýningin, sem ég sá á hátíðinni var Bræður og syst- ur, (Brothers and Sisters), um sex klukkustunda verk í tveimur hlutum undir stjórn rússneska leikstjórans Levs Dodins. Það var flutt af fjöru- tíu manna leikhópi leikhúss í Péturs- borg, sem ber það hógværa nafn „Malyj Dramatitjeskíj" eða Litla dramatíska leikhúsið. (Á alþjóðamáli nefnt The Maly Drama Theatre of St. Petersburg.) Sýningin er byggð á skáldsögu eftir Fjodor Alexandrovich Abra- hamov frá Verkola (1920-1983), tríólógíu með samheitið Bræður og systur. Sagan hefst í lok síðari heimsstyijaldarinnar og gerist í álíka umhverfí og því sem Abrahamov ólst upp í, í norðlægu þorpi. Hún lýsir lífí fólks sem vinnur við eitt af sorgarbörnum Sovétríkjanna, landbúnaðinn, á svonefndum Kolkoz. Sviðsetningin var í anda raunsæis og veitti sýn í líf þessa fólks í blíðu og stríðu, í skugga stríðs og í kjöl- far þess. Ég minnist þess ekki að hafa fyrr séð hópsenur á sviði, sem ætlað er að vera alþýðlegar og tekst það. Þarna tókst það vegna óvenju vandaðra vinnubragða þar sem hið tilviljunarkennda byggist á öguðum samleik og eins vegna þess að áhorf- andinn nær smátt og smátt að kynn- ast hveijum og einum í „hópnum". Malyj Dramatitjeskíj er eitt þeirra leikhúsa sem hefur haft áhrif á ís- lenska leiklist, má nefna að árið 1989 fór hópur leikara og leikstjóra að heiman, þau Guðrún Ásmundsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Kjartan Ragnars- son, Rúrik Haraldsson, Arnar Jóns- son og Stefán Baldursson, með Áma Bergmann sem túlk til að kynna sér vinnubrögð þessara listamanna. Þau fylgdust með sýningum þeirra í Pét- ursborg og tóku þátt í námskeiði undir leiðsögn þeirra. Bræður og systur var frumsýnt árið 1985, fyrir „glasnost", og lifir enn, sem er í sjálfu sér merkilegt. Sýningin virðist eiga fullt erindi við okkur í dag með spurningu sem gerist æ ágengari eftir því sem á verkið líður: Við en lifðum af stríðið lifum við af friðinn? EITT verka Árna Rúnars. „Eyja hugans“ ÁRNI Rúnar myndlistarmaður opnar málverkasýningu laugardaginn 7. september kl. 15 í Listhúsi 39, Strandgötu 39 í Hafnarfirði. Á sýningunni verða nýjar olíu- myndir á striga. Þetta er fimmta einkasýning Árna. Árni Rúnar var með sýninguna „Eyja hugans" í Gallery Horninu í júlí sl. Sýningin stendur til miðvikudags- ins 25. september og er opin alla virka daga frá kl. 10-16, laugardaga frá kl. 12-18 og sunnudaga frá kl. 14-18. BJARNI við nokkur verka sinna. Bjarni Sigur- björnsson opnar málverka- sýningu BJARNI Sigurbjörnsson myndlist- armaður opnar sýninguna Biðstof- una við hamarinn í sýningaralnum Við Hamarinn, Strandgötu 50, laug- ardaginn 7. september kl. 17. Sýningin stendur frá 7. til 22. september nk. og er opin virka daga kl. 14-18, miðvikudaga og fímmtu- daga frá kl. 14-22 og um helgar frá kl. 13-18. Verkin eru unnin með blandaðri tækni beggja vegna á álplötur og verður uppsetningu verka breytt annan hvern dag. Einnig eru á sýn- ingunni verk unnin með lífrænum efnum, þ.e. efnum úr umhverfinu, matvælum og úrgangi. -----» ♦ ♦----- Dröfn listamað- ur mánaðarins í umarhúsinu DRÖFN Guðmundsdóttir er lista- maður septembermánaðar í Humar- húsinu. Hún sýnir skúlptúra og lág- myndir úr gleri. Dröfn er einn stofnandi Gallerís Listakots, Laugavegi 70. Þar selur hún verk sín ásamt 12 öðrum lista- konum. Hún hefur haldið nokkrar sýningar á undanförnum árum. Verk eftir Dröfn hafa selst til ýmissa landa t.d.. Frakklands, Noregs, Sví- þjóðar, Brasilíu, Papúa Nýju Gíneu, Bandaríkjanna o.fl. í Humarhúsinu eru líflegir fiskar í gluggum og fantasíur á veggjum. Sýningin er opin á opnunartíma veit- ingahússins út septembermánuð. -----------» ♦ ♦----- Sýningu Hrefnu að ljúka SÝNINGU Hrefnu Lárusdóttir í Stöðlakoti, Bókhlöðustíg 6, lýkur sunnudaginn 8. september. Sýningin er opin kl. 14-18. Ókeyp- is aðgangur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.