Morgunblaðið - 06.09.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.09.1996, Blaðsíða 32
,32 FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIGRIÐUR INGIBJÖRG FINNBOGADÓTTIR + Sigríður Ingi- björg Finn- bogadóttir fæddist á Hóli í Bakkadal í Selárdalssókn Barðastrandar- prófastsdæmi 5. apríl 1931. Hún lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði 31. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Finnbogi Jónsson, bóndi á Hóli, f. 3. janúar 1891, d. 20. júlí 1975, og Sigríð- ur Gísladóttir, f. 25. apríl 1896, d. 27. mars 1959. Fósturforeldrar Sigríðar voru Kristjana Ólafsdóttir, f. 6. jan- úar 1898, d. 11. maí 1983, og Bjarni Árnason, f. 28. júní 1897, d. 19. maí 1972. Systkini hennar voru, Jón Guðbergur, f. 9. febr- úar 1919, d. 3. júlí 1986, Jóna Jóhanna Daðína, f. 21. septem- ber 1921, Vigdís Guðrún, f. 25. ágúst 1922, Ragnhildur Gíslina, f. 24. febrúar 1924, Elín Ólafía, f. 23. október 1926, og tvíbura- bróðir hennar, Arni Marinó, f. 5. apríl 1931. Fósturbróður átti hún, Friðrik Krisljánsson. Hinn 23. október 1954 giftist Sigríður Stefáni Vilhelms- syni, f. 25. mars 1927. Foreldrar hans voru Vilhelm Stefánsson, f. 17. september 1891, d. 12. desember 1954, og Jóhanna Sigurlín Indriðadóttir, f. 11. maí 1901, d. 29. jan- úar 1951. Börn þeirra eru: 1) Elín Guðný, f. 9. febrúar 1954, maki Júlíus K. Björnsson. Þau eiga þijár dætur. 2) Vilborg Jóhanna, f. 6. apríl 1955, maki Reynir Ó. Guðjónsson. Þau eiga þijú börn. 3) Bjami Kristinn, f. 7. ferúar 1963, maki Sigurjóna Astvaldsdóttir. Þau eiga tvær dætur. Tvö böm Stefáns, sem Sigriður leit á sem sín eigin, em Sölvi, f. 5. október 1948, maki Inga Amadóttir, þau eiga þijú böm, og Svana Hafdís, f. 13. desember 1951, hún á einn son. Útför Sigríðar fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það er undarleg tilfinning að setjast niður til þess að skrifa fá- ein fátækleg kveðjuorð á blað þeg- ar séð er á bak manneskju sem hefur verið jafn mikilvæg í mínu ■Uífi og minnar fjölskyldu og Sigríð- ur Finnbogadóttir var. Þá verður manni ljóst að frammi fyrir þeim örlögum okkar allra, að deyja, mega orð sín lítils og megna ekki einu sinni að tjá það sem ætti að segja þegar dauðann ber að hönd- um. Það er líka skrýtin tilfinning að eiga ekki lengur vísan allan þann stuðning, góðvild, hjálpsemi, hlýju og umhyggju sem Sirrý sýndi okk- ur öllum. Við höfum misst móður, ömmu og tengdamóður sem var einstök í öllum þessum hlutverk- um. Það v.ar hún sem var mið- punktur fjölskyldunnar og sá til þess að fólk hittist og ræktaði tengslin sín á milli og þessu sinnti hún af mikilli alúð og jafnframt ákveðni, eins og öllu öðru sem hún gerði. Við Sirrý kynntumst fyrir 22 árum og allt frá upphafi reyndist hún mér og mínum stoð og stytta í flestu því sem við höfum fengist við síðan, bæði þegar á móti hefur blásið, jafnt og í meðbyr. Hún hafði óendanlegan áhuga á öllu sem viðkom barnabörnum sínum og fylgdist grannt með þeim öllum og hjálpaði okkur foreldrunum að standa vörð um velferð þeirra og framtíð, ásamt því að gæta þeirra fyrir okkur þegar vinna eða skóli kröfðust þess. Þær voru ekki fáar flíkurnar, peysur, kjólar og kápur, sem amma Sirrý saumaði á þau og ekki fá handtökin sem lágu þar að baki. Það var lítið mál fyrir hana að drífa saman eina flík, rétt eins og öll önnur vinna hennar, sem einkenndist af snerpu, ákveðni og einstakri eljusemi. Á Móaflötina var alltaf gott að koma, þangað voru alltaf allir vel- komnir, jafnt stórir sem smáir og alltaf tími til þess að spjalla um það sem efst var á baugi hjá hveij- um og einum og oft fóru gestirnir með eitthvað í farteskinu, oftast eitthvað matarkyns og í það minnsta leyndist oft svo sem eins og ein kleina í lítilli hendi. En nú er Sirrý farin og eftir höfum við fallegar og góðar minn- ingar um konu sem okkur þótti öllum vænt um og sem alltaf verð- ur með okkur í minningunni. Hún var tekin allt of snemma frá þessu lífi, af miskunnarlausum sjúkdómi sem enginn skilur eða getur enn þá læknað. Það er ómögulegt að skilja tilganginn með slíku og víst að enginn getur komið í hennar stað í lífi okkar allra. Þess vegna skulum við minnast allra glöðu og góðu stundanna og þannig mun Sirrý halda áfram að vera með okkur. Júlíus K. Björnsson. Elsku amma mín, mig langar að kveðja þig. Það var alltaf gaman að heim- sækja þig á Móaflöt 23. Kökumar þínar voru alltaf mjög góðar. Garð- urinn var alltaf mjög fallegur og ég mun sakna þín mjög, mjög, mikið. Mér þótti mjög vænt um þig. Þú varst mjög góð kona. Ég vona að þér líði vel uppi hjá guði. Anna Reynisdóttir. Elsku amma Sirrý. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs- ins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleym- ist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynn- ast þér. (Ingibj. Sig.) Okkur systkinin langar til þess að kveðja þig með nokkrum orðum. Það er erfitt að sætta sig við að þú sért farin. Þú sem varst fullf- rísk fyrir um það bii einu ári. Síðastliðið ár hefur hins vegar ver- ið okkur öllum þungbært en þú sýndir mikinn innri styrk í erfiðum veikindum. Það er þvi huggun að vita að nú ertu ekki veik lengur. Þú varst okkur alltaf svo góð og vildir allt fyrir okkur gera. Við minnumst allra góðu stundanna á Móaflötinni hjá ykkur afa og þá sérstaklega jólaboðanna þar sem mikið var um kræsingar eins og þér einni var lagið. Þú varst alveg einstaklega orkumikil kona. Þú sast aldrei auðum höndum og varst alltaf búin að búa til kæfu, baka skonsur, smákökur eða kökur þeg- ar við komum í heimsókn. Það sem lýsir kannski einna best fegurð þinni og smekkvísi er fallegi skrúð- garðurinn þinn sem fengið hefur mörg verðlaun. Þar eyddir þú ótal stundum og ber garðurinn þess greinileg merki að þú hafir átt þar viðdvöl því það var allt svo fallegt í kringum þig. Elsku amma, minningin um þig mun ávallt vera okkur kær og bestu þakkir fyrir allt sem þú gerð- ir fyrir okkur. Elsku afí, við send- um þér innilegar samúðarkveðjur á þessari sorgarstundu. Ásta, Hildur og Stefán Örn. í dag verður til moldar borin Sigríður Finnbogadóttir, Móaflöt 23, Garðabæ. í þessari stuttu minn- ingargrein verður ætt Sirrýjar, eins og hún var ætíð kölluð, ekki rakin enda verða eflaust aðrir til þess. Hins vegar langar okkur að minn- ast í fáum orðum einskærrar sóma- konu og frábærs nágranna í 30 ár. Það var um páskaleytið árið 1967 að flutt var með stuttu milli- bili inn í tvö hálfkláruð raðhús við Móaflötina, þau Stefán og Sirrý ásamt þremur börnum í númer 23 og við með tvo syni í númer 25. Fljótlega kom í ljós að Sirrý og húsbóndinn á númer 25 höfðu ver- ið bekkjarsystkin í Gagnfræðaskóla Austurbæjar 20 árum áður. Það tókust því frá upphafi góð kynni með fjölskyldunum, kynni sem fljótt urðu að vináttu sem aldrei bar skugga á. Sirrý var heimavinnandi hús- móðir og lagði hún metnað sinn í að búa sem best að fjölskyldunni og ber heimilið að Móaflöt 23 hand- bragði hennar fagurt vitni. Garður- inn var hennar sérstakt yndi. Þar undi hún sér löngum og skipti þá veðrið litlu máli. Var garðurinn verðlaunaður oftar en einu sinni. Það var segin saga að hversu snemma sem við vöknuðum og lit- um út um gluggann var Sirrý kom- in út og byijuð að taka til hendi. En ekki má gleyma þætti Stefáns, hann var sjaldnast langt undan og samheldni þeirra var aðdáunarverð. Sirrý lét sér annt um nágranna sína og umhyggja hennar fyrir öldruðum nágrönnum vakti aðdáun okkar. En skjótt skipast veður í lofti og sl. haust var Ijóst að Sirrý var alvarlega veik. Allar vonir um bata reyndust tálvonir og í dag kveðjum við hana hinstu kveðju. Við þökkum henni af alhug einstaka vináttu, betri nágranna var ekki hægt að eignast. Stefáni, börnum, barna- börnum og öðrum ættingjum vott- um við okkar dýpstu samúð. Barði og Ingrid. Síðast er ég sá þig sastu meðal rósa er þú eigir, höndum annast mjúklátt hafðir. Frostnótt hefur fólva fegurð þeirra slegið eins og aldurtili ásýnd þína bjarta. Vaknar jurt á vori vetrar upp af dái. Sálin sefur ekki, sofni ég, mig dreymir. Viðnám striðra vinda vængi hennar styrkir fyrir hæsta flugið, pllum ofar bröttum. Himininn á hæli handa hveiju barni sínu, sérhvers hnattar. Sól er .allra móðir. Grátum eigi, gleðjumst, gata hver er heimleið, villugjöm, en vörðuð vitum, Drottins orði. (Kristján frá Djúpalæk) Elsku Sirrý. Með þessum erindum langar okkur að senda þér þakkir. Þakkir fyrir að hafa, sem hluti af fjöl- skyldu Stefáns, fengið að njóta nærveru þinnar. í hugann koma ótal minningar- myndir. Heimsóknir ykkar norður, gestrisnin fyrst í Njörvasundinu og síðan á Móaflötinni, þar sem fágun þín og smekkvísi setti svip á allt ekki síst „töfragarðinn þinn“. Það voru óneitanlega töfrar, hvern- ig allt óx þar í unaðslegu sam- ræmi, erlendar skrautjurtir og ís- lensk harðbalablóm. Glaðværð, ljúfmennska, samheldni og kær- leikur einkenndu samband ykkar Dedda og barnanna. Þessa alls fengum við að njóta. Elskusemi þín við Pálínu, móður okkar og tengdamóður, mun aldrei gleymast. Umhyggja þín og nær- vera á erfiðum tímum veikinda og sorgar verður aldrei fullþökkuð. Eftir lifir í huga okkar mynd fallegrar, ljúfrar konu sem gaf okkur öllum svo mikið, konu sem við vildum öll hafa fengið að hafa svo miklu lengur með okkur. Elsku Deddi, Elín, Vilborg, Bjarni, Sölvi, Svana, tengdabörn og barnabörn, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur á sorgarstundu. Ásta, Helena, Finnur, Ás- gerður, Gunnar og fjölskyld- ur. Vinir og samferðamenn eru heimur hverrar kynslóðar ekki síð- ur en umhverfið sem við Iifum og hrærumst í. Þegar vinir okkar hverfa frá okkur, eftir langa sam- leið, smækkar heimur okkar. Þetta finnum við vel þegar við kveðjum ALBERT STEFÁNSSON + Albert fæddist í Skálavík í Fá- skrúðsfirði 14. mars 1910. Hann lést i Fjórðungssjúkra- húsinu í Neskaup- stað 28. ágúst síð- astliðinn. Albert var elsta barn hjónanna Ingigerðar Guð- mundsdóttur frá Eyrarútkoti í KJós (f. 1888, d. 1946) og Stefáns Péturssonar frá Víkurgerði í Fá- skrúðsfirði (f. 1885, d. 1921). Systkini hans voru Oddur f. 1911, látinn, Petra, f. 1912, látin, Jakob Ing- var, f. 1913, látinn, Jóna, f. 1915, látin, Svava, fædd 1916, Guð- mundur Kristinn, f. 1918, látinn, Þorsteinn, f. 1919, og Stefán Ingi, f. 1921, látinn. Hálfsystur hans voru Snjólaug Magnúsdóttir, _ f. 1926, og Ólafía Magnúsdóttir, f. 1928. Stefán faðir Alberts lést úr Iungnabólgu árið 1921 og giftist Ingi- gerður síðar Magn- úsi Magnússyni frá Eyjólfsstöðum í Fossárdal. Eftir að Stefán lést fór Al- bert að Kirkjubóli til Guðmundar Þor- grímssonar og Sól- veigar Eiríksdóttur. Hann flutti síðan með þeim að Brimnesi árið 1923 og átti þar heimili alla tíð síðan. Hann var ókvæntur og barnlaus. Útför Alberts fór fram frá Kolfreyjustaðarkirkju 5. sept- ember. Blessuð sértu sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga! Engid, flöllin, áin þín - yndislega sveitin mín! heilla mig og heim til sín huga minn úr fjarlægð draga. Blessuð sértu sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga! Fagra, dýra, móðir mín minnar vöggu griðastaður, þegar lífsins dagur dvín, Sigríði Finnbogadóttur eftir meira en fjörutíu ára samfylgd. Fjörutíu og fjögur ár eru langur tími þegar horft er fram á við, en sé litið fjörutíu og fjögur ár til baka, skynjum við tímann á annan hátt. Það á við þegar við minn- umst fyrstu ferðar okkar með Sig- ríði (Sirrí) og Stefáni inn í Þórs- mörk árið 1952. Þá var Þórsmörk öræfi, án mannvirkja. Gist í tjöldum og nán- ast einu ferðirnar inneftir voru á vegum Ferðafélags íslands, einu sinni í viku. Þessar slóðir voru þá alveg nýjar fyrir okkur og við nut- um þessarar ferðar í ríkum mæli. Síðan hefur leiðin legið víða með þeim hjónum og aðeins fyrir rúmu ári fórum við saman indæla ferð um Austurland og þá var Sirrí létt á fæti, hress og kát eins og henn- ar var vandi. Sirrí var Vestfirðingur, æsku- stöðvar hennar voru í Ketildölum í utanverðum Arnarfirði. Þarna er harðneskjulegt landslag, snarbrött fjöll með hvössum hamrabeltum, en líka fallegir dalir og sjórinn allt- af nálægur. Það þurfti dugnaðar- fólk til að komast af í þessum byggðum, og þarna var mann- margt fram á síðustu áratugi, þótt fátt sé eftir núna. Þaðan var kom- inn dugnaðurinn og gestrisnin sem einkenndi Sirrí alla tíð. Hún varð ekki gömul kona, aðeins 65 ára, en miklar breytingar hafa orðið á högum fólks á þeim fáu árum. Það er grösugt í Ketildölum og blómríkt en ekki hefur verið mikið um tré á þeim árum sem Sirrí var að alast upp og garðarnir voru örugglega öðru vísi en á Móaflöt 23 - líklega hafa þeir eingöngu verið kartöflugarðar. Hins vegar var eins og að detta niður á suðlæga breiddargráðu að koma í garð þeirra hjóna í Garða- bænum. Listamenn geta notað margs konar efni og aðferðir til þess að tjá sig. Sirrí notaði blómin og útkoman varð sem heilsteypt mynd. Það var gaman að sjá til þessarar fíngerðu konu þegar hún tók til hendinni í garðinum, mold- ug, klædd gallabuxum og þykkum vinnuvettlingum. Það var komið eitthvað af vestfirska arfinum. Við erum þakklát að hafa átt Sirrí að samfylgdarmanni öll þessi ár, þótt tíminn virðist skammur nú - „Eina ævi og skamma/eign- ast hver um sig“. Við sendum Stefáni og fjöl- skyldu innilegustu samúðarkveðj- ur. Símonia og Guðjón. dýra, kæra, fóstra mín. Búðu um mig við bijóstin þín; bý ég þar um eilífð glaður. Fagra, dýra, móðir mín, minnar vöggu griðastaður. (Sig. Jónsson á Arnarvatni.) Kæri Albert. Við systkinin eig- um margar kærar minningar um þig sem við geymum með okkur um ókomna tíð. Það er minnis- stætt enn þann dag í dag þegar þú hafðir smíðað skíði handa okkur og sleða til að renna á í snjónum og ýmislegt fleira sem þú gladdir okkur krakkana með. Þú varst einn af föstu punktunum í uppvexti okkar og alltaf til staðar og mátti oft heyra kveðið við raust þar sem þú varst við störf en aldrei féll þér verk úr hendi. Loks kom að því að kraftar þurru alveg og gleðjumst við með þér að hafa fengið lausn frá jarð- vistinni og veikindum þínum og verið lagður til hinstu hvílu í sveit- inni sem var þér svo kær. Sístarfandi eljumaður er horfinn á braut eftir langa og starfsama ævi. Þakkir færum við starfsfólki Fjórðungssjúkrahússins í Nes- kaupstað og Dvalarheimilinu á Uppsölum fyrir umönnun og að- stoð alla sem Aiberti var veitt. Börn Eiríks og Huldu á Brimnesi 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.