Morgunblaðið - 06.09.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.09.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1996 37 GYÐRIÐUR STEINSDÓTTIR + Gyðríður Steinsdóttir fæddist í Reykja- vík 17. desember 1931. Hún lést á Landspítalanum 30. ágúst síðast- liðinn. Gyðríður var dóttir hjón- anna Steindóru Kristínar Alberts- dóttur, f. 31. júlí 1903, d. 6. febr- úar 1980, og Steins Jónssonar vélstjóra, f. 24. júlí 1902, d. 20. júlí 1973. Systkini Gyðríðar eru: Sigurður, f. 5. október 1930, maki Guðrún Haralds- dóttir; Jóhanna Guðrún, f. 18. júlí 1934, maki Gunnlaugur Sigurðsson; Steindóra Sigríð- ur, f. 18. júlí 1934, maki Helgi Daníelsson; og Guðmundur Alberts, f. 21. apríl 1937. Hinn 1. apríl 1951 giftist Mig langar til að minnast mág- konu minnar, Gyðríðar Steinsdótt- ur, eða Gígju eins og hún var venju- lega kölluð, sem látin er eftir erfið veikindi. Saga Gígju er eflaust lík sögum margra annarra af hennar kynslóð. Hún ólst upp í Reykjavík hjá foreldrum sínum og systkinum við þann kost sem tíðkaðist hjá almúgafólki á fjórða tug aldarinn- ar. Steinn faðir hennar var vél- stjóri á togurum og var í siglingum meira og minna öll stríðsárin og því oft fjarri ijölskyldunni langtím- um saman. Steindóra móðir hennar varð því að vera í tvöföldu hlut- verki eins og títt er um konur sjó- manna. Undir slíkum kringum- stæðum reyndi einnig mjög á börn- in sem urðu á margan hátt að taka þátt í lífsbaráttunni á annan hátt en almennt tíðkast í dag og sýna hvert öðru tillitssemi. Steindóra og Steinn, foreldrar Gígju, voru glaðlynd og það ríkti ætíð gleði á þeirra heimili. Bæði voru þau söngelsk og nutu sín hvergi betur en í vinahópi og voru þar hrókar alls fagnaðar. Gígja átti því ekki langt að sækja það að hafa gaman af söng. Strax sem barn söng hún ásamt tvíburasystrum sínum í Sólskins- deildinni, sem var þekktur barnkór er starfaði í Reykjavík hér fyrr á árum og fór kórinn í söngferðalög vítt og breitt um landið. Um 30 ára skeið söng hún í kirkjukór Grensáskirkju, auk þess sem hún starfaði af dugnaði að málum kirkju sinnar og kvenfélagsins þar. Ung giftist hún Jónasi K. Guð- brandssyni sem um árabil var verk- stjóri í Pípugerð Reykjavíkurborg- ar. Þau hófu búskap sinn í foreldra- húsum í Samtúni 28. Með dugnaði og litlum sem engum efnum byggðu þau sér hús í Heiðargerði 62 og voru meðal frumbyggja á þeim stað. Þar fæddust börnin og ólust upp í sambýli við góða ná- granna sem einnig voru að basla við að koma sér upp húsnæði af litlum efnum og eiga og ala upp börn. Mér fannst Heiðargerðið vera eins og lítið skemmtilegt þorp úti á landi á þessum árum, þar sem samhugur og hjálpsemi ríkti meðal nágrannanna. Það var enginn ríkur og ekki heldur fátækur í þessu litla samfélagi. Það var alltaf gott að koma í Heiðargerðið til Jónasar og Gígju og þar var vel tekið á móti öllum. Gígja var á þessum árum nokkurs konar höfuð ættarinnar og Heiðar- gerði 62 höfðubólið. Þar var að fá allar fréttir og annað sem gerðist í fjölskyldunni og þar voru teknar allar meiriháttar ákvarðanir í mál- efnum hennar. Það kom í hlut Gígju að annast foreldra sína að mestu þegar þeir voru orðnir gaml- Gyðríður Jónasi Kristni Guðbrands- syni verkstjóra, f. 23. febrúar 1927. Börn þeirra eru: 1) Dóra Steinunn, f. 12. jan- úar 1951, gift Braga Sigurðssyni og eiga þau þrjjá syni, Bjarka, Oskar og Stein Kristin. 2) Guð- brandur Kristinn, f. 8. júlí 1954, kvæntur Guðnýju Halldórs- dóttur og eiga þau tvö börn, Ingunni og Jónas Kristin. 3) Jó- hanna Guðrún, f. 2. mars 1958. Sambýlismaður hennar er Jón Aðalsteinn Sæbjörnsson, en dóttir hennar er Lee Ann Mag- innis. 4) Þuríður Helga, f. 5. ágúst 1962, en sonur hennar er Sigurður Orri Jónsson. Útför Gyðríðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.00. ir og þrotnir af kröftum, enda bjuggu öll systkini hennar þá úti á landi. Ég hef minnst nokkrum orðum á störf Gígju í þágu kirkju sinnar, þar sem hún naut sín vel, enda var hún rnjög félagslynd og lét ekki sitt eftir liggja í þeim efnum. Annað var það sem var mjög áberandi í fari Gígju, en það var umhyggja hennar fyrir eldra fólki og þeim sem minna máttu sín. Um árabil starfaði hún að málefnum eldri borgara á vegum Reykja- víkurborgar. Á þeim vettvangi naut hún sín vel og þar kom vel fram hvaða mann hún hafði að geyma. Veit ég að mörgu eldra fólki þótti mjög vænt um hana og kunni að meta elsku hennar og umhyggju. Líf Gígju var ekki alltaf dans á rósum. Eins og hjá mörgum öðrum skiptust á skin og skúrir. En hún eignaðist góðan mann því Jónas er drengur góður. Þau eiga miklu barnaláni að fagna. Hvað er raun- verulega dýrmætara í lífinu? Gígja missti heilsuna langt um aldur fram. Á undanförnum mánuðum hrakaði heilsu hennar verulega og var sýnt að hveiju dró. Jónas, börn þeirra, tengdabörn og barnabörn og aðrir nánustu gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að létta henni síðustu stundirnar svo ekki sé minnst á lækna og hjúkrunarfólk á Landspítalanum. Nú er komið að kveðjustund. Minningin um Gígju mun lifa í huga ástvina hennar og allra þeirra sem þótti vænt um hana. Hún er kvödd með söknuði og ég vona og raunar veit að margir góðir kostir hennar hafa endurnýjast í börnum hennar og barnabörnum og er það vel. Við þurfum á slíku fólki að halda. Helgi Daníelsson. Ég ætla með örfáum orðum að kveðja hana „Gígju systur" sem lést 30. ágúst eftir erfiðan sjúk- dóm. í mínum huga var Gígja alltaf stóra systir mín og alla tíð mikill vinur minn svo aldrei bar skugga á. Alltaf var gott að koma í Heiðar- gerðið til hennar og Jónasar Guð- brandssonar manns hennar og barna þeirra, hvort sem var á stór- hátíðum eða hvunndags, þiggja kaffisopa og spjalla smávegis og fara þaðan léttari í lund. Þegar ég bjó erlendis og heim- þráin fór að bylta sér var nóg að slá á þráðinn til Gígju og Jónasar og fá fréttir að heiman og var manni þá hugrórra eftir. Gígja systir var afskaplega lif- andi manneskja í allri umgengni og hrókur alls fagnaðar á manna- mótum, hún var mjög söngelsk og söng í kirkjukór raeðan heilsan leyfði. Ég votta Jónasi vini minum, Dóru Steinu, Kidda, Jóhönnu og Helgu rnína dýpstu samúð. Eg mun alltaf sakna þín. Guðmundur bróðir. Nú eru rúmlega 30 ár síðan ég kynntist Gyðríði Steinsdóttur, eða henni Gígju eins og hún var jafnan kölluð. Það urðu heillarík kynni og hófust með því að hún kom í kór Grensáskirkju, sem þá var nýstofn- aður. Þar stóðum við hlið við hlið flesta helga daga upp frá því, og reyndar oftar, í þijá áratugi. Sú þátttaka var okkur mikilvæg og til ómældrar ánægju. Það var glað- ur og góður hópur sem hóf þarna samstarf og svo hefur hann reynst, þótt endurnýjun hafi orðið og fáir séu nú eftir af frumherjunum, eins og gerist og gengur. Seinna urðum við þijár úr þess- um hópi til að syngja saman og leiða söng við guðsþjónustur á Borgarspítalanum og Grensás- deildinni. Það varð 16 ára sam- starf, enda kynnti Gígja okkur Björgu gjarnan sem söngsystur sínar. Meðan við vorum báðar með ung börn hittumst við stundum og fór- um saman í gönguferð, eða gægð- umst í eldhúsið hvor til annarrar, fengum okkur kaffisopa og röbb- uðum saman. Við vorum í sama kvenfélagi, sátum þar í stjórn um skeið og reyndum ásamt öðrum að finna upp á einhveiju til gagns og gamans. Gígja var hressileg og fljót að sjá spaugilegu hliðamar á tilverunni og okkur varð vel til vina. Ekki litum við þó alltaf eins á málin, en ég man aldrei til að okkur yrði sundurorða eða að það slettist upp á vinskapinn með ein- hveijum hætti. Við fórum saman á tónleika, eða í leikhús; þar höfð- um við svipaðan smekk. Gígja fór snemma að vinna sem sjálfboðaliði frá kvenfélagi okkar við félagsstarf aldraðra hér í borg, og síðar sem fastur starfskraftur. Hún varð vinsæl meðal eldra fólks- ins með sínu glaða og hressilega viðmóti og svo var tekið lagið í rútuferðum með því, að gömlum og góðum sið. Þau hjón Jónas og Gígja voru meðal frumbyggja í Heiðargerðinu, ef svo má segja. Þarna var ungt fólk að koma sér upp húsnæði af litlum efnum en miklum dugnaði. Það myndaðist samstaða með þessu fólki sem stóð samtímis í byggingum, og grann- konurnar hittust og héldu góðu sambandi meðan nágrennið stóð. Það kom vel í ljós þegar Kvenfélag Grensáskirkju var stofnað; þá fjöl- ÁSGERÐUR ÞÓRA GÚSTAFSDOTTIR, sem lést á heimili sínu 3. september sl. hefur óskað eftir því að minningargreinar um hana verði ekki birtar. Aðstandendur og ástvinir. menntu Heiðgerðingar í það og héldu gjarnan hópinn. En tímarnir liðu. Veikindi steðj- uðu að Gígju, sem ekki virtust svo alvarleg í fyrstu en ágerðust svo að hún varð óvinnufær. Með ein- stakri umsjá og umhyggju Jónasar var henni kleift að dveljast heima að mestu allt fram á síðastliðið vor, er hún varð að leggjast á sjúkrahús. Nú er hvíldin fengin. Ég lít til baka með þakklæti fyrir vináttu Gígju. Við vissum oftast hvað henni leið í blíðu og stríðu. Orð voru ekki það sem máli skipti; tilfinningasemi var henni ekki að skapi, en þétt handtak af hennar hálfu sagði allt sem segja þurfti. Við félagar Gígju í kór Grensás- kirkju og Kvenfélagi Grensássókn- ar vottum aðstandendum hennar samúð okkar af einlægni og biðjum þeim blessunar. Við getum glaðst yfir því að hafa átt hana að sam- fylgdarmanni og kveðjum með innilegu þakklæti. Kristrún Hreiðarsdóttir. Elsku amma. Eftir hetjulega baráttu við erfið- an og óskiljanlegan sjúkdóm hefur þú nú kvatt okkur og þennan heim okkar í hinsta sinn. Nú er kominn tími til að hvílast og það skalt þú svo sannarlega gera því þú átt það skilið. Eftir slíka baráttu, sem eng- inn lifandi maður ætti að þurfa að ganga í gegnum, ert þú hvíldinni áreiðanlega fegin. Þegar ég horfi til baka óska ég þess að ég hefði fengið að kynnast þér betur en ég gerði en fjarlægð- in hefur haldið okkur í sundur og við því er ekkert að gera núna en minningarnar um okkar samveru- stundir verða vel geymdar. Ég mun aldrei gleyma hlátrinum þínum góða, ' og háværa, eða þinni ákveðnu, háu rödd. En loksins nú, þegar fjarlægðin komst ekki leng- ur upp á milli okkar, þurftir þú að fara á vit annarra ævintýra, og það verður mér ætíð hulin ráðgáta hví það gerðist þessa nótt, þá nótt sem ég fluttist í borgina þína, þinn heimabæ. En það er eins með dauð- ann eins og svo margt annað að hann er óútreiknanlegur og við hann fáum við ekki ráðið, nema þá kannski að litlu leyti, því eitt- hvað segir mér að þú hafir beðið eftir mér, eftir að ég flytti suður til ykkar afa. Einhver þarf að sjá um hann. Og því máttu treysta að það geri ég, alveg eins og þú veist að hann mun sjá um mig. Hvíldu þig nú vel! Sjáumst síðar. Bjarki Snær. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN GESTSSON, Borgarbraut 65a, Borgarnesi, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju laugardaginn 7. september kl. 14.00. Olga Guðrún Þorbjarnardóttir, Ásdfs Kristjánsdóttir, Sævar Þórjónsson, Gunnar Kristjánsson, Auðbjörg Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Kæru vinir, innilegar þakkir fyrir auð- sýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, ÞÓRHILDAR INGIBJARGAR JAKOBSDÓTTUR frá Árbakka. Guð blessi ykkur öll. Sigurlaug Ólöf Guðmundsdóttir, Torfi Guðmundsson, Ellen Andersson, Jakob Guðmundsson, Helga Hermannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar STEFÁNS STEFÁNSSONAR frá Fitjum í Skorradal. Sérstakar þakkir til starfsfólks sjúkra- deildar á Hrafnistu í Hafnarfirði. Jón Arnar Guðmundsson, Karólína Hulda Guðmundsdóttir. Lokað Aðalskrifstofa félagsmálaráðuneytisins í Hafnar- húsinu verður Igkuð frá kl. 13.00 í dag vegna útfarar HALLGRÍMS DALBERG, fyrrverandi ráðu- neytisstjóra í félagsmálaráðuneytinu. Félagsmálaráðuneytið, 6. september 1996.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.